Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 7 ■ Charles Aznavour getur nú leyft sér þann munað að reykja Havannavindla. Góð fjár- ing ■ Franski vísnasöngvarinn Charlcs Aznavour nýtur vin- sælda víða um heim. Hann er t.d. í miklum metum austan- tjalds og cftirsóttur til tonleika- halds þar. Sá er þó hængurinn á, að honum er óheimilt að taka með sér til baka vestur fyrir þær greiðslur, sem hann hlýtur fyrir, í beinhörðum pen- ingum. Það er hins vegar látið óátalið, að hann taki með sér í farangrinum einhvern þann varning, sem hann getur fjár- fest í í viðkomandi landi. Ekki alls fyrir löngu kom Charles Aznavour fram í Búdapest við mikla hrifningu aðdáenda sinna. Enn kom upp gamla vandamálið, hann mátti ekki taka forinturnar með sér úr landi. En nú er Charles farinn að kunna á kerfíð. Hann komst að því, að Fidel Castro hefur þann sið að borga erlend- ar skuldir með hinum rándýru og eftirsóttu vindlum, sem kenndir eru við Havanna, höfuðborg Kúbu. Á markaði í Búdapest eru Havannavindlar hins vegar hræódýrir, kosta sem svarar 25 kr. stykkið, og það notfærði Charles sér. Fyrir launin sín fékk hann heil 5000 stykki, en hefði orðið að borga fímm sinnum meira fyrir þá í hinum vestræna heimi. Það hefur sýnt sig að þau efni eru stórhættuleg lífríkinu í sjónum. Ef hins vegar um er að ræða að forða t.d. fuglalífi frá stórskaða, þá neyðumst við til að beita þessum efnum. Við erum nú með tvö tæki til olíuupptöku og 900 metra girðingu en þetta dygði þó skammt ef um meiri- háttar slys yrði að ræða. Við höfum samt nokkra samvinnu við aðila á hinum Norðurlöndun- um ef meiriháttar siys kæmi upp. Að okkar áliti þyrfti að vera til staðar í landinu tæki sem gætu tekið upp um 200 tonn á sóla- hring. Núna höfum við einungis tæki til þess að taka upp 14 af þessu magni.“ Fyrirbyggjandi aðgerðir Hvernig er með kostnað við að hreinsa upp þá olíu sem þið hafið hingað til tekið upp? „Við tókum upp hér um dag- inn 50.000 lítra af olíu og sú olía sem við tókum upp dekkaði kostnaðinn við þá aðgerð. Það er alveg hægt að nota þessa olíu þó hún hafi verið í sjó einhvern tíma.'Annars vil ég taka það fram að á síðasta ári var seld gas- og svartolía fyrir 2560 millj. kr., og ef við miðum þá upphæð við það sem varið er til olíumengun- arvarna þá er hún 1.9 pro mill af árssölu gas og svartolíu í land- inu. Ef við hins vegar miðum við 5 ár, þá eru þetta um 0,4 pro mill af þessari árssölu. ■ „Annars er eitt meginviðfangsefni okkar að gera fyrirbyggjandi aðgerðir. Algeng- ustu olíuslysin í höfnum hingað til hafa verið vegna áfyllingar á skuttogara. Við höfum komið fram með tillögur um ákveðið yfirfallskerfi þar sem ekki á að vera hætta á að þess háttar slys geti átt sér stað. Það er samt nokkuð ljóst að ef um meirihátt- ar slys yrði að ræða, skammt frá eða við landið, þá stöndum við nokkuð berskjaldaðir. Þá væri allt komið undir veðri straumum og vindum hversu fljótt við gæt- um brugðist við. Tíminn væri í slíku tilfelli „krítískasta" atriðið. Samt sem áður er ekki til nein fastmótuð áætlun ef eitthvað þessháttar kæmi fyrir“, sagði Magnús Jóhannsson að lokum. -ÞB { ■ FYRIR nokkru var frestað viðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna um Afganistanmálið. Þær fóru fram .í Genf undir forsæti eins af aðstoðarfram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, Diego Cordovez. Viðræðunum var þannig háttað, að Cordovez ræddi sér í lagi við utanríkisráðherra Pakis- tans og utanríkisráðherra Afgan- istans. Stjórn Pakistans vill ekki taka þátt í beinum viðræðum við stjórn Afganistans á þessu stigi, þar sem hún viðurkennir ekki stjórn Karmals. Þegar viðræðunum var frestað, var að miklu leyti búið að ganga frá uppkasti að samn- ingi, en eftir var þó að ná samkomulagi um sum viðkvæm- ustu atriðin. Akveðið var að viðræðurnar skyldu hefjast að nýju í Genf 16. júní. Tíminn þangað til yrði notaður af ríkis- stjórnunum til að íhuga málin betur. Ætlunin var að ræða einnig við írönsk stjórnarvöld á svipað- an hátt, en íranska stjórnin skoraðist undan því að sinni, en ■ iúrí Andropov. komulagi um ríkisstjórn í Afgan- istan, sem bæði þjóðin getursætt sig við og Rússar telja sér frekar vinveitta, eða a.m.k. ekki óvin- veitta. Rússar telja sig ekki frekar geta unað fjandsamlegri stjórn í Afganistan en Bandaríkjamenn við kommúnistiska stjórn í E1 Salvador og er þó lengra á milli El Salvador og Bandaríkjanna en Sovétríkjanna og Afganistan. Reynt hefur verið bæði af hálfu Rússa og Pakistana að hafa samráð við andspyrnuhreyfing- arnar í Afganistan, og fá þær til samsíarfs. Það er hins vegar hægara sagt en gert. sökum þess hversu margar þær eru og sund- urleitar. Milli sumra þeirra ríkir jafnvel meiri fjandskapur en milli þeirra og Rússa. Þar koma m.a. til greina ættarerjur, sem cru orðnar aldagamlar. Eitthvað mun þó hafa mjakazt í þá áttina að fá suma andspyrnu- hópana til samkomulags. Sagt er, að það gildi ekki sízt um sumar þeirra hreyfinga, sem eru undir forustu strangtrúarmanna. Síðustu fregnir benda til þess. Semja Rússar og Pakist anar um Afganistan? Báðir vilja semja, en mörg Ijón í veginum fékk hins vegar að fylgjast með viðræðunum. Þótf staða írans hafi verulega þýðingu í þessu sambandi, þykir hún þó ekki skipta höfuðmáli. Samskipti Pakistans og Afganist- ans eru miklu meiri en írans og Afganistans. Flóttamennirnir frá Afganistan dvelja langmest í Pakistan og þaðan fá skærulið- arnir í-Afganistan aðallega vopn sín. Það þykir hafa komið í ljós í þessum viðræðum, að bæði stjórn Pakistans og stjórn So- vétríkjanna hafa verulegan áhuga á samkomulagi, en í reynd er það stjórn Sovétríkjanna, sem stjórnar viðræðunum af hálfu Afganistan, þótt utanríkisráð- herra Afganistans sé látinn taka þátt í þeim. Að vissu marki er þetta ekki óeðiilegt, þar sem viðræðurnar snúast fyrst' og fremst um brottflutning rúss- neska hersins frá Afganistan. Það þykir hafa komið glöggt í Ijós í þessum viðræðum, að ríkis- stjórnirnar hafa mikinn áhuga á, að samkomulag geti náðst. Pakistanstjórn hefur að sjálf- sögðu áhuga á, að rússneski herinn hverfi heim og hafi ekki lengur bækistöðvar við landa- mæri Pakistans. Htin vill einnig losna við afganisku flóttamenn- ina, sem eru um 3 milljónir. Hún óttast einnig, að sá vandi, sem fylgir dvöl þeirra og nálægð rúss- neska hersins, ýti undirþjóðern- ishreyfingar í Pakistan,sem vilja kljúfa Pakistan í fleiri ríki. Áhugi Sovétstjórnarinnar er einnig vel skiljanlegur. Hersetan í Afganistan er þungur efnahags- legur baggi, en talið ert að Rúss- ar hafi þar yfir 100 þúsund manns. Herseta í Afganistan spillir jafnframt stöðu Rússa um víða veröld og stendur t.d. í vegi bættrar sambúðar þeirra og Kín- verja. Fátt gæti orðið meiri pólitískur uppsláttur fyrir Sovétríkin en að flytja her sinn heim frá Afganist- an, án þess að það hafi sama svip ■ Mohammad Zia-ul Haq. uppgjafar og heimflutningur Bandaríkjahers frá Víetnam. ÞAÐ ER hins vegar ekki auð- velt verk að ná samkomulagi milli umræddra ríkisstjórna um lausn Afganistanmálsins. Pakistanstjórn er sennilega reiðubúin til að hætta stuðningi við skæruliðana og stöðva vopnasendingar Bandaríkja- stjórnar til þeirra, ef Rússar flytja her sinn heim að mestu eða öllu, og flóttamennirnir frá Af- ganistan, sem eru í Pakistan, fá að snúa heim aftur á viðunandi hátt. Rússar munu að uppfylltum þessum skilyrðum telja sér auð- veldara að kveðja herinn heim, en vandasamasti þátturinn er samt eftir. Það er að ná sam- að stjórn Pakistans hafi orðið nokkuð ágengt í því að sameina þær hreyfingar, sem hafa bæki- stöðvar í Pakistan. Yfirleitt er það þó talið útilokað að sameina þær allar. SVO ÓLJÓSAR fregnir ber- ast enn frá Afganistan, að erfitt cr að átta sig á hinu raunverulega ástandi í landinu. Síðari fregnir benda þó til, að Rússum gangi orðið betur að halda uppi röð og reglu og hcldur hafi dregið af skæruliðum. Þeirhafa hinsvegar síður en svo verið brotnir á bak aftur. í seinni tíð hafa þeirgripið í vaxandi mæli til skemmda á mannvirkjum, eins og brúm og rafmagnslínum, og orðið vel ágengt. Helztu stórborgirnar hafa stundum verið rafmagns- lausar eða rafmagnslitlar dögum saman. í blaðinu Fréttir frá Sovétríkj- unum, sem APN gefur út, birtist nýlcga grein um Afganistan í tilefni af því, að fimm ár voru liðin 27. apríl frá byltingu kommúnista þar, en rússneskur her settist að í landinu rúmlega einu og hálfu ári síðar. í grein- inni eru taldar upp ýmsar fram- farir, sem hafi orðið á þessum tíma. Viðurkennt er, að and- spyrnan sé samt mikil, eins og eftirfarandi klausa ber með sér: „Glæpaflokkarnir ráðast á skóla og lestrarnámskeið. Þeir drepa kennara og vita sem er, að lestrarkunnátta er fyrsta skrefið frá fákunnáttu og fáfræði til þekkingar og nýs lífs. Afganska menntamálaráðuneytið gaf ný- lega út upplýsingar um þann skaða, sem andbyltingarhópar höfðu valdið frá 1978-1982.1716 grunnskólar og miðskólar voru brenndir til grunna og eyðilagðir og nam eignatjónið 187 milljón- um afganí." Þessi frásögn gefur til kynna, að þrátt fyrir hið fjölmenna setu- lið Rússa hafi síður en svo tekizt að friða landið. Vafalítið gerist það ekki fyrr en Rússar hálda heim. Þórarinn Þórarinsson, tftT ../J ritstjóri, skrifar Klé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.