Tíminn - 25.09.1983, Page 18
Hann átfti í bréfaskrifft-
um við Pétur Palladíus
Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 fjórða 2 ogfimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjérða vísbending Fimmfta vísbending
1. Styrr stóð um þennan valda- mikla mann á fimmta áratug 16. aldar, þegar hann lagði undir sig Bjarnamesseignir eystra. Pétur Palladíus biskup á Sjá- landi átti í nokkram bréfa- skriftum við hann vegna ýmissa ágreiningsmála. Hann lét grafa starfsbróður sinn upp úr gröf hans og jarða hann utangarðs. Hann var skáld gott og orti m.a.: „Víkurhann sén'Viðeyj- arklaustur/ víða trúi ég hann svamli, hinn gamli.“ Þann 7. nóvember 1550 var hann hálshöggvinn í Skálholti ásamt sonum sínum.
2. Þennan rómverska guð sýndu fornir myndhöggvarar oft nak- inn og með leðurpyngju í hend- inni. Hann var dýrkaður þann 15. mai á ári hverju ásamt gyðj- unni Maju. Á sumum styttum settu mynd- höggvararnir vængi á stafinn sem hann bar. Samnefnari hans meðal grísku guðanna á styttu af sér við Skúlatún í Reykjavík. Hann var sérlegur verndar- vættur kaupmanna.
3. Mikil hetja í norrænum bók- menntum, en var ef til vill aldrei til. Matthías Jochumson þýddi Ijóð um hann, sem margt eldra fólk kunni utanað. Viðurnefni sitt tók hann af alkunnum fugli. í bardaga við Rússa sýndi hann frábæra frammistöðu. Þjóðskáld Finna, Runeberg, orti um hann: ,,... lélegt þótti höfuð hans, en hjartað það var gott.“
4. Hið latneska heiti þessa blóms er Taraxacum. Danskur grasafræðingur taldi eitt sinn að finna mætti af því 116 undirgreinir á íslandi, en árið 1945 færði Svínn G. Hag- lund rök að því að þær væru aðeins 21. Talið er að hrafnar hafi oft sóst eftir ákveðnum blöðum blómsins. Blóm þetta kemur nokkuð við sögu í smásögu eftir Jónas Hallgrímsson. Löngum hafa íslendingarsung- ið Ijóð Jónasar um brekkuna, þar sem blóm þetta vex.
5. Hann er Önfírðingur og gerðist ungur mikilvirkur blaðamað- ur. A yngri áram orti hann all nokkra sálma og stundum kölluðu pólitískir andstæðing- ar hann „sálmaskáld“ í skrifum sínum. Bróðir hans er löngu lands- kunnur sem gott Ijóðskáld. Nú er hann þekktastur af starf- semi sinni og skrifum í þágu bindindismála. Hann er kenndur við bæinn Kirkjuból í lljarnardal í Ön- undarfirði.
6. Enn einn Önfírðingur og hann gerðist líka blaðamaður á unga aldri. Hann var ritstjóri Samvinn- unnar 1951-1958 og var lengi forstöðumaður fræðsludeildar SÍS. Hann sat í flokksstjóra Al- þýðuflokksins frá 1950 og varð síðar formaður hans. Hann var utanríkisráðherra frá september 1978 þar til í október 1979. Nú er hann sendiherra íslands í Svíþjóð
7. Próssneskur generáll, fæddur í Burg við Magdeburg, 1780 Hann lærði herstjómarvísindi af Gerhard von Schamhorst í Berlín og las jafnframt bók- menntir og heimspeki. Hann gerðist einn þekktasti rithöfundur um stríðskúnst sem uppi hefur verið. Illa þóttu þó sumar kenningar hans gcfast Þjóðvcrjum í styrj- öldum, t.d. fyrri heimsstyrjöld- inni. Þekktasta rit hans mun vera „Um stríðið" (Vom Kriege).
8. Þetta ár var Zulfikar Ali Bhutto tekinn af lífi í Pakistan. Mountbatten lávarður var myrtur af hryðjuverka- mönnum IRA Kvikmyndaleikarinn John Wayne lést. Albert Guðmundsson var út- nefndur heiðursborgari í Nice. ...og Kínverjar gerðu árás inn í Vietnam
9. íslenskur rithöfundur, fæddur austur í Holti á Síðu. Hann hefur mikið látið til sín taka þar sem réttindamál rit- höfunda hafa verið til umræðu. Hann hélt ungur til náms í Noregi og þaðan til Danmerk- ur og ritaði mikið á dönsku. Hann hefur ritað um ill afdrif eins Skálholtsbiskupa. Ein þekktasta bók hans mun vera „Valtýr á grænni treyju.“
■ © Þessi rómverski rithöfundur var fæddur árið 70 eftir Krist og látinn árið 122. Hann var vinur og skjólstæð- ingur Plíniusar yngri. Rit hans eru full af hneykslis- sögum um fyrirmenn í Róm og hafa margir smjattað á þeim fyn og síðar. Robert Garves gekk í smiðju til þessa höfundar, þegar hann ritaði „Ég Claudius", sem sjónvarpsáhorfendur muna eftir. Frægasta rit hans mun vera „Ævir keisaranna“ (De vita Caesarum).
Svör vid spurningaleik á bls. 20