Tíminn - 30.12.1983, Blaðsíða 9
„AIK var gott, sem Hörður gerði -
■ Lærdómsmenn þustu í ofboði til ráðstefnu í Háskóla íslands hvar þeir rökrxddu
af viðeigandi trúarhita um kveðskap Bubba Morthens.
1. HLUTI
■ Varla er dýrkun talin eðlishvöt. En
máttug er hún. Harðstjórar styðjast
löngum við hana. Oft er hún þeirra eina
hækja.
Hetjudýrkun getur svipt menn svo
ráði og rænu, að hetjan er, þegar nánar
er að gáð, engin hetja. Hún var bara
ofskynjun dýrkendanna. Því verður, að
vísu, ekki neitað, að göfugmenni hafa
stundum verið dýrkuð, og það orðið til
heilla um stund.
Fjöldi trúarbragða sýnir, að maðurinn
flýr úr einsemd sinni inn í hugarheim,
reisir sér þar himnahallir, þar sem alvitur
verndari situr, og hefur hann huggun af.
Það undarlega er, að goðinu var jafn
vel treyst, þó að engar fórnir dygðu.
Guðunum var kennt um skiptapa og
drepsöttir. Þeir voru þá sagðir reiðir -
menn vissu varla út af hverju. En það
var ekki verið að erfa' við þá hrekkina.
Einhvers staðar hef ég þó lesið um
blámannaættkvísl, sem hýddi líkneskju
goðsins, þegar þurrkar eyddu uppsker-
unni.
Manndýrkun er ekki frábrugðin dýr-
kun goða. Guðmennið er hafið yfir þær
kröfur, sem menn gera til sjálfs sín og
annarra manna. „Allt var gott, sem
Hörður gerði“ - lætur skáldið elskandi
eiginkonuna segja um mann sinn, sem
ásamt fleiri ódáðum, brenndi inni sak-
laust fólk. („Hann vó af dyggð sem
drengur góður. Um drápfýsn má hann
enginn saka" -)
Guðmenninu er allt heimilt, og allt er
jafn ágætt, sem það gerir. Yrki það vel,
er það gott. Yrki það hinn versta leir-
burð, er það líka gott. Komi það vel
fram við náungann, er það hrósvert.
Gefi það náunganum olnbogaskot, aðei-
ns til að þjóna lund sinni, er það líka
gott. „Allt var gott, sém Hörður gerði".
Það má segja íslendingum til lofs, að
þeim er ekki gjarnt að dýrka stjórnmála-
foringja sína. Þeir fá það óþvegið hver í
sínum flokki. Helst er, að grípi um sig
trúarlegur fjálgleiki gagnvart erlendum
forystumönnum.
Þeir, sem nú á dögum ráða ekki við
tilbeiðsluhneigð sína, snúa henni ein-
kum til hinna ýmsu skemmtimanna, sem
um þessar mundir setja svip á gjörvallt
mannlífið í þessu landi.
Skemmtiiðnaðurinn fjötrar flesta þá
andlegu iðju, sem þjóðin hefur helgað
sig hingað til. Við þurfum ekki að lesa.
Það er þulið fyrir okkur. Ekki læra lag.
Allar tegundir tóna eru til taks í þar til
gerðum forðabúrum, ef við bara snúum
snerli. Við þurfum ekki að blanda geði
við nágrannana. Fólkið á skjánum ræðir
málefnin fyrir okkur. Við sleppum við
að bjóða barninu góða nótt. Útvarpið
hefur mann „við stokkinn“ til að annast
það.
Stundum kemur það fyrir, þegar dýrk-
endur dansa lofsyngjandi kringum goð
sitt, að villutrúarmenn kveða við hátt að
óvörum. Guðleysi hefur jafnan verið
talið með verstu afbrotum og refsingin
eftir því. Mætti því ætla, að hinir trúuðu
ættu frækorn efans í fórum sínum en
vildu ekki láta ljós og yl nálgast það.
A miðöldum var það dýrt spaug að
efast um ágæti dýrlinga. Allur átrúnaður
er nú hóflegri orðinn í okkar heimsálfu.
Þó er skyldleiki með viðbrögðunum:
Árið 1976 gerðust þau firn og stórmæli
á bókmenntasviðinu, að norðlenzk sveit-
astúlka skopaðist að Ijóðakveri, sem
nefndist „Meðvituð breikkun á rass-
gati“. Þá risu upp úr ritstjórnarstólum,
kennarastólum og öðrum hefðarsætum
nær hálf tylft alkunnra lærdómsmanna
til varnar goðmenni sínu og jusu óbæn-
um yfir stúlkuna og allt hennar skyldulið.
Það sama gerðist fáum árum seinna,
þegar þjóðháttafræðingur leyfði sér að
amast við kveðskap dægurvísnasmiðs.
Lærdómsmenn þustu í ofboði til ráð-
stefnu í Háskóla íslands, hvar þeir
rökræddu af viðeigandi trúarhita um
kveðskap Bubba Mortens. En honum
hefur hlotnast nafngiftin „konungur ís-
lenska poppsins". Varð villutrúarmaður-
inn, að sjálfsögðu, að svara til saka.
Ekki var goðleysinginn þó öllum heill-
um horfinn. Sauðsvört alþýðan, sem
ræður hér ríkjum að vissu marki, hristi
sinn ólærða haus yfir eftirlætisljóði lær-
dómsmannanna:
„Upp á verbúð blómstrar menningin.
Komið og þið munið sjá
slagsmál ríðingar og fyllirí
Jack London horfa á -
Lærdómsmenn viðurkenndu, að vísu,
að þetta væri ekki alveg nógu vel ort, en
þó - en samt - það er þó hann Bubbi -
og hvað væri alþýðan án hans Bubba -
yrði að bjargast við rímaða baráttusöng-
va, sem hún botnar ekkert í - bjargast
við spariklædd skáld, (sem hafa ekki
einu sinni rænu á að drífa sig úr nærskyrt-
unni framan við myndavélina) - og ætlið
þið kannske að krossfesta þennan eina
mann, sem alþýðan skilur - og svo
kemur bara Kaninn og tekur ykkur. -
Hljómplötubirgðir Islendinga, sem
hefði mátt telja í hestburðum fyrir
nokkrum árum, nálgast það nú að teljast
í skipsförmum.
„Mest sala á íslenskri plötu, sem um
getur, varð 18.000 eintök á fyrsta ári,
stórum meira en nokkur bók hefur selzt,
svo vitað sé,“ segir Ól. J. 1976.
Árið 1981 voru flutt inn 76 tonn af
hljómplötum.
Til er hljómplata, sem heitir Fingra-
för. Mun nafnið miðað við Ijóð um
fangavist. Síðan fíkniefnasölum og of-
beldismönnum fjölgaði, hefur samúð
með föngum farið vaxandi. Satt er það,
sem máltækið segir, að „þeim er inein,
sem í myrkur ratar". En sjaldan er
fórnarlamba þessara manna minnst. Um
þau yrkir enginn.
Orði „fól“ kemur fyrir í söngvasyrpu
þessari. En það er ekki maðurinn, sem
lyftir sterkum hnefa gegn gamalmenni
eða barni:
„Ég þekkti einu sinni fatlafól,
sem nakkaði um í hjólastól
með bros á vör & berjandi lóminn
hann ók loks í veg fyrir valtara
& varð að klessu - ojbara
þeir tóku hann upp með kyttíspaða
& settu hann á sjónminjasafnið
fatlafól fatlafól
flakkaði um í tíugíraspítthjólastól
ók loks í veg fyrir valtara
& varð að klessu - ojbara
þeir tóku hann upp með kyttíspaða
& settu hann á sjónminjasafniö.
Það eru „meistari" Megas og Bubbi
„konungur íslenzkrar popplistar," sem
láta til sín heyra á plötunni.
„Ástæðan fyrir því, að Megas syngur
á þessari plötu er sú, að ég hef alltaf
álitið Megas þann listamann í íslenzku
tónlistarlífi, sem hæst hefur staðið",
segir Bubbi. Getur þess einnig, að
meistarinn hafi hvatt sig til að yrkja.
Meistarinn er hollur konungi sínum, og
konungurinn dáir meistara sinn. Þar
hallast ekki á.
Það er „meistarinn“, sem yrkir um
„fatlaða fólið“. En „meistari“ og „kon-
ungur“ syngja báðir.
Popplistarvinur, sem hlustaði á, sagði,
að ekki yrði því neitað, að hann Bubbi
hefði hreina og þýða rödd, „sem greini-
lega kæmi úr mannsbarka en minnti
hvorki á baul né sjófuglagarg". Hann
sagði, að það væri synd, að aumingja
strákurinn léti gabba sig til að hnoða
saman bulli.
Það er raunar furðulegt, þegar söng-
varar ímynda sér, að þeir hljóti að geta
ort, fyrst þeir geta sungið. Það hefur líka
komið fyrir, að fegurðardrottningar hafa
allt í einu farið að syngja opinberlega,
jafnskjótt og þær sigruðu í samkeppn-
inni.
Ég man ekki eftir því, að neitt íslenzkt
tónskáld eða söngvari hafi hiklaust verið
talinn „standa hæst“, fyrr en Bubbi
konungur kveður upp úrskurðinn - að
það sé meistarinn Megas.
Ekki verður séð, að neinn taki upp
þykkjuna fyrir „fatlaða fólið“, öryrkjann
í hjólastólnum, þó margir beri hag
fatlaðra fyrir brjósti.
Ég hef margoft heyrt þessa Megasar-
Bubba söngvísu hljóma frá útvarpi,
hljómtækjum og á götunni, þar sem
ungmenni iðka list sína Meistara og
Konungs - ef til vill með öryrkjann
einhvers staðar í kallfæri.
Aldrei hef ég getað stillt mig um að
láta ógeð mitt í ljós við nærstadda.
En viðmælandinn er þá ekki alveg
uppnæmur: - Ó, ó, ekki segja þetta -
hann Megas meinar ekki neitt ljótt með
þessu - hann Megas, hann, sem alltaf er
að taka svari þeirra, sem kerfið níðist á
- nei, nei, nei, hann meinar, sko, ekki
fatlaða, hann meinar bara kerfið - ætli
hann meini ekki fólk, sem platar tryggin-
garnar, eins og karlinn þarna í leikritinu
hans Laxness - nei, ónei, hann meinar
hreint og beint auðvaldið - (Allt var
gott, sem Hörður gerði.)
Það er svo margt, sem ég hef heyrt
fólk gizka á, að hann Megas „meini“,
þegar hann er að spotta lamaða fólkið,
að ég man ekki helminginn af því.
Og enn aðrir verða spekingslega
íbyggnir: - Ja, þó svo hann væri að gera
grín að fötluðum, þá verða þeir að læra
að vorkenna ekki sjálfum sér og taka
lífinu með gálgahúmor.
Þarna er þá loksins kominn vottur af
íhugun, þó kyndug sé. Hann Megas er,
sem sagt, af einskærri umhyggju, að
kenna lömunarsjúklingum gálgahúmor!
En lítil, fötluð stúlka á engan gálga-
húmor, þegar krakkar hlaupa framhjá
henni kyrjandi: “ - flakkaði um í
hjólastól - varð að klessu - fatlafól
Móðirin veit ekki heldur, hvað hann
Meistari Megas meinar gott með öllu.
Hún hefur enga hugmynd um, að vísan
„tákni" allt mögulegt annað en það, sem
sagt er þar berum orðum. En hún
fullvissar dóttur sína um, að maðurinn
með valtarann sé fjarska gætinn og fari
hægt yfir, þær skuli ekki vatna músum út
af vísuskömminni.
Þessi plata er minnkun fyrir skáldið og
söngvarann, minnkun fyrir plötusalann
og minnkun fyrir fólkið, sem er svo
dáleitt af dýrlingum sínum, að það tekur
öðrueinsþegjandi. (Einhver sagði hérna
um daginn, að nútímafólk sé að glata
hæfileikanum til að undrast neitt).
Það er svolítið kyndugt, að einmitt
þessir söngvasmiðir telja sig málsvara
minnihlutahópa (sem sagt er, að við
sýnum ekki nógu mikla kurteisi). Kveð-
ur söngvarinn vísur um þetta á torgum
úti við ólíklegustu tækifæri. En það er
ekki sama, hvað minnihlutahópurinn
heitir, eins og Ijóðið um lamaða og
fatlaða sýnir.
Fólk bregzt oft drengilega við, þegar
einhver verður hornreka að ósekju. En
það er ekki sama hver ójöfnuðinn sýnir.
Sé það dýrlingurinn á stalli sínum, er
hann óhultur fyrir hvers kyns vanþókn-
un, þó að hann gefi öryrkjurp olnbogask-
ot.
Fjölmiðlar starfa í anda reglunnar
„eitthvað fyrir alla“. Blöðin fræða okkur
stundum um hinar ýmsu vakningar, sem
eru driffjöður skemmtiiðjunnar. Þannig
farast „atferlisblaðamanninum" orð,
þegar hann vitnar um trúarreynslu sína
í nærveru goðsins:
„Megas var mættur - Við atferlis-
blaðamennirnir komumst í hátíðaskap
og vorum sammála um, að nú værum við
að upplifa menningarsögulegan atburð.“
Þessi athöfn, sem honum þykir marka
aldahvörf í menningarsögu íslendinga
(eða mannkynsins yfirleitt), var hvorki
meira né minna en það, að Megas fór
með íjóð sín.
Hér er lítið dæmi um kveðskap Megas-
ar, vonandi eitt þeirra, sem kemur
menningarsögunni vel:
„Megas var mættur - Við atferlis-
blaðamennirnir komumst í hátíðaskap
og vorum sammála um, að nú værum við
að upplifa menningarsögulegan atburð.“
Þessi athöfn, sem honum þykir marka
aldahvörf í menningarsögu íslendinga
(eða mannkynsins yfirleitt), var hvorki
meira né minna en það, að Megas fór
með ljóð sín.
Hér er lítið dæmi um kveðskap Megas-
ar, vonandi eitt þeirra, sem kemur
menningarsögunni vel:
„Fjögur ár líða
& loks er allt undarlega í steik
& loforðin þín reyndust öll
tómt djöfulsins feik.“
(Það er annað en gaman fyrir vonda
ríkisstjórn að hafa svona skáld á móti
sér.)
Einnig umhverfið heillar „atferlis-
manninn": „f einu horninu stóð hirð
Loðvíks 14. f öðru sat maður á klóseti
með allt niðrum sig. - Lítið um slys á
mönnum. Klukkan tólf höfðu tveirfeng-
ið flöskur í höfuðið án alvarlegra afleið-
inga“ - (Tíminn).
Annar „atferlisblaðamaður" frá öðru
blaði kom, þar sem „meistarinn“ sjálfur
birtist: „Það lá við, að sumum vöknaði
um augu við að sjá meistarann aftur - og
Oddný jjpJl
Guðmundsdóttir
skrífar
liðið bókstaflega grét af hamingju11.
(Þjóðviljinn).
Krampagrátur og önnur ærzl fylgja oft
trúarlegri vakningu, sem kunnugt er.
Ekki veit ég, hvað atferlisblaðamaður
er. Ég veit heldur ekki hvað átt er við
með því, að Bubbi Mortens sé „kyntákn
þjóðarinnar“.
Þrenning kemur víða við í trúar-
brögðum og fornfrægum sögnum.
Trúðadýrkendur eiga líka sín þrístirni.
íslenzka þrístirnið: „Meistari" Megas,
„Konungur íslenzka poppsins" (eins og
Þ.H. nokkur nefnir Bubba Mortens) og
„kántrýstjarnan" í vestræna kúrekagerv-
inu (raunverulega meðhjálpari og kaup-
maður í sinni sveit Skagaströnd) er hafið
yfir allt smástirnið.
DV segir 11. ágúst í sumar, að ráðgert
sé að stofna aðdáendaklúbb Skagstrend-
ingnum til virðingar: „Munu aðdáendur
Hallbjörns fremja stórkostlega flugelda-
sýningu. - Því næst mun Hallbjörn
sjálfur koma ríðandi á hvítum hesti, sem
fenginn hefur verið frá Laxnesi. Mun
Hallbjörn ríða syngjandi nokkra hringi
á vellinum."
(Hugmyndin er ekki alveg ný. Kín-
verjar fundu upp púðrið löngu á undan
Evrópumönnum. Þeir notuðu það í
flugelda til dýrðar guðunum).
Hallbjörn þakkaði fyrir sig með vísu í
gestabók (því ætlast er til að söngvarar
séu síyrkjandi):
„Kært er mér að koma inn
í K.R. húsið, vinur.
Trausta vini þar ég finn.
Þeim það segir minn hugur.“
Svo langt nær frásögn DV 11. ágúst.
En á Akureyri náði vakningin há-
marki:
„- Hafi máltækið: Ég kom, ég sá, ég
sigraði, einhverntíma átt við, þá átti það
sér stað, þegar kántrýstjarnan Hallbjörn
Hjartarson tróð upp í Dynheimum:
Hallbjörn, Hallbjörn, barst frá hverj-
um barka, og þegar hetjan kom fram á
sviðið, ætlaði allt að tryllast. - Ungum
stúlkum lá við yfirliði og troðningurinn
við sviðið var eins og í réttum á haustin.
- Krakkarnir voru hreint hamslausir og
gerðu margar ítrekaðar tilraunir til að
snerta goðið. - Með þokkafullri lenda-
sveiflu tókst honum að forðast að verða
„étinn“ af aðdáendum sínum. - Þessi
unga stúlka fékk klapp á bossann að
launum." -
Þetta segir blaðamaður frá Degi á
Akureyri.
Sefjun hefur oft verið lýst, og nú
eigum við stundum kost á að sjá hana í
sjónvarpi. ítalski munkurinn Savonar-
ola, sem uppi var á 15. öldinni, sneri
yfirstétt Flórensborgar með þrumu-
ræðum sínum frá gengdarlausri spillingu
óhófsins til meinlætalifnaðar, kom henni
til að klæðast sekk og ösku, brenna
bækur og bera listaverk á bál. Flórens-
búar urðu „hreint hamslausir" og „allt
ætlaði að tryllast", alveg eins og þarna á
Akureyri í sumar.
Samtíðarmaður lýsir þannig líðan
sinni í nánd við prédikarann Savonarola:
„Hárin risu á höfði mér, og ég nötraði
frá hvirfli til ilja.“ Konur grétu og féllu
í óvit. Fólkið sóttist eftir að snerta klæði
hans.
Það er skiljanlegt, að hótanir um
eilífan eld í Víti geti komið trúgjörnu
fólki í geðshræringu. En hvernig í
ósköpunum getur skólaæskan á Akur-
eyri orðið svo hamslaust sólgin í að
snerta klæðafald smákaupmanns frá
Skagaströnd, að „allt ætlaði að tryllast"?
'Þetta er bara meinleysismaður, sem
hvorki fyrirskipar bókabrennur, né hót-
ar eilífum eldi.
Satt að segja er það þakkarvert, að
dýrkun íslendinga beinist að skemmti-
mönnum en ekki stjórnmálamönnum og
prédikurum. En hvað getur ekki komið
í slóð svona ærzlagangs? Næsta ár getur
einhver skemmtimaðurinn verið farinn
að stjóma landinu. Þá er hann vís til að
ríða bleikum hesti norður á Langanes til
að leita að Kúbumönnum.