Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
trárom
5
fréttir
Erfið f jármagnsstaða útgerðarinnar í landinu:
„EKKI HÆGT AD MÆTA VAND-
ANUM MEB FISKVERÐSHÆKKUNUM
— segir Steingrímur Hermannsson. forsætisráðherra
■ „Nefnd þeirri sem starfar nú á
vegum sjávarútvegsráðherra erm.a. ætl-
að að taka fyrir hvernig mætt verður
mjög erfiðri fjármagnsstöðu útgerðar-
innar,“ sagði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra er Tíminn ræddi við
hann í gær hvort til stæði að afskrifa
hundruðir milljóna af skuldum útgerðar-
innar.
„1 þessu sambandi vil ég leggja áherslu
á, að það er ekki kleift að mæta þessári
erfiðu fjármagnsstöðu með þeirri fisk-
verðshækkun sem þyrfti vegna útgerðar-
innar," sagði forsætisráðherra, „því
slíkri fiskverðshækkun yrði síðan að
mæta með gengisfellingu, vegna fisk-
vinnslunnar, og gengisfelling kæmi síðan
að meira eða minna leyti, útgerðinni
aftur til útgjalda, en það þýddi auðvitað
nýja óðaverðbólgu. Þetta skýrir það
einfaldlega að það er ekki hægt að mæta.
vandanum með fiskverðshækkun. Hins
vegar er það alveg Ijóst, að þjóðarbúið
getur ekki verið án útgerðar."
Forsætisráðherra sagðist telja að vandi
sá sem nú blasti við stafaði fyrst og
fremst af náttúruhamförum, ef svo mætti
að orði komast. Benti hann í því
sambandi á viðtal sem birst hefði í
Morgunblaðinu nýlega við ungan líf-
fræðing. Forsætisráðherra sagði um
þetta viðtal: „í þessu viðtali er vakið
máls á hlutum, sem eru mjög umhugsun-
arverðir. Þar er mjög dregið í efa að þær
grundvallarforsendur sem fiskifræðingar
hafa byggt á, standist. Það hefur lengi
vakið nokkrar efasemdir hjá mcr, að á
sama tíma og sagt er að þorskurinn sé
ofveiddur, og ætti þar af leiðandi að vera
of lítið af honum í sjónum, þá léttist
hann. Það er, eins og líffræðingurinn
segir, grundvallarkenning. að þeini mun
færri sem beitt er á ákveðinn haga, þeim
mun betur kemst einstaklingurinn af.
Spumingin hlýtur því að vakna hvort
ekki gildi það sama í sjónum, að þeim
mun færri sem þorskarnireru, þeim mun
vænni ættu þeir að vera. Það er því að
líkindum annarri skýringu til að dreifa í
þessu efni, þ.e. því að sjórinn hefur
fallið að hitastigi og það virðist vera
minna æti í sjónum, sem verður at'tur til
þess að þorskurinn léttist. Þetta bitnar
auðvitað fyrst og fremst á útgerðinni, en
leiðir síðan í gegnum allt þjóðarbúið og
spurningin er hvernig þessum vanda verð-
ur mætt. Honum er ekki hægt að mæta
með gengisfellingu, óðaverðbólgu og
áframhaldandi skuldasöfnun erlendis."
Forsætisráðherra var spurður hvaða
leiðir kæmu til greina: „Það þarf m.a. að
skoða þá skuldasöfnun sem útgerðin
hefur orðið fyrir, vegna nánast óeðlilegr-
ar hækkunar dollarans. Þctta mál er
mjög flókið og engar einfaldar lausnir til
á því, en ég geri ráð fyrir að þetta verði
eitt af meginviðfangsefnum stjórnarinn-
ar á næsta ári," sagði Steingrímur og er
hann var spurður hvort ekki væri líklegt
að skuldir nýjustu fiskiskipanna yrðu
með einum eða öðrum hætti afskrifaðar
á kostnað ríkissjóðs svaraði hann: „Við
núverandi aflahorfur eru allar líkur til
þess að slíkar skuldir falli annað hvort á
skuldheimtumenn, eða verði afskrifaðar
með öðrum hætti. Það er hins vegar
síður en svo einfalt mál að afskrifa
skuldir og getur komið mjög óréttlátlega
út. Ég vil til dæmistaka þaðfram, aðþað
verður að forðast að bjarga illa rcknum
fyrirtækjum með slíkum afskriftum,
hvort sem er til lands eða sjávar. Þess
vegna verður að finna einhverja almcnna
forsendu sem leyfir slíkt, og gengur þá
jafnt yfir alla." -AB
Yfirlýsing frá stjórn Laugarlax vegna skrifa um
hugsanlega „mengun” frá stödinni:
„Tilbúnir ad
gera betur”
— „ef einhver treystir sér til að benda á betri
búnad eða leid til ad gera betur”
■ Séra Emil Bjömsson. ■ Baldur Kristjánsson
Oháði söfnudurinn:
Baldur Kristjánsson
settur inn í embætti
á Nýársdag
— Séra Emil Björnsson lætur af
starfi eftir 34 ára þjónustu
■ Á nýársdag kl. þrjú verður guðs-
þjónusta í kirkju Óháða safnaðarins í
Reykjavík. Þar mun séra Emil
Bjömsson, sem þjónað hefur söfnuðin-
um í 34 ár, setja Baldur Kristjánsson,
tilvonandi prest safnaðarins inn í em-
bxtti. Baldur Kristjánsson predikar og
þjónar fyrir altari ásamt séra Emil.
Organleikari er Jónas Þorir.
Baldur Kristjánsson er 34 ára gamall
Reykvíkingur. Hann hefur lokið prófi í
almennri þjóðfélagsfræði og lýkur vænt-
anlega kandidatsprófi í guðfræði á vori
komanda. Hann hefur m.a. starfað hjá
landbúnaðarráðuneytinu, Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja og við blaða-
mennsku. Hann er sonur Kristjáns Bene-
diktssonar borgarfulltrúa og konu hans,
Svanlaugar Ermenreksdóttur.
Séra Emil Björnsson kveður nú
söfnuð sinn eftir að hafa þjónað honum
frá upphafi. Mikið starf hefur alla tíð
verið í söfnuðinum og á fyrstu árunum
byggði hann sér kirkju sem stendur á
mótum Háteigsvegar og Stakkahlíðar.
Séra Emil og kona hans frú Álfheiður
Guðmundsdóttir hafa alla tíð verið mjög
virk í starfi safnaðarins og hefur frú
Álfheiður verið formaður kvenfélagsins
frá stofnun þess árið 1950. Séra Emil
hefur jafnframt starfað sem fréttastjóri
Sjónvarps frá árinu 1967.
Safnaðarstjórn vill við þessi tímamót
þakka séra Emil Björnssyni og frú
Álfheiði áratuga þjónustu og býður
Baldur Kristjánsson jafnframt velkom-
inn til starfa.
■ Fyrirtækið Laugarlax hf. hefur í
haust unnið að byggingu laxeldisstöðv-
ar í landi Úteyjar 2 í Laugardalshreppi.
Framkvæmdum við stöðina er að Ijúka
og mun hún taka til starfa upp úr
áramótum. Samið hefur vcrið við
Veiðifélag Árnesinga um kaup á
hrognum til stöðvarinnar. Hrognin
eru nú í klaki í klakstöð V.Á við
ingólfsfjall og verða þau flutt á næst-
unni til stöðvarinnar, sem augnhrogn.
Framleiðslugeta stöðvarinnar verður'
um 150 þús. sumaralin seiði og um 200
þús. göngusciði. Fyrirtækiö hefur gert
samninga um vatnsöflun og alla að-
stöðu við eigcndur Útcyjar 2. Stöðin
hcfur hlotið smábýlisrétt og verður
rekin sem fiskiræktarbýli.
Eins'og margoft hefur verið bent á
af sérfræðingum Orkustofnunar og
fleirum eru aðstæður til fiskeldis mjög
góðar í Laugardal og raunar vfðar í
uppsveitum Árnessýslu. Nýting þess-
ara góðu aðstæðna til fiskeldis er þeim
vankvæðum háð, að þær eru við ofan-
vert stórt gjöfult vatnasvæði. Það er
tómt mál að tala um nýtingu á þessum
og öðrum góðum aðstæðum til fiskeldis
til sveita til eflingar íslensks landbún-
aðar í formi aukabúgreinar ef ekki er
ráðist í að leysa þau vandamál, sem
þessum rekstri eru samfara. Megin-
vandamálin eru sjúkdómavarnir og
óhrcinindi í frárennslisvatni. Nokkuð
hefur verið gcrt á undanförnum árum
í sjúkdómavörnum í fiskeldisstöðvum,
en ekkcrt hugað að hrcinsun frárennsl-
is.
Við hönnun stöðvarinnar í Laugar-
dal hafa bæði þessi vandamái verið
tekin mjög föstum tökum. Við sjúk-
dómavarnir hefur verið stuðst við inn-
lenda þekkingu og reynslu og verður
sýkingarhættan frá stöðinni naumast
mciri cn t.d. af vciðiskap sportvciði-
manna og öðru svipuðu. Við hreinsun
frárennslis frá stöðinni var því miöur
ekki hægt að styðjast við innlenda
þckkingu cða rcynslu því að þeim
málum hefur ekki verið hugað hér
áður. Fyrirmynd að hreinsibúnaði var
því sótt til Bandaríkjanna, jrar sem
staöiö hefur verið bctur aö þessum
málum en annarstaöar þar sem við
þekkjum til. Eftir þeini upplýsingum
scm við höfum mun hreinsibúnaðurinn
við stöðina stöðva mcíginhluta óhrein-
inda í frárennslisvatninu og vcrða þau
alveg fjarlægð úrvatninu. Afgangurinn
stöðvast síðan í síju. Að okkar mati,
eftirþeim upplýsingumsem viöhöfum,
mun það litla scm kemur af niður-
brotnum efnum frá hreinsibúnaðinum
nýtast og stöðvast í um 1 km. ófisk-
gcngunt skurði. scm vatnið fer um, og
afgangurinn nýtast í Kvíslum og Djúp-
um á rúmlega 4 km. leið niður í
Apavatn og cfna frá stöðinni rnun
aldrei gæta í Apavatni.
Við hönnun frárcnnslisbúnaðar hef-
ur fyrirtækið sett sér sjálft mjög strangar
kröfur viö hreinsun frárennslisvatns-
ins. Fyrirtækið hefur óskað eftir hlut-
lausu sérfræðilegu mati Hollustu-
verndar Ríkisins og einnig Náttúru-
verndarráðs á þessum búnaði. Ætlun
þess hefur alla tíð verið að hreinsa
frárennslisvatnið samkvæmt ströng-
ustu kröfum. Ef bandarískar kröfur
nægja ckki og scrfræðilegt mat lciðir í
Ijósað sá búnaður, sem við leggjum til,
sé ckki nægjanlegur, hefur alla tíð
verið Ijóst frá okkar hendi að við erum
tilbúnir til að gera bctur cf einhver
treystir sér til að benda á bctri búnað
eða leið til að gera betur.
Fljótfærnislegar og lítið ígrundaðar
yfirlýsingar Jóns Kristjánssonar fiski-
fræðings í blöðum um „tnengun?" frá
stöðinni cru lítið málefnalegt tillegg í
þessu máli, enda er okkur ekki kunn-
ugt um að Vciðimálastofnun taki undir
hans mat.
Varðandi umræður um leyft fyrir
stöðina er e.t.v. ckki úr vegi að benda
Árna G. Péturssyni, blaðamanni Ttm-
ans B.K. og fleirum, sem hafa vcriö
með sleggjudóma um þau mál í
blöðum. á að sennilegast væri hrepps-
nefnd Laugardalshrepps ekki að láta
okkur vinna við framkvæmdir ef hún
teldi okkur ekki hafa öll tilskilin leyfi
til þess. Okkur er cinnig ekki kunnugt
um það aö stjórn Búnaðarfélags ís-
lands taki undir lítt ígrundaöar yfirlýs-
ingar Árna í Morgunhlaöinu, þó hann
gefi þcssar yfirlýsingar í nafni félags-
ins.
Um starfslcyfi stöövarinnar cr það
að segja að alla tíð hefur vcrið Ijóst að
þtiö lcyfi yröi ekki gefiö út fyrir cn húið
væri að taka út búnaö stöövarinnar
fullbyggörar.
íbúar við Apavatn hafa mötmælt
frárcnnsli frá stöðinni í Apavatn á
þeirri forsendu að það gæti spillt
vatninu og veiöihlunnindum, sem þcir
hafa af því. Afstaða þeirra er e.t.v,
cðlileg í Ijósi þess að þó Laugarlax hf.
hafi ítrckað fullvissað þá m.a. í bréft
2. nóv. sl. um að þeir þyrftu ekki að
óttast frárcnnsli stöövarinnar, hafa
ntargir bæði leikir og lærðir útlistað
t'yrir þeint „hættuna" af stöðinni. í því
máli veróa þeir því að leggja traust sitt
á væntanlegt opinbert hlutlaust mat um
frárcnnslið.
Auk íbúa viö Apavatn, scm hafa
talið sig vera að gæta hagsmuna sinna í
blöðum og í umræðunt um stöðina,
hafa cigandi Úteyjar 1. Haukur
Hvannberg og sonur hans ábúandi á
Utcy 1. Skúli Hauksson haft sig mjög
í frammi bæði í blöðum og víöar með
talsvcrt mciri óbilgirni en íbúar við
Apavatn. Fyrir þessum aðilutn virðist
hafa vakað frá upphafi að koma í vcg
fyrir að stöðin yrði byggö og starfrækt
í landi Úteyjar 2. og til þess hafa |>eir
beitt öllum tiltækum ráðum og rneðul-
um. Þessir aðilar hafa gengið það langt
í því að spilla fyrir stöðinni að stjórn
Laugariax hf. telur mjög vafasamt að
þeir hafi haft fylgi eða umboð íbúa við
Apavatn til allra þeirra aðgerða.
Stjórn Laugarlax hf. hcfur lagt á það
áhcrslu frá upphafi aö eignarhlutur
Laugdæla og annarra Árnesinga væri
sem ntestur í félaginu. ,Laugdælir og
Árnessingar eiga meirihluta ráðstafaðs
hiutafjár og stendur enn til boða að
gerast aðilar að félaginu með kaupum
á því hlutafé, sem enn er óráðstafað.
Stjórn Laugarlax hf.
Veitingar hækka um
13% á gamlárskvöld
og nýát'sdag
■ Verðlagsstofnun vill að gefnu tilefni veitingum í stað 15%. Þetta hefur í för
vekja athygli á því að á gamlárskvöld og með sér 13,04% hækkun á verði veitinga
nýársdag er veitingahúsum heimiit að þessa tvo daga um áramótin.
innheimta allt að 30% þjónustugjald af