Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
17
umsjón: B.St. og K.L.
andlát
Halla Jónsdóttir lést í Sjúkrahúsi ísa-
fjaröar 27. desember.
Ólína Steindórsdóttir (Gógó), Beykihlíð
31, Reykjavík, andaðist á aðfangadag
jóla.
Salvör Ebenezersdóttir, Grenimel 33,
lést 28. desember á Hrafnistu í Hafnar-
ftrði.
Katrín Kristjánsdóttir, fyrrum hjúkrun-
arkona og Ijósmóðir, lést á Elliheimilinu
Grund 27. desember sl.
vinnuumhverfismál og þó sérstaklega er
varða ríkisstarfsmenn. Bækumar eru settar
og prentaðar í Prentsmiðjunni Odda. Myndir
eru eftir Ólaf Th. Ólafsson, myndlistamann
frá Selfossi, en samantekt og texti er unnin
af Gunnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
SFR.
Handbókin fæst afhent án endurgjalds á
skrifstofu SFR fyrir félagsmenn. Fyrir utan-
félagsmenn kostar hún kr. 400.-
F'élagið gefur út Félagstíðindi SFR, sem
kemur út u.þ.b. 10 sinnum á ári. í síðasta
tölublaði fylgdi skoðanakönnun um ýmis
áhugaverð málefni er félagið og félagsmenn
varðar og væri þakklætisvert ef vakin væri
athygli á henni svo skil yrðu betri en raun er á.
pennavinir
38 ára gamall Norðmaður, dökkhærður,
178 cm hár og grannvaxinn óskar eftir að
komast í samband við geðuga konu, 18-35
ára að aldri. Hann á stórt bú og er í góðum
efnum. Áhugamál hans eru bókmenntir,
tónlist, garðyrkja og notalegt heimilislíf.
Hann hefur gaman af að ferðast og hefur sótt
heim flest lönd Evrópu. Næsta sumar hyggst
hann taka sér ferð á hendur til íslands og vildi
gjarna hafa komist í samband við bréfavin-
konuna áður. Nafn hans og heimilisfang er:
Kristian Krf. Fauskrud
Postboks 394
2601 Lillehammer
Noregi
sundstadir
sundstaðir
Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og
Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-
j20.30. (Sundhöllin þó lokuð ámillikl. 13-15.45).
Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunudaga kl. 8-
17.30. Kvennatimar i Sundhöllinni á fimmtu-
dagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vesturbæjar-
laug og Laugardalslaug. Opnunarlima skipt milli
kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug i síma
15004, í Laugardalslaug í sima 34039.
Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl.
7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og
á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkurklst. fyrir
lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga.
Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum
dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugar-
dögum 9-16.15 og á sunudögum kl. 9-12.
Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til
föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á
þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatímar á
miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl.
14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna,
kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30,
karlatímar miðvikud. kl. 17-21.30 og laugard. kl.
14.30-18. Almennir saunatímar i baðfötum
sunnud. kl,-10.30-12.30.
Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga
frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnu-
daga kl. 8-13.30.
áætlun akraborgar
Frá Akranesi
kl. 8.30
kl. 11.30
kl. 14.30
kl. 17.30
Frá Reykjavik
kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
I apríl og október verða kvöldferðir á sunnu-
dögum. - I maí, júní og september verða
kvöldferðir á föstudögum og sunnudögum, - I
júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema
laugardaga.
Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá
Reykjavík kl. 22.00.
Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstofan
Akranesi sími 1095.
Afgreiðsla Reykjavík, sími 16050. Símsvari í
Rvík, sími 16420.
FÍKNIEFNI -
Lögreglan í
Reykjavík, mót-
taka upplýsinga,
sími 14377
flokksstarf
Jólaalmanak SUF Dregið hefur verið í jólaalmanaki SUF.
Eftirfarandi númer komu upp: 1. des. nr. 2200 9.des.nr. 406 17. des.nr.1371
2.des. nr. 2151 10. des.nr. 5912 18.des. nr. 1959
3. des. nr. 4025 11.des.nr. 4990 19.des. nr. 2002
4.des. nr. 804 12. des. nr. 5944 20. des. nr. 6000
ö.des.nr. 9206 13.des.nr. 5498 21.des. nr.5160
ö.des. nr. 1037 14.des.nr. 8095 22.des. nr. 6048.
7. des. nr. 1613 15.des. nr. 7456 23. des. nr. 6284
8.des. nr.8173 16. des. nr. 6757 24. des. nr. 1382.
timarit
Simablaðið
Símablaðið er nýkomið út, er það jólablað
1983. Á forsíðu er mynd af ungri dömu að
hringja í síma. í blaðinu er fyrst grein eftir
Ágúst Geirsson, formann FIS: Samningar
komnir í gang og nýjar námsbrautir í gagnið.
Nýjar námsbrautir- í Póst- ogsímaskólanum
fyrir talsímaverði og skrifstofufólk heitir
grein þar sem hin nýja námsbraut er kynnt
og segja nokkrir nemendur frá reynslu sinni.
Minningargreinar eru í biaðinu um látna
símamenn, og símafólk segir frá utanlands-
ferðum á námskeið og tilkynningar í starfi
sínu. Langt viðtal er í blaðinu við Hafstein
Þorsteinsson, símstjórann í Reykjavík, sem
hefur yfir fimmtíu ára langan starfsferil að
baki hjá Pósti og síma.
Ritstjóri Símablaðsins er Helgi Hallsson.
Sveitarstjórnarmál
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið
út 5. tbl. 1983 af Sveitarstjórnarmálum.
Meðal efnis má nefna: Hagsýni í opinberum
rekstri eftir Björn Friðfinnsson og sömuleiðis
eftir Björn er minningargrein um Gunnar
Thoroddsen. Sagt er frá Nýju aðalskipulagi
Hafnarfjarðar til ársins 2000, og loftmynd af
Hafnarfirði prýðir forsíðuna. Myndin er
tekin af Rafni Hafnfjörð. Sagt er frá 75 ára
afmælishátíð Hafnarfjarðar, og Ijóð er eftir
Hörð Zóphaníasson, sem heitir Mælt fyrir
tillögu. Einar Sveinbjörnsson, fv. sveitar-
stjóri á Stokkseyri ritar um Hitaveitu Eyra,
en Hreppsnefndir Eyrarbakka- og Stokkseyr-
arhrepps stofnuðu meðsérfélag 13. jan 1980,
sem hét svo. Sagt er frá 29. Fjórðungsþingi
Vestfirðinga, haldið í Reykjanesi 27-28ágúst
sl. Grein er um Námsgagnastofnun eftir
Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóra.
Fleiri fréttir og greinareru í bfaðinu. Ritstjóri
er Unnar Stefánsson, en ábyrgðarmaður
Björn Friðfinnsson.
Hár & fegurð
Út er komið 4. tbl., 3. árg. af tímaritinu Hár
& fegurð. Mikið er að ske í hártískuheimin-
um, meðal annars hárgreiðslur frá Kim
Carlton international, sem starfar í Oxford
Street, framúrstefnuklippingar frá Irvine
Rusk, sem starfar í Glasgow, gömlu klassísku
klippingarnar frá Andrew Lockyer. Simon
ívarsson kynnir Flamenco músík. Kynntar
eru nýjar herralínur frá Hár & fegurð og
meistarafélagi hárskera, nýjar tískulínur frá
STUHR í Danmörku. Grein um skíði og
þjálfun eftir Hannes Kristjánsson. lntercoiff-
ure vinnur úr síðu hári. Stílhreinar línur frá
Bruno í París. Allsráðandi í herralínunni
virðast vera strípur og permanent.
Fatnaðurinn var valinn í samræmi við
herralínuna, en hann var fenginn að láni úr
eftirtöldum verslunum: Flónni, Kjallaranum
og Tískuhúsi Stellu.
Forsíðan er frá STUHR í Danmörku,
sérstaklega gerð fyrir Hár & fegurð.
Auglýsing
til skattgreiðenda
Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt
eru gjalddagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á
ári hverju þ.e. fyrsti dagur hvers mánaöar nema
janúar og júlí. Dráttarvexti skal greiða af gjaldfall-
inni skuld sé skattur ekki greiddur innan mánaðar
frá gjalddaga. Gilda sömu reglur um greiðslu
annarra þinggjalda.
Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki
verið unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við
stöðu gjaldenda um hver mánaðarmót. Hefur því
í framkvæmd verið miðað við stöðuna 10. dag
hvers mánaðar sbr. auglýsingu ráðuneytisins
dags. 27. apríl 1982. Dráttarvextir hafa því í
reynd verið reiknaðir 10 dögum seinna en lög
kveða á um. Er nú stefnt að því að stytta þennan
frest eins og kostur er. Geta gjaldendur því
framvegis búist við að dráttarvextir verði reiknaðir
þegar eftir að mánuður er liðinn frá gjalddaga.
Þá er sérstök athygli vakin á.því að launagreið-
endum ber að skila því fé sem haldið er eftir af
kaupi launþega innan sex daga frá útborgunar-
degi launa.
Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1983.
Sími 44566
RAFLAGNIR
t
Eiginmaður minn og faöir minn
Haraldur Sveinn Kristjánsson
Sauðafelli
andaðist í Landspítalanum 29. desember
Finndis Finnbogadóttir
Hörður Haraldsson
Sonur minn og bróðir
Hallur Friðrik Pálsson
Borgarnesi
sem andaðist 22. þ.m. verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju
laugardaginn 31. des. kl. 13.30.
Ferð verður frá Umferðamiðstöðinni kl. 10.30 f.h.
Jakobína Hallsdóttir
Vigdfs Pálsdóttir.
STARFSMANNAFÉLAG SAMBANDSINS HELDUR
JÓIATRÉS-
SKEMMTUN
föstudaginn, 30. desember 1983 kl. 15:00 - 18:00.
Á BROADWAY
VERÐ KR.200,- FYRIR BARNIÐ. FRÍTT FYRIR FULLORÐNA.
ALLIR KRAKKAR FÁ GOS, SÚKKULAÐIKEX OG SÆLGÆTISPOKA
FRÁ JÓLASVEINUNUM FJÓRUM SEM KOMA í HEIMSÓKN.
AUGLÝSINGADEILD SAMBANDSINS GEFUR ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR
AÐGÖNGUMIÐAR VERÐA SELDIR VIÐ INNGANGINN.