Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúei ðrn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Tillaga Svavars um 20% kauplækkun í júní ■ Þaðerástæðulaust fyrir Morgunblaðið að vera að deila á forseta íslands fyrir að hafa falið Svavari Gestssyni umboð til stjórnarmyndunar. Forseti Islands fylgir þar fordæmi fyrir- rennara síns. Það hefði haft flokkspólitískan blæ, ef forsetinn hefði vikið frá þeirri hefð fyrst á annað borð var fylgt fyrri venjum. Það er líka komið á daginn, að kjósendur hefðu farið talsverðs á mis, ef Svavar hefði ekki fengið að reyna. Menn verða töluvert fróðari um Alþýðubandalagið eftir þessa tilraun Svavars. Spurningalistinn, sem Svavar sendi flokkunum, er t.d. einstæður. Ýmsum kunnugum hefur þótt hann minna á vinnubrögð, sem tíðkast munu í vissri deild háskólans, þegar prófessor hefur falið nemanda sínum ákveðið verkefni og lætur hann fá spurningalista um viðfangsefnið. Þetta geta verið góð vinnubrögð í háskólanum, en hins vegar brosleg undir þessum kringumstæðum. Svavar Gests- son er svo vel að sér í stjórnmálum, að hann gat fyrirfram svarað spurningunum án þess að spyrja flokkana. Afstaða þeirra hefur komið fram í opinberum umræðum í flestum eða öllum þeim málum, sem spurt er um. í rauninni hefur það sjaldan verið eins einfalt að vinna að stjórnarmyndun og nú. Nær aldrei hefur verið ljósara hvert er nú mál málanna og eiginlega allt snýst því um. Það er staða atvinnuveganna og yfirvofandi atvinnuleysishætta. Um þetta verkefni eiga flokkarnir að ræða á undan öðrum málaflokkum. Náist ekki samvinna milli þeirra um efnahags- aðgerðir, er óþarft að tala um önnur mál, því að samvinna þeirra um efnahagsmálin eru frumskilyrði þess, að úr stjórnarmyndun geti orðið. Þótt spurningalisti Svavars sé óvenjulegt plagg, hefur það þó ekki vakið mesta athygli í sambandi við stjórnarmyndun- artilraun hans. Mesta athygli vekur að sjálfsögðu sú tillaga að fresta í einn mánuð greiðslu þeirra vísitölubóta, sem eiga að koma til útborgunar 1. júní. í rauninni er þetta tillaga um 20% kauplækkun i júní. Við þessa kauplækkun eiga launþegar að sætta sig til þess að Svavari gefist nægur tími til að vinna að stjórnarmyndun sinni. Þetta er þó ekki öll sagan. Því aðeins er slíkur frestur 'eðlilegur, að vinna eigi í umræddum mánuði að samkomulagi um, að þessar vísitölubætur verði felldar niður að einhverju leyti eða öllu. Annars væri frestunin út í hött. Þegar Alþýðubandalagið ber fram tillögu um 20% kaup - lækkuní júní til þess að auðvelda Svavari stjórnarmyndun, er það næsta ljóst, að það væri reiðubúið til að fórna meira á kostnað launþega, ef það gæti orðið til þess, að Svavari tækist stjórnarmyndun. Eftir þetta vita menn vissulega miklu meira um Alþýðu bandalagið en áður. Stjórnarmyndunartilraun Svavars Gests- sonar verður ekki til einskis. Fyrsti júní Forseti íslands hefur að gefnu tilefni birt tilkynningu, þar sem skýrð er sú afstaða, að stjórnarmyndunarmálin þurfi að skýrast fyrir hvítasunnu. í tilkynningunni segir: „Þá hefur forseti frá upphafi látið í ljós við stjórnmálaleið- toga eindregna ósk um að mál verði tekin að skýrast um hvítasunnu, þegar hartnær mánuður er liðinn frá kosningum til Alþingis. Sú ósk hefur helgazt af því að 1. júní nk. kann að reynast íslendingum örlagaríkur og þungur í skauti þegar fram í sækir. Einatt er þörf að eiga svigrúm þegar vandi steðjar að, svo að finna megi- lciðir sem reynast þjóðinni farsælar.“ Þ.Þ. skrifað og skrafað Brukleg peningastefna ■ Það er víðar þungt fyrir fæti en hjá þeim stjórnmála- mönnum sem eru að reyna að basla saman ríkisstjórn þessar vikurnar. i Degi sem út kom sl. mánudag er viðtal við Ágúst Guðröðarson bónda á Sauðanesi á Langanesi. Þar er enn ekki farið að vora en bóndinn telur það ekki svo alvarlegt miðað við aðrar óáran sem að kreppir. „Útlit- ið er heldur óefnilegt, en ætli við kreistum þetta ekki fram í miðjan júní, segir bóndi. „Við bændur hér í Sauðanes- hreppi höfum gert fóðuráætl- un sem nær fram í miðjan júní. í þeirri áætlun miðum við bæði við hey og kjarnfóð- ur, enda eigum við ekki hey til að gefa það eingöngu svona lengi. Það er því fyrir- sjáanlegt að við verðum að púðra tekjunum okkar í kjarnfóðurkaup. Hér eru öll vötn á ís og þaulsetnar snjófannir. Það er ekki nema smákraf með ströndinni sem er auður, þar sem í rauninni festir aldrei snjó. Það má því viðra vel á næstu vikum til að leysa klakabönd vetrarins, hvað þá að raunhæft sé að gera sér vonir um einhvern gróður að ráði fyrr en kemur fram í júní. Það er því ljóst að við verðum með féð heima við, að minnsta kosti á einhverri gjöf fram í miðjan næsta mánuð. Þetta ástand kemur illa við okkur, en við erum vanir andbyr hér um slóðir. Vor- harðindin eru heldur ekki verstu harðindin sem leggjast á bændur. Þau eru náttúruleg að ganga yfir. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar leggst þyngra á okkur, þar sem t.d. 33% af tekjum sauð- fjárbúa fara í vexti og verð- bætur svo ég nefni dæmi. Það yrði því mikilll léttir fyrir okkur ef ráðamönnum tækist að finna brúklega peninga- stcfnu." Þessa áminningu bóndans sem býr við vetrarríki um miðjan maí mættu stjórn- málamenn lesa yfir kvölds og morgna þessa dagana, og reyndar lengur. Vegna vor- harðindanna verða bædnur í Sauðaneshreppi að sjá af verulegum hluta tekna sinna til að halda lífi í bústofninum, en þótt heilir landshlutar liggi undir fönn eru vorharðindin ekki það sem hrjáir bændur og búalið mest heldur ástand efnahagsmála. Það er óhætt að taka undir með Ágústi að það yrði mikill Iéttir ef ráðamönnum tækist að finna og koma sér niður á brúklega peningastefnu. Allt það japl og jaml og fuður sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar bjóða upp á um þessar mundir er þungbærara en vorharðindin. * I tímahraki vegna fyrri svika. Spurningalisti, gáfnapróf og krossapróf eru heitin sem stjórnmálaforingjar gefa hin- um einstæðu vinnubrögðum Svavars Gestssonar for- manns Alþýðubandalagsins, sem stritast við að halda að hann geti myndað ríkis- stjórn. Svavar og flokksmenn hans hafa löngum hagað sér eins og hreinir fávitar í efna- hagsmálum og rekið upp ramakvein í hvert sinn sem tillögur hafa komið fram í þá átt að taka til hendi til að vinna bug á verðbólgunni. Þeir sjá vonda atvinnu- rekendur og arðræningja í hverju skoti og þeir eiga ávallt að fá að blæða. Þetta er þeim mun merki- legra fyrir þá sök að í rúm þrjú ár hefur Svavar ásamt með Ragnari fjármálaráð- herra verið langstærstu at- vinnurekendur landsins. En það hafa þeir aldrei skilið enda borga þeir út með skatt- peningum og það þykir alla- böllum vel fengið fé, og þótt framleiðslufyrirtækin séu öll að sligast skiptir það ekki þá menn máli sem ráða yfir skattpíningunni og öllum álögunum. Alþýðubandalagsráðherr- arnir komu í veg fyrir að hægt væri að hægja á verð- bólguhraðanum síðari hluta vetrar með því að svíkjast undan merkjum og neita að afgreiða stjórnarfrumvarp um nýtt viðmiðunarkerfi launa og lengja verðbóta- tímabilin. Nú eru þeir sjálfir í tímahraki með óburðuga tilburði sína til að koma sam- an starfhæfri stjórn, sem taka verður við rniklu stærri vanda fyrir bragðið. DV fjallar um afstöðu þeirra í leiðara: „Tillagan um „að fresta 1. júní“ eins og það er kallað er í nokkrum tengslum en mjög lauslegum við hugmyndir um breytta vísitölu, sem lengi hafa verið uppi í núverandi ríkisstjórn. Stefnt var að því að taka uppnýjan vísitölugrundvöll, sem yrði í samræmi við neyzluvenjur síðustu ára en ekki nærri tuttuga ára gamall og löngu úreltur eins og sá, sem nú er notaður. Vísitölutímabilin milli launahækkana skyldu lengd úr þremur mánuðum í fjóra. Vísitölunni yrði breytt með ýmsum öðrum hætti. Til dæmis skyldi orkuþátturinn tekinn út, beinir skattar kæmu inn í myndina og fleira. Þetta strandaði í ríkis- stjórninni á andstöðu Al- þýðubandalagsins þrátt fyrir fyrri fyrirheit um stuðning. Forsætisráðherra, Gunnar Thbroddsen, flutti frumvarp um málið fyrir þinglok, en það náði ekki fram. Alþýðubandalagið tekur nú upp þann eina þátt málsins, að núverandi vísi- tölutímabil gildi frá 1. marz til 1. júlí og veðbótahækkanir á laun bíði þann tíma. Al- þýðubandalagið lýsir þó ekki fylgi við lengingu verðbóta- tímabilanna almennt eða aðra þætti þessa „vísitölp- máls.“ Þessi tillaga Alþýðubanda- lagsins er sjónarspil. Henni er ætlað að fela, að flokkur- inn hefur lítið sem ekkert nýtilegt fram að færa, þegar fjallað er um, hvernig á efnahagsvandanum skuli tekið. Tillagan er auðvitað í samræmi við fyrri afstöðu þess flokks í efnahagsmálum. Kjörorð hans hefur verið hans „prívatútgáfa“ á mál- tækinu „frestur er á illu beztur". I munni alþýðu- bandalagsmanna verður máltækið þannig: „Frestur er á öllu beztur". Sú kenning á mikinn þátt í ráðleysi stjórn- valda síðustu árin.“ O.Ó Möguleikunum fækkar með hverjum deginum ■ KLÖGUMÁLIN ganga á víxl milli Morgunblaðsins og Þjóðviljans þessa dagana. Að lesa forystugreinar blaðanna er eins og að livcrfa áratugi aftur í tímann, þegar kalda stríðið var í algleymingi. Morgunblaðið kýs nú aö líta á Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins, sem sérlegan sendimann Moskvu- valdsias, og Þjóðviljinn sakar þingmenn SjálfstæðLsflokksins um að vera lcikbrúður bandaríska sendihcrrans á Islandi. Er hægt að komast lengra í lágkúrulcgri stjórnmálaumræðu? Þegar þetta var ritaö hefur Svavar ekki enn skilað umboði sínu til stjómarmyndunar. Vera kann að hann hafi gert það nú, þegar blaðið er komið út. Þeir vom þó fleiri, sem spáðu því í gær, að hann myndi cnn reyna að hanga á umboöinu eins og það væri hans síöasta hálmstrá. Hefur það, eins og krossaprólið og fleira, sem Svavar hefur staðið að undanfarið, komið mjög á óvart, því Svavar er skynsamur maður. Þykjast ýmsir þekkja annarra handbrögð á þessu öllu saman og telja að Svavar hafl veríð plataður af samstarísmönnum, sent þyki allt í lagi að lækka svolítið á honum risið innan flokksins. Sé það rétt, sem stendur í Þjóðviljanum í gær, að það sé „reynt með öllum ráðum að spilla tilraun Svavars til stjómanmndunar", þá er Ijóst að þeir, sem það reyna, em í Alþýöuhandalaginu sjálfu. Má reyndar segja að enginn haft spillt eins mikið iýrir þessunt tílraununt og Svavar sjálfur. Þótt ýmsir haft svo skýringar á því háttarlagi eins og áður sagði. LJÓST er að nú fer að draga tíl tíðinda í þessum stjómarmy nd- unartilraunum öllum - af eða á. Þeim tnöguleikum, sem raunvemlega em fyrir hendi, hefur fækkað nánast dag hvem. Það em ekki margir eftir. Þingmcnn Sjálfstæöisflokksins, sem í upphaft töldu sig eiga marga valkosti, hafa horft upp á það, hvemig hver kosturinn af öðmm hcfur gufað upp. Spumingin er, hvort þeir dragi í tíma af því cðlilegar niðurstöður, eða hvort utanþingsstjóm- in, sem þeir vilja þó alls ekki, verður að veruleika. Nokkrar vangaveltur hafa verið um það, hvað forseti íslands tnuni gera þegar Svavar skilar loks umboðinu aftur. Sumir telja að forsetinn muni halda áfram hringferð sinni og fela varaformanni Alþýðuflokksins að reyna næst, og hann muni kanna þriggja flokka stjóm. Hvort það verður niðurstaðan skal ósagt látíð, en augljóst er þó, að þessi hefðbundna hringferð eftir kosningar er alltof vélræn aðferð til stjómannyndunar. Þar þarf að finna nýjar leiðir. Alþýðuflokksntenn hafa lagt til hliðar kröfuna um forsætísráð- herraembættíð í slíkri stjóm, en vilja fá cinhverja tryggingu fyrir því, að þcir fái einhverju ráðið í stjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Erfitt er að sjá, hvers konar try ggingu er hægt að veita aðra en þá, sem byggist á cinlægni og traustí á milli forystumannanna. Sú hugmynd, sem eitthvað hcfur skotíð upp kollinum hjá Alþýðuflokksmönnum, að hægt sé að vcita sérhverj- unt stjómaraöila þingrofsrétt sem tryggingu af því tagi, sem þcir hafa verið að tala um, sýnist ails ekki aögengileg. Og uni neitunarvald er vart hægt að semja nema kannski í sérstökum afmörkuöum tilvikum. Það virðast því litlar líkur á því, að hægt sé að veita aðra tryggingu en þá, að únnið verði að hcilindum pg cölilcgt tillit tekið tíl skoðana allra aðila hugsanlegs samstarís. Én það nægir kannski ekki og verður þá slíkt stjómarmunstur einnig úr sögimni. Það er þvi ekki lengur, að þM' er virðist, ntilli margra kosta að velja. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.