Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá rskisf jölmiðlanna — Sjá bls. 13 FJ( OG ILEREYTTARA BETRA BIAÐ! Fös 302 tudagur 30. desember 1983 tölublað 67. árgangur Sidumuia 15 — Postholf 370 Reykjavik - Ritstjorn 86300—Auglysingar 18300- Atgreiösla og askríft 86300 — Kvöidsimar 86387 og 86306 Nýtt yfirlit Þjóðhagsstofnunar um efnahagsþróun og horfur: VERÐ6ÚLGAN NÚINNAN VIÐ 20% OG KAUPMATTARSKERÐINGIN12% Horfur á ad viðskiptahallinn við útlönd verði ekki meiri en 2,5% ■ Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun lagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra m.a. fram yfirlit yfir efnahags- þróun og horfur sem er nýjasta mat Þjóðhagsstofnunar, byggt á nýjustu upplýsingum, en þar kemur m.a. fram að verðbólga nú sé innan við 20% og að kaupmáttur' ráðstöfunartekna hafi ekki skerst um meira en 12%, sem er eins og spáð var við upphaf efnahagssráðstafananna um mánaðamótin maí-júní sl. „Það er mjög ánægjulegt sem kemur fram í þessu yfirliti," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær, „að allar þær spár sem fylgdu efnahagsráðstöf- unum í lok maí hafa staðið og betur en það, því verðbólgan er talin vera nú um 20%, en ríkis- stjórnin setti markið á 30%. Jafnframt er talið að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi ekki skerst um meira en 12%, eins og spáð var. Þá kemur þar fram að þrátt fyrir minni afla, þá eru horfur á því að viðskiptahalli við útlönd verði ekki meiri en 2.5% á árinu. Það virðist því sem meginmarkmiðin hafi náðst á þessu ári, og það er mjög ánægjulegt." Forsætisráðherra sagðist þrátt fyrir þetta gera sér fulla grein fyrir því að framundan væru miklir erfiðleikar og sumir miklu meiri en ráð hefði verið fyrir gert, svo sem rekstrarerfiðleikar útgerðarinnar. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að verðbólguhraðinn sé kominn niður fyrir 20%,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra er Tíminn ræddi við hann í gær. „Við megum öll fagna því að áætlanir hafa staðist, og vel það,“ sagði fjármálaráðherra, „þetta er ár- angur fólksins í landinu, en ekki ríkisstjórnarinnar eða einstakl- ings. Sameiginlegt átak lands- manna allra hefur skilað sér í þessum góða árangri. Horfur næsta árs eru góðar ef fólk stendur saman á sama hátt, og ekki verður rokið í að brjóta niður þennan árangur með ein- hverri hörku og vitleysu.“ - AB ■ Vélin sem hlekktist á í lendingu í Stykkishólmi. Hún er af gerðinni Cessna 402, ber einkennisstafina TF-VLO og tekur 9 farþcga í sæti. Tímamynd Árni Sæberg Arnarflugsvél hlekkist á í lendingu á Stykkishólmsflugvelli: LENTI í SNJÚRUDN- INGI SEM VAR SJÖ MEIRAINNABRAUT ■ Lítilli flugvél frá Arnar- flugi af gerðinni Cessna 402 hlekktist á t'lendingu í Stykkis- hólmi kl. 17.00 í gær. Vinstri vængur vélarinnar lenti í snjó- ruðningi á brautinni með þejm afleiðingum að vinstra aðalhjól hennarbrotnaðiundanvélinni. Fimm farþegar voru í vélinni auk flugmanns en engan sakaði og vélin skemmdist tiltölulega lítið. Gert verður við vélina á staðnum ogstóðtilaðreynaað fljúga henni til Rcykjavi'kur í dag. Að sögn Birgis Sumarliða- sonar flugmannsá vclinni voru skilyrði á flugbrautinni slæm og brautin iila rudd. Snjóruðn- ingurinn sem vélin lenti í var þannig eina 7 metra inni á braut. Vélin hafði lagt að baki um helming brautarinnar þeg- ar óhappið varð og sagði Birgir að hún hefði sigið hægt og rólcga niður á brautina. Við það rákust skrúfublöð vinstra hreyfilsins niður og bognuðu. Birgir sagði að hjólið hefði brotnað af en hjólastellið virt- ist vera óskemmt. Verið var að rannsaka vélina í gær og reikn- aði Birgir með því að hægt væri að framkvæma bráðabirgða- viðgerð á staðnum og fljúga vélinni til Reykjavíkur í dag. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild loftferðaeftir- lits Flugmálastjórnar. - GSH ■ Þessir strákar voru að leggja síðustu hönd á að reisa stæðilegan áramótaköst við Æsufell í Breiðholti í gær þegar Ijósmyndara Tímans, bar að garði. Veitt hefur verið leyfi fyrir 30 áramótabrennum í borginni í ár. Tímamynd Ari (sjá bls. 4) LÖGREGLUMENN KREFJAST OP- INBERRAR RANNSOKNAR — á skrifum Þorgeirs Þorgeirssonar ■ Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur hefur farið fram á það við Ríkissaksóknara að fram fari opinber rannsókn vegna tveggja greina sem Þorgeir Þor- geirsson rithöfundur skrifaði í Morgunblaðið fyrir stuttu, þar sem í þessum greinum hafi lög- reglan verið borin mjög alvar- legum ásökunum. Greinar Þorgeirs birtust í Morgunblaðinu 7. desember og 20. desember. í bréfi sem Svala Thorlacius hdl. skrifaði Ríkis- saksóknara fyrir hönd stjórnar Lögreglufélags Reykjavíkur 27. desember sl., segir að í greinum þessum báðum, einkum þeirri fyrri, komi fram grófur áburður, dylgjur og ærumeiðandi aðdrótt- anir í garð lögreglumanna. Al- varlegasti áburður greinarhöf- undar er sá að ungur maður hafi slasast svo af völdum lögreglu að hann hafi hlotið af mikla og varanlega örorku. f bréfinu segir ennfremur að stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur telji að hér sé um svo alvarlegar ásakanir að ræða í einu víðlesnasta blaði landsins að nauðsyn beri til að mál þetta verði rannskað til hlýtar svo að stétt lögreglumanna verði hreinsað af áburði þessum. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur leggi einnig þunga áherslu á það, að leiði rannsókn í ljós að ’ ásakanir þessar séu réttmætar, verði þeim seka eða þeim seku stefnt til fullrar ábyrgðar á verk- um sínum. - GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.