Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
3
Verkfall
mjólkurfræd-
inga sfóð stutt
í gærmorgun:
DEILUNNIVISAD UL FÉLAOS-
DÖMS EFTIR FIMM TfMA
B „Það segir sig sjálft að hér hefur átt
sér stað röskun. Venjulega er byrjað að
vinna klukkan sex á föstudugunf, sem
eru ukkar mestu annadagar, en nú var
ekki byrjað fyrr en um ellefu“ sagði
Oddur Magnússun, stöðvarstjnri Mjóik-
ursamsölunnar í Keykjavík, þegar hann
var spurður um áhrif vinnustöðvunar
mjnlkurfræðinga í stöðinni.
Mjólkurfræðingar boðuðu sem kunn-
ugt er verkfall vegna deilna um afleysing-
ar í stöðu forstöðumanns á rannsóknar-
stofu Mjólkursamsölunnar. Telja þeir
að til afleysinga skuli ráðast mjólkur-
fræðingur, sem forráðamenn fyrirtækis-
ins telja óþarft. Eftir að verkfall vegna
þessa hafði staðið í um 5 klukkustundir
í gærmorgun var deilunni vísað til félags-
dóms fyrir tilstilli lögfræðinga ASÍ og
VSÍ.
„Við teljum þessar aðgerðir ólöglegar,
„sagði Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar, í samtali við
Tímann." Rannsóknarstofan er vel
mönnuð og fyrir utan gott starfsfólk með
margra ára þjálfun er þar starfandi
matvælaverkfræðingur, sem verður að
teljast fullnægjandi. Núverandi for-
stöðumaður hefur verjð þarna í þrjú ár.
Hann er mjólkurfræðingur, en sá sem
var á undan honum er dýralæknir. Af
því sést, að ekki er sérstaklega þörf fyrir
mjólkurfræðing," sagði GuðlaugurBjör-
gvinsson.
„Þessar aðgerðir eru alls ekki ólögleg-
ar. Það er hins vegar alveg rétt að það
eru ekki nema fá ár síðan mjólkurfræð-
ingur var ráðinn þarna til starfa, en það
var hreint og klárt brot á samningi við
— Koma þurfti út 200 þús. lítrum af mjólk í verslanir á helmingi
skemmri tíma en venja er
okkur," sagði Guðmundur Sigurgeirs-,
son, formaður Mjólkurfræðingafélags-
íns. við Tímann.
- En er ekki fulllangt gengið að fara í
verkfall vegna þessa þegar menn telja að
rannsóknarstofan komist af án mjólkur-
fræðings?
„Stáðreyndin er sú, að ekki er um að
ræða hvort menn geta innt þessi störf af
hendi því þau er hægt að kenna hverjum
sem er. Hins vegar er þetta réttindamál.
Þarna á að starfa mjólkurfræðingur sam-
kvæmt samningi og samkvæmt iðnlög-
gjöf. Mjólkurfræði er fag og Mjólkur-
fræðingafélaginu ber að standa vörð
um að ófaglærðir gangi ekki í störf
ntjólkurfræðinga. Svo einfalt er málið,"
sagði Guðntundur.
- Sió
B 1. Það var handagangur hjá starfs-
mönnum Mjólkurstöðvarinnar í gær.
Þurftu þeir að koma 200 þúsund lítrum
af mjólk í verslanir á helmingi skemmri
tíma en venja er.
Tímamyndir Róbert