Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 7 ■ Það er dálítil kúnst að ná réttum tökum á gítarnum... „ATTUNDA UNDUR VERALDAR“ nefnir þessi gítarsnillingur sjálfan sig! ■ Það má handleika gítar á myndum aftur á móti virðist hafa marga vegu og samt ná úr honum sinn eigin hátt á að meðhöndla býsna góðum hljóðum. T.d. lýsa gítarinn sinn enn þann dag í dag Stuðmennirnir vinsælu Valgeir og er þó enginn græningi í Guðjónsson og Þórður Árnason faginu. Enda þykir hann hafa sínum fyrstu kynnum af gítar náð meistaralegum tökum á þannig, að Valgeir, sem var þessu aftur fyrir bak gítarspili. sjálfmenntaður í kúnstinni, lagði Listamaðurinn heitir Gerald Good- gítarinn bara hreinlega flatan á win og á heima í Garner í kné sér og plokkaði strengina. North Carolina í Bandaríkjun- Hann gerðist svo fyrsti kennari um. Hann er vinsæll dreifbýlis- Þórðar í listinni. Ekki láta þeir söngvari á sínum heimaslóðum mikið yfir fögrum tónum, sem, og þykir ekki spiila fyrir, hversu þeir framleiddu á þennan hátt, handlaginn hann er með gítar- en svo mikið er víst, að þeir fóru inn. Reyndar nefnir hann sig fljótlega að handleika gítarinn á sjálfur „Áttunda undur veraid- hefðbundnari hátt. ar“ og sætta aðdáendur hans sig Þessi náungi á meðfylgjandi vel við það! ■ ...en þegar það hefur tekist er lítill vandi að leika á hann! sama er að segja um Slvsadeild Borgarspitalans. Við slógum á þráðinn til Hauks Kristjánssonar yfirlæknis þar og spurðumst fyrir um viðbúnaðinn þar. Er áramótahelgin annasam- asta helgi ársins hjá ykkur? Já, það er held ég óhætt að segja það. Venjulega er hún það. Það er ákaflega mikið af brunameiðslum vegna flugelda, blysa og sprengja ails konar. Er meira um slys sem má rekja beint til ölvunar um áramót en endranær? Nei, ekki tel ég það. Því er að vísu ekki að neita að það er alla jafnan mikið um ölvun á gaml- árskvöld og kannske meira en á öðrum tímum. En það er ekkert frekar ölvað fólk sem kemur til okkar vegna slysa. En ég hef auðvitað engar tölur um þetta. Er algengt að verði allveruleg slys vegna þessara eldfæra allra? Það var algengt hér áður fyrr, en hefur verið minna um það undanfarin ár. Fyrir allnokkrum árum síðan kom það fyrir að fólk var að missa fingur og varð fyrir heyrnarskemmdum. En það hef- ur farið minna fyrir slysum þar sem fólk hefur orðið fyrir varan- legum meiðslum, slík slys voru mun algengari fyrir 10 árum eða þar um bil. Ég geri ráð fyrir því að það stafi af því að þá voru í umferð alls konar sprengjur, kínverjar og ýlur, sem hafa mik- ið til horfið af markaði. Hvað verða margir á vakt á slysadeildinni um áramótin? Ég hef ekki tölur um það. Þetta er eins og um venjulega annahelgi. Einhverjar ráðleggingar til fólks um hvernig það eigi að forðast slys? Ekki annað en það að fara varlega með fiugelda. blys og annað þess háttar. í samræmi við það sem ég hef áður sagt. Ekki annað en það að fara varlega með fiugelda blys og annaö þess háttar, í samræmi við það semég hef áður sagt. -JGK ■ Mynd þessi var tekin, þegar núv. stjórn Ítalíu var mynduð. Pertini forseti er lengst til vinstri. Aðrir (talið frá vinstri) eru Craxi forsætisráðherra, Forlani varaforsætisráðherra og Spadolini varnarmálaráðherra. Forlani og Spadolini hafa verið forsætisráðherrar. Pertini forseti heimtar friðargæslusveitina heim Hann er í hópi merkustu þjoðarleiðtoga Evrópu ■ STJÓRNARSKRÁ Ítalíu gerir ráð fyrir því, að forseti ríkisins standi ofar flokkadeilum og láti yfirleitt ekki til sín heyra nema hann telji það þjóðarnauð- syn. Helzta verkefni hans er að hafa forustu um stjórnarmynd- anir, sem eru tíðar á Italíu. Vegna þess er talið enn nauðsyn- legra, ef forsetinn á að geta rækt þetta hlutverk sitt vel, að hann standi ofar flokkadeilum. Þetta hefur Pertini forseti yfir- leitt gert. Þó hefur hann einstaka sinnum brugðið frá þessari venju. Það vekurjafnan sérstaka athygli, því að Pertini þykirólík- legur til að gera það, nema hann telji þjóðarhagsmuni í hættu. Það vakti því mikla eftirtekt og var raunar stórfrétt í fjölmiðl- um víða um heim, þegar Pertini kvaddi sér hljóðs á Þorláksmessu og deildi hart á Bandaríkjastjórn fyrir að kveðja ekki hinar svo- kölluðu friðarsveitir heim frá Líbanon. Pertini sagði, að það væri ekki tilgangurinn mcð dvöl þessa bandaríska hers í Líbanon að halda þar uppi friði eða að hjálpa Líbanonsstjórn, heldur „að vernda ísrael." Friðargæzlu- sveitirnar ykju því frekar stríðs- átökin en að draga úr þeim. Jafnframt hvatti Pertini forseti til þess, að ítalir kölluðu heim frá Líbanon friðargæzlusveit sína, en hún er skipuð rúmlega 2000 hermönnum. Líbanonsstjórn óskaði eftir því á síðastliðnu ári, að stjórnir Bandaríkjanna, Frakklands, Ítalíu og Bretlands sendu svó- kallaðar friðargæzlusveitir til Líbanon. Þeim varætlað aðgæta friðar í Beirút og nágrenni hennar. Allar urðu stjórnirnar við þessari beiðni, en Bretar sendu þó aðeins um 100 manns. Dvöl friðargæzlusveitanna hef- ur mælzt illa fyrir meðal múham- eðstrúarmanna, einkum friðar- gæzlusveitir Frakka og Banda- ríkjamanna. Þær hafa orðið fyrir miklum árásum skæruliða, eins og kunnugt er. ítalir hafa hins vegar enn sloppið víð slíkar árásir, en óvíst þykir að það haldist til lengdar. Bandaríkjástjórn hefur lagt áherzlu á að Frakkar, Bretar og Italir kölluðu friðargæzlusveitir sínar ekki heim, nema í samráði við hana. Því mun Craxi forsæt- isráðherra. leiðtogi Sósíalista- flokksins, hafa heitið. Þeir Per- ■ Sandro Pertini forseti tini og Craxi voru flokksbræður, en Pertjni mun ekki hafa látið það hafa áhrif á afstöðu sína. Pertini á það ekki heldur sósíalistum að þakka, að hann var kjörinn fyrsti forseti Ítalíu, sem ekki var úr Kristilega flokknum. Hann var kjörinn forseti 1978eftirlangtþófsökum þess, að hann var eini maðurinn, sem stóru flokkarnir, kristilegir demókratar og kommúnistar, gátu sætt sig við, eftir að kristi- legir höfðu gefizt upp við að fá' mann kjörinn úr sínum hópi. Kjör sitt átti Pertini einnig því að þakka, að hann var þekktur fyrir heiðarleika, hugrekki og kímni og eins og hann hefur sjálfur sagt „vilja til þess að hlusta á aðra en sjálfan mig.“ Pertini hefur jafnan verið vinstri sinnaður. Htinn hikaði ekki við að láta það í ljós í ræðunni, sem hann hélt, þegar hann tók við forsetaembættinu. í ræðunni lagði hann mikla .áherzlu á, að dregið yrði úr atvinnuleysi, húsnæðisleysi og fleiri vandamálum, sem hafa ver- ið vanrækt í um þrjátíu ár. Hann lýsti yfir stuðningi við félaga sína í baráttunni gegn fasismanum, en þegar and-fasistarnir tóku ekki undir þessi orð hans, sagði hann, að hann mundi ekki erfa gamla reiði og að hann vildi vcrða forseti allra ítala. Pertini minntist Aldos Moro, þar sem hann tók fram, að hinn fyrrverandi forsætisráðherra mundi nú standa í sínum sporum,'scm forseti, cf hann hefði ekki verið „grimmilega myrtur" af „Brigadi Rossí" of- beldishópnum. Hann varaði' við að þarna væri ekki um að ræða pólitískt ofbeldi. ALESSANDRO Pcrtini fæddist 25. september 1896 í bænum Stella nálægt Savona. Hann var sonur auðugra for- eldra. Hann stundaði nám í lögum og pólitískum vísindum. Hann var sjóliðsforingi í fyrri heimsstyrjöldinni, en sneri sér síðan að stjórnmálum sem félagi í Sósíalistafiokknum. Síðustu fimmtíu ár hefur hann verið þekktur undir nafninu Sandro. Hann var fyrst handtekinn 1925, tveim árum eftir að fasista- stjórnin var mynduð, vegna andstöðu sinnar gegn henni. Hann fékk 8 mánaða fangelsis- vist fyrir að „hvetja til flokkshat- urs og að móðga öldungaráðið.“ 1926 skipulagði hann ásamt Þórarinn Þorarinsson, ritstjori, skrifar tveimur félögum sínum flótta Filippo Turati, sem var mikill sósíalískur leiðtogi, og flúðu þeir með hon.um til Frakklands á fiskibáti. Þessu afreksvcrki er cnn þann dag í dag hrósað meðal ítalskra vinstri manna. Meðan á útlegðinni í Frakk- landi stóð vann Pertini sern múr- ari og við fleiri íhlaupastörf. Jafnframt boðaði hann andfas- isma í Ítalíu frá útvarpsstöð í Nissa. 1929 — eftir að hann hafði snúið til Ítalíu aftur og stutt andfasista, sem héldu uppi leyni- legri mótspyrnu, var hann hand- tckinn aftur og dæmdur í 11 ára fangelsi vegna misheppnaðrar tilraunar til að myrða Mussolini. Þegar móðir Pertinis skrifaði fasistadómnum til að biðja um náðun fyrir son sinn sökum slæmrar heilsu, skýrði hann dómnum frá því, að hann bæðist undan hinni auðmýkjandi beiðni. Móður sinni skrifaði hann bréf fullt af beizkju og sársauka, þar sem liann segir, að fyrir honum sé hún dáin. Seinna sættust þau, en vinir hans segja, að bréfið „góða“ valdi honum cnnþáóþægindum. PERTINI var sleppt úr fang- elsinu 1943, en varenn einu sinni handtekinn. Hann fiúði í októ- ber 1943 til að ganga enn á ný til liðs við félaga sína, andfasistana. Þá kynntist hann konu sinni, Carla, sem starfaði með fiokknum. Hún er 30 árum yngri en hann. Þau eiga engin börn. Eftir stríðið varð hann einn af leiðtogum Sósíalistafiokksins, en dró sig síðar meir í hlé og var þá um skeið forseti þingsins. Hann var orðinn 82 ára, þegar hann var kosinn forseti ríkisins, og hafði þá að mestu setzt í hclgan stein. Pcrtini breytti ekki neitt lífs- venjum sínum eftir að liann tók við forsetaembættinu. Hann reynir áfram að lifa fábreyttu lífi og berast sem minnst á. Sama gildir um konu hans. Hún hélt áfram að vinna sem sálfræðingur við spítala í Róm eftir að maður hennar var kosinn forseti, og hafnaði því að mæta við opinber- ar móttökur, því að það rækist á við starf hennar. Pertini sagðist skilja og virða þessa afstöðu hennar. Kjörtímabil forseta á Ítalíu er sjö ár. Pertini á því enn eftir tvö ár af kjörtímabili sínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.