Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 5 fréttir Ný lausfrystitæki í notkun á Dalvík: „HEFUR GJÖRBREYTT VINNSLUAÐSTÖÐUNNr7 — segir Aðalsteinn Gottskálksson, frystihússtjóri ■ „Við erum svo heppnir að við feng- um lausfrystitæki núna í mars s.I. og höfum því ekki þurft að vinna karfann í hinar hefðbundnu pakkningar á Rúss- landsmarkað, heldur getað lausfryst karfaflök á markað í Frakklandi. Þetta hefur geflð okkur mjög mikinn plús í rekstrinum og gerir það einnig að'verk- um að birgðastaðan hjá okkur í karfan- um er miklu léttari heldur en var á sama Fjármálaráðuneytið leiðréttir Seðlabankann: Segir greiðsluhalla rikissjóðs 18.7% en ekki 28.7% ■ Þeim í fjármálaráðuneytinu þykir það heldur lúalegt af Seðlabanka- mönnum að túlka liðlegheit ráðuneytis- ins í launagreiðslum til starfsmanna sinna sem fjórðungi til þriðjungi meiri greiðsluhalla ríkissjóðs í marsmánuði s.l. heldur en hann hafi verið í raun og veru. í frétt frá fjármálaráðuneytinu í gær segir að upplýsingar Seðlabankans um að greiðsluhalli ríkissjóðs mánuðina janúar til mars s.l. hafi verið meiri en nokkru sinni á síðustu 10 árum, eða Grafa lendir á strætisvagni ■ Það óhapp vildi til í gær, að strætis- vagn sem leið átti eftir Laugavegi lenti í árekstri við traktorsgröfu. Strætisvagn- inn var á austurleið og reyndi að sveigja fram hjá gröfunni sem mun hafa verið að snúa við á götunni. Það tókst þó ekki og lenti skólfa traktorsins inn í hlið stræti- svagnsins með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu. Þrír farþegar sem sátu nálægt staðnum sem skóflan kom inn, slösuðust lítilsháttar og voru fluttir á slysavarðstofu þar sem gert var að sárum þeirra. - ÞB. 28,7% af tekjum ríkissjóðs, sé glöggt dæmi um það hvernig ógætileg notkun talna verði til þess að blekkja almenning. Ráðuneytið bendir á að í mars hafi verið fallist á tilmæli samtaka starfs- manna ríkisins um að apríllaun yrðu greidd fyrir páskaleyfi, þ.e. 31. mars í stað 5. apríl. Þann 31.mars hafi því verið greiddar 215 milljónir króna í laun sem í reynd tilheyrðu aprílgjöldum en ekki mars. Jafnframt hafi verið frestað 69 millj. kr. lántöku utan Seðlabankans sem gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun, en hún hefði ella bætt stöðuna á hlaupa- reikningum ríkisins í Seðlabankanum um sömu upphæð. Eigi að bera saman tölur milli ára telur fjármálaráðuneytið að taka beri tillit til ofangreindra upphæða. Greiðslu- hallinn hefði þá numið 528 millj. kr. eða 18,7% af tekjum ríkissjóðs, en ekki 812 millj. kr. og28,7% einsogSeðlabankinn hefur skýrt frá. Á síðustu 10 árum hafi greiðsluhallinn þrisvar verið meiri þ.e. árin 1977, 1978 og 1979 þegar hann hafi numið frá 20,3% til 23,3% af tekjum ríkissjóðs mánuðina jan.-mars. Hins vegar segir í frétt ráðuneytisins að verulegur samdráttur hafi orðið í tekjum ríkissjóðs á fyrstu mánuðum þessa árs, í kjölfar minnkandi kaupmátt- ar og minnkandi þjóðartekna. - HEI Egill Jónsson sagði: „Það verður sprenging...” en ekki Friðrik Sóphusson ■ Mér varð heldur betur á í messunni í gær, að vísu með dyggri aðstoð Egils Jónssonar, alþingismanns, þegar ég hengdi bakara fyrir smið, með því að eigna Friðrik Sóphussyni, varaformanni Sjálfstæðisflokksins orð sem Egill Jóns- son átti. Bið ég hér með Friðrik Sóphus- son innilega afsökunar á þessum leiðu og villandi mistökum, og vona að hann hafi ekki orðið fyrir óþægindum eða aðkasti vegna þessarar fregnar. Þykir mér rétt að greina frá málsatvik- um, fyrir þá sem ekki vita, hvað um ræðir hér. Við vorum nokkrir frétta- menn staddir á kaffistofu Alþingis þar sem einnig voru nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Heyrði ég þá, eins og reyndar blaðamaður Þjóðviljans að Egill Jónsson, alþingismaður sagði að það yrði sprenging í þingflokknum þegar Geir legði fram ráðherralista sinn. Að kaffi- drykkjunni lokinni fórum við, blaða- maður Þjóðviljans og ég til Egils, sem þá hafði reyndar sest annars staðar í kaffistofunni og spurði ég hann hvað hann hefði átt við með þessum orðum sínum að það yrði sprenging í þing- flokknum o.s.frv. Egill svaraði þá að bragði „Ég hef aldrei sagt þessi orð. Það var Friðrik Sóphusson sem sagði þetta.“ Við svo búið fórum við til Friðriks og spurðum hann hverju þessi orð hans hefðu sætt, en hann svaraði með gríni, eins og greint var frá í blaðinu í gær, að það væru ekki fréttir þó það væru sprengingar í þingflokknum, en lét þess ekki getið að Egill hefði sagt þessi orð en ekki hann. Ég hef síðan fengið það staðfest, og það margfaldlega að það var Egill, en ekki Friðrik sem sagði þessi orð, og hafa jafnt sessunautar Friðriks við kaffiborð- ið, sem og Egill Jónsson sjálfur staðfest að Egill sagði þessi orð, en ekki Friðrik, þannig að enn einu sinni bið ég hann afsökunar á þessum leiðu mistökum, sem ég verð að játa að eiga uppruna sinn í því að ég kunni mér ekki hóf, þegar ég heyrði þessa setningu, sem ég hefði að sjálfsögðu átt að láta sem vind um eyru þjóta, þar sem ég var stödd í kaffistofu Alþingis, í kaffitíma, þar sem þingmenn sem aðrir eiga að geta rabbað saman f góðu tómi, án þess að eiga á hættu að lesa orð sín, í blöðum næsta dag. Agnes Bragadóttir tíma í fyrra. Þetta hefur gjörbreytt okkar vinnsluaðstöðu i frystingunni", sagði Aðaisteinn Gottskálksson, frysti- hússtjóri á Dalvík. En þessa vikuna er þar t.d. eingöngu verið að vinna karfa í frystihúsinu. Aðalsteinn sagði þennan Frakklands- markað nýtilkominn - í gegnum sölu- skrifstofu Sambandsins í Bretlandi, sem verið hafi að auka hlutdeild sína. Með tilkomu lausfrystitækjanna skapist nýir möguleikar á Evrópumarkaði. Jafnframt sagði hann þá Dalvíkinga á næstunni fá flokkunarband til að stærðarflokka fryst flök sem enn komi til með að styrkja stöðuna á þessum markaði. „Evrópu- markaðurinn leggur mikið upp úr stærð- arflokkun og nánast ógjörningur að ná þar nokkurri fótfestu án hennar,“ sagði Aðalsteinn. Fiskinn kvað hann síðan pakkaðanogseldan í23 kílóa kössum. -HEI Drengjakór frá Banda- rfkjunum f heimsókn ■ Hér á landi er nú staddur bandarísk- ur drengjakór, The American Boy Choir frá Princeton í New Jersey og mun hann halda hér nokkra tónleika. Kórinn er úr sérstökum grunnskóla sem tekur til sín nemendur hvaðanæva að úr Bandaríkj- unum og þjálfar í kórsöng og mun hann vera sá eini sinnar tegundar sem tekur til sín nemendur án tillits til trúflokka. Kórinn heldur tónleika í Gamla bíói í kvöld, í Langholtskirkju n.k. mánudag og einnig mun hann syngja við guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni á hvítasunnudag. Einnig mun hann syngja á Selfossi, Borgarnesi og Akureyri. Karlakórinn Fóstbræður og American Field Service annast skipulagningu á dvöl drengjanna hér á landi. Myndin var tekin í gær er kórinn tók lagið í anddyri Hótels Loftleiða. (Tímamynd Árni Sæberg) A-Tork eizmota fjósaþurrkur fyrir þá sem vinna við mjaltir Nú eru gerðar meiri hreinlœtiskröfur til þeirra, sem stunda kúabúskap en nokkru sinni fyrr. Þessar kröfur eru fyrst og fremst gerðar til þess að bóndinn geti selt mjólk sína í hœsta mögulegum gœðaflokki. Eínaírœðingar Mölnlycke hafa nýverið sett á markaðinn sérstakar pappírsþurrk- ur, sem œtlaðar eru þeim sem vinna við mjaltir. Þurrkurnar heita A-Tork, fjósa- þurrkur. Þœr uppfylla allar kröfur, sem gerðar eru til hreinlœtis í fjósum í dag. A-Tork, fjósaþurrkan, er einnota þurrka. Hún er aígreidd í 1000 metra rúllum, sem smella auðveldlega á íœranlegt statíf sem einfalt er að renna með sér milli bása. Fjósaþurrkan frá Mölnlycke tryggir þér og fjósinu þínu svar við öllum hreinlœtis- kröfum, sem gerðar eru til nútíma fjósamennsku. Hringið eða sendið okkur línu, ef þið viljið fá nánari upplýsingar um A-Tork. Síminn er 26733 og svœðisnúmer 91. (W asiacohf Vesturgötu 2, P.O. Box 826, 101 Reykjavík Vlnsamlegast sendlð méi kynningaiblað og sýnlshom al A-Toik, f jósaþurrk- unni fiá Mölnlycke. Naín:_______________________________________ Heimilisfang:. Sími:_________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.