Tíminn - 26.10.1983, Side 13

Tíminn - 26.10.1983, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTOBER 1983 17 ■ Álgengt og vel þekkt er að mynda einhvers konar rnyndir úr smjörinu á meðan það er hæfdega lint og láta það kólna þannig. ■ Sinnepssmjör ■ Hvítlaukssmjör - grænt smjör - tómata-paprikusmjör ■ Tóinatasmjör Smjör með tilbrigðum ■ Smjör er á borðum flestra íslendinga á degi hverjum. Oftast látum við okkur nægja að smyrja því á brauðið eins og það kemur fyrir úr pakkanum, cða við höfum svo mikið við að setja það í skál fyrst. En það má bera smjör fram á ýmsa vegu, bæði hreint og eitt sér og blandað ýmsum kryddtegundum, á þann hátt, að það kitli bragðlaukana og ýti undir aukna neyslu þess. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um, hvernig mögulegt er að hafa tilbreytingu hvernig smjör er borið fram. Hvítlaukssmjör Hrærið 125 g af smjöri þar til freyðir. Hrærið út í 1 flysjað og pressað hvílauks- rif, 1 tsk. sítrónusafa og 14 tsk. Ijósan pipar. Myndið úr þessu hleif og vefjið álpappír utan um. Stingið inn í ísskáp, þar til það er orðið hart. Grænt smjör Hrærið 125 g af smjöri þar til frcyðir. 2 msk. spínatsafi, 1 tsk. sellerísalt, Ijós pipar á hnífsoddi og múskat á mílli fingurgóma hrært út í. Setjið í rjóma- sprautu og sprautið á álpappír í fallégt mynstur. Vefjið álpappírnum laust utan um og látið harðna í ísskápnum. Fallegt og gott er að strá hakkaðri steinsclju yfir. Tómata — papriku smjör 125 g af smjöri hrært þar til frcyöir. Smám saman er bætt út ítsk. strásykri, lítilli dós tómatkrafti, 'A tsk. salt, cayennepipar og paprika á hnífsoddi og hrært vel. Smyrjið á álpappír í 2 cm þykkt lag. Pakkið inn í álpappírinn og setjið inn í ísskáp. þar til orðið er hart. Skeriö niður í sneiðar og veltið upp úr paprikudufti. Sinnepssmjör 50 g mjúkt smjörer hrært. Út í það eru sett 30 g sinnep, salt og sykur á milli fingurgóma. Hrært vel. Setjiö í litla skál. breiðiö yfir og stjngið inn í ísskáp. Smjörkúlurnar. sem myndin sýnir, eru lagaðar til milli tveggja tréspaða, þegar smjörið er orðið kalt. Tómatasmjör 50 g mjúkt smjör hrært vel saman við 40 g tómatkraft, salt á milli fingurgóma og annað eins af sykri. Gaman er að setja þessa hræru í rjómasprautu og gera fallegar skreytingar á álpappír. Pakkið laust inn í álpappírinn og látið kólna í ísskápnum. Þetta tekur sig mjög vel út á soðnum hrísgrjónum, steikum, kótelett- um og steiktum fiski. Rúðótt golftreyja Stærð: 36 (40) Brjóstvídd: 98 (104) cm Sídd: 58 (60) cm Efni: 11 (12) hnoturgarn. Hringprjónar nr. 4'A. 6 smelluhnappar. 2 axlapúðar. Munstur: rúður 1. prjónn (frá réttunni): 18 (19) lykkjur brugðnar x 16 (17) lykkjur réttar, 16(17) l.br. Endurtakið frá x fjórum sinnum enn og endið með 18 (19) l.r. Prjónið alls 21 (22) prjóna með sl. yfir sl. og br. yfir br. Á næsta prjóni breytið þið rúðunum þannig, að br. er prjónað yfir sl. og sl. yfirbr. Þannig prjónið þið 21 (22) prjóna beint áfram. Endurtakið þessar tvær munsturraðir með 21 (22) prjóna í hverri rúðu. Prjónafesta: 20 1. og 25 prjónar rúða = 10 x 10 cm. Ef prjónafestan passar ekki, verður að reyna fínni eða grófari prjóna. Bak- og frantstykki: Prjónið á hring- prjón fram og aftur til að komast hjá hliðarsaumum. Fitjið upp 206 (218) 1. á hringprjón nr. 4'A og prjónið fram og aftur - fyrstu og síðustu 5 1. eru prjónað- ar slétt, en þær mynda fald á framkönt- unum. Hinar lykkjurnar eru prjónaðar í garðaprjóni fyrstu 2 cm. en síðan er farið yfir í rúðumynstrið, eins og lýst er hér að ofan. Þegar stykkið er orðið 35 (36) cm, eru gerðar úrtökur fyrir handvegum og hver hluti prjónaður sér. Setjið fyrstu og síðustu 55 (58) lykkjurnar á þráð fyrir boðungana og prjónið bakstykkið fyrst. Bakstykkið: Haldið áfram að prjóna rúðumynstrið á 96 (102) lykkjurnar í miðjunni og fellið af fyrir handvegi báðum megin 3-2-1-1-1 l.= 80 (86) 1. Prjónið nú beint áfram þar til hand- vegurinn erorðinn 21 (22) cm. Fellið þá af 22 (26) 1. í miðjunni fyrir hálsmál og prjónið hvorn hluta síðan fyrirsig. Fellið af við hálsmálið 3-21. Fellið nú af 24 (25) 1., sem eftir eru fyrir axlir. Hægra framstykki: Haldið át'ram að prjóna mynstur þær 55 (58) 1., sem eru hægra megin við bakstykkið og fellið af í handvegi vinstra megin á stykkinu eins og bakstykkinu = 47 (50) 1. Þegar handvegurinn mælist 16 (17) cm er fellt af fyrir hálsmálinu frá fremri brún stykkisins, fyrst 13 (15) 1., síðan 3-2-2-1- Rúðótt peysa 1-1-1. Fellið afsíðustu 24 (25) hæð og á bakstykkinu. Vinstra framstykki: Prjónið eins og hægra framstykki, öfugt. Ermar: Fitjið upp 64 (68) 1, og prjónið 2 cm garðaprjón. Skiptið nú yfir í rúðu- mynstur með til skiptis 16 (17) 1, sl., .16 (17) 1, br. skiptið um rúður eftir 21 (22) prjóna eins og á bak- og framstykkjun- um. Aukið 11., hvorum megin með tveggja sentímetra millibili, alls 14 sinnum = 92 (96) I., - nýju lykkjurnar eru líka prjónaðar í mynstri. Þegar stykkið er orðið 31 cm á lengd, er tekið úr fyrir öxlinni báðum megin á eftirfarandi hátt: 4-4-3-2-2-2-2-2-2-3-3-4- 5 I. Fellið af lykkjurnar 16 (20), sem eftir eru. Frágangur ug hálsmál: Saumiö axla- saumana, Faldið framkantana. Hálsmál. Veiðið upp 84 (90) I. meöfram hálsmálinu og núið réttunni á.peysunni upp. Prjóniðgarðaprjón í-2cm. Felliðaf. Saumið saman ermasaumana. Saumið ermarnar í. Smejjjð 6 smelluhnappa á framkant- ana méð jöfnu millibili. Saumið axlapúðana í.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.