Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Ctwmm 5 fréttir ■ Útför dr. Gunnars Thoroddsen, fyrr- verandi forsætisráðherra, var gerð í gær frá Dómkirkjunni, að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur jarðsöng, Dómkórinn annaðist allan söng, og flutti m.a. tvö lög eftir dr. Gunnar. Marteinn H. Friðriks- son lék á orgel Gunnar Kvaran á selló, auk þess sem Þorvaldur Steingrímsson og Marteinn H. Friðriksson léku kveðju- lag frímúrara á orgel og fiðlu. í upphafi líkræðu sinnar sagði séra Þórir Stephensen: „Við kveðjum dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi for- sætisráðherra. Þá leita myndir minning- anna á hugann. Ein þeirra leiðir mig um aldarþriðjung aftur í tímann. Það var á vordögum árið 1950. Reykvíkingar voru þá að opna og vígja griðland sitt, Heiðmörk. Það var gert með þeirri látlausu, en fallegu athöfn, að Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgarstjóri gróðursetti lítið grenitré, sem tákn þess lífs er þarna skyldi vaxa og þróast hinni ungu höfuðborg til blessunar um framtíð. Borgarstjóri flutti ávarp af þessu tilefni, og bað þann sem sólina hefði skapað að halda verndarhendi yfir Heiðmörk. Hin einfalda táknræna at- höfn hreif okkur öll sem þarna vorum viðstödd. Hún hefur ekki horfið úr minningunni, en komið æ oftar í hugann og hefur verið mér sterkt tákn fyrir líf og starf mannsinssem þarna stóð að verki.“ Séra Þórir rakti æviferil og ættir þessa merka manns, sem á ferli sínum „var kallaður til þess að gegna hverju embætt- inu öðru þýðingarmeira, í þágu föður- lands síns og höfuðborgar þess," sagði séra Þórir. ■ Það var elsta barnabarn þeirra frú Völu og dr. Gunnars, Svanbjörn Thoroddsen sem leiddi frú Völu frá kirkju, að athöfn lokinni. Útför Gunnars Thoroddsen gerð frá Dómkirkjunni í gær: „FYLGDI FYRST OG FREMST SAM- VISKU SINNI OG SANNFÆRINGU” Mmeð það að leiðarljósi er hann áleit best fyrir sjálfstæði einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar” Síðar í ræðu sinni sagði séra Þórir: „Það má öllum ljóst vera, að sá ferill sem hér er rakinn, cr einsdæmi í íslenskri sögu. Að einn og sami maður gegni í áranna rás nánast öllum veigamestu embættum sem íslenskt þjóðfélag hefur úr að velja. Það er ekki síður fágætt að sá hinn sami hafi verið jafnvígur á þeim sviðum öllum og hafi þar að auki búið yfir óvenjumiklum hæfiieikum á sviði tónlistar og bókmennta. Hæfileikum sem ekki urðu nýttir til hlítar og að hluta til eingöngu til dægrarstyttingar, svo sem tónlistargáfan." Síðar sagði séra Þórir: „I stærsta stjórnmálaflokki landsins sem á að vera samnefnari sem flestra sjónarmiða lýð- ræðissinna, undir kjörorðinu stétt með stétt, þá er eðlilegt að alltaf verði einhver skoðanaágreiningur. Gunnar lagði á það áherslu allt frá upphafi ferils síns, að harður flokksagi ætti ekki heima í slíkum hópi. Þar yrði að koma til samráð og samkomulag, en umfram allt yrði hver einstaklingur að hafa samviskufrelsi sitt óskert. Það væri inni- haldið í eiðstaf þingmanna, hornsteinn þingræðisins. Við þetta stóð hann alla tíð. Það kostaði oft átök, þar sem sitt sýndist hverjum. Um rétt og rangt mun sagan sjálfagt fella sína dóma, en Gunn- ar Thoroddsen fylgdi fyrst og fremst samvisku sinni og sannfæringu, með það að leiðarljósi er hann áleit best fyrir sjálfstæði einstaklingsins og frelsi þjóð- arinnar." Dómskirkjuprestur sagði: „Um eitt verður aldrei deilt. Að Gunnar Thor- oddsen var einhver litríkasti stjómmála- maður þessa tímabils. Einn hinna sterkustu persónuleika og talaði þeirra fegurst íslenskt mál með sínu snjalla tungutaki. 1 einkalífi sínu var Gunnar mikill gæfumaður. 4. apríl 1941 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Völu, dóttur Ásgeirs Ásgeirssonar, alþingis- manns, bankastjóra og síðar forseta íslands og konu hans, frú Dóru Þórhalls- dóttur. Með þeim Gunnari og Völu hefur alltaf þótt mikið jafnræði. Hin kærleiksríka, glæsilega kona hefur ætíð ■ Kista dr. Gunnars borin frá kirkju, en mikið fjölmenni var við jarðarför dr. Gunnars. fangi ævistarfsins, forsætisráðhcrraárin, hafa verið nefnd svanasöngur hans." Lokaorð líkræðu séra Þóris er hann hafði kvatt Gunnarfyrir hönd þjóðarinn- arvoru þessi: „Lífsinsdrottni skal Gunn- ar falinn, til umönnunar um eilífð. En fyrst og síðast kveðja ciginkona ogbörn, tengda- og barnabörn í cinlægri hjartans þökk fyrir ást og umhyggju, fyrir lcið- sögn og fyrirmynd, fyrir alla hluti. Góð- um Guði cr clskaður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi falinn. Já, kærlcika hans og miskunn. Systur, mágafólk, frændur, samhcrjar og vinir kvcðja í sama hug, og við scgjum öll: Far þú í Iriði. FriðurGuðsþigblessi. Hafðu þökk íyrir allt og allt. I Jcsú nafni. Anicn." -AB ■ Það var séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur sem jarðsöng. Tín.amyndir — Árni Sæberg. staðið trú og traust við hlið manni sínum. Boriðmeðhonum hróðinn, lands og þjóðar, hvar sem þau hafa komið opinberlega fram, þannig að allir hafa dáð hana fyrir.“ Séra Þórir sagði síðar í ræðu sinni að eitt af uppáhaldskvæðum dr. Gunnars hefði verið Einræður Starkaðar eftir Einar Benediktsson, og þá ekki síst þau fleygu orð „Aðgát skal höfð í nærveru sálar". „Hin mannlegu viðhorf stóðu honum alltaf nærri. Hann var fundvís á hið jákvæða í samferðarmanninum," sagði séra Þórir. Síðar í ræðu sinni kom séra Þórir að þeim kafla í ævi dr. Gunnars er hann gegndi valdamesta embætti landsins, forsætisráðherraembættinu: „Lokaá-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.