Tíminn - 25.09.1983, Page 12

Tíminn - 25.09.1983, Page 12
12 SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 DANNER með hinum dillandi söngvum Kuhlau, sem íslendingar áttu eftir að syngja við raust næstu öldina. Þá var það að brúðguminn varð yfir sig heillaður af einni af álfameyjunum, Jensine nokkurri Weiner. f híbýlum hennar Iágu leiðir hans svo saman við Luise nokkra Ras- mussen, sem einnig starfaði við ballett- inn. Ungfrú Rasmussen átti sér raunar elskhuga Carl Berling, og varð hún að yfirgefa ballettinn, þegar hún eignaðist barn með honum. Þá tók hún til við rekstur tískuverslunar í Kaupmanna- höfn við „Strikið" Vakti verslunin mikla athygli, þar sem hún kom fyrir gínu úr vaxi í glugganum, og snerist gínan í hringi. Alúdarvinirnir Prinsinum féll ágætlega við Berling og hann varð yfir sig ástfanginn af Louise, sem Berling lét honum fúslega eftir. En þessi „þríhyrningur“ sem hver maður vissi brátt um varð tilefni gífurlegrar hneykslunar meðal almennings, ekki síst eftir að prinsinn kvæntist enn einu sinni með. tiiheyrandi opinberri viðhöfn og nýjum Ieiksýningum á fjölum Kon- unglega leikhússins. En allt kom fyrir ekki. Þegar ungu hjónin fluttu inn í húsa- kynni „gúvernörsins" í Óðinsvéum, leið ■ Friðrik sjöundi í aðmírálsúniformi. Hann kunni þó miklu betur við sig með færeyingahúfu á höfðinu og langa reykjarpípu í munninum. Lítt lagaður til náms Friðrik var fæddur á Amalienborg þann 6. október 1808 og var hann sonur Kristjáns 8. og fyrri konu hans, Karlottu Friðrikku prinsessu af Meklenburg Schverin. Hjónaband foreldra hans varð skammlíft og kom þar til ótryggð prins- essunnar. Varð það enda svo að uppeldi drengsins varð mjög í skötulíki. Faðir hans var á sífelldum fcrðalögum á þessum árum og ýmsir nær og fj arskyldir ættingjar sáu um uppeldið. Hann var settur til náms af því tagi sem á þeim tíma þótti best henta fyrir konungborin börn, en engum kennara hans tókst að vekja með honum umtalsverðan áhuga á náminu. Hann var andvígur öllu reglu- bundnu námi og starfi og urðu einkunn- irnar líka í samræmi við það. Ætið var almenn þekking hans líka rýr. Það var aðeins í sögu Norðurlanda og í fornleifa- fræði sem hann var ætíð mjög hændur að sem segja mátti að hann gæti talið skara fram úr á sinn hátt. Þegar hann var 17 ára 'og nþylega fermdur, var hann látinn trúlofast Vil- helmínu prinsessu, yngstu dóttur Friðr- iks sjötta. Var þetta fremur gert til þess að tengja fastar hinar tvær greinar kon- ungsfjölskyldunnar, en að hamingja hinna tilvonandi brúðhjóna væri höfð að leiðarljósi. Litlu síðar var hann sendur í þriggja ára ferðalag til Sviss og Ítalíu og átti hann þar að kynna sér stjórnfræði og hernaðarlist. Ekki verður þó séð að afraksturinn af því námi hafi orðið mikill. Þegar heim kom var haldið brúðkaup þeirra Vilhelmínu með pomp og pragt. í vafasömum félagsskap Hjónabandið var barnlaust og víst er um að þau hjónin áttu ekki nema miðlungi vel saman. Prinsinn var raunar stæðilegur og glaðvær og féll ekki að öllu leyti illa inn í hið opinbera líf, þegar svo tókst til að hann naut félagsskaparins. En oftar var það að hann fældist hirðsið- ina og þær hömlur sem það lagði á hann og leitaði því lags við ölkæra menn með misjafnan orðstír. Þetta átti svo illa við Vilhelmínu sem hugsast gat, því hún var tiginmannleg kona sem vildi fara í öllu eftir settum reglum. Þar við bættist að prinsinn meðhöndlaði hana ekki sem allra best og síðir um brast hana þolin- mæðina. Hún fór heim til Friðriks gamla sjötta og kærði yfir meðferðinni. Til íslands Friðrik sjötti varð æfareiður og 1834 sendi hann prinsinn í nokkurs konar útlegð til virkisins í Jægerpris og síðar með einu orloggsskipa sinna til íslands. Meðan á útlegðinni stóð óskaði Friðrik prins sjálfur eftir skilnaði og hann veitti tengdafaðir hans hönum umsvifalaust. Ferð hans til íslands varð nokkuð söguleg, því hann sat um hríð á Möðru- völlum hjá Bjarna Thorarensen, sem sagður er hafa veitt honum ríflega af vínföngum sínum, en Friðrik sjötti hafði lagt svo fyrir að áfenga drykki skyldi prinsinn ekki fá að bragða nema í mesta hófi. Er sagt að óvildarmenn Bjarna Thorarensen hafi borið sögurrtar um þetta út til Kaupmannahafnar, með þeim afleiðingum að mjög dvínaði vel- vild kóngs og annarra valdamanna í Höfn í garð Bjarna. Þegar prinsinn kom til Hafnar að nýju var hann strax sendur í frekari útlegð til Fredricia og átti að heita þar virkisstjóri, þótt raunin væri sú að ráðsmaður kon- ungs á staðnum hefði full völd yfir honum. Enn eitt hjónaband Þegar Kristján áttundi, faðir hans, varð konungur, urðu umskipti til hins betra á högum Friðriks prins. Hann var gerður hæstráöandi á Fjóni og yfirhers- höfðingi á Norður-Jótlandi og hann hlaut sæfi í leyndarráði konungs. Hann hafði ekki mikinn áhuga á stjórnmálun- um, en ávann sér þó hylli og vinsældir margra með alúðlegri og alþýðlegri framkomu sinni. Hann stundaði nú eftirlætisáhugamál sín af kappi, en þau voru auk fornfræðagrúsksins sjóferðir og fiskveiðar. Á sjó og oft þegar hann var fjarri opinberum skyldustörfum gekk hann jafnan með færeyingahúfu á höfð- inu og þótti stundum nokkuð spaugi- legur ásýndum. Faðir hans fékk því til leiðar komið að hann kvæntist nú enn á ný og var sú útvalda Carlotte Mariane af Mecklen- burg-Sterlitz. Þetta hjónaband var enji síður en það fyrra byggt á neinum gagnkvæmum áhuga og unga prinsessan átti æ erfiðara með að sætta sig við rótleysi og tillitsleysi prinsins. Má því segja að skjótt hafi mátt sjást í hvað stefndi. Þegar Friðrik giftist í fyrra sinnið 1828 hafði sjónleikurinn „Álfhóll" verið frumsýndur brúðhjónunum til heiðurs, Danner greifynja Þegar Friðrik prins fluttist sem kon- ungurinn Friðrik 7. inn í Christiansborg, flutti ungfrú Rasmussen með honum. Konungurinn gat ekki án hennar verið. „Hann þarf á móður að halda,“ sagði hún, „og ég vil vera honum sú móðir.“ Ætlunin var að halda þessu leyndu, en það tókst ekki og hneykslunarraddirnar urðu einn samfelldur kliður. Stórvinur hans, Berling, sem síðar átti eftir að grundvalla hið fræga blað, „Berlingske Tidende" varði hann þó ákaft og sagði að hann hefi „fórnað eins miklu og nokkur getur fórnað fyrir vin sinn.“ Ungfrú Rasmussen prísaði konungurinn sjálfur hástöfum: „Þegar ég var um það bil að sökkva, þá hélt hún mér uppi,“ sagði hann. Vorið 1849, þegar konung- urinn hugðist halda að heimsækja víg- stöðvarnar, ákvað hann að kvænast ungfrúnni. - „til vinstri handar,“ eins og það hét, en það þýddi að þrátt fyrir hjónabandið mundi hún ekki hljóta drottningarnafn. Ráðherrarnir urðu skelfingu lostnir, þegar þeir heyrðu um þessar ráðagerðir. A.W. Moltke mót- mælti hástöfum fyrir hönd ríkisstjórnar- innar. En konungur svaraði: „Annað hvort verður hún kona mín, eða þá að ég verð enginn konungur meir.“ Hann varð þó að beygja sig fyrir röddum, sem bentu á hve óheppilegt væri að brúð- kaupið færi fram á stríðstímum og áður en útséð yrði um ríkisarfann. Konungur varð því að láta sér nægja að gefa ungfrúnni greifynjunafn og gera hana að einkaerfingja sínum. En eftir sigurinn við Isted héldu konungi engin bönd meir. Mynster Sjá- landsbiskup framkvæmdi vígsluna, enda þótti honum rétt að koma nafni á þessa „hneykslanlegu sambúð" konungs. Greifynjan tók sér nú kjörorð á frönsku að boði tíðarandans og hljóðaði það “Tryggðin er heiður minn.“ Þetta kjör- orð var mjög haft í flimtingum manna á meðal, en foringjar danskra bænda vörðu hana. Einn þeirra sagði í blaðinu „Almúgavinurinn" að sltka konu bæri að taka fram yfir einhverja hofróðu frá þýsku hertogadæmunum. Balthazar Christensen sagði að hjónabandið mundi ekki á neinn hátt spilla vinsældum konungs, ef aðeins gæti greifynjan tamið sér meiri hófsemi og alþýðleika í fram- göngu. Óseðjandi metorðagirnd En það gat Danner greifynja hins vegar alls ekki lært. Hún gat alls ekki látið sér lynda að standa í skugga ■ Löngum dvöldu þau konungur og greifynja á Jágerpris. Konungurinn lá þá gjama í rúmi sínu úti í garðinum með tjaldskála yfir sér og lét frúna lesa fyrir sig. ekki á löngu þar til „verndarengill" konungsins, ungrú Rasmussen birtist og að þremur árum liðnum frá hjónavígsl- unni kaus Mariane að halda heim til Mecklenburg. Allar tilraunir til þess að fá hana heim aftur voru árangurslausar. Fyrirrennarar Friðriks á konungsstóli höfðu á engan hátt verið óaðfinnanlegir eiginmenn, en hvorki þeir Friðrik 6. né Kristján 8. höfðu farið jafn léttúðlega og opinbert með víxlspor sfn. Frá föður sínum hafði Friðrik 7. að vísu erft ýmsa hæfileika og gat til dæmis verið hinn fyrirmannlegasti við opinber tækifæri. En hann átti því oftar til að leggja allar hömlur á hilluna og haga sér eins og „vitlaus maður“, ef svo mætti að orði komast. Það var einmitt hæfileiki ungfrú Rasmussen til þess að halda aftur af honum, þegar hann var í skapi til hinna verstu uppátækja, sem gerðu það að verkum að hún varð svo mikils virði fyrir hann. Það var efalaust henni að þakka að þrátt fyrir allt naut Friðrik 7. alþýðuhylli og var kallaður „folkekær" af mörgum aðdáendum sínum, einkum meðal bændanna. Árið 1842, sex árum áður en hann settist á konungsstól, var hjónabandi hans og Carlotte Mariane slitið. Erfðaeinveldi lýkur Friðrik 7. kom til ríkis á miklum kreppu og alvörutímum. Hið íhaldssama ráðuneyti föður hans hafði verið sterkum og vaxandi frjálslyndisöflum í landinu mikill þyrnir í augum og þar sem kunn- ugt var um að konungur var að ýmsu leyti fús til þess að slaka á í frjálslyndis-' átt, var efnt til fjöldafunda og kröfu- göngu í Kaupmannahöfn, sem lyktaði með því að konungur gerði stórfelldar breytingar á ríkisstjórninni og ný stjórn- arskrá tók gildi í júní 1849, þar sem erfðaeinveldið var lagt fyrir róða. En fleira mæddi á hinum nýja kon- ungi. Upphlaup og væringar milli danskra og þýskra þjóðarbrota og krafa um skiptingu Slésvíkur leidddi til styrj- aldarinnar 1848, sem lyktaði hörmulega fyrir Dani. Þótt konungurinn heimsækti vígstöðvarnar við mikla hrifningu, þótti mönnum samt sem hann hefði sýnt litla foringjahæfileika á þessum alvörutím- um. Til dæmis var sagt að hann hefði verið upptekinn af að fylgjast með smábruna úti í bæ, þegar taka skyldi eina hina örlagaríkustu ákvörðun í stríðinu. ■ Konungur og Berling. Berling var næstum því jafn mikið hataður af hirðinni og frúin, enda var hann hennar dyggasti stuðningsmaður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.