Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 16
16
®imm
SUNNUDAGUR 1. JANUAR 1984
SUNNUDAGUR 1. JANUAR 1984
Bimhm
17
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins:
■ Frá því ári sem nú er að líða
er margs að minnast. Fað hefur
verið viðburðaríkt. Tímabært er
að meta þann árangur, sem náðst
hefur á innlendum vettvangi, og
mikilvægt að leggja þannig
grundvöll að því, sem við viljum
að verði á árinu 1984.
STJORNAR-
MYNDUNIN
Eftir kosningarnar til Alþingis í
apríl s.l. var staðan í íslenskum
þjóðmálum alvarleg og að ýmsu
leyti óvenjuleg. Ekki hafði náðst
samstaða í ríkisstjórn um leiðir
til þess að halda verðbólgunni í
skefjum. Hún lék því lausum
hala. Aðgerðum, sem nauðsyn-
legar voru til þess að halda fullri
atvinnu við minnkandi sjávarafla
og erfiðleika í útgerð, hafði verið
leyft að renna út í verðlagið.
Alþýðubandalagið var ófáanlegt
til þess að draga slíkar ráðstafan-
ir út úr hringrás verðbólgunnar.
Launin urðu að fá að hækka,
þótt vita tilgangslaust væri og
líklegast til tjóns fyrir launþega.
Fjóðartekjur voru minnkandi og
engin innistæða til þess að greiða
hærri laun. Pví fór verðbólga úr
böndum og varð meiri en áður
hafði þekkst.
Öllum var ljóst, og viður-
kenndu reyndar, að við svo búið
mátti ekki standa. Alþýðubanda-
lagið birti neyðaráætlun og lagði
m.a. til, að vísitöluhækkun launa
I. júní s.l. yrði frestað um einn
mánuð. Peim sem öðrum var
ljóst, að grípa varð til róttækra
aðgerða til þess að koma í veg
fyrir stöðvun atvinnuvegaiina, en
þorðu þó ekki að stíga skrefið til
fulls.
Eftir kosningarnar varð ríkis-
stjórn ekki mynduð á vinstri
kanti stjórnmálanna án þátttöku
a.m.k. fjögurra flokka. í þeim
miklu erfiðleikum, sem við var
að stríða, var slík stjórnarmynd-
un óraunhæf. Ekki var við því að
búast, að nauðsynleg samstaða
gæti náðst með svo mörgum
aðilum um þær róttæku aðgerðir,
sem óhjákvæmilegar voru. Því
lá ljóst fyrir, að ríkisstjórn varð
ekki mynduð án þátttöku Sjálf-
stæðisflokksins.
Innan Sjálfstæðisflokksins var
vilji til þess að mynda ríkisstjórn
með Alþýðubandalaginu, og ég
efa ekki, að til þess voru einnig
ýmsir fúsir innan Alþýðubanda-
lagsins. Einnig hvöttu ýmsir
sjálfstæðismenn til þess, að ríkis-
stjórn yrði mynduð með Alþýðu-
flokknum og stuðningi annars
hvors nýju flokkanna. Þó mjög
brynt væri, að traust ríkisstjórn
yrði mynduð hið fyrsta, varð á
þetta hvort tveggja að reyna.
Það var gert, bæði með opinber-
um og leynilegum viðræðum. Af
hálfu Framsóknarflokksins var
ekkert gert til þess að koma í veg
fyrir slíka stjórnarmyndun.
Framsóknarflokkurinn tapaði
fylgi í kosningunum í apríl. Vafa-
laust má að hluta rekja það til
þess, að fylgismenn flokksins
krefjast meira af honum en gert
er af ýmsum öðrum flokkum, að
því er virðist. Aðgerðarleysi í
efnahagsmálum á árinu 1982 og
á fyrri hluta þessa árs var Fram-
sóknarflokknum erfitt, enda
urðu kröfur um stjórnarslit ekki
fátíðar, þegar hver tilraun eftir
aðra til þess að ná samstöðu um
raunhæfar aðgerðir í efnahags-
málum, mistókst. Því máþóekki
gleyma, að ríkisstjórnin lagði
áherslu á að halda fullri atvinnu,
og það tókst. Eftir kosningarnar
taldi ég og ýmsir framsóknar-
menn aðrir eðlilegt, að flokkur-
inn yrði utan ríkisstjórnar enda'
verið í stjórn nánast samfellt í
meira en áratug.
Sú varð þó ekki raunin. í ljós
kom, að ríkisstjórn, sem vildi og
þorði að taka á efnahagsmálum,
varð ekki mynduð án Framsókn-
arflokksins. Við Framsóknar-
menn töldum ekki fært að skor-
ast undan þeirri ábyrgð og
gengum því til viðræðna við
Sjálfstæðisflokkinn um stjórn-
armyndun.
Á milli Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins er sögu-
legt djúp. Hugsjónir flokkanna
eru í ýmsu ólíkar og verður svo
eflaust áfram. Flokkarnir voru
og eru hins vegar sammála um að
kveða varð niður verðbólguna
og það fljótt, ef koma ætti í veg
fyrir stöðvun atvinnuveganna og
atvinnuleysi. Ekki verða hér
raktar þær ítarlegu viðræður.
sem fram fóru á milli flokkanna,
en ég vil þó nefna fáein atriði.
Full samstaða var um, að
óhjákvæmilegt væri að afnema
vísitölubindingu launa. Við
Framsóknarmenn höfum lengi
haldið því fram, að vísitala tryggi
ekki í óðaverðbólgu hagsmuni
launþega, nema síður sé, en
magni verðbólgu með víxlverkun
verðlags og launa. Við höfum
því ítrekað leitað eftir samkomu-
lagi um a.m.k. verulegar breyt-
ingar á útreikningi verðbótavísi-
tölu, en því miður án umtals-
verðs árangurs.
Hins vegar voru nokkuð skiptar
skoðanir á milli flokkanna um
ýmis framkvæmdaratriði efna-
hagsaðgerðanna. Sjálfstæðis-
flokkurinn kaus að láta markað-
inn ráða sem mestu, m.a. þróun
launa, verðlags og vaxta, eins og
reyndar hafði komið fram í
leiftursókn þeirri, sem flokkur-
inn boðaði fyrir kosningarnar
1979. Við Framsóknarmenn
töldum hins vegar óhjákvæmi-
legt, að ríkisstjórnin hefði sterka
hönd í bagga þar til jafnvægi
hefði náðst í efnahagsmálum.
Við töldum ekki fært að steypa
launþegum út í erfiða og líklega
harðvítuga samninga við vinnu-
veitendur um kaup og kjör, á
sama tíma og verðbætur á laun
voru afnumdar. Við lögðum
einnig áherslu á lækkun vaxta og
verðtryggingar fjármagns eins
fljoft og hjaðnandi verðbólga
frekast leyfði.
í því samkomulagi, sem
náðist, var, sem eðlilegt er, farið
bil beggja. Efnahagsþróuninni
var með lögum settur mjög fastur
rammi í átta mánuði, en eftir það
gert ráð fyrir, að launasamningar
og verðlagsákvarðanir yrðu
frjálsar.
EFNAHAGSMALIN
Árangurinn af þessum aðgerð-
um hefur orðið mikill og náðst
fyrr en menn þorðu að vona. í
júní s.l. var ársverðbólga um eða
yfir 130 af hundraði. Á grund-
velli vísitölu þriggja síðustu mán-
aða ársins má hins vegar fullyrða,
að verðbólga sé nú aðeins um
tuttugu af hundraði og á niður-
leið.
Ég er ekki í vafa um, að
þennan mikla árangur má ekki
síst þakka þeirri festu, sem
sköpuð var með hinum ýmsu
bráðabirgðalögum, sem sett voru
í efnahagsmálum strax eftir
valdatöku ríkisstjórnarinnar. Á
sum atriði þeirra laga hefur verið
deilt og þau talin ólýðræðisleg.
Því mótmæli ég. Tímabundin,
hörð stjórn var nauðsynleg við
þær mjög alvarlegu aðstæður,
sem voru um mitt árið, aðstæður
sem ógnuðu efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar.
Sá mikli árangur, sem þegar
hefur náðst í hjöðnun verðbólgu,
er staðfestur með þróun flestra
annarra þátta efnahagslífsins.
Verðlagsbreytingar urðu
vissulega miklar um mitt árið og
fram á haustið, enda varla við
öðru að búast eftir mikla lækkun
gengis fram til loka maímánaðar.
Hins vegar hafa verðhækkanir
nú stöðvast og jafnvel eru dæmi
um verðlækkanir.
Vextir hafa lækkað fjóra mán-
uði í röð um samtals um og yfir
20 prósentustig, og eru nú allir
vextir komnir vel niður fyrir 30
af hundraði, nema vanskilavext-
ir. í því felst ekki lítill sparnaður
fyrir atvinnuvegina og kjarabót
fyrir þá einstaklinga sem skulda.
Viðskiptahalli mun á þessu ári
væntanlega aðeins verða um IVi
af hundraði í stað 10 af hundraði
1982.
Þennan árangur finnur í raun
og veru hver maður í sínu dag-
lega lífi. Nýlega hitti ég mann,
sem stendur í byggingarfram-
kvæmdum. Hann lýsti sérstakri
ánægju sinni yfir því, að timbur
hefði ekki hækkað nú í þrjá
mánuði. Kvað hann ólíkt betra
við að eiga en áður, þegar nauð-
synlegt var að kaupa allt sem
fyrst og löngu áður en þörf var á.
Þetta veit ég að þjóðin finnur og
metur.
Því verður ekki neitað, að
kjaraskerðing hefur orðið tölu-
verð. Reyndar hafa allir stjórn-
málaflokícar viðurkennt, að svo
hlaut að verða.
Alþýðubandalagsmenn fóru
t.d. ekki leynt með það, að
minnsta kosti á meðan þeir voru
í ríkisstjórn, að kjaraskerðing
hlaut að verða ekki minni en sem
nemur samdrætti þjóðartekna.
Því er þá hins vegar sleppt, að
við íslendingar höfum nú um
nokkurt skeið lifað í vaxandi
mæli um efni fram. Við höfum
eytt meiru en við höfum aflað.
Segja má, að menn hafí tekið út
lífskjörin fyrirfram. Á þessari
braut varð ekki áfram haldið,
enda erlendar skuldir þjóðarinn-
ar orðnar hættulega miklar.
Óhjákvæmilegt var að rifa seglin,
einnig að þessu leyti. Því hlutu
tekjur manna að dragast meira
saman en þjóðartekjurnar.
í þessu sambandi vill oft
gleymast, að ýmislegt hefur verið
gert til þess að létta stórum
hópum þjóðfélagsþegna byrð-
arnar. Meðal annars hefur mynd-
arlegt átak verið gert í húsnæðis-
málum, niðurgreiðsla á upphit-
unarkostnaði stórlega aukin,
persónuafsláttur og barnabætur
i auknar og tekjutrygging og
mæðralaun hækkuð.
Þetta breytir hins vegar ekki
því, að þeir, sem lægstar tekjur
höfðu fyrir, eiga erfitt með að
" þola samdráttinn. Svo mun einn-
ig vera um ýmsa, sem í hærri
launum eru, en reist hafa sér
hurðarás um öxl með mikilli
fjárfestingu. Fyrst og fremst er
það þó fyrri hópurinn, sem ég
hef áhyggjur af; þeir sem varla
hafa fyrir nauðþurftúm.
Ég tel því eitt mikilvægasta
verkefnið framundan að létta
undir með þeim þjóðfélagsþegn-
um, sem við erfiðustu kjörin búa.
ARIÐ 1984
Þótt mikill árangur hafi náðst,
er björninn ekki unninn. Verð-
bólgan hefur hjaðnað mjög mik-
ið en er þó of mikil enn. Vextir
og fjármagnskostnaður er enn of
hár. Viðureignin við verðbólg-
una heldur því áfram á næsta ári.
Ætla má þó, að sú viðureign
verði auðveldari en verið hefur
undanfarna mánuði. Flestir
áhrifavaldar verðbólgunnar eru
að hverfa, og hún ætti því að
hjaðna jafnt og þétt, ef ekki
koma nýir hvatar. Meðal annars
er ekki gert ráð fyrir hækkun á
verði opinberrar þjónustu á
næsta ári.
Að vísu eru alvarleg hættu-
merki. Erfiðleikar fara enn vax-
andi í sjávarútvegi, og ljóst er
því, að þjóðartekjur munu lækka
þriðja árið í röð. Af þessari
ástæðu hefur ríkisstjórnin ekki
talið fært að gera ráð fyrir svo
föstu gengi á næsta ári sem verið
hefur undanfarna mánuði. Út-
flutningsatvinnuvegirnir, eink-
um fiskvinnslan, munu eiga erfitt
með að þola slíkt við minni afla
og lakari afkomu. Ríkisstjórnin
hefur þó ákveðið, að gengi skuli
ekki breytast á árinu um meira
en 5 af hundraði hið mesta. Það
er djörf ákvörðun og setur efna-
hagslífinu fastan ramma.
Ríkisstjórnin vill einnig í
lengstu lög forðast að auka
skuldirþjóðarinnarerlendis. Þær
eru þegar orðnar yfir 60 af hundr-
aði þjóðartekna og því hættulega
miklar. Með þessu er efnahags-
lífinu einnig sniðinn þröngur
stakkur. Vera má, að erfitt reyn-
ist að halda þetta markmið, eink-
um ef atvinnuástand verður erfitt
vegna erfiðleika í sjávarútvegi.
Með tilliti tíl þess mikla árang-
urs, sem þegar hefur náðst, telja
stjórnarflokkarnir hins vegar rétt
að létta af ýmsum þeim hömlum,
sem settar voru með bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar.
Jafnframt eru ekki lögboðnar
frekari hækkanir launa, eins og
var 1. júní og 1. október s.l.
Samningar um kaup og kjör
verða á ábyrgð launþega og
vinnuveitenda. Ríkisstjórnin
mun ekki hafa af þeim bein
afskipti, nema þar sem hún er
aðili að samningum.
Með minnkandi þjóðartekjum
er svigrúm á næsta ári til launa-
hækkana ákaflega lítið, og
reyndar ekkert til almennra
kjarabóta. Miðað við það, að
gengi breytist ekki um meira en
5 af hundraði, telur ríkisstjórnin
þó unnt að gera ráð fyrir, að laun
hækki að meðaltali um 4 af
hundraði. Þannig yrðu verð-
hækkanir, sem af gengissigi
stafa, að mestu bættar. Eg hef
jafnframt lýst þeirri skoðun
minni, og vil ítreka hana nú, að
þetta svigrúm verði notað til þess
að bæta kjör þeirra, sem lægstu
launin hafa. Það veldur von-
brigðum, að svo virðist sem for-
ystumenn bæði launþega og at-
vinnurekenda hafi gefist upp við
að leita leiða til þess að bæta
lægstu launin án þess að almenn
launahækkun fylgi. Mér er Ijóst,
að þetta er allerfitt dæmi. Hins
vegar eru fá dæmi svo erfið, að
þau verði ekki leyst, ef vilji er
fyrir hendi.
Atvinnurekendur halda því
fram, að svigrúm sé ekkert til
launahækkana. Að sjálfsögðu
verða þeir að meta það sjálfir.
Það er þó ekki í samræmi við þær
efnahagsforsendur, sem ríkis-
stjórnin hefur sett og ég hef
rakið hér að framan. Krafa um
30 til 40 af hundraði launahækk-
un er hins vegar fullkomlega
óraunhæf. Ef einn hópur nær
fram slíkri launahækkun, er lík-
legt að aðrir fái hana einnig. Þar
sem gert er ráð fyrir því, að
verðákvarðanir verði sem næst
frjálsar á næsta ári, mundu mikl-
ar launahækkanir að sjálfsögðu
leiða til mikillar verðhækkunar
á allri innlendri framleiðslu, sem
yrði þá ósamkeppnisfær við inn-
fluttan varning og á erlendum
mörkuðum. Slíkt gæti aðeins
leitt til stöðvunar innlendra at-
vinnuvega, þ.e.a.s. ef gengi yrði
ekki fellt, sem hleypti af stað
nýrri verðbólguskriðu og enn
auknum erlendum lántökum. Ég
trúi því satt að segja ekki, að
slíkar kröfur séu settar fram í
alvöru.
ATYINNUASTANDIÐ
Spár þess efnis, að harðar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum mundu leiða til
atvinnuleysis, hafa ekki ræst.
Hins vegar er veruleg hætta á að
stórum minni þorskafli og erfið-
leikar í sjávarútvegi verði hættu-
legir atvinnuöryggi víða um land.
Þetta hefur reyndar þegar komið
fram á nokkrum stöðum. Gegn
atvinnuleysi verður að sporna
með öllum ráðum.
Mikilvægast er vafalaust
hvernig tekst að reka sjávarút-
veginn. Þarf í því sambandi bæði
að hafa í huga afkomu útgerðar-
innar og atvinnu á sjó og í landi.
Þegar hafa nokkrar áðgerðir
verið ákveðnar í því skyni að
létta skuldabyrði útgerðarinnar.
Fyrir mörg hin nýrri og dýrari
skip mun það þó varla reynast
nægjanlegt. Lausn á þessum fjár-
hagsvanda útgerðarinnar verður
eitt meginverkefni ríkisstjórnar-
innar á nýju ári.
Einnig er mikilvægt að skipu-
leggja veiðarnar þannig, að at-
vinna geti orðið stöðug og jöfn í
landi. Hún verður minni þegar á
heildina ér litið vegna minni afla,
en mikilvægt er að atvinnuleysi
skapist þó ekki.
Eg hef í þessu sambandi nefnt
það við forystumenn atvinnurek-.
enda og launþega, að skipuct-
verði atvinnumálanefnd, sem fái
það hlutverk að fjalla um at-
vinnuástand á þeim stöðum, þar
sem atvinnubrestur verður, og
gera tillögur til úrbóta. Að vel
athuguðu máli og í einstökum
tilfellum getur að mínu mati
komið til greina að heimila er-
lendar lántökur til þess að bæta
úr alvarlegu atvinnuleysi. Skipa-
smíðaiðnaðinn vantar t.d. til-
finnanlega verkefni, sem þó eru
feykinóg í viðhaldi flotans, ef
fjármagn fæst í því skyni.
Þannig mun verða nauðsynlegt
að taka á vandamálunum þegar
þau koma upp, svo að þjóðin
komist sem best yfir þá tíma-
bundnu erfiðleika, sem við er að
stríða nú.
FRAMTIÐIN
Stefnt er að því, aðverðbólga
í lok næsta árs verði komin niður
fyrir 10 af hundraði. Ég sé ekki
ástæðu til að efast um, að það
megi takast, ef skynsemi er látin
ráða í launasamningum og verð-
lagsmálum. Þá er jafnframt
traustur grundvöllur fenginn að
nýrri sókn til bættra lífskjara.
Tímabært er því að huga að
lengri framtíð, meta stöðu okkar
vandlega, auðlindirnar og þá
möguleika, sem framundan eru.
Nýlega var hér á ferð amerísk-
ur vísindamaður, Dr. Gerald O.
Barney, sem veitti forstöðu um-
fangsmiklu starfi. sem fram-
kvæmt var í forsetatíð Jimmy
Carters. Leitast var við að spá
um þróun efnahagsmála í heim-
inum fram til ársins 2000. Gott
tækifæri gafst til að ræða við dr.
Barney um slíkar spár. Reyndar
hafa mörg slík verk verið unnin.
Niðurstaðan hefur nánast alltaf
orðið sú sama: Horfur hafa verið
taldar alvarlegar, aðeins mis-
munandi mikið. Ef ekki er á
fjölmörgum sviðum snúið við
blaði hið fyrsta og lifnaðarhátt-
um breytt, er spáð, að fólksfjölg-
un verði mjög mikil, mengun,
gífurleg gróðureyðing, vatns-
skortur, orkuskortur og vaxandi
hungur hinna fátæku.
Erfiðleikar undanfarinna ára
hljóta einnig að vekja með okkur
Islendingum ýmsar knýjandi
spurningar um framtíðarhorfur.
Þrátt fyrir mikla fjárfestingu á
undanförnum árum, hefur ekki
tekist að skapa þá fjölbreytni og
festu í efnahagslífi, sem nauð-
synleg er. Margt bendir til þess,
að skammtíma sjónarmið hafi
ráðið um of, en ekki verið hugao
nægilega vel að breytingum tii
lengri tíma litið á ýmsum grund-
vallarþáttum þjóðlífsins, bæði
hvað varðar innlendar aðstæður
og þær, sem ráðast á alþjóðavett-
.vangi.
Framundan felast vafalaust
ýmsar hættur fyrir okkur en einri-
ig tækifæri til að bæta stöðu
okkar, um leið og við getum lagt
þekkingu og reynslu af mörkum
til að aðstoða lakar settar þjóðir
í erfiðleikum þeirra. Dr. Barney
taldi stöðu okkar fslendinga
óvenjugóða. Landrýmiermikið,
umhverfi lítið mengað, g'róður-
eyðingu má auðveldlega snúa
við, mikilvægustu auðlindirnar
eru endurnýjanlegar og sumar
ennþá lítið nýttar. Menntun og
þekking þjóðarinnar er á háu
stigi og getur orðið undirstaða
háþróaðs iðnaðar.
Nauðsynlegt er að hefja hið
fyrsta athugun á eigin framtíðar-
horfum. Því hef ég lagt til við
ríkisstjórnina, að það verði gert
á næstu tveimur árum. Það er
ekki vandalaust verk. Til þess
verður að kveðja alla þá, sem
gerst þekkja til mála á hverju
sviði. Framtíðarþróun má ekki
byggjast á tilviljun eða handa-
hófi, heldur á vel athuguðu og
undirbúnu máli. Á sumum svið-
um kann að vera, að þekkingu
skorti. Sérstaklega er mikilvægt
að hún sé traust í grundvallar-
þáttum eins og í sjávarútvegi,
sem eflaust um langap aldur mun
verða ein meginstoð efnahags-
lífsins. Athyglisvert viðtal við
ungan líffræðing, sem birtist í
einu dagblaði bæjarins nýlega,
vekur til umhugs’unar um, hvort
í fiskifræðinni sé byggt á nógu
haldgóðri þekkingu. Raunar á
hið sama við um nýjar og álitleg-
ar framleiðslugreinar eins og
fiskeldi og loðdýrarækt, sem þeg-
ar eru hafnar og lofa mjög góðu,
en verða að byggjast á þekkingu
og vandvirkni. Um leið og slík
framtíðarathugun leiðir í Ijós
kostina, sem við eigum, og þeir
eru metnir, þarf að draga fram
veikleikana ög vekja athygli á
því, hvernig úr þeim verður bætt.
LOKAORÐ
Það er kaldhæðni örlaganna,
að samfara gífurlegri tækniþróun
stendur heimurinn nú.á alvar-
legri tímamótum en oft áður.
Næstu árin geta ráðið því, hvort
tortíming eða farsæld er fra-
mundan. Mennirnir hafa næga
þekkingu til þess að snúa við
blaðinu og tryggja mannkyni öllu
farsæla framtíð. Til þess þarf að
vísu framsýni og stórhug.
Við íslendingar erum litlir í
þessari heimsmynd, en við erum
óumdeilanlega þátttakendur og
okkur ber skylda til þess að
leggja okkar af mörkum til að vel
megi fara. Við skulum byrja í
eigin garði -, uppræta illgresið
og gróðursetja fyrir framtíðina.
Góðir íslendingar,
Ykkur öllum þakka ég liðið
.. ár. Öllum Iandsmönnum óska ég
þess, að nýtt ár megi verða
friðsælt og farsælt, á því ári megi
takast að leggja traustan grund-
völl að nýrri sókn til bættra
lífskjara og betra mannlífs.
Framsóknarmönnum um land
allt þakka ég samstarfið og árna
heilla. ■