Tíminn - 02.11.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 02.11.1983, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísii Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Krlstjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttír, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Húsavíkur- samþykktin ■ Þing Landssambands framsóknarkvenna, sem haldið var á Húsavík um síðustu helgi, hefur vakið mikla athygli. Ástæðan er sú, að þar voru settar fram miklu ákveðnari kröfur um þátttöku kvenna í trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en settar hafa verið fram áður. Bæði í Framsókn- arflokknum og öðrum flokkum hérlendis hafa konur verið mjög hógværar í slíkri kröfugerð, enda hlutur þeirra orðið útundan. Á fundinum á Húsavík gerðu konurnar það að kröfu sinni, að stjórnir blandaðra flokksfélaga, fulltrúaráða og kjördæmissambanda verði að helmingi skipaðar konum og að a.m.k. 4 konur verði í 9 manna framkvæmdastjórn flokksins, auk þess sem þær vilja að formaður L.F.K. fái nú þegar seturétt á fundum framkvæmdastjórnar og þingflokks með málfrelsi og tillögurétt, en þann rétt hefur formaður S.U.F. í ályktun kvennanna segir jafnframt „Verði hlutur kvenna innan flokksins óbreyttur þegar líður að næstu kosningum, hljóta framsóknarkonur að íhuga að bjóða fram kvennalista innan flokksins við næstu kosningar.“ Það er ekki óeðlilegt, þótt slíkar kröfur komi fram, því að viðurkenna verður, að undanfarið hefur hlutur kvenna í Framsóknarflokknum orðið minni en hjá öðrum flokkum. Það væri þó rangt að eigna þetta eingöngu karlaveldi í flokknum, heldur eiga konur líka sína sök. Þær hafa verið of hlédrægar. Þess vegna ber að fagna Húsavíkursamþykktinni, því að hún bendir til, að fram- "sóknarkonur séu alvarlega vaknaðar. Það spáir góðu. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á það, að þetta hefur ekki alltaf verið svona í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem hefur sett konu í efsta sæti á framboðslista í Reykjavík. Þetta gerðist í kosningunum 1949, þegar Rannveig Forsteinsdóttir skipaði efsta sæti á framboðslistaflokksins. Það framboð bar góðan árangur, eins og frægt er. Þótt ýmsum kunni að þykja framsóknarkonurnar gangi nokkuð langt í Húsavíkursamþykktinni, mun tilgangi hennar áreiðanlega tekið vel af flokknum, því að honum er Ijós nauðsyn þess að starf kvenna í flokknum aukist. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, túlkaði vafalítið rétt viðhorf flokksins, þegar honum fórust orð um Húsavíkursamþykktina í viðtali við Tímann á þessa leið: „Ég fagna því mjög að það virðist vera stóraukinn baráttuhugur og kraftur í framsóknarkonum. Ég er því algjörlega sammála að þær eru alltof fáar í okkar fremstu röðum, í nefndum, stjórnum og þess háttar. Hins vegar er það alls ekki svo vegna þess að við höfum hafnað þeim, heldur vegna þess að þær hafa ekki gefið kost á sér í sama mæli og karlarnir. Ég vona að þessi ályktun þeirra verði til þess að meira framboð verði á konum í slík störf innan flokksins, og tel ég þá öruggt að þeim mundi fjölga í forystusveit flokksins, nefndum og stjórnum.“ Það ber að taka undir þau ummæli Sigrúnar Sturludótt- ur, nýkjörins formanns Landssambands framsóknar- kvenna, að vonandi þurfi aldrei að koma til þess, að framsóknarkonur grípi til sérframboðs. Sérframboð kvenna eru algert bráðabirgðaúrræði og andstæð eðlilegri framþróun. Það á ekki aðeins að stefna að jafnrétti kynjanna, heldur að góðri samvinnu þeirra, jafnt í stjórnmálum sem á öðrum sviðum. Það mun líka sýna sig, að sérframboð kvenna eru aðeins stundarfyrirbirgði, enda hefur það alltaf reynzt svo til þessa. Þ.Þ. skrifað og skrafað Með kveðju frá Svarthöfða klippt Þingræða Jóhöni^/V Á 0£ Þjóðviljinn : ' . X/ Gœsalappa- málið Diitövilians hafa vegna? Vxnianlcga vegna þcvs ad hún lelur sig hafa gerl eilthvad annað en „þakkaS Svavari kurl- elslega og af hállvisi". 1 brcfi til Pjóðviljans sl. fimrntudagfer Jóhanna fram » maðurinn af heifl og illindum gegn Þjóðviljanum - og gefur skýrmgu t*jt>ðviljans um ..hórmu- leg mislok ' viö seiningu á orðinu ..þakkaði" einfuldlega upp á bál- -- i .fofr.mr sakar hun Dulnefna- pressa ■ Það er líf og fjör í dul- nefnapressunni þessa dag- ana. Tandri er.sestur við að skrifa í Tímann og er honum óskað hugvits og langlífis hér á síðunni. A síðum DV og Þjóðviljans hafa gerst stór- tíðindi. Svarthöfði sendir kveðju sína og staðfestir þar með að hin ógurlegu fagnað- arlæti Þjóðviljans eiga við rök að styðjast er málgagnið lagði hálfa útsíðu undir þá frctt að crkifjandinn væri að hætta. Þeir á Þjóðvilja dramatíseruðu fréttina og héldu því stíft fram að Svart- höfði hafi verið rekinn og að ritstjóri hins frjálsa og óháða blaðs hafi heimtað að rit- skoða greinar hans. Allt var það nú borið til baka, en víst er að Svarthöfði kvaddi með pompi og prakt 31. okt. s.l.'en hótaði að koma aftur eins og MacArth- ur hershöfðingi á sínum tíma, er Japanir hröktu hann úr síðasta vígi í Asíu. Eftir kveðjuávarp Svart- höfða splæsti Þjóðviljinn aftur nær hálfri útsíðu og sagði allt það vera guðsatt scm málgagnið var áður búið að skrifa um málið. En þegar DV var flett í gær kemur þá ekki nema Dagfari cins og draugur upp úr draug, stígur á stokk og strengir þess hcit að halda á lofti öllum hugsjónum forvera síns og fara með svipu rétt- lætisins um þjóðlífið og hlífa hvergi þeim víxlurum sem hreiðrað hafa um sig í heilög- um véum. Mega nú kommar, framsóknarafturhald og Stéttarsamband bænda fara að vara sig. „Yfirleitt verður cnginn íslandsmaður óhultur um að vera ávarpaður við hátíðleg tækifæri." Hljóta nú allir að skelfast nema þeir hjartahreinu sem gcta tekið undir með Pétri Pálssyni, sem betur er þekkt- ur undir heitinu Pétur þríhross, að hann væri, sko, enginn helvítis íslandsmann. Dagfari kveður Svarthöfða með söknuði og telur upp kosti hans: „Sigrar Svart- höfða hafa verið hvað mestir í málefnum landbúnaðarins, á sviði lista og bókmennta. Yfirleitt hefur honum tekist vel í því að hleypa þar öllu í bál og brand." Og síðar: „Stíllinn hefur verið listilegur og skepnuskapurinn dropið úr hverju pennastriki." Það er von að Dagfari heiti því að halda merkinu á lofti. En hvort sem nafngiftin Dagfari stafar af skepnuskap eða einhvers konar hugrenn- ingartengslum er ólíklegt að það sé tilviljun, að hinn nýi þjóðfélagshrellir velur sér sama heiti og málgagn Sam- taka herstöðvaandstæðinga hefur borið um langt skeið. En hvað sem því líður er Dagfari boðinn velkominn í hóp þeirra blekbullara sem streitast við að halda úti dag- legum dálkum um landsins gagn og nauð'synjar, vægast sagt með misjöfnum árangri, en vonandi einhverjum til skemmtunar. Fróðleikinn skulum við láta liggja milli hluta. Gæsalappa- leikurinn mikli Annars er vert að benda á einhverja umfangsmestu blaðadeilu sem bólgnað hef- ur út á þessu hausti og sér ekki fyrir endann á enda vegir slíkra deilna órannsak- anlegir. Þetta er gæsalappa- deilan mikla sem tröllríður Þjóðvilja, Morgunblaði og Alþýðublaði, og má ekki minna vcra en að lesendur Tímans fái einhvern pata af henni, því það er ekki margt sem lýsir upp skammdegis- drungann ívetrarbyrjun. Hér verður ekki reynt að útskýra deilu þessa, sem fer fram bæði í bundnu máli og lausu. þingræðum, greinargerðum og athugasemdum, en sá er hér hripar minnist þess ekki að prentvillupúkinn sæli hafi komið slíku flóði af stað áður. Síðasta framlagið var í þættinum Klippt og skorið í Þjóðviljanum í gær, og nú verður gaman að fylgjast með hvar gæsalappadeilan skýtur næst upp kollinum. Tandri skrifar Innflutt húsgögn og innlendur iðnaður ■ Hvaða áhrif hefur það þegar fremur eru keypt húsgögn af umboðsmönnum erlendra húsgagnaframleiðenda en af ís- lenskum fyrirtækjum? Máski kann mörgum að finnast að hér sé barnalega spurt, en tilfellið er að æði margir þeirra, sem hafa m.a. þann starfa að „mub)era“ fyrir það opinber (eða hálfopinbera aðila) virðast ekki einu sinni skilja né geta svarað jafn einfaldri spurningu. Tæpast getur verið um það að ræða að viðkomandi séu svo illa gefnir - það hlýtur eitthvað annað að búa að baki. Eflaust fá umboðsmennirnir vænar „kömmissjönir" sem lagðar eru á erlendar bankabækur sem Sigurbjörn skattstjóri getur aldrei sett klærnar í. Sömuleiðis geta þessir umboðsmenn boðið væntanlegum kaupendum ýmislegt sem innlendir húsgagnaframleiðendur hafa ekki ráð á. Það er til dæmis ekki ónýtt að fá að fara í vikuferð til Danmerkur og strjúka stóia eða máta bedda. Við eigum mýmörg dæmi þess að menn hafa fremur kosið að kaupa húsgögn fyrir hundruð þúsunda af vinum okkar í Skandinavíu, en að stuðla að vexti og viðgangi íslensks iðnaðar. Þannig mun Alþýðubandalagið hafa hlaöið niður- greiddum erlendum húsgögnum í nýju salarkynnin við Hverf- isgötuna, enda eru ráðamenn á þeim bæ lítt hrifnir af löndum sínum eins og dæmin sanna. Gott ef húsgögnin hjá kommum eru ekki sænsk - enda er allt gott sem frá því landi kemur. Kannski eru kommar hræddir um að kaupi þeir íslenskt þá styrki þeir íslenska bissnesmenn - stuli að gróðamyndun sem er eitur í þeirra beinum. Annað gott dæmi um vináttu samtaka (sem þó kenna sig við hinar vinnandi stéttir) við íslenskt verkafólk, eru hús- gagnakaup Alþýðusambands Austurlands. Sigfinnur Karlsson, formaður AA, sagði að húsgögnin hefðu kostað um 500 þúsund og ættu þau að fara í orlofshús AA á Egilsstöðum. Og hver er nú ástæðan fyrir því að austfirskt verkafólk fær dönsk húsgögn til að hvíla sín lúnu bein? Formaðurinn segir að verðið hafi átt sinn þátt í því og gleymir um leið að dönsku húsgögnin eru stórlega niðurgreidd og að þau skapa hreint enga atvinnu hérlendis nema þá hjá hafnarverkamönnum í Reykjavík. Helst má lesa út úr viðtalinu, sem eitt dagblaðanna átti við Sigfinn, að það hafi verið nauösynlegt að kaupa dönsk furuhúsgögn vcgna litar þeirra og samræmis í sumarhúsunum! Það er aldeilis að fegurðarsjónarmiðið er farið að hafa áhrif á þá sem helst ættu að hugsa um hag hinna vinnandi stétta á Islandi. Þessi húsgagnakaup erlendis frá eru orðin ein hringavitleysa og að sjálfsögðu ætti verkalýðshreyfingin að beita sér fyrir að a.m.k. hennar eigið fólk keypti innlenda framleiðslu. Sama máli gildir um samtök sem fara stöðugt í vasa almennings - s.s. eins og SAA. Hvað það var sem réði því að SÁÁ keypti húsgögnin í afvötnunarstöðina frá útlöndum skal ósagt látið, en vafalaust er mun skárra að láta renna af sér á skandinavisk- um hvflum en íslenskum. En þeir hjá SÁÁ eru hvergi bangnir og nú ætla þeir af stað með happdrætti til að klára vistarverurnar við Grafarvoginn. Hinsvegar er það vafamál hvort þeir muni framar fjárfesta í vöru í útlöndum sem hægt er að kaupa hér heima af innlendum aðilum. Þá lexíu hafa afvötnunarsérfræðingar SÁÁ loksins lært. Nú þyrfti að renna af þeim á Austurlandi svo og ölium þeim sem standa í svipuðum kaupum. Það er á hinn bóginn spurning hvort nokkru sinni muni renna nógu mikið af Alþýðubandalagsfor- kólfunum til þess að þeir skilji að atvinna landsmanna byggist m.a. á því að hlúð sé að íslenskum iðnaði. Vel má vera að það sé óskadraumur Alþýðubandalagsins að hér á landi ríki stöðugt kreppuástand og óðaverðbólga. Þá fyrst geta þeir í Hverfisgötuhöllinni gert sér vonir um að langþráðir draumar fari að rætast. Tandri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.