Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 4
4______ fréttir FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 SAMKEPPNI MILU HVERFA UM AÐ HAFA SEM VEGLEGASTAR BRENNUR ■ „Þetlu eru heldur ileiri brennur en í fyrra, mig minnir að þá hafi þær verið 24, en nú hefur verið gefíð leyfi fyrir 30 brcnnum,“ sagði Iljarki Klíasson yfirlög- regluþjónn í samtali viö blaöið í gær. „Það er samstarf á milli okkar í' lögreglunni og slökkviliðsins um að gefa út leyfi fyrir brennunum og það þurfa að vera ábyrgðarmenn fyrir hverri brennu eins og listinn ber með sér. Þeir þurfa að tilgreina staðinn þar sem þeir vilja hafa sínar brennur og það síðan metið hvort það sc of nálægt íbúðarhúsum eða öðru húsnæði og hvort það geti valdið skaða, t.d. á grónu landi. Leyfin eru svo gefin út þegar þessir hlutir hafa verið kannaðir og Reykjavíkurborg er raunar einnig í samráði um það. Leyfin eru ekki gefin nema sýnt þyki að engin hætta stafi af brennunum og engin óþrif. Við sendum svo brennulistann til allra olíufélaganna og þau láta ábyrgðar- mönnum í té úrgangsolíu til að kveikja upp við og þá þjónustu fær enginn nema hann gcti framvísað sínu leyfi. Reyndin hefur líka verið sú að þetta hefur gengið ánægjulega og slysalaust fyrir sig undan- farin ár.” Er mikið um það að þið þurfið að hafa afskipti af brennunt sem stofnað er til í óleyfi? áNei, það er lítið um það. Ef við verðum varir við að verið sé að hlaða kesti sem leyfi hafa ekki verið veitt fyrir, þá höfum við samband við viðkomandi og semjum við hann og slík mál tekst yfirleitt að leysa í bróðerni og góðu samkomulagi. Þctta geta annars verið viðkvæm mál og oft er samkeppni milli hverfa um að hafa sem veglegastar brennur." Bjarki sagði að lokum að nú væri Reykjavíkurborg hætt að vera með brennur á eigin vegum svo sem tíðkast hefur áður. Hins vegar aðstoðaði borgin þá sem stæðu fyrir brennum með ýmsu móti og legði þeim til verkfæri ef með þyrfti endurgjaldslaust. -JGK Knáir krakkar veifa sigri hrósandi til Ijósmyndarans, enda er brennan þeirra við Ægissíðu ein sú stærsta í borginni í ár. Tímamyndir Ari Leggja verður nýjar stofnæðar fyrir hitaveitu í Fossvogi og Breiðholti I: U mbúnadurinn hentadi ekki rökum jarðvegi ■ „Það er kannski ofsagt að lagnirnar séu ónýtar, þetta gengur ennþá, en það verður ekki undan því vikist að endur- nýja stofnæðarnar á næstunni, þótt ekki sé gert ráð fyrir að það verði gert á næsta ári,“ sagði Gunnar Kristinsson verk- fræðingur hjá Hitavcitu Reykjavíkur aðspurður vegna frétta um bágt ástand hitaveitulagna í Fossvogi og Breiðholti I. „Umbúnaður stofnæðanna á þessum stöðum var með sérstökum hætti þegar þessar æðar voru lagðar og Itann hefur ekki reynst vel þarna, það virðist sem hann henti ekki jarðvegsaðstæðum í Fossvogi og í Breiðholti I. Hins vegar hefur hann gefist vel í Árbæjarhverfi og á öðrum stöðum í Breiðholtinu,” sagði Gunnar. Hann sagði að þessi umbúnað- ur hefði verið notaður í Þýskalandi og á hinum Norðurlöndunum og reynslan hefði verið svipuð þar og hér, hann hónti ekki rökum jarðvegi. . Gunnar sagðist ckki geta sagt beint um kostnað við endurnýjun lagnanna, ncma hvað gerð hefði verið áætlun um aðfærsluæð að Fossvogsstöðinni, sem hljóðaði upp á 21.2 milljón. Hann sagði að hér væri aðeins unt að ræða stofnæð- arnar, en ekki heimæðar, þær væru í eðlilegu ástandi. Þá sagði hann að reynt yrði eftir megni að forðast jarðrask og óþægindi við lagningu nýrra stofnæða, þær yrðu ekki lagðar á sömu stöðum og þær gömlu, heldur yrði forðast að fara með þær inn á lóðir, en reynt að leggja þær í götur og annars staðar á almenn- ingslandi. -JGK ■ Kór Flensborgarskóla söng við útskriftarathöfnina. ■ Þriðjudaginn 20. des. voru braut- skráðir 36 stúdentar frá Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði og einn nemandi með almennt verslunarpróf. Flestir luku námi af viðskiptabraut, 10 talsins, 7 eru nteð próf af eðlisfræðibraut. 6 af náttúru- fræðibraut, 4 af félagsfræðibraut, 4 af málabraut, 4 af uppeldisbraut og einn af heilsugæslubraut. Bcstum árangri náði Sjöfn Jónsdóttir af uppeldisbraut. í ræðu Kristjáns Bersa Ólafssonar skólameistara kont fram að nú hefur Flensborgarskólinn alls brautskráð 625 stúdenta frá því að honum var breytt í framhaldsskóla vorið 1975. Kór Flens- borgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg söng við útskriftarathöfn- ina. -BK 36 útskrifast frá Flensborg ÁRAMÓTA- BRENNUR1983 1) Við Hólaberg og Hraun- berg. Ábm. Björn Ólafs- son, Neðstaberg 11. 2) Á móts við Bólstaðahlíð 52-56. Ábm. Kjartan Norðdahl, Bólstaðahlíð 54. 3) Engjasel-Seljaskógar. Ábm. Friðrik S. Kristins- son, Engjaseli 52. 4) Ofan pg norðan við Jóru- sel. Ábm. Ari Ólafsson, Jóruseli 4. 5) Við Norðurfell. Ábm. Sig- fús Bjarnason, Æsufelli 4. 6) Sólland v/ Reykjanes- braut. Ábm. Ómar Hallsson, Sóllandi v/ Reykjanesbraut. 7) Milli Hvassaleitis og Ofan- leitis. Abm. (Juölaugur Einarsson, Miðleiti 3. 8) Upp af Jörvabakka. Ábm. Magni Steingrímsson, Jörvabakka 14. 9) Við Suðurfell. Ábm. Ágúst Ágústsson, Rjúpu- felli 42. 10) Við Laugarásveg 14. Ábm. Gunnar Már Hauksson, Laugarásvegi 14. 11) Við Skildinganes. Abm. Þorv'aldur Garðar Kristjáns- son, Skildingarnesi 48. 12) Sunnan viö" Fylkisvöllinn v/Elliðaár. Ábm. Jóhannes G. Jóhannesson, Klappar- ási 5. 13) Austan við Láland, Foss- vogi. Ábm. Hildigunnur Halldórsdóttir Logalandi 19. 14) Ofan Unufells. Ábm. Sæm- undur Gunnarsson, Unu- felli 3- 15) Gengt Ægissíðu 54. Ábm. Aðalmundur Magnússon, Suðurhlíð v/Starhaga. 16) Faxaskjól Ægissíða. Ábm. Gunnar Pór Adólfsson. Faxaskjóli 12. X) 17) Milli Krummahóla og Norðurhóla. Ábm. Jóhanna Stefánsdóttir, Krummahól- um 4. 18) Upp af Ferjubakka. Ábm. Sigurður Pálsson, Ferju- bakka 16. 19) Við Safamýri. Ábm. Sölvi Friðriksson, Safámýri 34. X). * 20) Milli Alfheima og Holta- vegar. Ábm. Hjálmar Guðmundsson, Dalbraut 1. 21) Við Heiðasel og Hólmasel. Ábm. Gunnar Gunnars- son, Hagaseli 21. 22) Sunnan Alaska Breiðholti. Ábm. Júlíus Sigurðsson, Ystaseli 25. 23) Við Höfðabakka og Grænastekk. Ábm. Geir Sigurðsson, Gilsárstekk 7. 24) Á auðu svæði við Jöklasel. Ábm. Magnús Steingríms- son Fjarðarseli 34. 25) Við Leirubakka. Ábm. Hjálmar Fornason Leiru- bakka 18. 26) Við írabakka. Ábm. Jón Kjartansson, írabakka 6. 27) Við Möðrufell. Ábm. Sig- urjón Guðmundsson, Möðrufelli 11. 28) Á Skeiðvelli Fáks í Víði- dal. (Prettánda brcnna). Ábm. Katrín S. Briem, Laugarásveg 54. 29) Sunnan við Bjarmaland 18. Ábm. Jón Guðgeirsson, Bjarmalandi 18. 30) Á móts við Sörlaskjól 44. Ábm. Troels Bendtsen Sörlaskjóli 52. X) Stáírstu brennurnar. Gleðilegt nýtt ár. Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.