Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 2
SPURTIIM FRAMKVÆMDIR VIÐ BYGG- INGU SEM UUIK FYRIR FJÓRUM ARUM Karvel fór fyrirtækjavillt í fyrirspurnartfma ■ Alþýðuflokksmenn sýna mikinn áhuga á málefnum landbúnaðaríns og hclja oft málflutning þar að lútandi á Alþingi. I fyrirspurnartíma í gær svaraði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra fyrírspurn frá Karvel Pálmasyni um byggingu Osta- og smjörsölunnar og vildi þingmaðurínn m.a. fá að vita um fyrirhugaðar framkvæmdir við bygging- una og áætlaðan kostnað, en skaust yflr það smáatriði, að nær fjögur ár eru liðin síðan byggingunni lauk og húsið var tekið í notkun. Síðar í umræðunni kom í Ijós, að þingmaðurinn hafði farið fyrirtækjavillt. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Til land- búnaðarráðherra um byggingakostnað Osta- og smjörsölunnar og Mjólkur- samsölunnar. 1. Á hvern hátt eru bygginar Osta- og smjörsölunnar, sem nú eru að rísa, fjármagnaðar? 2. Hve miklu fjármagni hefur verið varið til þessara bygginga? 3. Hve miklu fjármagni hefur verið varið til bygginganna á árinu 1983? 4. Hve miklu fjármagni er fyrirhugað að verja í framkvæmdir á árinu 1984? Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, svaraði þessum spurningum greiðlega, og studdist við upplýsingar frá Osta- og smjörsölunni. Þar kom fram að fyrirtæk- ið stendur ekki í neinum byggingafram- kvæmdum og hefur engar áætlanir uppi í þeim efnum að minnsta kosti á næstu árum, en flutt var inn í nýtt húsnæði á Bitruhálsi í ársbyrjun 1980. Heildarbyggingarkostnaður var 46.8 millj. kr. framreiknaður á jafnvirði sam- kvæmt skattalögum um s.l. áramót. Framkvæmdimar voru fjármagnaðar m.a. með stofnfé frá aðildarfélögunum, sem eru öll mjólkurbú landsins og Sam- bandið. Síðan gerði landbúnaðarráðherra grein fyrir góðum rekstri fyrirtækisins og þeim hag sem bæði mjólkurframleiðend- ur og neytendur hafa af starfsemi þess. Upp stóð Karvel á nýjan leik og spurði hvort það væri misskilningur hjá sér að Mjólkursamsalan væri með hús í bygg- ingu og vildi fá að vita margt um þá framkvæmd enda væri minnst á það fyrirtæki í fyrirsögn með fyrirspurninni. Þingmaðurinn gerði lítið úr því að hafa ekki vitað að Osta- og smjörsalan hefur verið starfrækt í húsakynnum sínum á Bitruhálsi í fjögur ár. Landbúnaðarráðherra sagðist eðlilega aðeins hafa svarað þeim fyrirspurnum sem spurt var um á þingskjalinu og væri hann reiðubúinn að svara spurningum um Mjólkursamsöluna þegar þær kæmu fram. OÓ Haförninn frá Stykkishölmi: Haffærnisskírtein- ið átti að renna út eftir einn mánuð — þar sem sérstakan sjósetningarbúnad fyrir gúmmíbjörgunarbáta vantaði. ■ Haförninn SH 122, sem sökk á Brciöaflröi í lyrradag, var tekinn í slipp í Stykkishólmi ug fékk bolskoöun 25. ágúst sl. Aö sögn Páls Guömunds- sonar, forstöðumanns Skipaskoðunar- eftirlilsins, fckk háturinn nýtt hal- færnisskírteini 14. septemher sl. og gilti þaö til 1. desember. Ástæöan fyrir þessum skamma gildistíma var sú aö ekki var búiö að koma fyrir sérstökum sjósctningarbúnaöi fyrir gúmmíbjörg- unarbáta. Að sögn Páls hcfur Ijöl- mörgum skipum ekki veriö veilt haf- færnisskírleini nema til áramóta vcgna vöntunar á þessum sjósetningarbún- aði. „Það væri búið að setja þcnnan búnað í alla mína báta, ef við hefðurn getað fcngið þetta keypt", sagði Sigur- jón Helgason, forstjóri Rækjuness h/f, sem gerði Haförninn út, í samtali við Tímann. „Það er ákveðið að setja þetta í ailan bátaflotann í einu og þess vegna hefur orðið að vcita mönnurn undanþágu til áramóta, því að fram- leiðendur anna ekki eftirspurn. -BK Haförninn fékk á sig tvo brotsjói og fór niður á öðrum: „Þetta skeður svo rosalega snöggt" — segir Sigurjón Helgason, útgerðar- maður bátsins ■ „Skipiö fékk á sig tvo brotsjói og fór niöur alveg umsvifalaust. Þetta var óskaplega þungur sjór. Það fóru stórir bátar þarna um, þegar þetta skeöi og þeir urðu bara að fara á „slow“ ferð að slysstaðnum“, sagöi Sigurjón Helga- son, útgeröarmaöur Hafarnarins í sam- tali við Tímann í gær. Þaö náði ekki að renna út úr honum sjórinn, það var svo svakalegt. Þetta skeður svo rosalega snöggt. Mér skilst að það hafi ekki liðið nema tvær til þrjár mínútur þar lil báturinn var kominn niður. Það líða svona tíu mínútur frá því að þeir fara í sjóinrfog ná bátnum, og þangað til þeir eru komnir upp á skcr. Báturinn lagðist á hliðina við að fá báða sjóina á sig í röð. Það kemur á flatann bátinn þegar hann liggur dauður með fullt dekkið. Þeir tóku ckki cinu sinni cftir sjónum. Hann bara skrúfaði sigjipp. Það voru allir á dekki, en það furðulega skcði að þeir voru aftast þrír og komust réttu megin við bátinn og komust i gúmbát- inn, en hin fóru öfugu megin út og svo er ekkcrt mcira vitað," sagði Sigurjón ennfremur. „Annars gera mennirnir sér ekki Ijósa grein fyrir þessu því þetta gerist svo snöggt", sagði Sigur- jón. -BK MiíML ' . ■ í biðstöðinni fjær kúldrast gamlir stresshundar á meðan bömin sem snjónum. En þess veröur ekki langt að bíða að... enn varðveita hina upprunalegu gleði fagna fyrsta Tímamynd: GE. Góður árangur borana eftir heitu vatni við Urriðavatn: íbuar fá heitt vatn í hús sín fyrir jól ■ „Við höfum fengið mikið af góðu og heitu vatni", sagði Guðmundur Magnús- son sveitarstjóri á Egilsstöðum í gær, í samtali við Tímann, en undanfarnar vikur hefur verið borað eftir heitu vatni við Urriðavatn í Fellahreppi, um sex kílómetra frá Egilsstöðum. Það er bor orkustofnunar, Narfi, sem notaður er. Þegar hefur verið borað niður á 870 metra dýpi, en ætlunin er að bora á 1000 metra dýpi. Vatnið sem fengist hefur er 75 gráðu heitt, og úr holunni fást 45 lítrar á sekúndu, með loftdælingu og ca. 30 m niðurdrætti í holunni. Þegar hefur holan verið fóðruð niður í rúma 400 metra og sagðist Guðmundur búast við að íbúar Egilsstaðahrepps og Fellabæjar fengju heitt vatn í hús sín fyrir jól. Hitaveita er til staðar á Egilsstöðum og Fellabæ, en vatnið hefur verið það kalt hingað til að hún hefur verið mjög lélegur hitagjafi, án kyndistöðvar. -BK Steinullarverksmidjan á Sauðárkróki: Einstaklingar og fyrir- tæki eiga aðeins um 4% — en ríkið, sveitarfélagið, Sambandið og Finnarnir um 96-97% ■ Fulltrúar finnska fyrirtækisins Par- tek munu halda norður á Sauðárkioa á morgun, ásamt stjórnarmönnum úr Steinullarfélaginu hf. þar sem undirrit- aðir verða samningar á milli þeirra og Steinullarfélagsins, bæði um sölu á tækjum í steinullarverksmiðjuna og svo samningur um eignaraðild Partek að steinullarverksmiðjunni, en samkvæmt heimildum Tímans munu þeir eiga um 11% í verk'miðjUnni. Eins og fram hefur komið verður ríkið stærsti hluthafinn í verksmiðjunni með 40% eignaraðild, en SÍS og Sauðárkrókskaupstaður munu eiga sín hvor 20 prósentin. Kaupfélagið á Sauð- árkrók á um 60% hlutafjárins, þannig að það'eru ekki nema um 4% sem skiptast á milli einstaklinga og fyrirtækja. SÍS mun annast alla dreifingu á steinullinni, þegar framleiðslan er hafin en stefnt er að því að það verði snemma sumars 1985. Nú næstu daga hefjas jarðvegsframkvæmdir fyrir norðan, cv áætlað er að bygging verksmiðjuhússins verði hafin næsta vor, en hún verður boðin út nú eftir áramótin. Verður verksmiðjan um 4 þúsund fermetrar, eða um 36 þúsund rúmmetrar, og á milli 40 og 50 manns koma til með að hafa atvinnu sína af steinullarverksmiðjunni. Ekki verður rafbræðsluofn sá sem þarf í verksmiðjuna keyptur frá Partek, því talið er að ofnar þeir sem Elkem býður upp á séu fullkomnari, þannig að nú standa yfir samningaviðræður við Elkem um kaup á slíkum ofni. -AB Loðnuverð ekki ákveðið ennþá — fundað í yfir- nefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegs- ins í dag. ■ Ekki náðist samkomulag á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins scrií fjallar um verð á loðnu í gær. Að sögn Jóns Reynis Magnússon- ar, fulltrúa kaupenda í nefndinni, bar mikið á milli, en hann taldi þó ekki útilokað að samkomulag næðist í dag, en nefndin fundar síðdegis. Sem kunnugt er hafasútgeröarmenn gefið yfirlýsingu um að ekki verði róið fyrr en loðnuverð heíur verið ákveðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.