Tíminn - 13.10.1983, Side 6

Tíminn - 13.10.1983, Side 6
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Ann-Margret: „STIARNA? - JÚ, KANNSKIER ÉG STJARNA, EN ÞAD HEFUR GENGIÐ Á ÝMSUILÍFI MÍNU" ■ Ann-Margret, söng-dans- og leikkonan rauðhærða frá Svíþjóð, sem í 20 ár hefur gert það gott í Hollywood, var ekki gömul, þegar hún fyrst kom fram og sýndi hæfíleikana. Hún var ekki nema 7 ára þegar hún dansaði og söng „Quanta La Gusta“ á skólaskemmtun og gerði mikla lukku. Ann- Margret sagði nýlega í blaða- viðtali, að erfið bernska hefði sett sín spor á hana. „Þegar ég kom hingað til Bandaríkjanna fékk ég strax á, mig þann „stimpil“, að ég væri, rauðhærð kymbomba og hress og hinn mesti galgopi. Sann- leikurinn var sá, að ég varbæði feimin og einmana“, sagði hún. Umboðsmaður og eiginmað- ur Ann-Margret er Roger Smith. Nú hefur hann verið heilsulaus um tíma, og lítil von er um bata, því að um er að ræða ólæknandi vöðvarýrnun, eftir því að sagt er. Ann-Mar- gret hefur reynt að vera öllum stundum með manni sínum, síðan sjúkdómurinn uppgötv- aðist og þrátt fyrir að þau búi á Hawaii, þá fer hún alltaf' öðru hverju til Las Vegas, þar sem hún hefur sérstaka skemmtiþætti. Roger fer þá alltaf með henni. Sjálf hefur Ann-Margret ekki farið varhluta af óhöpp- um, því hún var í lífshættu eftir að hún datt af sýningarpalli, þegar hún var að koma fram í Kaliforníu í skemmtiþætti. Hún var marg-beinbrotin og ■ Ann-Margret og Roger Smith, maður hennar. ■ í Las Vegas er Ann-Mar- gret með eigin skemmtiþátt, og hér sést hún á fullu að skemmta áhorfendum. ■ Þegar Ann-Margret var lít- il stelpa hafði hún gaman af að syngja og dansa. Hér sést hún í suður-amerískum búningi líkt og hin fræga Carmen Miranda var í á sínum tíma. slasaðist illa á höfði.Ekki löngu síðar datt hún enn á rúmstöpul og varð þá að sauma sjö spor í höfuð hennar. Ýmislegt annað hefur komið fyrir hana, en sjálf hefur hún reynt að hrista allt af sér. „Eg er fegin að vera orðin fertug", sagði Ann-Margret í lok viðtalsins, „ég ætla að reyna að hægja á mér í skemmti- iðnaðinum og njóta þess að eiga mitt einkalíf í friði.“ Ann-Margret lék nýlega í kvikmynd, sem nefnist „Who Will Love My Children?“ og fékk mjög dóða dóma fyrir. Gagnrýnendur sögðu að - þarna hefði Ann-Margret sýnt að hún er ekki siður leikkona en fær dans- og söngkona. Hinn síungi Gregory Peck ■ „Ég ætlaði að verða blaða- maður“, sagði Gregory Peck nýlega í blaðaviðtali. Það fór nú reyndar á annan veg, en sjálfsagt hefði hann orðið ágætis blaðamaður, ef út í það' hefði farið, því maðurinn er fjölhæfur og vandvirkur, hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. T.d. er hann mikill garðyrkjumaður, og ver mikl- um tíma sínum í að hugsa um rósarunnana í garðinum sínum. Hér sést Gregory ásamt konu sinni og elstu dóttur. Hjónaband Peck-hjónanna hefur staðið áratugum saman, viðtal dagsíns BLANDA AF ÁDEILU 0G SKOPI - rætt vid Sigurd Örn Brynjólfsson myndlistarmann og teiknimynda- höfund í tilefni af sýningu hans í Gallerí Langbrók ■ „Ég hef ekki haft þann hátt á sem margir myndlistarmenn hafa að safna saman í sýningu þegar menn eru komnir með nógu mörg verk. Ég vann verkin sem eru á sýningunni með það í huga að sýna þau saman í þessum sal, hann hentar þessari tegund myndverka fcetur en aðrir sýn- ingarsalir í borginni sem ég þekki til,“ sagði Sigurður Örn B; ij- i í í ólfsson myndlistarmaður, en hann opnar sýningu i Gallerí Langbrók um helgina. Á sýningu Sigurðar eru 100 smámyndir, í 5 seríum, 20 mynd- ir tákni einhverja sögu,. miklu frekar þannig að ákveðnar fígúr- ur sem ég hef verið að þróa undanfarin ár séu gegnum gang- andi. Þetta er svona blanda af ádeilu og skopi. Ég taldi að það veitti ekki af að gefa fólki tæki- færi til að hlæja svolítið, og það ókeypis, því að það kostar ekk- ert inn á sýninguna." Sigurður Örn hlaut menntun sína sem myndlistarmaður í Myndlista og handíðaskóla ís- lands á árunum 1964-1968 og var við frjálst myndlistarnám í Hol- landi 1969-1970. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Norræna ■ Sigurður Örn Brynjólfsson Tímamynd GE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.