Tíminn - 26.10.1983, Side 6

Tíminn - 26.10.1983, Side 6
■ Farandsveinurnir verða að vera reiöubún- ir aö ganga í hvaöa verk sem er. Og ekki mega þeir mæla til vinnu i gallahuxum og háskúla- bolum. ■ Feröainenn á baðstaö einum í hýskalandi ráku upp stór augu, þegar inn í matsal hótels eins skunduöu þrír menn, klæddir svörtum jökkum, svörtuin baröabreiöum höttum og með keöju þvert yfir kviöinn. Þeir studdust allir við svera stafi. En gestgjalínn lét sér ekki bregöa. Hann bauð förumennina velkomna og bar þeim snarlega mat, eftir aö hafa látiö þess getiö, að þeir lilvtu aö vera hungraöir. Farandsvcinar þessir þrír tilheyra þeim hópi, sem enn heldur í heiöri ævagamla hefð í Þýskalandi. Öldum saman hefur það tíðkast þar í landi, aö iönaöarmcnn, fyrst og fremst trésmiöir og múrarar, hafa lagst í fcrölög aö námstíma loknum. Tilgangurinn er aö auka viö menntun sína og víkka sjóndcildarhring- inn. Þessar l'erðir standa í þrjú ár og einn dag. lönaöarmennirnir bera sjálfir verkfæri sín, banka upp á á verkstæðum, þar sem þeir eiga leiö um, og spyrja, livort þar sé ekki vinnu GAMLA SIÐI að fá. Þeir verða að sætta sig við nauman og hversdagslegan mat og íburöarlausa svefn- staði, stundum á farfuglaheimilum, en eru líka stundum teknir inn á heimili húsbænda sinna. Ekki mega förusveinar þessir ráða yfir eigin farartæki, né heldur ferðast með lest, nema vegalengdirnar séu því meiri. Þeim gengur ekki alltaf vel að sníkja sér far, þar sem þeir eru litnir hornauga af mörgum, einkum yngra fólki, sem ekki þekkir til, hvaö hér er á ferðinni, og verða því oft að grípa til hesta postulanna. En þeir eiga sér hauk i horni, þar sem eru stéttarfélög þeirra. Siður þessi á sér langa hefð í Þýskalandi, svo sem áður er sagt. Hann á rætur sínar að rekja allt til byrjunar 13. aldar, þegar iðnaðar- menn í hinum ýmsu greinum stofnuðu ineð sér félagsskap. Markmið félaga þeirra, gild- anna, var að standa vörð um réttindi meðlima sinna og aðstoða félaga, sem lentu í vand- ræðum. I lok 18. aldar komust lærlingarnir að þeirri niðurstöðu, að þeir væru ekkert endilega komnir upp á húsbændur sína, sem réðu lögum og lofum í gildunum. Þeir stofnuðu því sín eigin félög og völdu þeim að yfirskrift kjörorðið „frelsi, jafnrétti og bræðralag." Það kjörorð heldur gildi sínu enn þann dag í dag, þó að mikið hafi breyst í skipulagi verkalýösfélaganna síðan því var komið á. Áður fyrr var það skylda nýútskrifaðra lærlinga að ferðast um landið og vinna að iðn sinni, nú er valið frjálst. En þeir, sem taka upp þann kostinn, verða enn að eyða í flandrið þrem árum og einum degi og koma sem víðast við. Sá er inunurinn núna, að nútímaiðnaðarmaðurinn ber á sér ýmiss konar skilríki og fellur undir tryggingakerfið eins og hver annar borgari. Þeir mega aðeins hafa í fórum sínum-luti, sem þeir komast alls ekki af án. En eitt má ekki vanta í farangur- inn, það erlítil, græn bók, sem vinnuveitend- ur þeirra skrá í stað og stund, sem þeir hafa veitt förusveinunum vinnu, og fleiri athuga- semdir, ef þeim þykir með þurfa. —ferðast um í þrjú ár með verkfæri sín ■ Oft rekur fólk upp stór augu, þegar farandsveinana ber fyrir augu. En þeir leggja sig í líma við að vera þægilegir í viðmóti og eru alltaf reiðubúnir til aðstoð- ar, þegar til þeirra er leitað. Vestur-Þyskaland: IÐNAÐARMENN HALDA í HEIÐRI „AUÐVITAÐ ER KIRKJAN ALLTAF AÐ VINNA AÐ FRIÐI OG FRELSI” Rætt vid sr. Sigurd Guðmundsson, vígslubiskup ■ Æðsta ráð kirkjunnar, Kirkjuþing, samkoma 23ja kirkj- unnar manna, leikra og lærðra, hefur staðið í öðrum turnfæti hálfkláraðrar Hallgrímskirkju í Reykjavík undanfarna tíu daga. Vígslubiskupinn í Hólabiskups- dæmi hinu forna sr. Sigurður Guðmundsson prófastur og sóknarprestur á Grcnjaðarstað í Aðaldal er einn þingfulltrúanna og um hádegisbilið í gær, á síðasta degi þingsins tókum við hann tali og spurðum hvernig störf Kirkjuþings hafi gengið? „Þau hafa gengið vel. Á þing- inu hafa komið fram fjörutíu mál, mörg stór og kállað á miklar umræður og eins og nú horfir virðist sem takast megi að afgreiða þau öll og kalla ég það góð vinnubrögð. Vinnutíminn hefur líka verið langur. Frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Kirkjuþing er nú haldið árlega, var áður annað hvert ár. og því má segja að óþarfi sé að vera með öll þessi mál í cinu. en það lagast sjálfsagt þegar menn hafa lagað sig að þessu breytta fyrir- komulagi". „Já, Kirkjuþing skiptir máli", segir Sigurður. „Það ályktar og vinnur að mjög mörgum innri málum kirkjunnar og hefur þar unnið gott starf. Þá undirbýr þingið mál fyrir löggjafann og sú venja hefur skapast að ekkert mál er lagt fyrir Alþingi nema Kirkjuþing hafi fjallað um það. Ég er þó óánægður með það hvað löggjafinn hefur tckið upp fá mál Kirkjunþings, raunarekk- ert á síðasta Alþingi, en það stendur vonandi til bóta. Við setningu Kirkjuþings lýsti kirkjumálaráðherra því t.d. yfir að hann myndi nú á haustdögum leggja fram tvö mál „Um sóknir og kirkjur" og um „sóknar- gjöld". Nú urðu mjög skiptar skoðanir í friðarmálum á þinginu. Eru þau að sundra kirkjunni? „Það urðu skiptar skoðanir í fyrri umræðunni, en það var mikið unnið í málinu í nefnd og sú tillaga sem þaðan kom var samþykkt samhljóða". Var sú tillaga þá ekki hara útþynnt samkomulagstillaga? „Það má vel vera að sumum finnist það, en mér finnst það ekki. Mér finnst að aðalatriðin hafi komið mjög vel fram. Ég bendi á upphaf ályktunarinnar þar er skorað á íslendinga og allar þjóðir heims að vinna að friði í hcimi. stöðvun víg- búnaðarkapphlaups og útrým- ingu gjöreyðingarvopna. Auð- vitað er kirkjan alltaf að vinna að friði og frelsi. Boðun hennar beinist náttúrulega fyrst og fremst að hinum innra friði, en hún verður um leið að vinna að frelsi og friði fyrir alia hér og nú, á þeim grunni sem Kristur boðar". Ég spyr Sigurð hvort kirkjan sé ekki farin að skipta sér meira af þjóðmálum en áður. „Ég býst við því að það'sé alveg rétt og það er af ýmsum ástæð- ■ Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup. Tímamynd G.E

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.