Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 2
2
Ittttiim
SUNNUDAGUR 1. JANUAR 1984
A
faralds- .
fæti
Umsjón Agnes Bragadóttlr
Ferðalög innanlands og utan:
Nokkur
hundruð
manns á
faraldsfæti
um áramótin
H Flestir landsmenn eyöa áramótunum
nú, sem áður í faðmi fjölskyldunnar og
vina, skoða áramótabrennurnar, senda
nokkr blys á loft, og kíkja ef til vill í
gleðskap til kunningjanna, þegar líða
tekur á gamlárskvöldið. Alltaf eru þó
einhverjir sem ákveða að leggja land
undir fót yfír jól og áramót innanlands
sem utan og á þessari síðu í dag, vcrður
aðeins gerð grein fyrir þeim ferðum sem
bjóðast nú um jól og áramót.
Ákveðin hefð er komin fyrir ferðum
hér innanlands um áramót, sem Ferða-
félag Islands hefur boðið upp á í mörg ár
og Útivist nú síðustu árin, en það eru
ferðir í Þórsmörk, og virðist sem ekki sé
boðið upp á aðrar ferðir hér innanlands
yfír áramótin.
Ég ræddi við forsvarsmenn nokkurra
ferðaskrifstofa, og hjá Ferðafélagi ís-
lands og Útivist um áramótaferðir:
Ferðafélag íslands
í Þórsmörk í 9. skipti nú
Ferðalangar sem fóru á vegum Ferða-
félagsins í Þórsmörk um þessi áramót,
lögðu upp kl. 8 í gærmorgun. Þeir gista
í Skagfjörðskála Ferðafélagsins. Ferða-
langarnir munu eyða tímanum við
gönguferðir í Þórsmörkinni, áramóta-
brennu og kvöldvökur. Fyrsta áramóta-
ferð Ferðafélagsins í Þórsmörk var farin
um áramótin 1971, og síðan hefur verið
farið á ári hverju, nema hvað þrjár ferðir
.hafa fallið niður vegna ót'ærðar. Þær
upplýsingarfengust l'ra 1 erðafélaginu að
alltaf væri fullbókað í þessar ferðir - það
kæmust reyndar færri að en vildu. Skag-
fjörðsskálinn, sæluhús Ferðafélagsins í
Þórsmörk, er afskaplega vel útbúinn
skáli og væsir ekki um fólk þar, eftir að
hann var endurbyggður fyrir um ári
síðan, en hann er með miðstöðvarhitun,
setustofu og fleiri þægindum. Skálinn
getur tekið um 85 manns í gistingu, en
það samsvarar tveimur fullum rútum.
Ferðafélagið skilar ferðalöngunum aftur
í Reykjavík annað kvöld.
Útivist fer líka í Þórsmörk
Útivist lagði líka upp í Þórsmörk í
gærmorgun, kl. 9 með 65 ferðalanga.
Þannig að samtals eru nú um 150 manns
í Þórsmörkinni. og verða þar til seinni
partinn á morgun. Útivistarmenn gista í
Útivistarskálanum inni í Básum. Það
verður svipuö dagskrá hjá þeim Útivist-
armönnum og Ferðafélagsmönnum í
Mörkinni. Farið er í gönguferðir, ára-
mótabrenna verður í kvöld, þar sem
mikið af flugeldum verða sendir á loft og
að því búnu verður farið í blysför inn að
Álfakirkju, þannig að ekki ætti að skorta
neitt á að menn komist í réttu áramóta-
stemmninguna. Þar að auki verða Útivist-
arntenn með kvöldvökur með söng og
skemmtiatriðum.
Úrval, Útsýn,
Samvinnuferðir/Landsýn
og Flugleiðir með
sameiginlegar ferðir
á Kanaríeyjar
Ekki vilja þó allir ferðalangar sækja í
vetrarríkið í Þórsmörk um áramótin,
þvert á móti sækja sumir hverjir í suðræna
hlýju, til þess að huöast islenskt vetrar-
ríki. Það gerðu 150 farþegar sem fóru á
vegum Urvals, Utsýnar, Samvinnuferða
og Flugleiða til Kararíeyja um miðjan
desembermánuð og munu dveljast þar
fram yfir áramót, þannig að svipaður
fjöldi íslendinga er í Þórsmörk og á
Kanaríeyjum yfir áramótin, en þó hafa
Kanaríeyjar líklega vinninginn vegna
þeirra sem dvelja þar langdvölum yfir
vetrartímann. Auk þessa fór einhver
fjöldi á vegunt Flugleiða í áætlunarflugi
til Kanaríeyja, en þeir sem fóru um
miðjan mánuðinn fóru í leiguflugi. Þeir
sem fóru með áætlunarflugi ætluðu að
sögn Sæmundar Guðvinssonar fréttafull-
trúa Flugleiða að dvelja eitthvað skemur
en hinir á Kanarteyjum. Sæmundur
giskaði á að í krinnmi 180 íslendingar
yrðu á Kanartevjum þessi áramót.
Sæmundur upplýsti jafnframt að,
nokkrir tugir ferðamanna hefðu farið til
Austurríkis nú fyrir jólin, þar sem þeir
hygðust iðka skíðaíþröttina fram yfir
áramótin. Skipulegar leiguferðir til
Austurríkis eru ekki hafnar og þær
hefjast ekki fyrr en í febrúar, þannig að
þessir skíðamenn fóru til Austurríkis í
gegnum London, en þegar leiguferðirnar
hefjast þá verður beint flug til Innsbruck.
Fjörtíu farþegar á vegum
Samvinnuferða í ísrael
Hjá Helga Jóhannssyni framkvæmda-
stjóra Samvinnuferða frá og með morg-
undeginum, fékk ég þær upplýsingar að
auk þessa sameiginlega ferðapakka
ferðaskrifstofanna til Kanaríeyja. væru
Samvinnuferðir/Landsýn með eina skipu-
lagða hópferð nú um áramótin, en það
er ferð til ísrael. 40 farþegar á vegum
Samvinnuferða fóru áleiðis til London í
gær og þaðan áfram til ísrael, þar sem
þeir munu dveljast næstu þrjár vikur í E1
Ab.
150 manns á vegum
Útsýnar erlendis
Kristín Aðalsteinsdóttir hjá Útsýn
upplýsti mig um að um 150 manns á
vegunt Útsýnar væru í skipulögðum
hópferðum nu um áramótin, og að þeir
skiptust á Kanaríeyjar, Costa del Sol,
Austurríki og Lundúni, en langflestir
af þessum 150 sagði Kristín að væru á
Kanaríeyjunt.
H íslenskir ferðalangar munu ýmist dvelja um þessi áramót í Þórsmörk þar sem vetur konungur ríkir af hörku á þessum
árstíma...
H ...eða sóla kroppa sína á sólarströndum Kanaríeyja, Costa del Sol og í ísrael.
Bollaleggingar um endurnýjun Fokkervéla Flugleiða:
HVER NÝVÉL MYNDI
KOSTTAUM200MILLJ.
■ „Jafnframt þarf að
fara að huga að endurnýj-
un Fokker Friendship
flugvélanna, sem dyggi-
lega hafa þjónað íslensku
innanlandsflugi um langt
árabil,“ segir Leifur
Magnússon fram-
kvæmdastjóri flugrekstr-
arsviðs Flugleiða m.a. í
viðtali í nýútkomnu hefti
Við sem fljúgum, blaði
fyrir farþega Flugleiða.
Þar ræðir hann nauðsyn á endurnýj-
un hvað varðar DC-8 vélarnar, sem
aðeins mega fljúga til Ameríku til
1985, þar sem þá taka þar gildi sérstak-
ar hávaðareglur, sem meina DC-8
vélunum áframhaldandi flug þangað,
eftir 1985.
Aðspurður um hver kostnaður sé
við endurnýjun á Fokkervélunum, en
fyrirtækið er að sögn Leifs einkum
með tvær vélartegundir í huga, fransk-
ítalska skrúfuþotu af gerðinni ATR-42
og svo endurbætta gerð af Fokker
Friendship, sem nefnist Fokker 50,
segir Leifur að miðað við núverandi
gengi sé áætlað að hver ný vel kosti um
200 milljónir króna. Hann bætti því við
að afkoma Flugleiða undanfarin ár
H Nokkrar tilfærslur í stöðum innan
Flugleiða hafa verið ákveðnar og taka
þær gildi 1. febrúar næst komandi.
Þá flyst Sveinn Kristinsson um-
dæmisstjóri á Akureyri til Reykjavíkur
og tekur við stjórn á farmflutningunt
Flugleiða innanlands. Við stöðu Sveins
hafi ekki leyft neinar bollaleggingar
um kaup á nýjum og fullkomnari
vélum, en það sé fyrst nú í ár sem
félagið hafi náð viðunandi rekstraraf-
komu.
tekur Gunnar Oddur Sigurðsson
stöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Jón
Óskarsson, deildarstjóri í viðskipta-
þjónustudeild tekur við af Gunpari
sem stjóðvarstjóri á Keflavíkurflug-
veili.
Tilfærslnr
innan
Flugleiða