Tíminn - 24.11.1983, Side 4
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
TOLVUR
Ætlunin að koma upp almennu tölvuneti á fslandi 1985:
STOfNKOSTNAÐUR ER A BIL-
INII 20-30 MILUÚNIR KR.
— sex erlend fyrirtæki hafa gert tilbod í verkið
Ætlunin er að koma upp almennu tölvuneti á
íslandi fyrrihluta ársins 1985 og er stofnkostnað-
ur þess á bilinu 20 til 30 milljónir króna en alls hafa
sex erlend fyrirtæki gert tilboð í verkið. Það er
Póstur og sími sem hefur umsjón með þessu verki
og við ræddum við Þorvarð Jónsson yfirverkfræð-
ing hjá þeim um málið.
„Forsaga málsins cr sú að almenn
tölvunet eru nú komin upp víðsvegar í
Evrópu og Bandaríkjunum og slíkt net
kom á öllum Norðurlöndunum á árunum
1978-79. Okkur var boðið að vera með í
því og við gerðum þá könnun meðal
íslenskra fyrirtækja til að kanna áhuga
þeirra. Við vorum með 70 fyrirtæki í
takinu og skiptum þeim í fjóra hópa eftir
starfsemi og héldum fundi með hverjum
hóp fyrir sig. Auk þess fengum við
hingað þrjá Dani sem héldu fyrirlestur
um málið í Háskólanum. Á fundum með
fyrrtækjunum var málið rækilega kynnt
og þau látin fylla út spurningalista um
málið. Þá kom í ljós að 2 fyrirtækjanna
vildu tengjast svona neti og eitt var á
báðum áttum. I'etta var áhuginn 1979-
80“, sagði Þorvarður í samtali við
Tímann.
Það næsta í málinu var svo að Póstur
og sími hélt fund með fjórum fyrirtækj-
um hérlendis sem hafa mikið tölvusam-
band en það voru fyrirtækin, SKÝRR,
Reiknistofa bankanna, Flugleiðir og
Sambandið en áður höfðu þau fengið
sérfræðing til að gera skýrslu um tölvu-
notkun þeirra fram í tímann og ráðleggja
þeim hvernig þau gætu á sem hagkvæm-
astan hátt hagnýtt sér þetta og hvort þau
hefðu gagn af samvinnu sín á milli á
þessu sviði.
„Við könnuðum þessa skýrslu og héld-
um svo annan fund seinna um haustið og
lýstum því þá yfir að við værum tilbúnir
að fara af stað með að setja upp almennt
tölvunet hérlendis og leysa málið á þann
hátt“, segir Þorvarður.
„Það mundi vera betri lausn að mörgu
leyti heldur en að sameina net þeirra
sem var önnur tillaga, því að með
almennu tölvuneti kæmi líka möguleiki
á sambandi til útlanda fyrir þá og aðra,
eins væri þetta almenn lausn fyrir önnur
fyrirtæki sem áhuga hefðu á að tengjast
svona neti og tengja sínar tölvur eða
skjái við tölvur annarsstaðar í netinu eða
erlendis."
Ýmis not eru af netinu
„Ef við lítum á það sem verið hefur að
gerast hjá þessum fjórum fyrirtækjum
sem ég nefndi þá hefur SKÝRR gert
samkomulag við ríkisbókhaldið um að
setja upp net um allt land og tengja allar
ríkiseiningar víðsvegar um landið, sýslu-
menn, innheimtur, bílaskoðun, trygg-
ingar o.fl. Á sama tíma var Reiknistofa
bankanna að tengja, með sjálfvirku vali
gegnum símanetið, öll bankaútibú,
þannig að útibúin sendu Reiknistofunni
allar tékkfærslur á kvöldin og fengu nýja
útskrift á öllum reikningum næsta
morgun. Þá gekk ekki lengur gúmmí-
tékkaútgáfan í sama mæli og áður.
Sambandið var einnig með áætlanir
um svona net. Eru fyrir þó nokkru síðan
komnir með samband milli Reykjavíkur
og Akureyrar og voru að kanna hvernig
þeir gætu tengt saman iðnaðarfyrirtæki
og verslunarfyrirtæki kaupfélaganna.
Flugleiðir eru mcð nokkuð öðruvísi
notkun á þessu, hafa stutt skeyti sem
þurfa að ganga fljótt fyrir sig og eru
mörg. Hin fyrirtækin eru yfirleitt með
umfangsmeiri sendingar. Hjá Flug-
leiðum var mikilvægt að geta sent á milli
flugvalla og staða sem þeir hafa ein-
hverja starfsemi á víðsvegar um landið.
Það er komin tölva hjá Reiknistofnun
Háskólans, hjá IBM og ýmsum öðrum
og nú er hægt að fá uplýsingar í
tölvubönkum erlendis, um eiginlega
hvað sem er, verkfræðileg efni, læknis-
fræðileg, hagfræðileg o.s.frv. og því hafa
fleiri sýnt þessu áhuga," sagði Þorvarð-
ur.
Hjá honum kom fram að nú virðist
mjög mikill áhugi á þessu máli hérlendis.
Sérstaklega mikill hjá Skýrslutæknifélagi
íslands.
„Þá er einnig áhugi á þessu hjá
Stjórnunarfélagi íslands sem upp á
síðkastið hefur farið mikið inn á tölvu-
námskeið, enda er stefnan sú núna að
allskonar fyrirtæki eru meira og minna
að fara út í tölvuvæðingu á öllu mögu-
legu, ritvinnslu, skýrslum, bókhald o.fl.“
Áætlun um ÍOO
tengingar
Hvað varðar fjölda þeirra sem áhuga
hafa á málinu nú sagði Þorvarður að í
skýrslu þeirri sem þeirfengu til athugun-
ar hjá þessum fjórum fyrirtækjum var
áætlun um 100 tengingar, eða innganga,
en það geta verið mörg tæki á einum
inngang. Þannig voru þessi fyrirtæki t.d.
ekki með nema einn inngang á stöðum
eins og Akureyri og Egilsstöðum en
þetta var samt 100 inngangar samanlagt.
„Okkar áætlun er að fara af stað með
300 innganga" sagði Þorvarður. Hvað
varðaði þá vinnu sem Póstur og sími
þyrfti að leggja frám sagði Þorvarður að
almenna tölvunetið væri alveg eins og
talsíma- og telexnetið þ.e. fullkomið
fjarskiptanet þar sem notendur væru
tölvur eða tölvuskjáir eins og telextækin
á telexnetinu og símatækin og einka-
stöðvarnar á símanetinu.
Þarna yrði um þriðja netið að ræða og
það sem Póstur og sími þarf að gera er
að kaupa miðstöð sem staðsett yrði í
Reykjavík og útstöðvar sem staðsettar
yrðu á nokkrum stöðum á Iandsbyggð-
inni. Þannig að hægt verði að tengja
notendur hvar sem er á landinu með
tiltölulega stuttum leiðslum. Til dæmis
við útstöðina á Akureyri yrði hægt að
tengja notendur á Akureyri, Dalvík,
Húsavík, Siglufirði, sem sagt á svæðinu
í kringum Akureyri. Á þann hátt væri
hægt að tryggja villulausa og hraða
sendingu fyrir gögn.
Aðalmunurinn á notkun tölvunetsins
og símanetsins eins og það er gert í dag
er að þegar maður sendir í gegnum
tölvunetið þá er það byggt þannig að
villur komi ekki, þær upgötvast sjaffvirkt
og netið endurtekur sendinguna ef villa
kemur í ljós. Öryggið er miklu meira en
í símnetinu. Þannig er eftirlitsstöð í
Reykjavík sem fylgist með öllu sem
gerist allstaðar á netinu og minnsta bilun
uppgötvast eftir nokkrar sekúndur og
jafnvel er hægt að gera við hana án þess
að notandi verði þess var að nokkuð hafi
bilað," sagði Þorvarður, og bætti því við