Tíminn - 13.10.1983, Síða 9

Tíminn - 13.10.1983, Síða 9
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 9 Býggt og búið í gamía daga Ingólfur Davíðsson skrifar: Hvíldu þig, hvíld er góð! Gömul Iokrekkja frá sveitabæ á Fjóni Ég hátta í rauða rúmið mitt, en koldimmt inni er. Pabbi viltu halda í höndina á mér. Þetta er ein af bernskuminningum mínum. Rúmið var lítið, en draga mátti það sundur á lengdina. Annað rúm,- einnig rautt, það stærsta sem ég hef séð er mér minnisstætt frá unglingsárunum. Því fylgdi og saga. „Um aldamótin byggðu rúmið rauða: Bóndi, frú og bömin fjögur, bámst af því furðusögur.“ Raunar lá komabarnið ýmist í faðmi móður sinnar eða í vöggu við rúmstokk- inn. Rúmið var óvenju djúpt og mátti draga það mikið sundur á breiddina. Það var neglt við vegg og mjög sterklegt, líklega smíðað úr rekaviði. Á flestum bæjum voru rúmin naglföst, þ.e. negld við vegg, minna um lausarúm. íslenskir þjóðhættir í þeirri bók segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili um sængurbúnað m.a. „Undirsængur höfðu ekki nema sumir en margir lágu á heydýnum og var oftast einhver vernefna utan um heyið, venju- lega úr grófu íslensku vaðmáli. Stundum voru og dýnur gerðar úr dýjamosa, stundum úr þangi. Rekkjuvoðir voru úr þykku vaðmáli, þykk brekán voru yfir. Hjá heldri mönnum og bændum voru fiðursængur undir, oftast úr rjúpnafiðri eða sjófugla. Koddar voru eins og sæng- umar. Æðardúnn oftast í yfirsængum eða undirdúnn sjófugla. Brekánin voru víða vel ofin, þykk og þung. Oft voru sparlök eða rekkjureflar fyrrir hjóna- rúmum. Þau voru úr sirsi og í voru látúnshringar er runnu á stagi yfir rúm- inu. Stundum voru hringar þessir liðir úr hámerarhrygg og þótti mikið til koma. Lök af líni voru sjaldan höfð daglega. Margir lágu á lélegri bálkum. Fyrst var torf í botninum, svo fjalldrapi og lyng svo hey og svo gæruskinn, oftast einhverjar rekkjuvoðanefnur, og svo brekán ofaná. Sums staðar voru ábreiður og var annar vefnaður í þeim. Jón á Böggvistöðum hafði aðeins gæmskinnsbæli handa fólkinu - fannst ■ það gæti legið í fötunum væri þá fljótara til á morgnana. Til var meðal fátæklinga að liggja á reiðingstorfu. Nærfellt allir lágu allsberir í rúmunum nema heldra fólk lá í náttskyrtum. Oftast sváfu tveir saman í rúmi. Nærföt voru alténd undir höfðinu.“ Þetta var á 18. og langt fram á 19. öld. Fífa var stöku sinnum látin í kodda bæði hér og á Norðurlöndum, kallaðir fátækrakoddar. Litið til sögualdar Menn lágu naktir eins og hér. Sums staðar hitaði bakaraofn stofuna og vildu allir sofa nálægt honum. Fyrir kom að heit nýbökuð rúgbrauð væru látin til fóta í rúmi að kvöldlagi til hlýinda. Þýskur ferðalangur segir 1586 á ferð um Skán, sem fyrrum var danskt land: Hundar kettir hænsn lömb og smágrísir em sums staðar í sama herbergi og fólkið. í Danmörku svaf fólkið á lausum rúghálmi með samansaumuð skinn yfir á fyrri öldum. Þetta var hlýtt, en flær og önnur óværa sótti í það. Hálmur hefur frá fornu fari verið notaður sem undir- lag í rúmum - já og allt fram á þessa öld sums staðar, einkum rúghálmur. Hann varð að vera vandlega þresktur, ella sóttu mýs í rúmin. Hálm gátu menn fengið ókeypis hjá bændum, samkvæmt gamalli venju, þar sem lítið var um kornrækt var beitilyng notað til að liggja á t.d. á Jótlandsheiðum. Skipt var um hálm á rúmunum árlega. Það þótti gott að liggja á hálmi og hélst það lengi sums staðar. Hálmurinn - stráið - varð undirrót málshátta á Norðurlöndum. Að verða „strádauður“ var sama og ellidauður - að látast í rúmi sínu. „Að vera eða komast hátt á strá“ merkti að vera vel settur eða komast til vegs og virðingar. Egill ullserkur, hraustur hirðmaður Noregskonungs á söguöld, fagnaði því á gamals aldri að komast í orustu með konungi sínum. Kvaðst miklu heldur vilja falla fyrir vopnum en verða ellidauður inni á pallstrám sfnum. Pólskur heldri maður á 17. öld undrað- ist mjög að fólk skyldi berhátta alls ófeimið í Danmörku. Hvað, svaraði ein konan, fötin slitna nóg á daginn og svo erum við laus við flær og aðra óværu sem þeim fylgir á nóttunni. Tveir sváfu venjulega saman í rúmi þar sem hér. Hjón jafnan saman, og hvíldi konan oftast við stokk en bóndinn við vegg. Framlag brúðar í sængurbúnaði Á sæmilega vel stæðum heimilum þar sem margar voru dætur, var rúmfata- gerð heilmikið fyrirtæki. Hver heima- sæta átti að hafa a.m.k. tvær yfirsængur 1-2 undirdýnur og nokkra kodda allt með fiðri í, sem framlag brúðar við giftingu. Annað þótti ekki sæma. Sængur voru oft mjög vandaðar að gerð, voru geymdar jafnvel mann fram af manni. Sögn hermir, að gömul kona sýndi forvitnum athuganda í rúmið sitt. Efst lá gömul brúðardýna hennar sem hún hafði saumað sjálf gjafvaxta mær. Þegar sú gamla lyfti dýnunni kom í Ijós brúðardýna móður hennar, sem hún hafði ofið ver á fyrir langa löngu. Og neðst lá ömmudýnan! Allt voru þetta þykkar röndóttar ullardýnur, sem gætu enst lengi enn, skrifar sögumaður. Lokrekkjur og himinsængur Lokrekkjur voru til á efnaheimilum á söguöld, einnig á íslandi, en sennilega ekki mjög margar. Á17. öld virðist þeim fara fjölgandi í Danmörku. Svefnstaðn- um var lokað með tjaldi (fyrirhengi) eða þili með dyrum og hurð fyrir. Sums staðar var hægt að koma stól fyrir innan við þilið, það var vísir að svefnherbergi. Sums staðar voru lokrekkjur prýddar söguðu tréskrauti, einkum við dyrnar (sjá mynd). Hér á landi tíðkuðust rúm- fjalir til að halda sængurfötum í skefjum og þær voru oft með letri og tréskurði. Forhengi lokrekkjunnar var oft ofið úr líni, en hörrækt var talsverð í Dan- mörku. Lokrekkjan var lengi vinsæl, en varla holl, oft þungt loft og saggi þar inni. Virðulegasti svefnstaður þótti „himin- sængin“, rúm með tjaldhimni yfir og oft forhengi fyrir, allt skrautlega útbúið með kögri og blúndum. Það var víðar húskuldi en á íslandi Vinnufólk og fátæklingar bjuggu í lélegum vistarverum. Kuldinn og sagg- inn orsökuðu gikt og lungakvilla. Margt vinnufólk bjó hjá gripunum að segja mátti, í klefa við fjós og hesthús, eða á lofti yfir gripahúsunum. Rottugangur var víða mikill. Þannig kvartar skáldið Jeppe Ákjær undan rottugangi í svefn- stað sínum á Jótlandi á unglingsárunum. í vetrarhörkum bældu karlar sig saman í rúmunum - og til var að vinnukona leitaði yls hjá þeim. („Hringasólin hjá honum hefur skjól um nætur“ var kveðið hér á landi). Þægindi voru lítil. Menn sátu stundum margir saman á síðkvöldum uppi í rúmunum og spiluðu á spil. Heldra fólkið barðist líka við húskuldann. Sumir vermdu rúmin með heitum steinum, sem klút var vafið utan um. Einnig notuð ílát með heitu vatni. Frá fornu fari hafa verið til hlý húðföt, en munu ekki hafa verið almennings- eign. Það voru svefnpokar fyrri alda. Norðurlandabúar höfðu víðast nægan eldivið úr skógunum. Mór var þó tekinn sums staðar og lyngi brennt á heiðunum. Fyrrum voru víða leirgólf eða múrsteina- gólf. Menn gengu mikið á tréskóm og fundu því ekki mjög mikið til gólfkuld- ans. Lítum á myndirnar Önnur sýnir sterklegt rúm af mið- aldagerð. Bændur á Skáni og víðar hafa notað slík rúm fram á síðustu öld ásamt fleiri gerðum. Hin myndin sýnir lok- rekkju gamla frá Vestur-Fjóni. Hún er skreytt með söguðu tréskrúði. Eflaust frá efnaheimili. Athugasemd. f þættinum 27. sept. var vikið að óvenju auðugum fornleifafundi í Illerup-Árdal í Danmörku. Gripunum (vopnum o.fl.), líklega áheit til stríðs- guðsins, hefur verið varpað í fen eða vatn á sínum tíma. Seinna hefur vatnið breyst í mýri eða verið ræst fram til ræktunar og þá komu gripirnir í ljós. Prentvillu- púkinn hefur verið talnaglaður og ýkinn undanfarið. Hann breytti 10 þúsund gripum í 100 þúsund og í öðrum þætti 4-5 þúsund árum í 14-15 þúsund. Hægðu á þér kunningi! Rekkjumyndirnar eru úr bókinni „Som man reder“, Nationalmuseet 1983. Þar ræðir um rekkjubúnað Dana á fyrri tímum einkum á 19. öld. í ■ Rúm af miðaldagerð frá sveitabæ á Skáni Eflaust var til vandaður rekkjubúnað- ur til forna. í Eyrbyggju segir frá Þórgunni suðureysku, sem kom til fslands, settist að á Fróðá og fékk rúm í innanverðum skála. Þórgunna lauk upp örk og tók þar úr rekkjuklæði og voru þau öll mjög vönduð. Breiddi hún yfir rekkjuna enskar blæjur og silkikult. (Kult rekkjuvoð fóðruð ábreiða). Hún tók og úr örkinni rekkjurefil og allan ársalinn með. (Ársalur lokrekkjutjöld) Það var svo góður búningur að menn þóttust ekki slíkan séð hafa þess kyns. Þuríður húsfreyja í Fróðá ágirntist þenn- an rekkjubúnað, en Þórgunna vildi ekki selja, kvaðst eigi vilja liggja í hálmi. Ekki voru rekkjuklæðin brennd að Þór- gunni látinni, eins og hún hafði mælt fyrir. Menn hafa ekki tímt því. En þar af gerðist réttarfar mikið og Fróðárund- ur. Hvernig var búið að sofandi fólki í Dan- mörku í gamla daga? Bændahjón sváfu oft í lausum rúmum en vinnufólk á bekkjum við vegginn. á vettvangl dagsins Nýr samvinnumaður ■ Samvinnustefnunni hefur bæst nýr liðsauki sem vert er að veita athygli. Einn af þeim mönnum, sem talinn hefur verið dæmigerður sjálfstæðismaður og einna harðast hefur gengið fram gegn allri samvinnu og félagsmálum og boðað hefur frelsi einstaklingsins óskert sem allsherjar-lausn efnahagsmála og þeirra erfiðleika, sem þjóðfélagið berst nú við, hefur snúið við blaðinu og breytt um skoðun. Á Siglufirði eru fyrirtæki í eigu ríkis og bæjarfélags. Þau hafa átt í rekstrar- erfiðleikum, eins og mörg önnur sama eðlis. Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, brá sér til Siglufjarðar þeirra erinda að koma í kring sölu þessara fyrirtækja í hendur einstaklinga, sam- kvæmt kenningu sinni. Eitthvað hefur honum orðið þungt fyrir fæti í þeim efnum. Heim kominn úr þeirri ferð mætti hann í sjónvarpssal, þar sem hann og Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármála- ráðherra, skiptust á skoðunum um þessi stefnumið núverandi fjármálaráðherra. í þeim orðaskiptum kom fram, að Albert var alveg fallinn frá sölu þessara fyrirtækja til einstaklinga. Hins vegar átti hann varla nógu sterk orð til að lýsa ^gæti þess, að þessi fyrirtæki yrðu keypt af fólkinu á Siglufirði og rekin á sam- vinnugrundvelli. Sagði hann, að enginn tryði hvert afl lægi að baki samvinnu- rekstri þegar fólkið sjálft tæki höndum saman og stæði að framkvæmd atvinnu- mála. Það hefur verið of hljótt um þessi sinnaskipti þessa ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og eins hins sterkasta tals- manns einstaklingsframtaksins. Þegar hann í alvöru kynnir sér málin, þá kemst hann að raun um fánýti einkaframtaks- ins, en sannfærist um mátt samtaka og samvinnu. Morgunblaðið og sjálfstæðismenn mættu margt læra af þessum orðum höfuðátrúnaðargoðs einstaklingsfrelsisins og hugleiða þau áður en það heldur uppteknum hætti sínum og undirstöðu- són í fjandskap og áróðri gegn allri samvinnustarfsemi í landinu. Eflaust reynir Albert eftir þessa reynslu sína og skoðanaskipti, að hafa áhrif á þann margþvælda hatursáróður gegn sam- vinnustarfsemi í landinu. Samvinnumönnum ber að fagna nýjum liðsmanni. Guðm. P. Valgeirsson Mbert Guðmundsson fjármálaráðherra

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.