Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 9 á vettvangi dagsins Stjórnmálaályktun framkvæmdastjórnar SUF: Vara við öllum útboðs- og söluhugmyndum í heilbrigð- iskerfinu ■ Stjórnmálaályktun sjöunda fundar framkvæmdastjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna. Fundurinn var hald- inn að Rauðarárstíg 18 þann 17. sept. Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir vfir stuðningi við ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar. Framkvæmdastjórn SUF lýsir yfir ánægju sinni, með þann árangur sem náðst hefur í niðurtalningu verðbólgunn- ar undir forystu forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, en minnir iafnframt á að forsenda þess árangurs sem náðst hefur er m.a. skilningur almennings á þeim aðgerðum sem grípa þurfti til. Þennan skilning'verður ríkis- stjórnin að meta, og má því ekki að óbreyttu ganga nær fjárhag heimilanna en orðið er. í þess stað á ríkisstjórnin að ganga á undan með góðu fordæmi og draga saman í ríkisgeiranum. Fram- kvæmdastjórn SUF leggur á það áherslu, að næstu árin verði sýnd festa í stjórn landsmála, svo að unnt verði að hefja nýja sókn til betri framtíðar. Þar verði lögð áhersla á eftirfarandi: - Hjöðnun verðbólgu. - Viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. - Verndun kaupmáttar lægstu launa og. iífskjara þeirra sem þyngst fram- færi hafa - Atvinnuöryggi Framkvæmdastjórn SUF vill minna á að hlutverk Framsóknarflokksins í þess- ari ríkisstjórn er að standa vörð um velferðarþjóðfélagið, það þjóðfélag sem Framsóknarflokkurinn hefur byggt upp. Því vill framkvæmdastjórn SUF vara við öllum útboðs- og söluhugmyndum f heilbrigðisþjónustunni og annarri félags- legri þjónustu. Framkvæmdastjórn SUF lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að ná bráðabirgðasamkomulagi við Alusuisse um hækkun á raforkuverði til ÍSAL. Framkvæmdastjórnin telur að sam- komulagið sé mikilvægur áfangi til frek- ara samkomulags um verulega hækkun á raforkuverði til ÍSAL. Framkvæmda- stjórnin telur að þetta bráðabirgðasam- komulag sýni ótvírætt að málstaður framsóknarmanna í fyrri ríkisstjórn var réttur og sanni að unnt hcfði verið að ná samkomulagi um hækkun raforkuverðs fyrr, gagnstætt því sem fyrrverandi iön- aðarráðherra, Hjörlejfur Guttormsson, heldur fram. Mistök Hjörleifs Guttormssonar í álmálinu ættu því að vera íslensku þjóðinni víti til varnaðar. Framkvæmdastjórn SUF lýsir yfir ánægju sinni með nýstofnuð samtök húsbyggjenda. Framkvæmdastjórnin telur að slík samtök undirstriki það aðgerðarleysi, sem ríkti í húsnæðismál- um undir forstöðu Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins. Framkvæmdastjórn SUF skorar á félagsmálaráðherra og ríkisstjórn að gera nú þegar verulegar úrbætur í málefnúm þeirra sem eru að byggja eða ka.upa húsnæði. Þörfin fyrir umbætur eru ekki síst hjá því fólki sem var að eignast húsnæði á meðan húsnæðismálin voru í heljargreipum Alþýðubandalags- ins. Frantkvæmdastjórn SUF ítrekar fyrri samþykktir sínar um stighækkandi lánshlutfall í 80% af byggingarkostnaði, léngingu lánstíma í 42 ár og að ián verði greidd út til lántakenda í einu lagi. Framkvæmdastjórn SUF skorar á ríkis- stjórnina að ná þessum markmiðum á kjörtímabilinu. Framkvæmdastjórn SUF telur brýnt að tekin vcrði upp öflug barátta til verndunarnáttúru landsins. Þaðerveru- legur þáttur í lífskjörum manna, að eiga ’ kost á því að búa í ómenguðu umhvcrfi og hafa aðgang að óspilltu landi. „Stjórnmálaflokkar aðeins tæki til að ná settum markmiðum“ viðtal við Bolla Héðinsson formann Þjóðmálanefndar SUF ■ Meðal þeirra félagasamtaka sem tví- eflast og kveðja fjöldann til starfa með haustinu er Samband ungra framsóknar- manna. Hyggst sambandið halda mið- stjómarfund 8. og 9. október n.k. og hafa hópar til undirbúnings þeim fundi þegar tekið til starfa. Stjóm S.U.F. setti á síðasta fundi sínum á stofn allljölmenna nefnd „Þjóórnálanefnd" og var formaður hennar skipaður Bolli Héðinsson. „Þjóðmálanefndin hefur þegar komið saman og rætt um með hvaða hætti búast megi við árangri af starfi hennar,“ sagði Bolli í samtali við Tímann. „Var þar drepið á ótal málaflokkum sem áhugi er fyrir innan nefndarinnar að teknir verði fyrir svo ég geri ráð fyrir að nefndinni verði skipt upp í smærri hópa enda gefur nafn nefndarinnar til kynna næsta víðfemt svið. Má búast við að Þjóömálanefndin eigi eftir að koma fram með tillögur og hugmyndir sem síðar meir geta orðið stefnumið Framsóknarflokksins? „Ég held að í gegnum árin hafi það alltaf verið svo að eitthvað af starfi ungliðahreyfinga flokkanna hafi náð áð verða að stefnu þeirra. Ýmist með tiltölu- lega skjótum hætti eða með þeim hætti sem gefur auga leið, þ. e. þegar ungliðamir verða eldri og það fólk sem ber uppi flokksstarfið.“ Heldur þú að nýjar hugmyndir og tiUöguflutningur eigi erflðara upp á paU- borðið í Framsóknarflokknum heldur en öðrum flokkum? „Hvað aðra flokka varðar þekki ég það ekki, en hinsvegar hefur mér virst sem svo, þann tíma sem ég hef starfað í S.U.F., að tillögur okkar eigi býsna greiða leið í gegnum flokksapparatið, allt eftir því hvaða þunga við sjálf leggjum í þann tillöguflutning.“ ■ Verðlaunahafarnir f.v. Tómas Gíslason, Helgi Haraldsson og Eyjólfur Sturlaugsson Ritgerðasamkeppni Menningarsjóðs SÍS Þrír fengu verðlaun ■ Stjóm Menningarsjóðs Sambands íslenskra samvinnufélaga ákvað á fundi sínum 8.júní 1982 að veita verð- laun fyrir ritgerðir í 9. bekkjum grunn- skóla og framhaldsskólunum. Dóm- nefnd hefur nú lokið störfum en þátt- taka var mjög góð. Fyrstu verðlaun kr. 20.000 hlaut Helgi Haraldsson, Jaðri í Reykjadal. Önnur verðlaun kr. 15.000 hlaut Tómas Gíslason Stuðlaseli 29 í Reykja- vík. Þriðju verðlaun hlaut Eyjólfur Stur- laugsson Hrísateigi 9 Reykjavík. Dómnefnd skipuðu Finnur Krist- jánsson fyrrum kaupfélagsstjóri á Húsavík, Andrés Kristjánsson rithöf- undur og Gylfi Gröndal ritstjóri. Rit- gerðirnar munu birtast í næstu heftum Samvinnunnar. - JGK ■ Bolli Héðinsson formaður Þjóðmála- nefndar ungra framsóknarmanna. Virðist þér sem svo að hin félagslega deyfð sem sögð er ríkjandi á flestum sviðum þjóðlífsins teygi sig inn í raöir ungra framsóknarmanna? „Vafalaust er það svo að þau samtök fara ekki varhluta af neikvæðri afstöðu margra til stjómmálaflokka og félagslegri deyfð. Ég held þó að S.U.F. geti vel við unað og virðist mér sem svo að þar sé að koma til starfa mikið af nýju fólki með ferskar hugmyndir og haldið baráttugleði. Það er hinsvegar Ijóst að ungliðasamtök flokka sem lenda á milli öfgaflokkanna í þjóðfélaginu eiga oft örðugra uppdráttar heldur en samtök flokka yst á hvorum kanti. Ungt fólk vill oft á fíðum ekki þær málamiðlanir sem verða hlutskipti milli- flokka.“ Þú getur um neikvæða afstöðu til stjómmálaflokka hvað áttu við með því? „Það virðist ljóst að viðkvæði margra er þegar stjórnmál og stjómmálamenn ber á góma, að þá sé þetta að meira eða minna leyti allt saman sama tóbakið. Vissulega er það svo, að oft á tíðum er það aðeins stigs munur á baráttu flokka sem skilur þá að en ekki eðlismunur. Stöðugt úrræða- leysi og bráðabirgðaráðstafanir eru heldur ekki til þess fallnar að auka tiltrú manna á stjórnmálaflokkunum, en það er nú einu sinni svo að við eigum víst ekki skilið betri stjórn en við kjósum yfir okkur hverju sinni. Það gleymist líka allt of oft í umræðunni um stjórnmálaflokkana að flokkarnir sem slíkir em ekki markmið í sjálfu sér, þeir eiga í raun að koma og fara. Sú þjóðfélagsgerð sem við keppum að, að ná, það er markmiðið, en stjórn- málaflokkarnir aðeins tæki til að ná þeim markmiðum. Ætlar Þjóðmálanefnd S.U.F. sér þá að setja sér þau markmið sem hún telur rétt að Framsóknarflokkurinn eigi að stefna að? Já, ég vonast til að við eigum eftir að skilgreina betur þau markmið sem sam- eina okkur sem styðjum Framsóknar- • flokkinn en auðvitað er hugmyndin einnig sú að Ieita að leiðum til að ná þeim markmiðum. Til að starfa að þessu þá er rétt að geta þess að Þjóðmálanefnd S.U.F. er opin öllum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.