Tíminn - 26.10.1983, Page 18

Tíminn - 26.10.1983, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 22 kvikmyndir Dauðagildra LÍFSHÁSKI (DEATHTRAP). Leik- stjóri: Sidney Lumet. Handrit: Jay Presson Allen eftir lcikriti Ira Levin. Aðalhlutverk: Michael Caine, Christ- opher Reeve, Dyan Cannon. Sýning- arstaður: Austurbæjarbíó. ■ Leikritið „Deathtrap" eða „Dauðagildran" eftir Ira Levin, sem annars er þekktastur fyrir handritið að hrollvekjunni „Rosemary’s Baby“, hefur gengið árum saman í leikhúsum í London og New York, enda mjög haganlega gert sviðsverk þar sem bæði er lögð áhersla á spennandi atburðarás og fyndin uppátæki. Sidney Lumet, sem hefur oft áður kvikmyndað verk sem samin cru fyrir leiksvið, fer hér ósköp hefðbundnar leiðir. Kvikmyndin ber því alltaf sterk einkenni þess að um kvikmyndað leikrit er að ræða en ekki frumsamið myndverk. Þeir, sem hafa séð „Lífsháska" á sviði - og þeir eru vafalaust margir, því verkið hefur verið fært upp hér á landi - geta notið þfess að sjá afbragðs- leikara í helstu hlutverkum - Michael Caine sem leikritahöfundinn Sidney Bruhl, Christopher Reeve sem ungan lærisvein hans og Dyan Cannon sem eiginkonu Bruhls. Caine og Reeve setja á svið ógnvænlega atburði, sem eiga að hræða hjartveika ejginkonu Bruhls svo mjög að hún fái hjartaslag, og þeim verður að ósk sinni. En þá eiga þeir enn óleyst vandamál: sem sé hvorn annan, og er óþarfi að upplýsa hér hvernig sú viðureign endar. Það var út af fyrir sig ánægjulegt að endurnýja kynni af „Deathtrap", en myndræn útfærsla eða kyikmyndalegt gildi fer fyrir lítið, þar sem leikstjórinn er alltof fastur í formi sviðsverksins. Það hlýtur alltaf að valda vonbrigðum, að sjá kvikmynd, sem er svo rígbundin allt öðrum miðli. -ESJ ■ Michael Caine tekur Christopher Reeve ómjókum tökum. VIÐGERÐIR á öllum smá rafstöðvum og rafmótorum Einnig litlum bensín- og dieselmótorum. Getum bætt við okkur viðgerðaþjón- ustu fyrir innflutningsfyrirtæki. R/VÉLINS.F. ^ Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin) sími 85128. Allskonar smáprentun Umslög - Bréfsefni - Reikninga - Frumbækur - Vinnulista - Kort. Hverskonar eyðublöð önnur í einum eða fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum. Sjálfkalkerandi pappír - Rúðustrikaðar blokkir A-4 og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum allar upplýsingar eða komum til yðar. BOLHOLTI 6 REYKJAVIK SIMI 82143 Ferða stereotæki á kostaverði með kostakjörum . i %■ # # r 1 - Éaiif ©AUTO R€V6RSe RT-150S Stereo kasettuferðaútvarp Með: FM-, mið-, stutt- og langbylgju. Hringspólun á kasettu (Auto reverse) Verð kr. 8.775.- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Sfmi 44566 RAFLAGNIR Kvikmyndir SALUR 1 Frumsýnir grínmyndina Herra mamma (Hr.Mom) Splunnuný og jafnframt traDær grínmynd sem er ein aðsóknar- mesta myndin í Bandarikjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grinmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstórfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig tram úr þvi. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian Leikstjóri: Stan Dragoti Sýnd kl 5,7,9 og 11 SALUR2 í Heljargreipum (Split Image) Ted Kotcheff (Rrst Blood) hefur hér tekist aftur að gera frábæra mynd. Fyrir Dany var þar ekkert mál að fara til Hometartd, en ferð hans átti eftir að hafa alvartegar afieiðingar í för með sér. Ert. Biaðaskhf: Meö svona samstöðu eru góðar myndir gerðar. Variety Split Image er þrumusterk mynd. Hollywood Reporter. Aðalhlutverk: Michael 0‘Keefe, Karen Allen, Peter Fonda, Jam- es Wood^Brian Dennehy Leikstjóri: Ted Kotcheff Bönnuð bðmum Innan 12 ára Svndkl. 5,7,9.og 11.05 SALUR3 Flóttinn (Pursuit) Spennandi og bráðsmellin mynd um djarfan tlugræningja sem framkvæmir ránið al mikilli útsjón- arsemi, enda fyrrverandi hermaður í úrvalssveitum Bandaríkjahers í Viet-Nam. Aðalhlutv: Robert Duvall, Treat Williams, Kathryn Harrold. Sýndkl. 5,7, 9 og 11 SALUR4 Upp með fjörið Sýnd kl. 5 og 7 Utangarðsdrengir Sýndkl. 9 og 11

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.