Tíminn - 24.11.1983, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
TOLVUR
10
Spá um tölvuafl á íslandi, miðað við innflutning siðustu ára:
HVER FJÖLSKYLDA KOMIN
MEÐ EINKATOLVU 1986?
1 erindi sem Jóhann P. Malmquist
tölvufræðingur hjá Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun flutti á námstefnu sem hald-
in var í tengslum við tölvusýninguna
nýverið velti hann fyrir sér hversu mikið
tölvuafl yrði á hvert heimili í landinu ef
innflutningur á þessum tækjum héldi
áfram næstu árin eins og hann hefur
verið undanfarin 15 ár.
í máli hans kom fram að þá yrði tölvu
afl í landinu á við að hver fjölskylda
væri komin með einkatölvu árið
1986, hvert mannsbarn komið með.
einkatölvur árið 1989 og um árið
2000 væri hver fjölskvlda komin með
einkatölvu sem væri jafnöflug og tölva
sú sem Skýrsluvélar ríkisins og Reykja-
víkur reka nú.
„Ég lék mér aðeins að tölum um
innflutning á tölvubúnaði með því að
nýta mér tölur sem ég fékk úr verslunar-
skýrslum og með því að líta á þá
verðlagsþróun sem orðið hefur á tölvu-
búnaði í heiminum og spá um að þessi
innflutningur mundi halda áfram og
aukast eins og hann hefur gert. Líta svo
á hvað væri til af tölvubúnaði í landinu
eftir nokkur ár“, sagði Jóhann P. Malm-
quist í samtali við Tímann.
„Síðan tók ég fólksfjöldaþróun með
inn í dæmið og kom svo með spá um að
ef allur þessi tölvubúnaður færi til einka-
nota, hvernig mundi hann dreifast á
heimilin í landinu, hversu mikið tölvuafl
væri þá á hvert heimili" sagði hann en
með þessu dæmi komu ofangreindar
upplýsingar í ljós.
Eins og að framan greinir voru lagðar
til grundvallar þessari spá tölur úr versl-
unarskýrslum um þann tollflokk sem
hefur að geyma vélbúnað, eða innnflutt-
ur vélbúnaður á cif-verði mældur í
milljónum króna. „Pað sem ég notaði til
að fá þetta á fast verðlag var lánskjara-
vísitalan, og það er spuming hvort það
sé réttur mælikvarði en ég valdi hann af
því að ég hafði hann“ sagði Jóhann.
Tölurnar ná frá árinu 1968 og fram til
ársins í ár en Jóhann hafði tölur um níu
fyrstu mánuði þessa árs og framreiknaði
þær svo yfir allt árið.
í ljós kom að árið 1968 nam þessi
Aiitá
einu bretti
Hafið þið kynnt
ykkur skrifstofu■
húsgögnin
frá 3-K?
7
Húsgögn og innrettingar Suðurlandsbraut 18
Reykjavík
Kaupféiag Arnesinga Trésmiðja v/Austurveg
Selfossi
innflutningur 3.6 milljónum kr., árið
1969 nam hann 2,9 milljónum kr. og
árið 1970 nam hann 2.5 milljónum kr. en
síðan hefur hann stöðugt vaxið, með
sveiflum og árið 1982 nam hann 110
milljónum kr. og í ár um 184 milljónum
kr.
„Ég var með skýringu á þessari
minnkun fyrstu þrjú árin sem var að sú
mikla gengisfelling sem þá var hefði sett
strik í reikninginn" sagði hann og benti
á að frá þeim tíma hefði aukning milli
ára verið mjög svipuð eða þetta á miili
30% og 40% á hverju ári miðað við að
hver vél væri afskrifuð eftir fimm ár.
„Inn í þetta dæmi reiknaði ég svo að
afkastageta búnaðarins mundi aukast á
milli ára um 20% sem telja verður frekar
íhaldssamt, á ákveðnum sviðum er það
alltof lítið en á sviðum eins og prenttækni
er það hinsvegar alltof mikið, þar er
þróunin kannski ekki nema 5% á ári"
sagði Jóhann.
-FRI
Hverjum^^
bjargar
það
næst
lluX
IFERÐAR
Vector
Þessi fjölhæfa!
□ I28K minni (stækkanlegt í
256K)
□ Tvær örtölvur: 8 bita Z80B
og 16 bita 8088
□ Stýrikerfi CP/M-86, MS-DOS
og CP/M-80
□ íslenskir stafir skv. staðli
□ Fjölnotendakerfi með LINC-
Network
□ 5, 10 eða 36MB innbyggðir
Winchester diskar
□ Úrval prentara
□ Hugbúnaður:
Fjárhagsbókhald, viðskipta-
mannabókhald, birgðabók-
hald, sölunótukerfi, tollskjala-
kerfi ásamt verðútreikn-
ingum, launabókhald, gjald-
endabókhald f. sveitarfélög,
ritvinnsla, áætlanagerð, fél-
agabókhald (ASÍ) o.fl. Auk
okkar býður Hagtala hf. hug-
búnað fyrir Vector tölvur.
□ Fjölhæfustu tölvurnar á
markaðnum!
MICRQTtyJp^MÆ
Síðumúla 8 — Símar 83040 / 83319