Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 12
Erfiðasti dag- ur í lífi mínu ■ Ámi Sæberg í ferðalagi á Vestfjörðum með fylgdarliði Vigdísar, forseta íslands (Ljósmynd RAX) ■ Árni Sæberg blaðaljósmyndari er fæddur í Reykjavík 30. maí 1956 („tví- buri“ fram í fingurgóma). Hann er sambland af norðlensku og sunnlensku blóði og flökkugeit hin mesta - að eigin sögn. Árni þvældist um heiminn í 10 ár á skipum. Kom til 35 landa, en tók þá aldrci eina einustu mynd! Byrjaði að mynda fyrir rúmum þremur árum, lærði af bókum og Ijósmyndatímaritum og leiðsögn góðra manna, og líklega hefur lifandi áhugi hans á Ijósmyndun hjálpað til og „meðfætt auga“ fyrir myndefni. Árni hóf störf sem ljósmyndari á Tím- anum í febrúar 1983. Arni segir svo frá einum degi í lífi sínu: Er ég fór að hugsa um að segja frá „Degi í lífi mínu“ í blaðinu, ákvað ég að lokum að reyna að lýsa erfiðasta degin- um sem ég hef upplifað í starfinu, - og jafnvel í öllu mínu lífi. Það var 9. nóvember síðastliðinn.. Þeir voru ailir vinir mínir Ég vaknaði við símhringingu um klukkan 9. í símanum var þá Kristinn fréttastjóri Tímans. Hann sagði. „Góð- an daginn, Árni. Ertu búinn að sjá Moggann í morgun?" - Nei, ég vaknaði þegar þú hringdir. I’á sagði Kristinn mér, að þyrla Land- helgisgæslunnar TF-Rán hcfði farist kvöldið áður vestur í Jökulfjörðum. Mér fannst sem ég hefði fengið högg á höfuðið við þessa frétt. - Ég gat ekki og vildi ekki trúa þessu. Ég vissi strax hverjir hefðu farið þessa örlagaríku ferð. Þeir voru allir vinir mínir. Ég sagði ekki neitt í smátíma og barðist við grátinn, því sjokkið var óskaplegt. Kristinn spurði mig síðan hvort ég treysti mér til að fljúga vestur. Ég jánkaði því annars hugar og sagði bara: „Ég kem upp á blað“. Þar var haldinn fundur með ritstjóra, fréttastjóra og blaðamanni, sem skyldi fara vestur. Máliðvarrætt og hvað ætti að gera. Ég byrjaði á að yfirfara mynda- vélarnar og ná í nóg af filmum. Svo hljóp ég út í sjoppu og keypti mér eitthvert nesti til að hafa með vestur. Ég hafði gleymt að borða mogunmat eftir að ég vaknaði við símhringinguna um morgun- inn. Ég hafði verið svo annars hugar. Næst var að hringja í Leiguflug Sverris Þóroddssonar og spyrjast fyrir um hvort þeir væru með tilbúna flugvél til að fara vestur. Þeirsögðu svovera. Guðmundur Hermannsson blaðamaður og ég flýttum okkur út á flugvöll og vorum komnir þangað eftir 10 mínútur. Búið var að athuga veðrið fyrir vestan og gera flug- áætlun. Flogið skyldi blindflug vestur „Flugleið Blár einn“ í 9000 fetum að Reykjanesskóla og lækka sig þar norður yfir ísafjarðardjúpið. Flugstjóri í þessari ferð var Árni Yngvason, reyndur flug- maður, sem gott er að fljúga með í ljósmyndaflug. Hann hefur á tilfinning- unni hvað kemur sér best fyrir Ijósmynd- arann. Fljótlega lögðum við af stað, (þ.e.a.s. - á flugmáli „Við tókum af 02“) og hækkuðum ört flugið. Á leiðinni vestur fór ég að hugsa um öll þessi slys sem höfðu orðið nú á stuttum tíma, hvert á fæturöðru. Allan þann mannskaða, sem hafði orðið á örfáum dögum í sjóslysum og flugslysi. Það er eins og slysin komi í bylgju á vissum tíma. í huganum velti ég þessu fyrir mér, hver ræður þessu eigin- lega? Ég ætlaði með í þessa ferð, en... Aðeins sólarhring fyrir þessa ferð var ég staddur í heimsókn hjá vinum mínum á Landhelgisgæslunni. Við vorum ein- mitt að ræða um þyrluna, og þeir voru bjartsýnir á framtíðina, því að þeir höfðu geysimikla trú á henni til björgun- araðgerða. Þyrlan hafði reynst mjög vel við slíkar aðgerðir á Breiðafirði nýlega við að bjarga mannslífum. Það hvarflaði að mér að fá að fljóta með þeim vestur, er þeir færu til að æfa björgunarflug á næstunni, - og það varð þeirra síðasta ferð - en ég komst ekki til þess sökum þess að ég átti ólokið við verkefni á blaðinu, sem ég þurfti að skila fyrir ákveðinn tíma. Ég hugsaði mikið á leiðinni vestur um hinar mörgu góðu stundir, sem ég hafði átt í þessari þyrlu með góðum félögum. Mér hafði alltaf liðið vel í þyrlunni, þar voru traustir og góðir flugmenn að verki og hugsað var vel um viðhald vélarinnar. Á leiðinni vestur komu margar spurn- ingar upp í hugann - um lífið og tilveruna og jarðvist okkar og framhalds- líf. Það er svo margs að spyrja, en fátt var um svör í huga mér. Ég gat ekki hugsað um annað en að ég var að tala við þessa menn daginn áður, - en nú, allt í einu eru þeir farnir frá okkur. Ég hafði ákveðið verkefni og varð að standa mig Við vorum 50 mínútur vestur. Er við komum yfir Reykjanesskóla létti til og við sáum yfir á Jökulfirðina. Lækkuðum við þá flugið og tókum að fljúga í hringi yfir slysstaðnum. Þarna var varðskipið Óðinn og margir bátar að leita. Við höfðum frétt að dönsk þyrla væri komin þarna í leitina einnig og brátt sáum við hana fljúga lágt með ströndinni. Nú voru myndavélarnar klárar, glugg- inn að framan var opnaður, og nú varð maður að gleyma öllu nema vinnunni. Ég hafði ákveðið verkefni að vinna þarna og varð að reyna að standa mig við að skila því vel. Ég bað Árna flugmann að elta dönsku þyrluna, sem hann og gerði, og tókst méí að ná myndum af þyrlunni í leitarfluginu með ströndinni. Svo varð ég að ná myndum af varðskipinu og leitarbátunum. Árni flaug afburða vel, hann kann sko að fljúga „ljósmynda- flug“, tók réttar beygjur hafði réttan halla,-var á réttum stað á réttum tíma. Ég fann að það getur komið sér vel við slíkar aðstæður, að hafa lært flug, eins og ég gerði á sínum tíma. Þá finnur maður ekki eins til vanlíðunar og spennu við allar þessar beygjur og snúning og ókyrrð. Blaðamaðurinn sem sat fyrir aftan mig, stóð sig þó með sóma í öllum þessum látum, þó hann væri ekki flug- lærður. Allt á ferð og flugi á ísafirði Er ég taldi mig hafa náð þeim frétta- myndum sem hægt var að ná úr flugvél yfir slysstaðnum flugum við til ísafjarðar og lentum þar, til að hafa nánari fréttir, ef til vill taka myndir þar af björgunar- mönnum og reyna að ná viðtölum, og svo að hafa samband suður á blað við fréttastjóra. Á flugvellinum á ísafirði frétti ég að Morgunblaðsmenn hefðu komið í birt- ingu til ísafjarðar - tveir hörðustu Ijós- myndakapparnir, þeir Raxi og Friðþjóf- ur og blaðamaður með þeim, með sand af seðlum, og þeir hefðu leigt sér bát og farið sjóleiðis í Jökulfirði, en flugvél þeirra beið á vellinum. Við Guðmundur vissum að þetta voru ekki auðveldustu mennirnir að keppa við á þessum vettvangi. Við gátum ekkert gert annað en bíða þessa stund- ina. Nú komu sjónvarpsmenn á flugvél og lentu þarna, en þeir voru þá búnir að fljúga yfir slysstaðinn og taka þar myndir. Ég fór upp í flugturn að fá fréttir, en Guðmundur hringdi suður, og frétti þá að von væri á Landhelgisfokkernum vestur með menn frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Fokkerinn kom ekki á þeim tíma sem sagt var fyrir sunnan, en þá sá ég að lögregluþjónar voru að taka sýni af eldsneyti því, sem þyrlan hafði tekið af síðast á ísafirði um klukkan 5 daginn áður. Ég stökk út úr flugturninum og náði mynd af því. Þá ákváðum við að fara inn í bæ (ísafjörð) að fá okkur • eitthvað að borða. Hann hefði ekki sagt þetta, ef hann hefði rennt grun í hvernig mér leið Við komum inn á Mána-kaffi og ætluðum að panta okkur eitthvað að borða. Ég var með tvær myndavélar hangandi utan á mér, því ég vildi ekki skilja þær við mig. Þarna inni voru nokkrir menn og sumir við skál. Þeir höfðu sennilega séð það á myndavélun- um að við vorum blaðamenn, og einn þeirra kallar upp. „Eru þetta mennirnir, sem velta sér upp úr óförum annarra?!“ Ég er klár á því, að maðurinn hefði ekki sagt þetta ef hann hefði rennt grun í hvernig mér leið þennan dag. - Fjórir vinir mínir dánir á hafsbotni vestur í Jökulfjörðum. Ég gekk út án þess að fá mér að borða, ráfaði um, kom að sjoppu og keypti mér harðfisk, og labbaði síðan hálfutan við mig niður á bryggju. Þar hitti ég menn, sem voru á lóðsbátnum og áttu þeir að fara með kafarann og fleiri menn norður í Jökulfirði. í því sá ég hvar fyrsti báturinn kom að með leitarmenn. Ég hljóp upp á símstöð og náði í Guðmund blaðamann, sem var að reyna að hringja suður og fá fréttir af Landhelgis-fokk- ernum. Við hlupum nú niður á bryggju og náðum viðtölum og myndum af leitar- mönnum. Á sama tíma og við vorum að tala við leitarmenn lenti Fokkerinn með kafara frá varnarliðinu og náðum við að tala við þá og mynda áður en þeir lögðu af stað. Nú var klukkan að verða 5 og urðum við að bruna í einum grænum hvelli á flugvöllinn og komast í loftið fyrir myrkur. Svefninn lét á sér standa Ferðin suður gekk vel, við lentum í Reykjavík fyrir klukkan sex. Fórum beint upp á blað. Filmunum var fljótlega dýft í framkallarann, og myndirnar stækkaðar. Það er alltaf viss spenna að sjá hvernig til hefur tekist. Myndatakan hafði tekist vel í þetta skiptið. Enda kannski betra, þar sem við höfðum verið með dýra flugvél á leigu í langan fima. Þá er eins gott að einhver árangur sjáist. Þegar ég var búinn að skila af mér myndunum um kvöldið, var ég „búinn á sál og líkama“, eins og mér varð að orði þá... Ég fór heim og lagðist til svefns, en þrátt fyrir þreytu lét svefninn á sér standa. Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa fjóra vini mína, sem voru svo snögglega horfnir frá okkur - og fjöl- skyldum sínum og ættingjum. Við vitum aldrei hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Mér finnst eins og við eigum eftir að sjást aftur einhvern- tíma seinna. Guð blessi ykkur, félagar. — Dagur í líffi Árna Sæbergs blaðal jósmyndara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.