Tíminn - 13.10.1983, Side 2

Tíminn - 13.10.1983, Side 2
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 2 f réttir t Formannaslagurinn í Sjálfstædisflokknum: f,Fylgi mitt allverulegt” — segir Þorsteinn Pálsson alþingismadur ■ „Ég hef ákveðii) aö gefa kost á mér í þelta formannskjör á næsta lands- l'undi," sagði Þorsteinn Pálsson alþing- ismaður í samtaii við Tímann í gær. Þorsteinn var spurður hvert hann teldi að hann sækti helst fylgi sitt: „Nú, í raðir flokksfólksins, víðsvegar uin land. Ég hef fundiö fyrir því á undanförnum vikum að fylgi mitt er allverulegt." Þorsteinn var spurður hvort hann hefði verið með mikið undirbúningsstarf í gangi á undanförnum vikum og sagði hann þá: „Nei, það hef ég ekki verið með. Endanleg ákvörðun mín var ekki tekin fyrr en eftir að Geir gaf sína yfirlýsingu í gær, um að hann myndi ckki vera í kjöri." Aðspurður um hvern hann liti á sem skæðasta keppinaut sinn sagði Þor- steinn: „í sjálfu sér þá eru allir í kjöri á landsfundinum og það er enginn í formlegu framboði. Það er einfaldlega landsfundurinn sem sker úr um hver á að gegna þessu starfi, og hann mun velja einn úr hópi samherjá. Ég lít ekki á neinn einn sem meiri en annan.“ Þorsteinn var spurður hvort hann teldi ekki að reynsluleysi hans í pólitík myndi verða honum fjötur um fót, ef hann hlyti kosningu sem formaður Sjálfstæðis- flokksins: „Nei, ég hef auðvitað langa reynslu af stjórnmálastarfi, þó ég hafi komið inn til starfa á Alþingi, eftir öðrum leiðum en ýmsir aðrir. Hingað koma menn til starfa, ýmist utan úr þjóðlífinu eða eftir störf inni í flokks- kerfinu, og ég held að það sé hollt fyrir hvern flokk að fá menn þannig víðar að. Þó að mín þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálum hafi verið utan flokkskerfis- ins þá tel ég mig hafa þá reynslu sem mun duga til þess að ég geti gegnt þessu starfi ef ég fæ til þess traust." Aðspurður um afstöðu til breyttra reglna um kjör formanns, þannig að hann verði að vera kjörinn með meiri- hluta atkvæða sagði Þorsteinn: „Ég tel það skynsamlegt og eðlilegt að formaður sé kjörinn með meirihluta atkvæða.“ Spurningunni hvort ekki væri hætt við því að ef svo færi í fyrstu umferð formannskosningarinnar að frambjóð- endur yrðu mjög jafnir að sá sem fæst atkvæði hlyti gæti ákveðið hvor hinna yrði formaður, með því að skora á fylgismenn sína að styðja ákveðinn fram- bjóðanda, svaraði Þorsteinn svo: „Það er fólkið á landsfundinum sem tekur ákvörðun um það hver verðurformaður. Við ráðstöfum ekki. atkvæðum þeirra sem hafa stutt okkur, það er alveg Ijóst. “ Þorsteinn var spurður hvort hann liti á nýjasta rit Stefnis sem stuðningsyfirlýs- ingu SUS við sig, og svaraði hann: „Nei, það geri ég ekki.“ ' -AB ■ Þorsteinn Pálsson. „Vonast til að fá fylgi sem vídast” — segir Birgir ísleifur Gunnars son alþingismaður „SUS tekur ekki afstöðu” —segir Geir H. Haarde, for- maður Sam- bands ungra sjálfstædis- manna ■ „Ég hef ekki orðið var við nokkurn ágreining," sagði Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna er 'líminn spurði hann um ágreining þann sem Tíminn hefur fregnaö að hafi komið upp innan SUS, eftir að nýjasta hefti af riti SUS, Stefnir kom út, en margir líta á það rit sem beina fylgisyfirlýsingu við Þorstein Pálsson, og herma heimildir Tímans að fjölmargir innan raða SUS, sem hallist heldur að stuðningi við Friðrik Sóphusson hafi veriö óángæðir með þetta rit. Geir var spurður hvort SUS hefði ekki með þessu riti, viðtalinu við Þorstein og forsíðumynd, lýst því óbeint yfirað Þorsteinn væri frambjóð- andinn sem SUS mun styðja: „Nei, SUS tekur ekki neina slíka afstöðu." Geir var spurður hvort hann teldi að breytt tilhögun við formannskjör næði fram að ganga á næsta landsfundi og sagði hann þá: „Já, ég vænti þess. Við teljum að það sé mjög æskilegt, að formaður flokksins, hver sem hann er og hvað sem hann heitir. hafi stuðning meirihluta flokksmanna á bak við sig.“ -AB ■ „Ég hef gert upp hug minn og ég hef tekið þá ákvörðun að vera í framboði sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður í samtali við Tímann í gær. Aðspurður um hvort hann hcfði kann- að hugsanlegt fylgi, svaraði Birgir ís- leifur: „Nei, ég hef ekki gert það. Eftir að það spurðist að Geir Hallgrímsson myndi væntanlega ekki gefa kost á sér, þessar síðustu vikur, þá hafa ýmsir flokksmenn víða um land snúið sér til mín og hvatt mig til þess að gefa kost á mér. Nú, ég hef hugleitt það þar til nú, og nú þegar ákvörðun Geirs liggur fyrir, ■ „Ég ætla að gefa kost á mér í formannskjörinu sem fram fer á Lands- fundinum," sagði Friðrik Sóphusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins í sam- tali við Tímann í gær, er hann var spurður hvort hann hefði gert upp hug sinn varðandi formannskjör á lands- fundi sjálfstæðismanna sem veröur í byrjun nóvember. „Ég hef starfað í miðstjórn flokksins þá er það mín ákvörðun að fara í framboð." Birgir ísleifur var spurður í hvaða raðir sjállfstæðismanna hann teldi að hann myndi helst sækja fylgi sitt: „Ég vonast til þess að ég sæki fylgi mitt í sem flestar raðir sjálfstæðismanna. Ég hef starfað með sjálfstæðisfólki úr öllum stéttum og af öllum landshlutum á löngum ferli innan flokksins, og vonast ég því til þess að ég fái fylgi sem víðast að.“ Birgir ísleifur var spurður hvort hann teldi sig hafa fylgi formannsins: „Það veit ég ekki,“ sagði Birgir ísleifur. Birgir ísleifur sagðist vera mjög fylgj- um árabil, ég var forystumaður ungra sjálfstæðismanna á sínum tíma og á síðasta landsfundi var ég kjörinn vara- formaður Sjálfstæðisflokksins i ágætri kosningu," sagði Friðrik. Friðrik sagðist telja að nýir tímar væru að renna upp í íslenskum sjtórnmálum. Nýir tímar sem krefðust nýrra vinnubragða með nýjum verkefnum, og sagðist Friðrik vera til- búinn til þess, fengi hann til þess traust andi því að reglum um kosningu for- manns yrði þannig breytt, að sá sem yrði kosinn formaður yrði í endanlegri kosn- ingu kosinn með meirihluta atkvæða á bak við sig. Sagðist hann telja að slíkt væri mjög æskilegt bæði vegna for- mannsins og flokksins og hann myndi því sjálfúr stuðla að slíkum breytingum á skipulagsreglum flokksins. Aðspurður hvort slíkt gæti ekki orðið til þess að sá sem fengi fæst atkvæðin af þremur í fyrstu umferð, gæti ráðið hvor hinna tveggja yrði formaður með því að biðja sína stuðningsenn að kjósa ákveð- inn frambjóðanda, sagði Birgir ísleifur: „Ég hef nú satt að segja.ekki trú á því að málin spilist þannig. Ég tel að þó einn maður hafi stuðning manna, þá ráði hann ekki atkvæðum þeirra.“ Birgir ísleifur var spurður hvern hann liti á sem skæðasta keppinaut sinn og sagði hann þá: „Ég vil ekkert um það segja.“ -AB á landsfundi að takast á við þetta verkefni og hafa forystu um að styrkja og efla Sjálfstæðisflokkinn, sem væri stærsta stjórnmálaafl þjóðarinnar. Blaðamaður Tr'mans spurði Friðrik hvort hann hefði kannað hvert fylgi hann hcfði og sagði hann þá: „Ég hef að sjálfsögðu haft samband við nokkurn hóp manna og fengið mjög jákvæðar undirtektir, og að auki hefur fjöldi manna hringt í mig og hvatt mig til þess að fara í þetta framboð, þannig að ég er ákaflega bjartsýnn." Friðrik var spurður hvern hann teldi vera sinn helsta keppinaut um formanns- sætið og svaraði hann þá: „Ég sé ekki einn framar öðrum. Ég held að þetta séu ágætismenn sem eru þarna í framboði og við erum ákveðnir í því að virða þau úrslit sem verða á þessum fundi, hver svo sem þau verða.“ - AB ■ Birgir ísleifur Gunnarsson. ■ Friðrik Sóphusson. „Ákaflega bjartsýnn” — segir Fridrik Sóphusson, vara formaður Sjálfstæðisflokksins Rjúpnaskyttur varadar vid: Næturrally aðfarar nótt laugardags ■ Síðasta rally-keppni ársins, en í henni ráðast úrslit í keppni um Islands- meistaratitla í rally í ár, verður haldin nú um helg- ■ Tólf ára gamall pilíur á reið- hjóli lenti utan í bíl á ferð á Eyrarbakka í gærdag. að sögn lögreglunnar á Selfossi féll piltur- inn í götuna við áreksturinn og missti meðvitund við fallið. Piltur- ina. Þetta verður nætur-rally og það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem gengst fyrir því. Það hefst við Hjólbarðahöllina við Fellsmúla kl. 22 á föstudagskvöldið og því lýkur við Bíla- inn var fluttur á slysadeild Borgar- spítalans og var meðvitundarlaus er þangaö var komið en ekki var vitað hvort hann hafði meiðst al- varlega. borg á Smiðshöfða laust eftir kl. eitt á laugardaginn. Keppnisleiðin er 500 km., þar af ríflega helmingur á sérleiðum. í keppni ökumanna um íslandsmeist- aratitilinn eru nú efstir að stigum Halldór Úlfarsson og Ómar Þ. Ragnarsson. I keppni aðstoðarökumanna er Jón R. Ragnarsson efstur og í öðru sæti er Tryggvi Aðalsteinsson. Keppnisstjórn Rallysins vill benda þeim sem ætla að skjóta rjúpur aðfarar- nótt laugardagsins á, að heimild dóms- málaráðuneytisins er fyrir lokun sérleii meðan að kepppni á þeim stendur yfir. Eru rjúpnaskyttur beðnar að taka þetta til greina, því að betri er rjúpa í hendi, en umferðaróhapp sem óþarft er að hendi. -BK Tólf ára tfyrir bfl Áslaug sett til eins árs í starf fræðslustjóra í Reykjavik ■ „Ég var að ganga frá þessu niáli aö setja fræðslustjórann til etns árs," sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra er Tíminn spurði iiana í gær hver afstaða liennar væri til samþykktur meirihluta fræðslurúðs Reykjavíkur, þess efnis aö hún skipaði ekki í embætti fræðslustjóra fvrr en hreytingar hafi verið gerðar á skipan fræðslumála í Reykjavík og samkomu- lag Reykjavíkurborgar og embættis- manna menntamálaráðuneytisins þar að lútundi samþykkt. Er Tíminn spurði menntamálaráð- herra hvers vegna hún hcfði ákveðið að setja Áslaugu Brynjólfsdóttur til eins árs á nýjan leik en ekki að skipa hana, eins og venja er, svaraði Ragn- hildur: „Það er náttúrlega ýmislegt til í því, hvort það er hcfð eða ekki. Það eru til mörg dæmi um það, að það sé sctt aftur. Það er mikill misskilningur að það sé skylda að skipa í slt'ku tilfelli, og embættismaðurinn missir einskis við setningu. Það er óútkljáð endanlega skipu- lagsbreytingin á Reykjavík, og mér finnst ákaflega cðlilegt. eins og segir í umsögn meirihluta fræðsluráðs, að skipun fræðslustjórans komi til eftir þá skipulagsbreytingu." -AB -GSH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.