Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
17
Bridge
Hverjir verða
heimsmeistarar?
489
■ Heimsmeistaramótið í bridge, Bermuda
Bowl, er nú haldið í Stokkhólmi. Hér er ekki
ætlunin að birta úrslit í mótinu, enda er það
gert á öðrum stað í blaðinu. Hinsvegar er
ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði í
sambandi við þetta mikilvægasta bridgemót í
heimi.
Keppnin um Bermudaskálina var fyrst
haldin árið 1950 og þar kom Island mjög við
sögu. Þar kepptu þrjú lið: Ameríka, Bretland
og Evrópulið sem í voru 4 Svíar og þeir Einar
Þorfinnsson og Gunnar Gunnarsson en þeim
var boðin þátttaka vegna góðrar frammistöðu
Islands á Evrópumótinu fyrr þetta ár. Ame-
ríka vann örugglega en Evrópusveitin kom
næst og af samtímaheimildum má ráða að
það hafi ekki síst verið vegna góðrar spila-
mennsku þeirra Einars og Gunnars.
Árið 1957 urðu tímamót í sögu keppninnar
þegar Bláa sveitin ítalska vann sinn fyrsta
stgur. Hún hélt titlinum síðan óslitið til
ársins 1969 þegar meðlimir hennar drógu sig
í hlé ósigraðir. Þeim leiddist síðan aðgerðar-
leysið og mættu aftur til keppni árið 1973 og
héldu titlinum til ársins 1977 þegar þeir
töpuðu fyrir Ameríkönum. Ameríka hefur
síðan ekki sleppt skálinni úr sinni vörslu.
Sveitum hefur sífellt verið að fjölga á
mótinu eftir því sem bridgeheimurinn
stækkar. í ár taka 10 sveitir þátt í mótinu og
þar af á Evrópa þrjár og Ameríka tvær, enda
eru þetta fjölmennustu og sterkustu bridge-
svæðin. Frakkar og A-sveit Ameríku komust
beint í undanúrslitin og þegar undankeppnin
var rúmlega hálfnuð leit út fyrir að B-sveit
Ameríku og Pakistan bættust þar við.
Sjálfsagt munu Ameríkumenn reynast
sterkastir í þessu móti. Þó Pakistan sé með
sama liðið og náði 2. sæti á síðasta móti hafa
þeir tæplega nægum styrkleika yfir að ráða á
endasprettinum. Frakkarnir senda sama lið
og vann stórsigur á Evrópumótinu í sumar
og ef þeir eru í stuði gætu þeir reynst
skeinuhættir. Ameríkusveitimar tvær em
jafnar og ómögulegt er að segja hvor þeirra
vinnur undanúrslitaleikinn og kemst í úrslit-
in. Þó er hér frekar veðjað á A-sveitina en í
henni spila þeir Sontag, Weichsel, Becker og
Rubin, sem allir spiluðu hér á Bridgehátíð
fyrir tveim ámm, auk Hamman og Wolff. Og
leikur þeirra og Frakkanna sem hér er spáð
sigri yfir Pakistan, verður örugglega spenn-
andi.
Bikarkeppnin
Karl Sigurhjartarson vann stórsigur á
Þórami Sigþórssyni í 8 liða úrslitum Bikar-
keppninnar. Sævar Þorbjörnsson vann síðan
Runólf Pálsson og þessar sveitir bætast því í
hópinn sem spilar undanúrslitin í Hreyfils-
húsinu 8.-9. október.
Bridgefélag Reykjavíkur
Að loknu fyrsta kvöldinu í fjögurra kvölda
hausttvímenningi félagsins eru þessi pör efst:
Hermann Lárusson -
Ólafur Lárusson 198
Hallgrímur Hallgrtmsson -
Sigmundur Stefánsson Georg Sverrisson - 194
Kristján Blöndal Guðmundur Sveinsson - 191
Þorgeir Eyjólfsson Helgi Nielsen - 191
Alison Dorash Guðlaugur Jóhannsson - 184
Örn Arnþórsson Guðmundur Arnarson - 182
Þórarinn Sigþórsson Ásgeir Ásbjörnsson - 181
Guðbrandur Sigurbergsson 179
483
469
457
451
449
Meðalskor er 156
Næsta umferð verður n.k. miðvikudag í
Domus Medica kl, 19:30.
Bridgedeild Breiðfirðinga
Að loknum þrem kvöldum af fimm í
hausttvímenning félagsins hafa Guðlaugur
Nielsen og Óskar Karlsson tekið afgerandi
forustu, en þeir fengu metskor annað
kvöldið; 231 stig í 14 para riðli, sem er
rúmlega 74% skor.
í þriðju umferð náðu þessi pör hæstu skor:
A-riðill
Þorgerður Þórarinsdóttir
Vený Viðarsdóttir -
Dúa Ólafsdóttir
Júlíana ísebarn -
Margrét Margeirsdóttir
Erla Ellertsdpttir -
Kristín Jónsdóttir
Rósa Þorsteinsdóttir -
Vigdís Guðjónsdóttir
Nanna Ágústsdóttir -
Alda Hansen
Þessu móti lýkur á mánudagskvöld í
Domus Medica en að því loknu hefst 8
kvölda barómetertvímenningur.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 26. sept. var spilaður eins
kvölda tvímenningur með þátttöku 16 para.
Úrslit urðu þau að Aðalsteinn Jörgensen og
Ólafur Gíslason sigruðu örugglega með 256
stig, en röðin varð annars þessi:
1. Aðalsteinn Jörgensen -
Ólafur Gíslason 256
2. Sigurður Steingrímsson -
Sigurður Aðalsteinsson 241
3. Dröfn Guðmundsdóttir -
Einar Sigurðsson 223
4. Eysteinn Einarsson -
Ragnar Halldórsson 222
5. Jón Gíslason -
Sigurður Lárusson 221
Næsta mánudag3. okt. hefst aðaltvímenn-
ingurinn og eru félagar hvattir til að fára að
mæta eftir fremur dræma byrjun
Birgir ísleifsson - Karl Stefánsson 201 Bridgefélag Kópavogs
Guðlaugur Nielsen - Fimmtudaginn 29/9 átti að byrja haust-
Óskar Karlsson 191 tvímenningur en vegna lélegrar þátttöku var
Hans Nielssen - honum frestaö um eina viku, spilaður var tólf
Lárus Hermannsson 184 para tvímenningur.
B-riðill: Efstir urðu:
Ragnar Björnsson - Grímur Thorarensen -
Eiríkur Bjarnason 209 Guðmundur Pálsson 188
Guðjón Kristinsson - Sigurður Sigurjónsson -
Þorvaldur Matthíasson 183 Júlíus Snorrason 182
Haraldur Árnason - Þórir Sveinsson -
Sveinn Sigurgeirsson 182 Jónatan Líndal 176
C-riðill: Björn Halldórsson -
Árni Magnússon - Hrólfur Hjaltason 174
Jón Ámundason 189 Næsta fimmtudag hefst þá hausttvímenn-
Magnús Oddsson
Jón G. Jónsson 184
Birgir Sigurðsson -
Hjörtur Bjarnason 172
Og röð efstu para er þessi:
Guðlaugur Nielsen -
Óskar Karlsson 621
Birgir ísleifsson -
Karl Stefánsson 540
Eggert Benónýsson -
. Sigurður Ámundason 535
Baldur Árnason -
Sveinn Sigurgeirsson 533
Birgir Sigurðsson -
Hjörtur Bjarnason 524
Ingibjörg Halldórsdóttir -
Sigvaldi Þorsteinsson 512
Næst verður spilað í keppninni fimmtu-
dagskvöldið 6. október í Hreyfilshúsinu.
Bridgefélag kvenna
Þegar einu kvöldi er ólokið í hausttví-
menning félagsins er staða efstu para þessi:
Steinunn Snorradóttir -
ingur, menn eru beðnir um að fjölmenna,
keppnisstjóri er Hermann Lárusson.
Bridgedeild Skagfirðinga
Síðastliðinn þriðjudag hófst vetrarstarf
deildarinnar, spilaður var eins kvölds tví-
menningur með þátttöku 14 para. Efst urðu
þessi:
1. Baldur Ásgeirsson -
Magnús Halldórsson 199
2. Jón Andrésson -
Ragnar Björnsson - 194
3.-4. Haukur Sigurjónsson -
Vilhjálmur Einarsson 184
3.-4. Páll Ingibergsson -
Rögnvaldur Rögnvaldsson 184
Þriðjudaginn 4. okt. verður spilaður tví-
menningur. Spilað er í Drangey, Síðumúla
35, kl. 19.30 stundvíslega.
Auglýsing um
aðalskoðun bifreiða
í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur
í október 1983
Mánudagur 3. okt. R-64701 tii R-65200
Þriðjudagur 4.okt. R-65201 til R-65700
Miðvikudagur 5. okt. R-65701 til R-66200
Fimmtudagur 6. okt. R-66201 til R-66700
Föstudagur 7.okt. R-66701 til R-67200
Mánudagur 10.okt. R-67201 til R-67700
Þriðjudagur 11. okt. R-67701 til R-68200
Miðvikudagur 12. okt. R-68201 til R-68700
Fimmtudagur 13. okt. R-68701 til R-69200
Föstudagur 14. okt. R-69201 til R-69700
Mánudagur 17. okt. R-69701 til R-70200
Þriðjudagur 18. okt. R-70201 til R-70700
Miðvikudagur 19. okt. R-70701 til R-71200
Fimmtudagur 20. okt. R-71201 til R-71700
Föstudagur 21. okt. R-71701 til R-72200
Mánudagur 24. okt. R-72201 til R-72700
Þriðjudagur 25. okt. R-72201 til R-73200
Miðvikudagur 26. okt. R-73201 til R-73700
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til
Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og verður skoðun
framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram
fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að
bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja
bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera
vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í
leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal
vera sérstakt merki með bókstafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar
á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum
samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr
umferð hvar sem til hennar næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
í skráningarskírteini skal vera áritun um það að
aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1983.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
29. september 1983
2
♦>»!£**
0
Til sölu einbýlishús á
Raufarhöfn og Ólafsvík
Tilboö óskast í eftirtarandi húseignir:
Ásgötu 10, Raufarhöfn, stærö hússins er 367,8m3. Húsiö verður til
Sýnis í samráöi við Sr. Guöm. Örn Ragnarsson Raufarhöfn.
Ennisbraut 14, Ólafsvík, stærð hússins er 571 m3. Brunabótamat er
kr. 1.731 þús. Húsið verður til sýnis í samráði við Sr. Guðm. Karl
Ágústsson, Ólafsvík. Tilboðseyðublöð liggja frammi í ofangreindum
húseignum og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að hafa borist
skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. miðvikudaginn 12. október n.k.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Ritari óskast
Búnaðarfélag íslands óskar að ráða ritara til
starfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg, svo
og reynsla í almennum skrifstofustörfum.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist félaginu fyrir 10.
okt. n.k.
Búnaðarfélag íslands
Bændahöllinni
127 Reykjavík
Itölsk sófasett
Margar gerdir. — Leður- og tauáklæði. —
ótrúiega lágt verð. Frá kr. 32.800
Einnig ítalskir leðurstóiar Verð kr. 12.900
v Húsgögn og
■n'V • Suðurlandsbraut 18
w^wkinnrettingar simí 86-900