Tíminn - 13.10.1983, Blaðsíða 4
Listvinafélag Hallgrímskirkju
með sýningu á verkum
Leifs Breiðfjörd:
Frumdrög, vinnu-
teikningar og
Ijósmyndir af upp
settum verkum
■ Listvinafélag Hallgrímskirkju stend-
ur fyrir 3. listsýningu sinni, frá 15.
október til 27. nóvember í anddyri
kirkjunnar en að þessu sinni eru á
sýningunni verk Leifs Breiðfjörð gler-
listamanns, frumdrög, vinnuteikningar
og ljósmyndir af steindum gluggum sem
margir hverjir hafa þegar verið settir
upp, eða verða settir upp á næstunni.
Á blaðamannafundi sem Listvinafé-
lagið efndi til af þessu tilefni sagði Leifur
Breiðfjörð m.a. að við gerð steinds
glugga þróast verkið í gegnum ótal
skissur og teikningar þar til endanleg
vinnuteikning er gerð og oft gæfi þessi
forvinna miklar upplýsingar um vinnu
listamanna og listaverkin sjálf.
Formleg opnun sýningarinnar verður
á laugardag og mun formaður Listvina-
félagsins, herra Sigurbjörn Einarsson
biskup opna hana, Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur og sér um kaffiveit-
ingar.
í framtíðinni er áformað að koma upp
litlum sýningarsal í Hallgrímskirkju þar
sem Listvinafélagið hyggst beita sér fyrir
sýningum á borð við þá sem nú fer af
stað hjá þeim.
Petta er 4. einkasýning Leifs en átta
ár eru síðan hann hélt einkasýningu hér
í Reykjavík.
-FRI
Lýst eftir
bifreið
■ Bifreiðinni R 44030, var stolið frá
Toyotaumboðinu við Nýbýlavcg, 4.
september síðastiiðinn. Bifreiðin er af
gerðinni Toyota Carina, árgerð ’74,
brún að lit með hvítri rönd á hliðinni.
Þrátt fyrir auglýsingar og ýtarlega leit
hefur bifreiðin ekki fundist enn og því
beinir Rannsóknarlögreglan í Kópa-
vogi því til allra sem kunna að hafa
orðið varir við þessa bifreið að hafa
samband scm fyrst.
GSH
■ Leifur Breiðfjörð.
Tímamynd Ámi Sxberg.
Ingvar
sýnir
a
Húsavík
■ N.k. föstudagskvöld kl. 21 opnar
Ingvar Þorvaldsson málverkasýningu á
Húsavík. Sýninguni lýkur á mánudags-
kvöld. Opið verður á tímabilinu 16-22.
Ingvar sýnir 30 vatnslitamyndir sem
hann hefur málað að undanförnu.
Ingvar, sem er 44 ára gamall Húsvíking-
ur, hefur áður haldið eða tekið þátt í 14
sýningum.
ítölsk sófasett
Húsgögn og^^^ ,8
mnrettmgar simi 86 900
Margar gerðir. — Ledur- og tauáklæði. —
Ótrúlega lágt verð.
Frá kr. 32.800.-
Snjóruðningstæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanjr þurfa að
berast sem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
þær fyrri part vetrar
SfÁLÍÆKNI SF.
Síðumúla 27, sími30662-
■ Einsöngvararnir, Martha Colalillo og Piero Visconti á æfingu í gær ásamt
stjórnandanum, Jean Pierre Jaquillat. Tímamynd GE
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Óperutónleik
ar í kvöld
■ í kvöld verða aðrir tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói á
starfsárinu. Að þessu sinni er um óperu-
tónleika að ræða, en þeir hafa verið
fastir liðir á verkefnaskrá hljómsveitar-
inar undanfarin ár og notið mikilla
vinsælda. Tveir erlendir óperusöngvarar
syngja með hljómsveitinni að þessu
sinni, þau Martha Colalillo sópran og
Piero Visconti tenór. Á efnisskráinni
eru óperuatriði m.a. úr Carmen, Valdi
örlaganna, Rigoletto.La Traviata, Aida,
Don Pasquale, Gianni Schicci, La Gioc-
onda og La Boheme. Stjórnandi verður
Jean Pierre Jaquillat.
10 ár frá stofnun Slysasjóös
FÍL og SSÍ:
„Listahátíð
í léttum dúr”
— í tilefni afmælisins en sjóður-
inn hefur veitt
til 25 aðila frá
■ [ tilefni af 10 ára afmæli Slysasjóðs
FÍL og SSÍ verður haldin „Listahátíð í
léttum dúr“ í Háskólabíói annað kvöld
og hefst hún kl. 23.15 en þar kemur fram
fjöldi af færasta listafólki landsins, m.a.
Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt ein-
söngvurum, kór Þjóðleikhússins og ís-
lenski dansflokkurinn.
Slysasjóður Félags íslenskra leikara
og Starfsmannafélags Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands (FÍL og SSÍ) var stofnað-
ur 11. maí 1973 með skemmtun en stðla
vetrar þetta ár kom saman 10 manna
starfshópur úr FÍL og SSÍ til að ræða á
hvern hátt þessi félög gætu lagt þeim lið
sem orðið hefðu fyrir slysum og eða
aðstandendum þeirra er látist höfðu af
slysförum.
Skipulagsskrá sjóðsins hlaut staðfest-
ingu Forseta íslands 21. des. 1973ogvar
ákveðið að sjóðurinn yrði í vörslu Slysa-
varnarfélags íslands. Þrír skipa stjórn
stjóðsins, sem verið hefur óbreytt s.l. 10
ár cn það eru Guðbjörg Þorbjarnadóttir
(FÍL), Lárus Sveinsson (SSÍ) og Hannes
Þ. Hafstein (SVFÍ).
Úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram
96 þus. kr.
stofnun hans
árlega frá 1974 og hefur verið veitt úr
honum um 96. þús. kr. til 25 aðila
víðsvegar um landið.
Sala aðgöngumiða á „Listahátíð..."
er í Bókabúð Lárusar Blöndal á Skóla-
vörðustíg og Háskólabíó. kl. 16. á
morgun mun Sinfóníuhljómsveitin leika
létt lög á Lækjartorgi og leikarar selja
aðgöngumiða.
Bókmennta-
verðlaun
forsetans:
Komin inn
á f járlög
■ Bókamenntaverðlaun þau sem Vig-
dís Finnbogadóttir boðaði í sumar í
opinberri heimsókn sinni til Vestfjarða,
að yrðu veitt árlega rithöfundi sem
skaraði fram úr, eru nú komin inn á
fjárlög ríkisins, og er upphæðin 300
þúsund krónur.
- AB