Tíminn - 25.09.1983, Page 15

Tíminn - 25.09.1983, Page 15
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 14 SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 MH8SHMtB8MH8BWE ■„Við'áttum einu sinni litla íbúð, en svo átum við hana.“ Sá sem segir þetta er Valgarður Egilsson, læknir/ Og Katrín Fjeldsted, líka læknir, bætir við til nánari skýringar: „Við seldum hana, eða það litla sem við áttum í henni, til að geta farið í framhalds- nám.” Og nú ætti lesendum að vera orðið Ijóst að við erum komin í heimsókn til þeirra hjóna, Katrínar og Valgarðs, þar sem þau búa ásamt börnum sínum í reisulegu húsi við Suðurgötuna, í hjarta borgarinn- ar. „Við höfum húsið á leigu. Leigjum svo út tvö herbergi. Alltaf þótt gott að hafa fólk í kringum okkur,“ segir Valgarður. „Það er eiginlega ekki mjög efnilegt að koma sér þaki yfír höfuðið á þessum tímum“, segir Katrín. „Við hvorki eigum neitt né skuldum neitt. Er það klókt, hvað heldurðu?“ Ur leikriti Valgarðs, Dags hríðar spor, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir um það bil tveimur árum. utanskóla í fimmta bekk, var alltaf að reyna að rífa mig undan þessu fastskorð- aða kerfi.“ A Borgina þrisvar í viku - Varstu þá ekki litinn hornauga af skólayfirvöldum? „Nei, nei, ég var ekki álitinn neinn uppreisnarmaður." - Katrín, þú sagðist bera jákvæðari hug til skólakerfisins. „Já, mér þótti alltaf gaman í skól- anum og langaði aldrei að vera utan- skóla. Hins vegar losnaði ég einu sinni við að taka vorprófin, það var í fimmta bekk í Menntó og það var yndislegt vor! Þegar ég var í þriðja bekk í MR fór ég að meðaltali þrisvar í viku á Borgina og þegar ég kom í fjórða bekk sögðu einhverjar bekkjarsystur mínar við mig að nú væri sko nóg komið! Mig setti hljóða því að ég hafði ekkert tekið eftir því að tíminn hljóp frá mér og ég tók mig á með þeim árangri að ég fékk að sleppa prófum ári seinna. Það má kannski segja áð ég hafi farið inn í flokkinn með þá von að ég gæti haft áhrif á hann." - Hver eru aðaláhugamál þín í pólitík- inni? „Árið 1995 ætla ég að stofna flokk...“ „Þeir sem eru í borgarstjórnarflokki kynnast öllum málum, en geta að sjálf- sögðu ekki einbeitt sér að þeim öllum. Ég sinni núna einkum heilbrigðis- og umferðarmálum, er formaður Heilbrigð- isráðs Reykjavíkur, sem fer með stjórn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, Heilsuverndarstöðvarinnar og heilsu- gæslustöðva. Svo sit ég í Umferðarnefnd Reykjavfkur og er varaformaður hennar. Þar hef ég m.a. beitt mér fyrir takmörkun umferðarhraða í íbúðar- hverfum, en í sambandi við norræna umferðaröryggisráðið lagði ég til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 30 km á klukkustund í íbúðarhverfum. Tillagan náði ekki fram að ganga en var Hér er hann á hjólinu sínu, hann Vésteinn litli. „Auðvelt ftð koma utopiuniti — svo fremi að sprengjan falli ekki” í kring ■ Mér verður svarafátt, en ætli ýmsir velti þessari spurningu ekki fyrir sér á þessum síðustu og verstu þegar meira að segja Lögbirtingarblaðið er farið að veita „hinum“ dagblöðunum harða sam- keppni. Ég vík því talinu sem skjótast til fortíðarinnar - spyr Katrínu hvaðan hún kemur. Katrín er fædd og uppalin í Reykja- vík, nánar tiltekið á Laufásveginum, dóttir Jórunnar Viðar tónskálds og pí- anóleikara og Lárusar Fjeldsted verslun- armanns, sem ættaður er úr Borgarfirði og Norður-Þingeyjarsýslu, en í gegnum föðurætt móður sinnar er Katrín Reyk- víkingur í sjötta lið. „Ég hóf mína skólagöngu í Grænu- borg," segir Katrín, „í skóla fsaks Jóns- sonar, scx ára gömul held ég, en síðan fór ég í Laugarnesskólann. Það kom til af því að seinni maður ömmu minnar, Katrínar Viðar, stjúpafi minn sem sagt, Jón Sigurðsson, var skólastjóri Laugar- nesskólans, og ég fór með honum í skólann á morgnana. En síðan fór ég í Miðbæjarskólann ellefu ára gömul og svo í landsprófið í Vonarstrætinu. Síðan í MR í máladeild. Þá lenti ég í kvenna- bckk, sem var alveg ný reynsla fyrir mig, en við vorum lengst af 18 stelpur í bckknum. Ég á mjög góðar minningar um skólagönguna, kannski öfugt við Valgarð, eins og hann á sjálfsagt eftir að segja þér. Mér þótti alltaf gaman í skóla og var mjög heppin bæði með kennara og skólafélaga." Nú heyrist mikið píp og Katrín stekk- ur fram. Það var Friðþjófur sem pípti, kalltækið, Katrín var á bakvakt þetta kvöld og þegar apparatið pípir verður vakthafandi læknir að hringja á skipti- borð Borgarspítalans og spyrja hvað sé á seyði. Valgarður segir að stundum kosti það símtal en stundum vitjun. En við snúum okkur að Valgarði á meðan Katrín hringir og auðvitað verður hann að byrja á því að gera grein fyrir sér. „Ég er fæddur á Grenivík sem er sjávarpláss við austanverðan Eyja- fjörð," segir Valgarður. „Faðir minn, Egill Áskelsson, var þá sjómaður þar, en síðar keypti hann jörð sunnan við þorpið, í Höfðahverfinu, og hóf búskap og síðar hafði hann barnakennslu með- fram við skólann á Grenivík. Móðir mín var Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Lómatjörn. Þegar ég man fyrst eftir mér var farskóli þarna í sveitinni. Þetta voru nokkrar vikur á vetri og engum fræðslu- lögum framfylgt, Guði sé lof.“ ■ Valgarður, Jórunn, Katrín og kisurnar á tröppum hússins sem þau búa í við Suðurgötuna - Vésteinn litli lá veikur uppi í rúmi. - Er skólakerfið eitthvað ófullkomið í þínum augum? „Ég held að það sé óhollt að gera ekkert annað frá 5-25 ára aldurs en vera í skóla. Held það eigi ekki að stýra mótun fólks um of - fólk á að stjórna því að miklu leyti sjálft. Ég er andvígur þessari rígskorðun í kerfi okkar. Það liggur við að maður læri að kyngja af bók, það gengi í baksi! En fræðslulögunum var sem sagt ekki framfylgt, og ég fór lítið í skóla fyrr en ég var orðinn tólf ára gamall, þá var ég í nokkrar vikur í skólanum á Grenivík og gekk þá fimm kílómetra hvora leið. Þó man ég að 6 ára langaði mig mikið í skóla og stalst einn morguninn með Gagn-og-gaman undir vestinu - það var gul-brún-hvít-þverröndótt vesti á man ég - hljóp í laumi á undan systkinum mínum. Slóst svo í hópinn á miðri leið. Kennari farskólans var þá Einar Bessi - náfrændi minn, sonur Jóns á Skarði, síðar uppfinningamaður í Los Angeles. Hann gerði engar athugasemdir við nærveru mína, en þegar kom að því að strákur átti að lesa, þá varð það ekki nema muldur oní barminn." „Miklir áflogahundar“ - En hvað? kunnirðu að lesa? „Jájá,“ segir Valgarður, „ég lærði það af eldri systkinum mínum og foreldrum. Þau höfðu engin kennararéttindi, það gekk samt! Annars eru bestu skólarnir sem ég hef gengið í, það voru kynnin af frændum mínunr og nábúum fyrir norð- an í æsku minni. Þar var fólk með pottþéttan móral, þeirra lífslögmál gekk út á það að maður skyldi aldrei gera neitt á hlut annarra manna og það þurfti ekkert mörg lögmál til viðbótar. íslensku lærði ég ekki í neinum menntaskóla, heldur af fólkinu sem ég ólst upp með og svo hlustaði ég á Einar Ólaf Sveinsson lesa Njálu í Útvarpið. Ég var landbúnað- arverkamaður frá níu ára aldri og hef ekki trú á því að það sé hollara að sitja á rassinum í 20 ár en að hirða skepnur og vinna “ - Þú hefur náð þarna í leffarnar af gömlu bændamenningunni? „Það mætti segja það, bláleifarnar af gamla tímanum. Ég fór svo í skóla, Laugaskóla í Reykjadal, fimmtán ára gamall og síðan í landspróf á Laugar- vatni. En reyndar hafði ég mestan áhuga á íþróttum á þessum árum, aðallega sundi sem ég æfði þá rnikið." — Helgar-Tíminn heim- sækir Katrínu Fjeldsted og Valgarð Egilsson vísað aftur frá borgarstjórn tilUmferðar- nefndar, og mér og Eddu Björgvinsdótt- ur, fulltrúa Kvennaframboðsinsvarfalið að vinna hugmyndina nánar. Við lágum talsvert yfir þessu og það endaði með því að við lögðum til að eitt svæði yrði tekið út úr til reynslu og gamli vesturbær- inn, norðan Hring- brautar, varð fyrir valinu. Það komu ýmis önnur hverfi til - Varstu kannski afreksmaður í íþrótt- um? „Þeim sundköppum í dag þættu tím- arnir okkar í bringusundinu ekki merki- legir. En ég held ég hafí þó náð að setja eitt íslandsmet í bringusundi." - En hvernig líkaði þér svo skólavist- in? „Það var nú þannig hjá okkur í landsprófinu á Laugarvatni að við stund- uðum aðallega áflog fram að jólum. Þá þótti það eitt karlmennska að hafa betur í áflogum. Fiest kvöld fóru í þetta. Miklir áflogahundar. Þarna voru garpar einsog Einar Hjaltested, sagnfræðingur, Gunnar Karlsson, nú prófessor í sagn- fræði, Grétar Grímsson, nú stórbóndi á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Edgar Guðmundsson verkfræðingur, Hjalti Þórðarson verkfræðingur, Sigurgeir Sig- mundsson sem nú er kaupmaður á Flúðum og Pétur Guðmundsson frá Sandgerði. - Var þá slegist í góðu eða illu? „Áflog eru leikur," segir Valgarður. „Áflog eru skemmtileg íþrótt, leikur, sem mér finnst að mætti taka upp í heilsuræktarskyni. Það er munur á á- fiogum og slagsmálum, áflog eru átök í góðu, maður beitir ekki fantabrögðum. Mig dauðlangar ennþá að stunda áflog en af einhverjum ástæðum hef ég nú látið það ógert. Nú en þessiáflog stóðu nú bara yfir fram að nýári - þá urðu menn hræddir við vetrareinkunnina, ég hafði rúmlega 4. Ég hætti þá að mæta í skólann eftir nýárið, lét bara tilkynna mig veikan á hverjum morgni og lá svo uppi í rúmi og las og las. Síðan klæddi ég mig uppá í sparifötin og mætti í hádegismatinn. Þessu hélt ég áfram til vors og enginn gerði athugasemdir við það enda var Bjarni skólastjóri á Búnaðarþingi - og mér gekk landsprófið vel, vel yfir 8- reiknaði meira að segja Gullfoss og Goðafoss dæmið sjálfur! Síðan fór ég í MR, en flutti mig norður til Akureyrar í 4rða bekk og tók svo stúdentsprófið þar. Ég var reyndar Ég ólst líka upp við allt önnur skilyrði en Valgarður, ég var kannski barn nýja tímans, var reyndar nokkur sumur í sveit, en fór síðan í unglingavinnuna á sumrin og vann eitt sumar í gjaldeyris- deild Landsbankans. Þar hafði ég það hlutverk að raða gjaldeyrisumsóknum í stafrófsröð og hef ekki feilað á stafrófinu síðan! Svo vann ég líka eitt sumar í sportvöruverslun Búa Petersen í Banka- stræti, þar seldi ég spúna, nestiskassa, mýflugnabitskrem og regngalla og sagði mönnum á hvernig flugur best væri að veiða laxa. Sjálf hafði ég aldrei veitt lax og ætla heldur aldrei að veiða lax!“ - Nema þú verðir borgarstjóri - verðurðu þá ekki að kunna að veiða lax? „Ætli við þurfum nokkuð að hafa áhyggjur af því,“ segir Katrín og hlær, „en ég fór út í pólitíkina fyrir rúmu ári og hef átt sæti í borgarstjórn Reykjavík- ur frá því í maí í fyrta.“ - Hvað kom til? „Það var bara hringt í mig og ég var beðin um að taka sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar. Ég geri samt ráð fyrir að einhvern tíma hefði komið að því að ég færi út í pólitíkina. En við fluttum heim frá London í ágúst 1979 og það tekur tíma að aðlaga sig svo að ég var ekki enn komin á stjá. En eftir nokkra umhugsun ákvað ég að taka boðinu. Ég var reyndar í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1970 en lét ekki mikið til mín heyra, nema hvað ég setti umhverfismál og græna byltingu á oddinn en þau mál voru þá ekki farin að falla í kramið og ég náði ekki kjöri.“ - En hvers vegna valdirðu Sjálfstæðis- flokkinn? „Hann hringdi," segir Valgarður og lyftir brúnum! „Það var nú kannski ekki alveg svo einfalt," segir Katrín og hlær, „ég aðhyll- 'ist þá lífsskoðun að einstaklingurinn eigi að fá að njóta sín. Það má segja að Sjálfstæðisflokkurinn rúmi mjög margar skoðanir, þetta er breiður flokkur og kannski hefur mér fundist að mín sjón- armið mættu gjarnan koma þar fram. greina þar sem einnig er óhægt og jafnvel óeðlilegt að aka um á 50 km hraða, þar eð götur eru mjóar og skerast víða. En garnli vesturbærinn varð sem sagt fyrir valinu, þar býr talsvert margt gamalt fólk og einnig er heilmargt ungt fólk með börn flutt þangað. Flestar götur þar eru ekki til hraðaksturs fallnar og svo eru þar mjög áhugasöm íbúasamtök starf- andi. Þetta gekk í gegnum kerfið, var samþykkt í sumarbyrjun í borgarstjórn og komst til framkvæmda í Reykjavíkur- vikunni nú í ágúst. Og hraðamælingar sýna að þessu er sinnt vel í hverfinu. Lækkunin vekur athygli ökumanna á því að hraðinn er 30 km og maður vonar að hún veki fólk til umhugsunar um að draga úr hraðanum þar sem við á. Samt er talsvert um að þessar reglur séu brotnar. Líklega helst af fólki úr öðrum hverfum.” Valgarður hefur lent utangarðs í samtalinu svo hann er spurður að því hvort hann hafi engan áhuga á pólitík. „Árið 1995 ætla ég að stofna Óokk þar sem frjáls samvinna fólks verður uppi- staðan í hugmyndafræðinni," svarar hann að bragði. - En ætlarðu að kjósa konuna þína þangað til? „Samkvæmt lögum þjóðarinnar þá kýs ég leynilegri kosningu. Við höfum stundum mismunandi skoðanir á hlutunum." Það hefur þó ekki staðið hjónaband- inu fyrir þrifum, því þau hafa verið gift í 16 ár, giftu sig 23. september 1967 og hvernig skyldu þau hafa kynnst? „Jú, í læknadeildinni," segir Katrín, „ég var þá á fyrsta ári en hann á næst síðasta, ég tók eftir honum af því að hann hallaði svolítið undir flutt á göngu." Eins og frá var greint í upphafi þcssa viðtals sögðust þau hjón hafa étið íbúð sína í Reykjavík á meðan þau stunduðu framhaldsnámið, eða a.m.k. framan af. Þau stunduðu sitt framhaldsnám í London. hann í frumulíffræði, hún í heimilislækningum. Og hvernig skyldi þeim hafa líkað í London? „Við vorum á áttunda ár í London." segir Valgarður, „og London er rnjög skemmtilcg borg fyrir ungt fólk, þar cr jú einn af aðalmenningarpunktunum í heiminum, en það er ckkert mjög spenn- andi fyrir börn að búa þar. Við sóttum talsvert leikhús og músíklífið dálítið, það er margt í boði. En vegalengdir eru miklar og þegar maður býr lengi í svona sfórborg verður maður að velja og hafna bæði vegna tíma og peninga. Með okkur í London voru tvö börn okkar, Jórunn fædd 1969 og Einar Vésteinn fæddur 1973. Við misstum hann í bílslysi í London í mars 1979, skömmu síðar fluttum við heim til Islands. Eignuðumst þriðja barnið í árslok 1980, son sem heitir Vésteinn." „Á sitt hvorum pólnum“ - En hvað getið þið sagt mér um ykkar sérgreinar - starfið? „Þar erum við aftur á sitt hvorum pólnum," segir Katrín. „í frumurann- sóknunum er hann inni á rannsóknar- stofu þar sem hann sér aldrei sjúklinga heldur cinungis frumur í glösum. Ég er aftur á móti aiveg á hinum endanum, ég sé bara fólk í heild sinni. Heimilis- lækningarnar eru almcnnari, kannski eru þær „almennasta" sérgreinin. - En í hverju felast frumurannsóknirn- ar? „Okkar rannsóknir hér eru fyrst og fremst gerðar á krabbameinsfrumum," segir Valgarður, „annars vegar eru alls konar lífefnafræðilegar mælingar á krabbameinum, og hins vegar er til- raunastarfsemi með krabbamcinsfrum- ur.“ - Hvernig er aðstaðan til slíkrar starfsemi hér á landi? „Hún er þolanleg, reyndar alveg sæmi- leg, og skilningur ráðamanna líka. Það eru ckkert verri aðstæður hérlendis en annars staðar til að vinna gagn í þessum fræðum, nema hvað við erum miklu færri en annars staðar. Við erum bara þrjú sem vinnum þarna í minni rann- sóknarstofu, en við höfum nána sam- vinnu við marga aðra. Rannsóknir okkar beinast einkum að því hversvegna stjórn- búnaður krabbameinsfrumaivinnur öðru- Framhald á næstu síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.