Tíminn - 25.09.1983, Side 17

Tíminn - 25.09.1983, Side 17
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Ímmm 17 leigupennar ■ Pað er alltaf verið að halda upp á afmæli. Og raunar alltof oft. Ef fylgjast ætti grannt með öllum merkisafmælum og draga efni í greinar um héraðshöfð- ingja., stór- og miðlungsskáld, braut- ryðjendur í netagerð og svo framvegis, að ekki sé minnst á málalengingar um alls konar dauð fyrirbæri sem eiga af- mæli, þá held ég að fleira kæmist ekki fyrir í pressunni. Mér skilst að siður íslendinga að raða saman hlýlegum æfi- ágripum þegar vinir þess eiga afmæli og þegar þeir deyja eigi sér fáar hliðstæður í þróuðu löpduntim. Engu að síður vil ég voga mér að leggja hér nokkur orð í belg í tilefni af 500 ára afmæli prentlistarinnar í Svíþjóð. Má ekki leyfa prentinu að prenta einu sinni eitthvað fallegt um sjálft sig? Nýjungin Gullsmiðurinn Johann Gensfleisch zum Gutenberg fæddist rétt fyrir 1400 í Mainz. Þegar sagt er að Jóhann hafi fundið upp prentlistina á fyrri hluta 15. aldar verður að tiltaka nánar við hvað er átt. Uppfinning hans fólst nefnilega í því, eins og svo margar góðar uppfinn- bókstafafyrirmynd til Rómverja var að sjálfsögðu vegna húmanismans, forn- fræðaöldunnar miklu. Feneyjar urðu strax mikil miðstöð prentunar, og voru þar 150 pressur um aldamótin 1500 að því er prentsagnfræðingurinn S.H. Steinberg hermir. Fyrstu bækurnar sem prentaðar voru líktust mjög handritum, svo erfitt gat jafnvel verið að greina á milli. En handritin þóttu í upphafi fínni, enda færri sem gátu fest kaup á þeim. Margir auðmenn vildu aðeins hafa handritaðar bækur í söfnum sínum. Fraktúran eða gotneska letrið var stæling á handstíl, en rómversku stafirnir, antikvan, var mótuð eftir rómverskum áletrunum. Smátt og smátt hættu prentarar að reyna að stæla handritin, og bókin skapaði sér eigið form. Eftir því sem frá leið skapað- ist einnig sú hlutverkaskifting í bókagerð sem staðið hefur í mörg hundruð ár. Á frumbýlingsárum þessarar iðnar voru forleggjarar jafnframt setjarar, prentar- ar og bóksalar, stundum jafnvel líka leturskurðarmenn, bókainnflytjendur og fleira. Raunar hafa einnig verið margir ágætir höfundar og fræðimenn í í munnlegri geymd. Fyrir munnlega geymd og munnlega frásagnarlist er spuni og innblástur augnabliksins þýð- ingarmestur, og skáldið flytur sjálft verk sitt. Verkið verður aldrei endurtekið því þá hefur eitt fallið úr og annað bæst við. Höfundarhugtakið er ekki til við slíkar aðstæður, að kalla má. Enda leið ekki á löngu eftir að prentlistin var komin til sögunnar áður en spurningin um höfu- ndarrétt var vakin. Árið 1709 voru sett lög um höfundarrétt í Englandi, 1773 í Frakklandi og 1886 var Bern-samþykkt- in gerð, sem er fyrsta alþjóðasamkomu- lag um þetta efni. Á undanförnum áratugum hafa hins vegar vaknað spurn- ingar um hvað felist eiginlega í því að einhver sé höfundur einhvers. Á síðustu öld og fram á þessa tóku margir höfu- ndarhlutverkið helsti hátíðlega og kenndu framleiðslu höfundarins viðguð- legan innblástur. Á íslandi kom þessi hugsun t.d. fram í langvinnri leit að einhverju sem nefnt var höfundur Njálu. En það fyrirbæri var í raun réttri stór hópur einstaklinga. jöfTuwuiatrtpooííbttíoí-'FJÍetfqiaDtátili: , j ^icoíUnot.iiniuvfctKb iapittbc.l&cotrtC*' je.JKpOícXOiis £Jajnt.»*®se3&««a2a@» VEGNA HÁLFS ítTKc manctof tbaíBaúcrfyngt ofmplctö of ' Æmrctyrfrfouriccanti.Éparftiallof.engtantií enb tcuctenúte gcnccatl of tljeno.'tt etics ofct) t Cametbittj.crbt .É0.mm to ltiactico thctipn* ocDfÆcoítantiIjiB.ZcmveueHicDantir.oin/ 6»cö to tn /ijunDtcD tijouCanDc mrti at/ttjrfcca. <sv* ** ssa * *• ssa ■ Forsíða fyrsta fréttablaðsins. ARÞUSUNDS ingar, að tengja saman aðferðir sem hver um sig var þekkt fyrir. Pappírsgerð, sem var mikilvæg forsenda fyrir fjölda- framleiðslu á bókum, barst til Vestur- landa frá Kína, og sömuleiðis kom þaðan kunnátta í prentun tréristu. Innan stéttar Gutenbergs var algengt að merkja smíðisgripi með stöfum sem mótaðir voru í harðan málm. Par er kominn forveri stafatýpunnar. Loks var skrúfupressan einn þáttur hinnar nýju prentlistar, en hún hafði verið notuð til ýmissa hluta um margra alda skeið. Gutenberg missti tæki sín fljótlega í hendur fjármálamanns, sem hafði betri aðstöðu til að nýta þau en hann en þó eru til verk, m.a. Biblía, sem vitað er að sé úr verkstæði frumkvöðulsins. Ekki er kunnugt til fullnustu hverjar af fyrstu nýjungum prentlistarinnar komu frá Gutenberg sjálfum. Meðal tæknivanda- málanna sem leyst voru í þessum árdaga hennar voru blekgerðin, pappírsgerðin og týpumótunin. Blekið sem notað var við prentun tréristu mátti vera þunnt og vatnskennt, en til að loða við blý þurfti blek hinna nýju prentara að vera þykkt og byggt á olíu. Pappírinn þurfti og að hafa eiginleika í samræmi við blekið. Týpumótunin fólst í að stafurinn var fyrst grafinn í mót (matrixu) úr látúni og svo var hægt að gera endanlausan fjölda blýstafa með hæfilega löngum legg upp úr þessu móti. Leggirnir urðu að vera jafn langir til að prentflöturinn yrði sléttur. Til verksins þurfti einnig pressu af því tagi sem pressaði þétt og með miklum þunga, en samt mátti ekki taka allt of mikinn tíma að herða hana. Þýskaland var í fyrstu helsta land prentunar, en Ítalía fylgdi nokkuð fljótt á eftir. Hins vegar tóku Frakkar og Englendingar ekki við sér af alvöru fyrr en nokkrum áratugum síðar. Á fyrsta skeiði prentlistarinnar, sem nefnt er inkúnabúlum (það er latína og merkir víst í vöggu,) tímanum fram til loka ársins 1500, var prentað í 60 þýskum borgum. Árið 1470 var fyrst prentuð bók í ítölsku prentverki, og áttu Italir síðan eftir að koma með ýmsar nýjunar í greininni, t.d. titilblaðið, blaðsíðutöl- urnar og tvxr tímamötauppfinningar í leturgerð: skáletrið og rómverska letrið. Á Ítaiíu var fyrst gerður greinarmunur á u og v og á i og j, en reyndar er síðarnefndi munurinn ekki gerður lengur í ítölsku. Það að ítalir sóttu stétt prentara. En tiltölulega snemma varð hlutverk þess sem samhæfir bóka- gerðarferlið, forleggjarans, að sjálf- stæðu verki, og líkt gilti um leturskurð, sem sérstakt listfengi þurfti til. Einn helsti brautryðjandinn í forleggjarastétt var Aldus Manutius (1450-1515) í Fen- eyjum, sem framleiddi fjölda sígildra verka í ábyggilegum en handhægum og ódýrum útgáfum. Til Svíþjóðar (og Danmerkur) barst prentlistin með Þjóðverjanum Jóhanni Snell á reifaskeiði greinarinnar. Hann prentaði Dyalogus Creaturarum árið 1483 í Stokkhólmi, en það rit saman- stendur af 122 siðbætandi samtölum ýmissa skepna og náttúrfyrirbæra og var alþjóðleg metsölubók á þeirra tíma mælikvarða. í bókinni eru margar tré- ristur. Biblían kom öll út á sænsku árið 1541, árið eftir að Nýja testamentið kom út á íslandi. Biblían kom út á fyrstu evrópumálum eftir 1522 að frátalinni þýsku, tungu siðbótarhreyfingarinnar, en fyrir árslok 1500 voru komnar einar 30 útgáfur af henni á því máli. Menningaráhrif Prentlistin reyndist vera ágætur gróða- vegur og breiddist því hratt út. Áður höfðu verið til allmikil handritaverk- stæði, sem t.d. þjónuðu skólabókamark- aðnum, sem jafnan hefur verið veiga- mikil tekjulind forleggjara. Með prent- listinni var margfalt hægara að gefa út endurbættar útgáfur, setja inn leiðrétt- ingar og þess háttar. Viðskiftasjónarmið hafa án efa ráðið því að fljótlega var farið að prenta mikið á þjóðtungunum í stað latínu. Um leið varð nauðsynlegt að samræma þjóðtungurnar (eyða mállýsk- um) til að fá sem stærsta markaði. Prenttæknin stuðlaði að því að stöðva þróun tungnanna, hún „frysti" þær. Þar með fengust betri möguleikar á þjóðvit- und, sem hlaut að hafa miðþyngdarstað í tungunni; og hægara var að skapa sögulega samfellu í vitund þjóða, menn- ingararfleifð. Slík þróun hentaði kóng- um vel, rétt eins og siðbótin var þeim í hag af því að hún jók vald þjóðríkisins á kostnað páfavaldsins. Vestræn menning er bókamenning og að sögn sumra raunar einnar bókar menning. Utan töfrahrings ritmálsins búa þjóðir sem hafa margþætta menn- ingu, en þar helst skáldskapurinn aðeins útbreiðslu bæði í gerð prentmynda og prentmáls, enda eru hinar ágætu setning- arvélar, sem fundnar voru upp á síðustu öld og blýprentið fyrir bí. Ljóssetning gengur nú þannig fyrir sig að inni í vélinni er negatíf af öllum rittáknunum sem þarf að nota og svo er eiginlega tekin ljósmynd af þeim einu í einu, og gerist þetta með leifturhraða. Þegar textinn er færður af filmu á plötu er notuð efnafræðileg aðferð, sem ég held að sé einhvers konar æting. Ein merk setningaraðferð nefnist OCR-tækni. Með henni les tölvan sjálf vélritað hand- ritið og sendir í minni, en áðuren textinn er sendur í sjálfvirku Ijóssetningarvélina er hann prófarkalesinn á tölvuskjá. Pressan Fyrstu fréttablöð um einstaka atburði voru prentuð á öndverðri 16. öld, en fyrsta reglulega fréttablaðið er talið vera Ávisa, Relation oder Zeitung sem gefið var út í Prag árin 1609-1612. I upphafi 18. aldar fór fyrsta dagblaðið að koma Myndir Prentun mynda lýtur talsvert öðruvísi lögmálum en prentun máls. Verkefni myndgerðarmannsins er að skapa upp- lyfta mynd, sem samt hefur nægilega sléttan flöt til að hægt sé að prenta af honum. Ein frumstæðastaprentmyndag- erðartæknin er án efa tréristan sem Kínverjar höfðu vald á í forneskju. Tréristan er þannig gerð að fyrst er myndin dregin með lit á sléttan viðarflöt, svo er það ólitaða skorið burtu, þ.e.a.s dýpkað. Fyrirmyndin prentast þá í svörtu. Tréristur voru oft handlitaðar að prentun lokinni. Tréristur komu til sögu- nnar með betri verkfærum á 18. öld, en þá er fyrirmyndin skorin burtu úr plöt- unni, ef svo má segja, og verður því hvít á svörtum grunni. Með báðum þessum aðferðum, og að ekki sé talað um málmstungur, var hægt að gera ákaflega fallegar myndir. En þetta var tímafrek og því kostnaðarsöm tækni. Ætingar af ýmsu tagi voru notaðar þegar í árdaga prentunarinnar, en í þeim felst að sýra er látin æta burtu þá hluta plötunnar sem eiga að vera í lægri fleti. Ein aðferðin var þá t.d. að þekja slétta málmplötu með vaxi og draga mynd í vaxið með oddmjóu verkfæri. Þessu var svo dýft í sýruna, sem náði aðeins að æta þar sem h'nurnar voru. Einnig má minnast hér á intaglio-að- ferðina. í henni felst að í stað þess að prentsverta sé borin á með rúllu og svo þrykkt, þá er svertunni þrýst í skorurnar á plötunni en það svo þurrkað burtu sem er ofan á sléttu flötunum. Þannig fæst eins konar negatíf af myndinni. Margar fleiri myndgerðaraðferðir hafa verið not- aðar í prenti, t.d. steinprent, sem er eins konar æting, þurrstunga (með oddi beint í koparplötu), silkiþrykk og aðrar steins- ilaðferðir og svo framvegis. Á okkar dögum hefur margskonar ljósmyndunar- og tölvutækni náð mikilli Ami Sigurjónsson skrifar frá Stokkhólmi sjálfstæð fyrirtæki í Svíþjóð, en hafa haft einkaleyfi. Eigendur eru m.a. ríkið, verkalýðshreyfingin og fleiri aðilar. Frostið í bókstafnum. Ef spurt er um stöðu lesmáls á okkar dögum, sem eru svo órafjarlægir tíma hnútaleturs og fleygrúna, spretta jafnan upp vangaveltur um hvort ritmálið sé ekki á hröðum flótta undan myndvarpi og hljóðminni. Mótbáran sem tækni- draumóramönnum yfirsést oft er að jafnvel þótt myndsegulbönd kunni að vera almannaeign í okkar heimsparti, þá halda íbúar fjarlægra landa áfram að bíða þess spenntir að prentlistin haldi innreið sína þar á eigninni. Og þeir mundu ekki hafa gagn af myndsegul- bandi þótt það byðist af því að á undan b og c kemur a: í þau lönd vántar orkuver. Þannig er engan veginn búið með prentmálið, og maður getur haldið áfram að dásama uppfinningar eins og almenningsbókasafnið og skáldsöguna enn um sinn. Avifa Rtlaiion obir £cíítiti0. %$(t$fí$öe$e6ett iuscíragm gaí /ín 35euífEf>: bnbSBcIffi. woS/©}jaimlm/9?ieíwíanrf/ÆiiðcII(nifcf/g'rfln(f. rcíib/ííngcm/ Ojlerrcitb / @ct>mrb m / potcn/ tnntiiialíeiiþn'tíiií/cn/ InOft: ontib ’ 2ffi|t3nticiicfr. ©o alþíc tínif.ýamiorl/ nuaitanst. .< JDé’fotcctUmfliEjifíÍosuopjimii*-:- ------^ Epl ctf ftffm pbítorophú orutiiö fl mimiii. ioanDifao Ori- pnlctni § tnoo ccti-uicntirrn.fcntpoy-oír ’ fiisrto:iBooímiiatttnfiú-oo raimio ptaitrtaji. Oittfo: > pftc foioímKctiay. litnoim'otif - ——fit Qtmluoímeíii tsnnicron-tC Octoí ttoctw-jna tcc toti!’l)imioá6? mimtiva-itittr 1 ■ Sól og máni ræða saman. Tré- rista úr Dialogus Creaturarum. út. Með dagblöðum var stigið veigamik- ið framfaraspor í upplýsingamiðlun, en reyndar áttu menn auðvitað eftir að bæta tæknina meira en lítið áður en unnt væri að lcsa hvað gerðist í öðrum heimshornum degi síðar eða jafnvel sama dag, eins og nú tíðkast. Kerfið sem slík þjónusta útheimtir er stórfenglegt mannvirki. Blaðaútgáfa er kostnaðar- söm ef einhver myund á að vera á henni, enda er markmið nútímablaða ekki eingöngu að miðla fréttum, hendur einn- ig að vera afþreying, vettvanur alvarlegr- ar umræðu og oft skoðanamótunar, auk þess sem eigendur vænta þess að fyrir- tækið sé hæfilega arðbært. Á íslandi hefur ríkt stjórnmálaflokkakerfi á dag- blaðamarkaðnum. Stærsti flokkurinn hefur haldið úti nokkuð veglegu blaði og haft mikið starfslið, en minni blöðin hafa liðið fyrir að vera bundin á klafa flokks- hagsmuna, sem hefur hindrað upplags- aukningu þá, sem er nauðsynleg fors- enda öflugs og víðsýns blaðs. Útvarp og sjónvarp hafa orðið að ganga undir sams konar krossi, en nóturnar i stjórninni þar hafa yfirleitt verið jafn margar stjórnmálaflokkunum, - án þess að dóm- ur sé felldur um starfsmennina persónu- lega. í Stokkhólmi hafa tvö öflug morgun- blöð skift með sér markaðnum, Bonn- iersblaðið Dagdens nyheter og blað hægrimanna, Svenska dagbladet. Hið fyrrnefnda er sterkt um landið allt, og hefur ritstjórnarstefna þess verið frjáls- lynd og stundum vinstrisinnuð, einkum með tilliti til menningarmála og utanrík- isstefnu. Ritstjórnir þessara blaða telja sig óháðar stjórnmálaskoðunum cigend- anna. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur reynt að bola sér inn á morgunblaða- markaðinn með Stockholmstidningen undanfarin tvö ár, en gengið treglega. Síðdegispressan lýtur öðrum reglum og býður upp á léttara efni. Sterkastir eignaraðilar á þeim markaði eru Bonn- iersforlagið og verkalýðshreyfingin. Að sögn útgefenda er lítill gróði af blaðaút- gáfu miðað við það sem vikublöðin gefa af sér, og bókaútgáfan er niðurgreidd af opinberu fé. Útvarp og sjónvarp eru <5ct>rucftím3‘i&rM‘y* ■ Fréttamiði frá 1513. Myndin er trérista. Einhverjir niunu saka þess sem prent- listin ruddi úr braut. Ef Kínverjum heppnast núverandi herferð sín fyrir hljóðletri í stað myndleturs mun menn- ing þeirra óhjákvæmilcga missa niður hinn óralanga þráð sinn. Sumir vilja heldur hafa talað orð, skapandi, máttugt og þó skammætt en frosinn bókstafinn, sem afbakar sannleikann með því að gera hann óbreytilegan. En kostur hins prentaða orðs er að allir eru jafnir frammi fyrir því; það er staðlað og í þeim skilningi hlutlægt. Þótt valdastéttin setji lögin, þá setur haún þau að minnsta kosti á prent, þar sem hinn valdsnauði getur flctt upp í þeim í leit að rétti sínum. Að hafa prentmálið er eins og að hafa étið af skilningstré góðs og ills: það er betur étið en óétið, þótt vandi fylgi vegsemdinni. Upplýsingaflóð nútímans er tvieggjað vopn, og sá þarf að hafa sig allan við sem ekki vill kremjast milli hjóla í vitundarverksmiðjunni og verða að glópi sem ekkert veit né skilur nema t.d. hjónabandserfiðleika frægra, er- lendra kvikmyndaleikara. Árið 1559 gaf páfastóll út Index prohi- bitorum librorum, hina alræmdu skrá yfir óholl rit og klám sem aimenningi skyldi bannað að lesa að viðlögðum paradísarmissi. Síðan hafa ótalmargir haldið uppi alræmdum ritskoðunarstofn- unum, t.d Friðrik mikli, sem bannaði sjálfa Iliónskviðu, og Rússar bæði fyrr og nú. Ritskoðun er að mínu áliti hörmuleg villimennska, og oft dettur mér í hug hvort það sé ekki í rauninni fjarstæðukennt að banna mönnum að kosta prentun þvættings. Snjallar bækur sem beinast gegn ríkisstjórnum hafa iðulega fengið góða dreifingu þrátt fyrir ritskoðun, og höfundar sem búa við ritskoðun læra að tala undir rós. í löndum þar sem menntakerfið gegnir hlutverki sínu er vonlaust að selja sið- spilltar og leiðinlegar bækur. En víðast þykir þó sjálfsagt að hafa einhverja lágmarksritskoðun, - að ríkið verndi til dæmis einstaklinga fyrir skaðlegu níði á prenti ef það reynast álygar. Annar hadleggur er hvort ríkið eigi að styðja útgáfu góðra bóka og t.d. greiða niður kostnað bókasafna. Slík menning- arstefna getur flokkast undir landvarnir frá sjónarmiði þjóðríkis, og ættu íslensk stjórnvöld að taka það til athugunar. En sem kunnungt er hefur sú meginstefna ríkt á íslandi að láta menningarstarfsem- ina bera sig á þann hátt að hið opinbera endurheimtir niðurgreiðslur sínar með margfaldri skattlagningu á vinnu, áhöld og verk listamanna. -ÁS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.