Tíminn - 24.11.1983, Síða 14
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
Ný bók
fyrir börn
og unglinga
Tími tölvunnar er upp
runninn, — einnig
hér á íslandi.
1 þessari bók gefst tækifæri
til aö kynnast
þessu undratæki, tölvunni.
Fjölmargar litmyndir eru
efninu til skýringar.
SETBERG
Rekum SMIÐSHÖGGID á byggingu
sjúkrastöðvar SÁÁ
Hvað kostar að tölvuvæða fyrirtækið?
VÉLBÚNAÐUR
PANDA 64
tvö diskdrif, skjár
og prentari, frá
INNBYGGT ER:
• 64k RAM
• 20k ROM
• 80 stalir í línu
• tölulyklaborð
0 prentarakort
• klukka
• DOS/6502
• CP/M-Z80
iRí i
HUGBUNAÐUR
ÍSLENSKUR:
Viöskiptamannabókhald kr. 12.000,
fjárhagsbókhald kr. 12.000,
lagerbókhald kr. 12.000,
launaforrit kr. 12.000.
aöflutningsforrit kr. 10.000,
veröútreikningsforrit kr. 10.000,-
ERLENDUR:
áætlanagerð — MULTIPLAN
ritvinnsla — Gutenberg
áætlanagerð.
ritvinnsla — Incredible JACK of all trades
skráagerð .
Hafið samband við sölumenn okkar og leitið
upplýsinga.
. Pálmason hf> Ármúla 36 - Sími 82466
TÖLVUR 14
■ Tölvuvog í notkun við sjálfsafgreiðslu í Hagkaup.
Tímamynd GE
Tölvuvogir hjá Ólafi Gíslasyni & Co:
HÆGT AÐ FA
ÞÆR MEÐ
ALLTAÐ
60 MINNUM
■ „Tölvuvogin er sérstök að því leyti
að hún er með 34 minnum sem hægt er
að auka í allt að 60 á auðveldan hátt fyrir
utan það að hægt er að tengja við hana
prentara sem prentar á sérstaka lím-
miða, dagsetningu, vöruverð og kíl-
óverð“ sagði Richard Hannesson forstjóri
Ólafs Gíslasonar & Co í samtali við
Tímann en þeir eru með tölvuvogir frá
Avery Commander og Aicorpo samvals-
og flokkunarvogir sem valdið hafa byltingu
í vigtun og pökkun í frysíihúsum.
„Þessar vogir eru komnar upp í m.a.
Hagkaupum, Vörumarkaðinum og
Miklagarði og eru tilvaldar fyrir sjálfsaf-
greiðslu, þannig að viðskiptavinurinn
velur vöruna og setur á vogina, ýtir á
takka og fær verðmiðanna úr prentaran-
um en vigtunarsviðið er frá 5 gr. og upp
í 15 kg.
Kaupmaðurinn aftur á móti getur eftir
hvern dag kallað fram úr voginni samtölu
þess sem hún hefur vigtað, stykkjafjölda
og krónutölu og auðveldað sér á þann
hátt allt birgðabókhald." sagði Richard.
í máli hans kom einnig fram að auk
þessa er hægt að tengja voginabeint við
aðra tölvu og munu þeir koma fram með
lítið tæki til að gera það framkvæmanlegt
nú eftir áramótin.
Samvals- og
flokkunarvogin
AIC samvals og flokkunarvogin telur
Richard að muni án efa leysa af hólmi
hefðbundinn þyngdar- og flokkunarbún-
að í frystihúsum í framtíðinni. Hún er
örtölvustýrð og getur flokkað í 8,16 eða
24 flokka, en möguleikar eru á fimm
•, fostum flokkunarprógrömmum í einu
þannig að á örskömmum tíma er hægt að
skipta yfir á milli fisktegunda eða pakkn-
inga.
Vogin er mjög hraðvirk, auk þess að
vera vinnusparandi. Hún vegur stykki
300 sinnum á vogarbandinu og allt að
200 stykki á hverri mínútu. Hægt er að
tengja hana við þau tölvukerfi sem þegar
eru í notkun í frystihúsunum en hún er
einnig með eigið minni þar sem stykkja-
fjöldi og heildarþungi skráist inn jafnóð-
um og hægt er að kalla það fram á skjá
eða prentara hvenær sem er á vinnslu-
stiginu. -FRI
■ AIC samvals óg flokkunarvogin.