Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 1. JANUAR 1984
11
fréttaannáll 1983
Foreldrar þríburanna, Guðmunda Brynjólfsdóttir og Reynir Arnórsson.
ITímamvnd Árni)
brýr með sér. Hentu ýmsir gaman að því
að brýrnar sem brustu voru allar nýjar,
- en þær gömlu stóðu eftir sem áður.
Spratt af þessu ýmisleg kerskni í garð
yngri verkfræðinga, sem vitanlega svör-
uðu fullum hálsi og bentu á gildar og
góðar orsakir fyrir örlögum brúnna.
Þann 10. febrúar varsíðasti skiladagur
skattframtala og var að vanda margt um
manninn á skrifstofum skattstjóra.
Einkennilegt ljósfyrirbæri sást á himni
yfir Austfjörðum að kvöldi 12. febrúar,
sem einnig varð vart við á hafinu sunnan
Færeyja. Lagði af þessu mikla birtu og
varð víða svo bjart sem um dag væri.
Álitið var að hér hefði verið um svo-
nefndan vígahnött að ræða.
Um miðjan mánuðinn boðuðu að-
standendur Kvennaframboðsins í
Reykjavík að sérstakur kvennalisti
mundi bjóða fram við væntanlegar al-
þingiskosningar að vori.
Vélbáturinn Akurey frá Höfn í
Hornafirði strandaði austan við Horna-
fjarðarós þann 18. febrúar, er vél hans
stansaði. Var báturinn á heimleið úr
netaróðri. Hann náðist skjótt af
strandstað, en laskaðist talsvert.
Eldur kom upp í svínabúi að Sveðju-
stöðum í ytri Torfustaðahreppi í V-
Hún., þann 2o. febrúar og drápust 24
svínanna.
Skreiðarframleiðendur fylltust ugg, er
Seðlabanki íslands ákvað að hætta kaup-
um á skreið um sinn, vegna óvissu í
sölumálum.
Saksóknari höfðaði mál á hendur
Video-son og var fyrirtækinu gefið að
sök að hafa rekið sjónvarp um þráð á 15
kerfum í Reykjavík, KópavogTog Hafn-
arfirði. Var krafist að ákærðu yrði
dæmdir í fjársektir, auk þess sem tæki
þau og búnaður sem til þessarar starf-
semi var notaður skyldi gerður upp-
tækur.
Kauplagsnefnd úrskurðaði eftir 20.
febrúar að hinn 1. mars skyldu verðbæt-
ur á laun reiknast 14.7% og þar með
mundu laun allra launþega á landinu
nema 1.8-2 milljörðum.
Margir hrukku við er opinbert var gert
að hvert örkumlaslys kostar andvirði 3ja
einbýlishúsa. Vonandi hafa þessi tíðindi
hvatt menn til enn frekari gætni í um-
ferðinni.
Nýr flugmálastjóri var skipaður sem
eftirmaður Agnars Kofoed Hansen þann
25. febrúar. Er hann Pétur Einarsson,
sem áður gegndi starfi varaflugmála-
stjóra.
Ófagrar freftir bárust um umhirðu-
laust fé á bænum Laugabóli í Auðkúlu-
hreppi. Var féð sagt skjóllaust og að
margt af því hefði horfallið. Oddviti
Auðkúluhrepps kvað ástæðuna fyrir
hrakningi fjárins þá að fjárhús á Lauga-
bóli hefðu fokið og hefði verið talið að
óhætt væri að láta féð ganga úti um hríð.
STORBRUNAR
0G
SKIPSSTRÖND
Þann 1. mars varð Ijóst að Gunnar G.
Schram hafði orðið hinn ótvíræði sigur-
vegari í prófkjöri sjálfstæðismanna á
Reykjanesi, en hann hreppti 2. sætið á
listanum og vantaði aðeins 288 atkvæði
til þess að ná fyrsta sæti.
Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð-
herra varð sjötugur þann 1. mars og
heimsótti ríkisstjórnin afmælisbarnið af
því tilefni. Þar færði dr. Gunnar Thor-
oddsen Ólafi fagran silfurbakka að gjöf
og samherjar gáfu honum málverk eftir
Jóhannes Geir úr Skagafirði.
Hafrún ÍS 400 strandaði undir Stiga-
hlíð við ísafjarðardjúp þann 2. mars.
Áhöfninni, 11 mönnum. var bjargað
með aðstoð þyrlu.
Sænskur prófessor sótti um leyfi heil-
brigðisyfirvalda á íslandi til þess að gera
tilraunir með gæði tannkremstegunda á
800 íslenskum börnum í þrjú ár.
Tvær franskar þyrlur voru við margs-
konar björgunaræfingar hér á landi í
febrúar og mars og hinn 5. mars var efnt
til hópslysaæfingar við Helgafell, þar
sem þyrlurnar þóttu gefa góða raun. Þær
aðstoðuðu einnig við björgunina úr
Hafrúnu ís., sem segir frá hér að ofan.
Harðorð gagnrýni kom fram á Sædýra-
safnið frá Sambandi dýraverndunarfé-
laga í bréfi til menntamálaráðherra og
var lagt til að dýrin yrðu flutt úr landi,
eða þeim lógað ella, þar sem viðurgjörn-
ingur væri alls ófullnægjandi í safninu.
Var ákveðið síðast í mánuðinum að
: veita safninu nokkurn frest til fram-
kvæmda á ýmsum umbótum.
Milljónatjón varð í Álafossverksmiðj-
unum að morgni þriðjudagsins 15. mars.
Eyðilögðust um 100 tonn af óunninni
ull, vélar og litarefni og loks 450 fermetr-
ar af verksmiðjuhúsunum.
Þann 16. mars fréttist að hlutafé
Flugleiða í Cargolux, 62 milljónir króna,
hefði verið afskrifað með öllu. Var
nokkur uggur ríkjandi um áhrif þessa á
rekstur Flugleiða, en Cargolux hafði
verið talið blómlegt fyrirtæki og ein
meginstoð Flugleiða.
Litlu munaði að árekstur yrði á milli
■ Knattspyrnugarpinum kunna, Ásgeiri Sigurvinssyni og Ástu konu hans fæddist
dóttir þann 7. mars. (Tímamynd Róbert)
Álafossbruninn olli tugmilljónatjóni.
(Tímamynd G.E.)
Sjóir ríða yfir Hafrúnu á strandstað
(Tímamynd Arni)
% •
flugvélar frá Arnarflugi og herflugvélar
af Keflavíkurflugvelli þann 15. mars.
Forðaði það ósköpum að aðstoðarílug-
maður Arnarflugsvélarinnar sá hervél-
ina í tíma og gat sveigt af leið á síðustu
stundu.
Kona ól barn í sjúkrabíl frá Sauðár-
króki þann 21. mars er bíllinn var á leið
með hana frá bænum Bústöðum í Lýt-
ingsstaðahreppi til Sauðárkróks. Gekk
fræðingin vel og heilsaðist konunni og
barninu, 13 marka dreng, vel á eftir.
Urgur kom í stuðningsmenn Banda-
lags jafnaðarmanna á Reykjanesi, þegar
Vilmundur Gylfason hafnaði lista upp-
stillingarnefndarinnar á staðnum. Kváð-
ust stuðningsmennirnir, - Bandalag
Suðurnesja, - hafa látið af stuðningi við
Bandalag jafnaðarmanna þar með.
Deilur stóðu á Norðurlandi - vestra
um hvort svonefndum „göngumönnum“
undir forystu Ingólfs Guðnasonar al-
þingismanns skyldi leyft að nota bókstaf-
ina BB við komandi alþingiskosningar.
Beitti kjördæmisráð Framsóknarflokks-
ins sér gegn því að leyfi fengist, en
yfirkjörstjórn kvað upp þann úrskurð
24. mars að þetta leyfi yrði veitt.
Aðalfundur Flugleiða var haldinn
þann 24. mars og kom þar fram að þótt
tekjur félagsins hefðu tvöfaldast að raun-
gildi, nam tap þá 100 milljónum króna.
Dregið var í áskrifendagetraun Tím-
ans þann 25. mars og kom lokavinning-
urinn í getrauninni upp á nafn þeirra
Sigríðar Sigurgeirsdóttur og Friðriks
Kristjánssonar, rafveitustjóra, á Höfn í
Hornafirði.
Hæstaréttardómur gekk þann 27.
mars í svonefndu „Þingvallastrætis-
máli,“ á Akureyri. Hafði verið ærið
agasamt meðal íbúa húss eins við götuna
um langt skeið og var íbúum fyrstu
hæðar gert að rýma íbúð sína og verða
á brott úr húsinu.
Skoðanakannanir hófust í lok mánað-
arins á vinnustöðum um fylgi stjórnmála-
flokkanna og kom í Ijós að Bandalag
jafnaðarmanna mundi eiga miklu fylgi
að fagna, - allt að 20%.
Páskar gengu í garð. Víða var illfært
á landinu um þetta leyti og snjóar miklir
og þann 29. mars féll snjóflóð í Mánár-
skriðum nærri Strákagöngum, og annað
snjóflóð, skömmu síðar vestan við op
ganganna. Þarna lokuðust inni veghefill
frá Sauðárkróki og að auki bíll með
farþega á leið að áætiunarvél Arnartlugs.
Var fólkinu komið fyrir í Sólgarðsskóla
uns vegurinn opnaðist að nýju.
Aprll
SIGUR „NYJU
FRAMB0DANNA’
Um páskana tóku menn að óttast um
afdrif 32ja ára gamals Frakka, sem lagt
hafði upp í ferðalag yfir Vatnajökul á
föstudaginn langa. Hafði hann vcrið
varaður við að leggja á jökulinn, eri
hann sinnti engum aðvörunum, enda vel
til fcrðar búinn. Kom maðurinn fram á
Breiðamerkursandi þann 6. apríl og
hafði þá verið á ferðinni í lOdaga. Hann
var nokkuð kalinn og sagði ferðalagið
hafa verið hið skelfilegasta.
Um páskana var gerð stórleit að
tveimur skátadrengjum úr Reykjavík
sem týndust á Bláfjallasvæðinu. Leituðu
þeirra á þriðja hundrað manns og fund-
ust þeir heilir á húfi.
1200 tonn af saltfiski voru endurscnd
frá Portúgal í byrjun mánaðarins, þar
sem hringormar höfðu fundist í
fiskinum. Brá mönnum í fiskiðnaði illi-
lega við þessi tíðindi og var ákveðið að
allur fiskur skyldi gegnumlýstur fram-
vegis, þótt því fylgdi tugmilljóna kostn-
aður.
í verðbólguspá VSÍ þann 7. apríl kom
fram að framfærsluvísitala muni að öllu
óbreyttu hækka um 110% á árinu. í
tilefni af þessum útreikningi lýsti Stein-
grímur Hermannsson, formaður Frani-
sóknarflokksins því yfir, að lögbinda
yrði aðgerðir til lengri tíma að kosning-
um loknum þar sem atvinnuvegunum
yrði ekki lengur bjargað með bráða-
birgðaráðstöfunum.
Perez De Cuellar aðalframkvæmda-
stjóri SÞ. kom til íslands þann 8. apríl.
Hitti hann að máli forseta íslands, en
einnig forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra. Bar hann lof á þann stuðning sem
þjóðir Norðurlanda hafa veitt samtök-
unum.
„Cliff Barnes“, öðru nafni Ken Ker-
ceval hinn kunni leikari úr „Dallas"
þáttunum kom til Islands á vegum SÁÁ
í tilefni af söfnun til sjúkrastöðvar sam-
takanna.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt-
ir, heimsótti Frakkland í opinberri heim-
sókn sem stóð dagana 12-15 apríl. Hitti
forsetinn Claude Cheysson, utanríkis-