Tíminn - 25.09.1983, Page 22
22
fTtttmra
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983
nútfminn
Breytingar
hjá Egóí
TROMM-
ARINN
HÆTTUR
■ Það varð nokkuð stutt stopp hjá
trommuleikaranum Jökli í hljóm-
sveitinni Egó því hann mun vera
hættur nú, hlutur sem kemur sér
nokkuð bagalega fyrir sveitina því
ætlunin var að setja nýja plötu á
markaðinn fyrir jólin í ár.
Við erum ekki með það alveg á
hreinu hversvegna Jökull (áður með
BG á ísafirði) hættir nú, eftir friðar-
tónleikunum að dæma var hann
smollinn inn í sveitina eins og böllur
í feita vinnukonu en hinsvegar leita
aðrir meðlimir Egó nú um allan bæ
að manni til að hlaupa í skarðið.
- FRI
Poppbókina
vantar myndir
■ Poppbókin svokallaða, uppslátt-
arrií Jens Kr. Guömundssonar um
poppmúsík á íslandi, er nú komin á
lokastig. I rauninni vantar ekki nema
nokkrar myndir til að bókin geti farið
i prentun. Þess vcgna heitir Popp-
bókin á hvern þann sem á í fórum
sínum myndir af íslenskum poppur-
um að lána þær til birtingar íbókinni.
Teiknaðar myndir eru ckki síður vel
þegnar cn Ijósmyndir. Vitað er að
Bubbi, Ragnhildur og fleiri popparar
voru vinsælt viðfangsefni í teikni-
kennslu grunnskólanna s.l. vetur.
Gamlar myndir eru einnig kærkomn-
ar. Það er nauðsynlegt að brugðist sé
skjótt við og myndunum verði komið
til bókaútgáfu Æskunnar Laugavegi
56 eða að þær séu sendar í pósthólf
14, 121 Reykjavík, helst í gær eða
fyrr. Það munar um hvern dag á
þessum árstíma.
Öllum myndum verður aftur skilað
eftir notkun.
MEZZOFORTE I
ÞÝSKALANDI
— ,,stóra platan ekki gefin út í Englandi fyrr en í janúar”
segir Steinar Bergs
■ „Þetta ár er bókað meir og minna
hvað við ætlum að gera. Mezzoforte eru
búnir að taka upp Ip plötuna en um
hálfsmánaðarvinna er eftir í henni. Þeir
fóru svo til Þýskalands núna fyrir helgina
og koma aftur um mánaðamótin“ sagði
Steinar Berg forstjóri Steinar í samtali
við Nútímann en hann er nú staddur hér
á landi og verður fram á þriðjudag.
„Er þeir koma frá Þýskalandi verður
platan kláruð og síðan farið til Hollands
og Norðurlandanna í tónleikaför. Mán-
aðamótin okt/nóv. koma þeir aftur til
Englands og leika þá í breska sjónvarp-
inu og halda síðan á suðurströndina á
jazz-hátíð þar sem Dissy Gillespie verð-
ur meðal annarra. Síðan fara þeir á
British Jazzfunk Award of the Year sem
haldin verður í stórum sal í London í
byrjun nóvember og seinni hluta þess
mánaðar munu þeir leika á Ronnie
Scotts. Síðan sjáum við til“.
Steinar sagði einnig að lp platan yrði
ekki gefin út í Englandi fyrr en eftir
áramótin, eða í janúar, en væntanlega
yrði tveggja laga plata gefin út fyrir jólin.
Af öðrum tónlistarmönnum á snærum
Steinar verður Jóhann Helgason með
stóra plötu í nóvember auk tveggja laga
plötu á Englandsmarkaði og Baraflokk-
urinn er með plötu í smíðum í London
en Steinar Berg sagði að hugmyndin
væri að setja hana á Bretlandsmarkað.
Grýlurnar verða aftur á móti ekki með
plötu fyrir jólin vegna manna/konuvand-
ræða og veikinda hjá þeim og Egó er
dottin út úr myndinni í bili samanber
frétt á síðunni.
Aðspurður um hvort hann teldi að
aðrar íslenskar hljómsveitir en Mezzo
gætu náð vinsældum ytra sagði Steinar:
„Ég vona það. Til þess er leikurinn
gerður og þessi bönd sem við erum með
eiga ekki síður erindi á erlendann mark-
að en megnið af því sem þar er fyrir“.
- FRI.
■ Steinar Berg
MEDNÖKTUM
Á BORGINNI
»
■ Úr hljómsveitunum Kukl, Haug, Þey, Spilafíflum og Hinni konunglegu
flugeldarokkhljómsveit koma þeir Birgir Mogensen, Helgi Pétursson, Magnús
Guðmundsson, Halldór Lárusson og Ágúst Karlsson. í sömu röð og nöfnin hér á
undan er hljóðfæraskipan þess hóps bassi, hljómborð, söngur, trommur og gítar og
leika drengirnir undir nafninu Með nöktum. (Ekki er til mynd af hópnum saman en
meðfylgjandi mynd ætti að gefa einhverja hugmynd um hljómsveitina þar sem hún
segist spila og vera fyrir nekt alls. Mikið erum við ógeðsleg ef vel er að gáð.)
Með nöktum mun spila á Borginni næstkomandi flmmtudag í fyrsta skipti og einnig
kemur fram nýlistamaðurinn Óskar Valdimarsson. Að sögn Magnúsar Guðmunds-
sonar ætlar hljómsveitin að taka upp plötu fljótlega. Án efa verður það eitthvað
skrautleg útkoma og spennandi ef litið er á hvar meðlimir hljómsveitarinnar hafa
fengið „tónlistaruppeldi“ sitt!
FÁRANLEG
SAMKOMA
Tappi Tíkarrass og Samkór
Lögreglufélagsins - Borgin
■ Það var mjög fámennt þetta
kvöld. Undir lokin voru reyndar
bara nokkrar hræður eftir og held
ég að allir hafi gert sér grein fyrir
að svo hlaut að gerast. Það voru
nefnilega stór mistök að láta Sam-
kórinn enda kvöldið. Tappi Tíkar-
rass lék mjög blandað prógramm,
mest ný lög en gömul lög inn á
milli. Eyþór Arnalds, sá sem söng
með hljómsveitinni í upphafi og
hefur verið viðloðandi hana síðan
sem „laus“ meðlimur, hélt uppi
ægilegu hrey filistasj ói allan tímann
og það var mjög kúnstugt að sjá
hann og Björk saman. Eyþór
hreyfði sig eins og tuskubrúða en
Björk lét eins og hún væri spastísk.
Þrátt fyrir mjög góð lög og mikinn
kraft tókst Tappanum ekki að ná
mikilli stemmningu því prógramm-
ið varíeraði svo mikið, það mátti
heyra allt frá mjúkustu sýru upp í
svæsnasta fönk og heildarsvipurinn
varð eins og línurit teiknað af
tveggja ára krakka. En hljómsveit-
in hefur náð feikna vel saman og
satt að segja get ég ekki alveg
ímyndað mér hvernig rétt óútkom-
in plata hennar, Miranda, kemur
til með að hljóma.
Ég var hreint ekki viss hvort
seinni hljómsveitin, SKLF, var að
grínast eða ekki. Sjálf hljómsveitin
sem spilaði mjög kröftuglega og
vel átti akkúrat ekkert sameigin-
legt með söngvaranum sem greini-
lega hefur eytt meiri tíma í útlitið
en að syngja og koma einfaldlega
afkáranlega fyrir sjónir. Próg-
ramm þessarar austfirsku hljóm-
sveitar brotnaði hálfvegis í sundur
skömmu fyrir kl. eitt vegna þess að
söngkerfið þoldi ekki undurþýðu
rödd þessarar glæstu rock’n’roll
hetju. Það var ekki þess virði að
bíða eftir að kerfið kæmist í lag.
Bra.
OPNIR
■ „Heitasta fönkbandið í bænum“ lýsti einn meðlimur Frakkanna hljómsveit
sinni og vissulega vqru þeir það er skipinu var hleypt af stokkunum. í Safari
í síðustu viku kom þaö svo aftur að landi, með laumufarþegann Björgvin
Gislason um borð, en sökk við bryggjusporðinn. Það er, aðeins tvö
fönkkennd lög eru eftir í prógrammi þcirra, hlutur sem manni finnst miður
því með fönkívafinu í rokktónlist þeirra voru þeir um murgt nokkuð sérstakir
á markaðinum hér.
Fönklögin sem eftir standa í prógramminu eru New York og Boogie man.
áberandi best af þeim scm þeir tóku fimmtudagskvöldiö í sfðustu viku en
tónlistin var að öðru leyti ágætlega leikið rokk þar sem gftarýlfur Björgvins
Gíslasonar naut sín vel en hann var gestur þeirra. Raunar höfum við hcyrt
að Björgvin sé meirá og minna orðinn fastur maður f þessari hljómsvcit nú
og tekur hann þar sæti Þorsteins Magnússonar sem hortið hefur handan
við móðuna miklu um stund.
Aðeins um 70 hræður voru mættar þetta kvöld sem er nokkuð furðulegt
þegar tillit er tekið til þess að Frakkarnir hafa fengið orð á sig fyrir að vera
hljómsveit þeirra sem eru „hip“, „kúl“, „með“, „in‘‘, okkar ylhýra móðurmál
hefur ekki til að bera nógu beitt orð til að lýsa þessu, sem þýðir að vita
nákvæmlega hvað er að gerast.
Vegna fámennisins var bergmálið frá áheyrendum í lágmarki og Frakkarnir
af þeim sökum nokkuð inni í eigin skel... „til að róa ykkurbetur niðurtökum
við næsta lagið Relax" sagði Mike í miðju prógramminu, og af hverju ekki,
enginn tilgangur í að leggja sig íram ef ekkert kemur á móti. - FRI
FRAKKAR