Tíminn - 13.10.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 13.10.1983, Qupperneq 1
Komnir af stað í formannsslaginn - Sjá bls. 2 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 13. október 1983 237. tölublað - 67. árgangur Sidumula 15-Pósthólf 370Reykjavik-Ritstjorn86300- Augiysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöidsimar 86387 og 86306 Fjögurra ára gamalt barn: LÉT LÍFIÐ EFTIR RAFMAGNS- STUÐ l)R SIÓNVARPSLOFTNETI ■ Hörmulegt slys varð í Reykjavík um sexleytið í gær er fjögurra ára gamalt barn fékk í sig straum af inniloftneti fyrir sjónvarp. Barnið lést á Landakots- spítala skömmu síðar af völdum brunasára sem það fékk. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkis- ins mun barnið hafa fengið rafstraum í sig er það stakk kló inniloftnets í samband við rafmagnsinnstungu í vegg. Barnið var flutt í skyndi á Landakotsspítala með neyðarbíl þeim sem staðsettur er á Borgarspítal- anum. Barnið lést þegar þangað var komið. Ekki er hægt að skýra frá nafni barnsins að svo stöddu. Slys af svipuðum toga hafa nokkrum sinnum kom- ið fyrir áður og er ástæða til þess að vara fólk við inni- loftnetum þessum sem eru gamallar gerðar. -BK/GSH Fjárlagafrumvarp Alberts: Ríkisstyrkur til dagblaða felldur niður — „Ekki með samþykki okkar’% segir forsætisráðherra ■ í brýnu getur slegið á næstu dögum vegna þess að í fjárlaga- frumvarpi því sem Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í fyrradag, er felldur niður ríkisstyrkur til dagblaðanna, en í fyrra varstyrk- urinn til blaðanna samtals fjórar milljónir króna. Hefur það verið yfirlýstur vilji fjármálaráðherra að fella niður þennan styrk, en svo hefur ekki verið með þing- menn Framsóknarflokksins. „Það er ekki með okkar sam- þykki að þessi ríkisstyrkur er felldur út,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er Tíminn innti hann álits á þessu máli. „Fjármálaráðherra hefur verið því andmæltur að dagblöðunum verði veittur þessi styrkur," sagði forsætisráð- herra,“ en honum er fyllilega ljóst að við munum fylgja því eftir, að slíkur styrkur verði áfram inni á fjárlögum." Forsætisráðherra sagði að því myndu þingmenn Framsóknar- flokksins annað hvort flytja eða fylgja breytingartillögu í með- förum þingsins á fjárlagafrum- varpinu. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sem var formaður blaðstjórnar Tímans þar til hann tók við embætti sjávarútvegsráð- herra var einnig spurður álits á þessu máli: „Þessi breytinghefur ekki verið samþykkt af mér, og ég hef látið hið gagnstæða koma fram í viðræðum mínum við fjármálaráðherra. Ég á því von á því að þessu máli verði breytt í meðförum þingsins." Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagðist í gær eiga von á því að í meðförum Alþingis kæmi upp tillaga um að setja þennan ríkisstyrk handa blöðunum inn á nýjan leik, og sagðist Albert telja að meirihluta fylgi væri á Alþingi við slíka tillögu. Hann sagðist ávallt hafa verið á móti þessum styrk við blöðin og væri svo enn, en hann hefði ekki haft marga skoðana- bræður á þingi í því máli. -AB Einni af frystigeymslum Af- urðasölu Sambandsins lokað: jsxum EKKI SVIKNA VÖRU segir Steinþór Þorsteins- son, framkvæmdastjóri ■ „Kjötiðerekkiskemmt. Við erum ekki að selja svikna vöru. Hitt er aftur á móti rétt, að við erum að selja tólf mánaða gamalt kjöt á niðursettu verði, sem yfirleitt cr ekki sama gæðavara og nýtt kjöt." Þetta sagði Steinþór Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Afurða- sölu Sambandsins, þegar hann var spurður hvernig það gæti gerst, að mikið af kjöti, sem vafamál er að standist gæða- kröfur. hefur verið sett á. markað. Kjötið kemur allt úr einni af frystigeymslum Afurða- sölunnar, sem hún hefur á leigu í gamla ísbjarnarfrystihúsinu á Seltjarnarnesi. Heilbrigðiscftir- lit Reykjavíkur hefur nú látið loka geymslunni vegna ítrekaðra kvartana frá neytcndum og kaupmönum í höfuðborginni. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikið af þessu umrædda kjöti hefur verið sett á markað. Hins vegar liggur Ijóst fyrir að geymslan rúmar um 300 tonn og að hún var full eftir sláturtíð í fyrra. Steinþór segir, að kjötið hafi ekki allt farið úr geymslunni í einu, þannigað ekki nema hluti af því hafi verið orðið frostþurrt þegar það var sett á markað. Enn eru um eða yfir 50 tonn í, geymslunni. „Við kröfðumst endurmats á kjötinu vegna þcss að það var óeðlilega frostþurrt," sagði Guðmundur ingólfsson. heil- brigðisfulltrúi, í samtali við Tímann. Yfirkjötmat ríkisins mun í dag skera úr um hvort um gallaða vöru var að ræða eða ckki í dag. þegar niðurstöður rannsókna undanfarinna daga líggja fyrir. Sjú nánar bls. 5. _SJÓ ■ Death or a glory, dauði eða dýrð hefur einhver táningurinn krotað á vegg þessa húss við norðanverðan Austurvöll, en víst er um það að ekki taka allir undir það að mótsögn sé þarna á rnillí. En hvað sem því líður þá njóta þessir reykvísku heimsborgarar lífsins í ríkum mæli á dýrlegum haustdegi, og við sjáum ekki betur en að hópurinn sé að skiptast í tvennt. Tíminn - Róbert. Kjaradómur ákveður hækkuri á launakjörum alþingismanna: DAGPENINGAR TIL MNG- MANNA HÆKKA NU UM 72% ■ Þingfararkaup hækkaði um 4% um síðustu mánaðamót, eins og laun annarra landsmanna. Þingmannslaunin nú eru 38.356 krónur. Kjaradómur hefur nú fjallað um aðra kostnaðarliði þingmanna og úrskurðað að húsnæðiskostnaður þingmanna utan af landi skuli hækkaður úr 6.500 krónum í 7.400 krónur, og dagpeningar þingmanna utan ,af landi hafa hækkað úr 145 krón- um í 250 krónur eða um 72%. Þá fá þingmenn greiddan ferða- kostnað innan kjördæmis utan Reykjavíkur og Reykjaness, og hækkar hann úr 5.600 krónum í 8.700 krónur, sem er 56% hækkun. Þingmaður utan tveggja stærstu kjördæmanna fær þvf greiddar mánaðarlega um 62 þúsund krónur, í laun, húsnæðis-, ferða- og blaðakostnað. Þar að auki fá þingmenn greiddan síma og ferðir í kjördæmi eftir reikn- ingi. Tíminn snéri sér til Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra í gærkveldi og spurði hann hvort hann teldi ekki að þessi mikla hækkun á kostnaðarliðum þingmanna mæltist illa fyrir, á sama tíma og hann hefði lagt fram aðhalds og niðurskurðar- fjárlagafrumvarp: „Það má ekki horfa framhjá því að þingmenn utan af landi, þurfa að halda tvö heimili, sem er mjög dýrt, svo það er eðlilegt að tekið sé tillit til þess af kjaradómr. Þessi hækkan- ir koma ekkert til meðferðar í mínu ráðuneyti." - AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.