Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 20. NlAÍ 1983
6______________
í spegli tímans
ALBERT NÆSI1 KONUNGUR BELGIU?
■ AðalfréttirnaríBrusseleft-
ir að samkvæmistímabilinu
lauk hafa verið þær, að ham-
ingjusamasta parið á dansgólf-
um fina fólksins hafí verið
Albert prins, bróðir Baldvins
konungs, og kona hans Paola.
Þetta þykja heldur betur
fréttir, þegar hafður er í huga
hjónabandsferill þeirra.
Þau þóttu með afbrigðum
glæsilegt par, belgiski prinsinn
og ítalska prinsessan, þcgar
þau gengu í hjónaband fyrir
nær 24 árum. Brátt kom þó í
Ijós, að þau áttu næsta lítið
sameiginlegt og lifðu hvort sínu
lífí. í fyrstu var kennt um
suðrænum blóðhita Paolu, en
brátt kom í Ijós, að prinsinn
var líka lífsglaður í meira lagi.
Hann lenti í einu ástarævintýr-
inu á fætur öðru og það lá við,
að Paolu væri fyrirgefiö, þegar
myndir birtust af henni ■
blöðum, þar sem hún var stödd
á eyðilegri strönd í félagsskap
ókunnugs karlmanns, sem var
önnum kafinn við að lcysa af
■ Aðrir ballgestir horfðu með velþóknun á Albert prins og Paolu á dansgólfínu, þar sem þau
hegðuðu sér eins og nýástfangið par.
BOB HOFE ÁTHUEDUR
— gengur í fótboltalið í tilefni afmælisins
stein, þegar þessum aldri er
náð, og jafnvel fyrr. Ekki síst,
þegar vel er búið að búa í
haginn og ekki þarf að hafa
fjárhagsáhyggjur í ellinni. En
Bob cr ekkert á þeim buxun-
um.
- Eg gamall? segir Bob með
fyrirlitningu. - Aldrci. Á af-
mælisdaginn held ég hátíðlegt,
að ég er fjórum sinnuin tví-
tugur;
Og til að sýna fram á, að
honum fínnst hann bara vera
fjórum sinnum tvítugur, licfur
hann nú látið verða af því að
láta gamlan draum rætast.
Hann ætlar að ganga í fótbolta-
lið, ásamt þrem bestu vinum
sínum, þeim Dean Martin, Ro-
bert Wagner og Robert
Preston. Lið þeirra hlýtur að
sigra a.m.k. á einu sviði.
Samanlagður aldur þeirra Ijór-
menninganna er 256 ár;
■ Ja, það má nú segja, að Hope á áttræðisafmæli í þess- Einhverjir hefðu nú látið sig
tíminn líður. Hinn síungi Bob um mánuði; hafa það að setjast í helgan
■ Þeir eru ekki árennilegir kapparnir (t.f.v.) Robcrt Wagner, Dean Martin, Bob Hoipe og Robert
Preston, enda aldur þeirra samanlagt 256 ár.
■ Sú var tíðin, að Paola harðneitaði að standa við hlið manns
síns við opinberar móttökur.
henni brjóstahaldarann. Þó
þótti það nú ekki alveg við
hæfi.
Þau reyndu tæpast að leyna
þeirri andúð, sem upp var
komin milli þeirra. T.d. neitaði
Paola að standa við hlið manns
síns í móttöku, sem haldin var,
þegar sænsku konungshjónin
komu í opinbera heimsókn til
Belgiu 1977. Og Paola reifst
hástöfum við mann sinn í
viðurvist fjölda fólks, þegar
þau voru viðstödd leiksýningu
í konunglega leikhúsinu. .
En nú virðast sem sagt veður
hafa skipast í lofti. Hvort hér
er um stundarfyrirbæri að ræða
á tíminn eftir að leiða í Ijós, en
einhvern þátt kann að eiga í
þessum sinnaskiptum þeirra
hjóna sú staðreynd, að Baldvin
konungur er sagður heilsutæp-
ur og íhuga að segja af sér.
Fram að þessu hefur verið litið
svo á, að elsti sonur þeirra
Alberts og Paolu væri líkleg-
astur sem ríkiserfingi, þar sem
Albert hefur ekki þótt sýna
konunglega hegðan. Kannski
hefur Albert tekið sig á í þeirri
von að verða arftaki bróður
síns. Það er nefnilega alveg
öruggt, að hinir kaþólsku Belg-
ar myndu ekki sætta sig við
kóng og drottningu, sem
standa í stöðugu rifrildi og fara
ekki leynt'með, að þeim sé í
rauninni í nöp hvoru við
annað.
■ í 22 ár hafa Baldvin konungur og Fabiola drottning gegnt
sínum störfum með sóma, en nú eru þau bæði orðin heilsuveil.
viðtal dagsins
Siglingamálastofnun gengst fyrir
namskeidshaldi um olíumengunarvarnir
„HÖFUMÁKVBHMR
HUGMYNDR"
— segir Magnús Jóhannsson deildarstjóri
hjá Siglingamálastofnun ríkisins
■ Siglingamálastofnun ríkisins
hélt námskeið um varnir gegn
olíumengun sjávar, dagana 17.,
18. og 19. maí. Þau mál sem
fjallað var um á námskeiðinu
voru olía og eiginleikar hennar,
um áhrif olíumengunar í sjó, yfir
borðsstraumar við ísland,
hreinsun olíu úr sjó, olíumengun
í höfnum, æskileg skipti milli
ríkis og sveitarfélaga í baráttunni
gegn olíumengun sjávar, meng-
unarvarnarbúnaður skipa, ol-
íumengunarvarnir við birgða-
stöðvar, söfnun úrgangsolíu o.fl.
Þátttakendur voru víða að af
landinu en leiðbeinendur voru
þeir Magnús Jóhannesson deild-
arverkfræðingur hjá Siglinga-
málastofnun og Jón Ævar Þor-
geirsson fulltrúi.
Fréttamaður Tímans brá sér á
einn fyrirlestur sem haldinn var
í gær í mötuneyti Skeljungs í
Örfirisey og ræddi við Magnús
Jóhannesson um námskeiðshald-
ið og tilgang þess.
Ákveðnar hugmyndir
„Það má segja að þetta sé
orðinn fastur liður í starfsemi
okkar hjá Siglingamálastofnun",
sagði Magnús. „Árið 1970 var
sett reglugerð sem við erum nú
að framfylgja, en námskeið af
þessu tæi var fyrst haldið 1979.
■ Magnús Jóhannesson deildarstjóri Siglingamálastofnunar ríkisins.
Við hér hjá Siglingamálastofnun
höfum sett fram ákveðnar hug-
myndir hvernig standa á að þess-
um málum en það hefur háð
okkur nokkuð hve litlu fjár-
magni er veitt til þessara hluta.
Það er þó ljóst að það verður að
vera til staðar á öllu landinu
menn sem kunna til verka ef
einhver olíuslys henda og nauð-
synlegur búnaður til að varna
því að stórir skaðar geti átt sér
stað. Annars höfum við skipt
landinu niður í þrjá meginflokka
og miðast sú skipting við sérhags-
muni hverrar hafnar og um leið
sameiginlega hagsmuni allra
hafna á landinu."
Hvernig bregðist þið við ef
olíuslys ber að höndum?
„Við teljum það frumskyldu
okkar að ná olíunni upp og
komast hjá því að nota hreinsi-
efni sem síðan sekkur til botns.