Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 *r* abriel HÖGGDEYFAR _ i i , • narnarsnoic UO>Varah,Ut,r Sí'ni36510. Hamarshöfða 1 ■ Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, fjármálaráðhcrra, Steingrímur Sigfússon alþingismaður og Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður við upphaf fundarins í gær. Tímamynd: GE. SKILAR SVAVAR STlðltNAR- MYNDUNARIIMBODINU IDAG? Fóru í hafið ■ Lítil einkaþota af gerðinni Lear-jet sam Iagði upp frá Vínar- borg í fyrradag áleiðis til Ham- borgar er nú týnd einhversstaðar langt suð-austur af landinu. Þot- an var með einn flugmann og tvo farþega þegar hún lagði upp, en kom aldrei til Hamborgar. Hún hélt ferð sinni áfram og flaug yfir Holland og Bretland og tók síð- an stefnuna vestur í Atlantshaf- ið. Flugmenn úrflugherjum Hol- lánds og Bretlands flugu í veg fyrir vélina og reyndu að ná sambandi en gátu ekki greint neitt lífsmark um borð. Eftir að hafa fylgt vélinni eftir í nokkurn tíma urðu herþoturnar frá að hverfa vegna eldsncytisskorts. Að sögn Flugmálastjórnar cr talið að þotan hafi lent í sjónum um 300 sjómílur suð-austur af landinu. Ekki er vitað hver orsökin að þessu slysi getur verið, en menn geta sér þess til að jafnþrýstibún- aður eða súrefnisgjafinn í flug- vélinni hafi bilað fljótlega eftir flugtak. Við það hafi áhöfn vél- arinnar misst meðvitund ogfallið í gólf vélarinnar og því ckki sést þegar fylgst var með vélinni. - ÞB. Unga mannsins ennþá saknad ■ Lögrcglan í Reykjavík var enn að svipast um eftir Aðal- steini Hreinssyni, unga mannin- um sem hvarf frá Kleppsspítala síðdegis á þriðjudag, þcgar Tím- inn talaði við aðalvarðstjóra lög- reglunnár í gærkvöldi. Lögreglu- menn með sporhunda leituðu í Reykjavík og nágrenrii í gærdag, en í gærkvöldi og nótt fór cngin formleg leit fram. Aðalsteinn Hreinsson er 23ja ára gamall. Talið er að hann hafi verið klæddur grænni hermanna- úlpu, grænköflóttri skyrtu og gallabuxum, þegar hann yfirgaf spítalann. Hann erum 190 senti- metrar á hæð, grannur með Ijóst sítt hár og Ijósan skegghýj- ung. Lögreglan biður þá sem orðið hafa ferða Aðalsteins varir að láta sig vita. - Sjó. ■ Svavar Gestsson og fleiri fulltrúar Alþýðubandalagsins standa þessa dagana í miklunr fundarhöldum með fulltrúum annarra flokka, þar sem kannað- ir eru möguleikar á stjórnarsam- ■ „Við höfum rætt saman um eitt og annað, og m.a. höfum við verið á þessum þingflokksfundi til þess að ræöa hvaða samstarl's- möguleikar eru enn í myndinni“, sagði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins m.a. starfi, sem samkvæmt heimildum- Tímans virðast vera hverfandi. Svavar heldur enn einn fundinn nú árdcgis, eða kl. 9.30, með fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins, og hyggst að loknum þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokksins síðdegis i gær. Geir sagðist ekki telja rétt að tíunda hvaða möguleika þing- flokkurinn teldi vera í myndinni á þessu stigi. „Ennfremur höfum hann ganga úr skugga um það á þeim fundi, hvort þessir fimm aðilar geti starfað saman í ríkis- stjórn, en að þeim fundi loknum eru menn yfirleitt á þeirri skoðun að Svavar skili stjórnarmyndun- við farið yfir þau efnisatriði, mjög nákvæmlega, sem fram hafa komið í stjórnarmyndunar- viðræðunum, og reynt að gera okkur grein fyrir því hvar átaka- punktar liggja.“ Geir var spurður hvort hann liti þannig á að samstarf Sjálf- arumboði sínu til forseta íslands, sem ætti að verða um hádegisbil- ið í dag. Svavar fundaði með fulltrúum Kvennalista í gærmorgun, og síðdegis í gær átti hann liðlega stæðisflokks, Bandalags jafnað- armanna og Alþýðuflokks væri cnn inni í myndinrii og sagði hann þá: „Ég skal ekkert um það segja. Ég held að það verði að spyrja fulltrúa Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna að því.“ tveggja tíma fund með fulltrúum Framsóknarflokksins. Að lokn- um þessum fundahöldum sögðu menn einungis að um gagnlegar viðræður hefði verið að ræða, en lítið annað. _ AB. Geir var spurður hvort Svavar Gestsson hefði lagt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn tillögur Alþýðu bandalagsins í efnahags og at- vinnumálum, og svaraði Geir þá: „Hann hefur eingöngu af- hent mér spurningalistann." - AB. Geir Hallgrímsson, að loknum löngum þingflokksfundi ígær: „RÆDDUM HVAÐfl SAMSTARFSMÖGU- LEIKAR ERU ENN í MYNDINNI” dropar Regnboga- hræringur ■ Það getur verið vandasamt að blanda kokteila, sérstaklega ef tegundirnar, sem í hann fara, eiga að liggja í lögum í glasinu þannig að drykkurinn verði marglitur. Einn slíkur er „Rainbow“, sem er nokkuð vinsæll á íslenskum öldurhús- um. „Eg ætla að fá einn Rain- bow,“ sagði kona nokkur við barþjón á Broadway. Sá var nýr í stéttinni, alls óvanur að blanda kokteila, en kunni þó uppskriftina. Þurfti hann að einbeita sér mjög við blöndun- ina í skarkala veitingahússins. Fyrsta tilraun mistókst, önnur fór á sama veg, en í þeirri þriðju tókst honum sæmilega. „Gjörðu svo vel,“ sagði þjónn- inn og rétti konunni glasið yfir borðið. „Þakka þér fyrir,“ sagði konan, borgaði drykkinn og bað þjóninn um sogrör. Þjónninn færði konunni rörið og fylgdist með henni dýfa því í glasið og hræra rólega og yflrvegað. Rainbowinn góði varð á litinn eins og skolpvatn, en þjónninn fjólublár. Afrek Jóhannesar ■ Blaðinu hefur borist álykt- un frá fundi 5. deildar Félágs íslenskra símamanna, (sím- virkjar) þar sem farið er héldur en ekki hörðum orðum um Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóra. Eru talin upp í ályktun- inni þau „afrek“ sem Jóhannes hefur helst unnið að áliti fund- armanna og eru þau þessi: „Semja tvisvar af sér við Isal og Alusuisse. Þcnja á 20 árum Seðlabanka Islands úr einu herbergi í Landsbankanum í það að vera stærsti Seðlabanki á Norðurlöndum með fleira starfsfólk en öll ráðuneytin til samans. Koma upp einu glæsi- legasta bókasafni landsins, en þar á þjóðin að vísu engan aðgang. Hafa svo frábæra stjórn á og eftirlit með banka- kerfinu að hvergi höfum við spurnir af jafn viðamiklu bankakerfi eða jafnmiklum bankakostnaði og hérlendis. Fundur i 5. deild F.Í.S. hald- inn 17. maí 1983 telur Jóhann- es Nordal miklu óþarfari þjóð- inni en vísitölukerfið...“ Svo mörg voru þau „skref." Krummi ...er að velta því fyrir sér hvort Svavar Gestssön ætli bara að eiga umboðið! HHBBHBSHBBHHI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.