Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. JANUAR 1984 PASSCHE Sumarið og haustið 1917 var háð sú orrusta sem varð að einhverju mesta múgmorði sögunnar. Hálf milljón lá í valnum um síðir Á þessari öld hafa viðhorf manna til ýmissa áður viðurkenndra gilda og „sanninda" breyst ákaflega mikið, en þó hefur fátt breyst jafn mikið og afstaðan til styrjaldar. Orsökin er fremur öllu öðru sú reynsla sem á þessum aratugum hefur fengist af því að leita lausna á deilum þjóða með átökum og mannvígum. Nú eru uppi umræður um þær hræðilegu afleiðingar sem kjarnorkustyrjöld mundi hafa í för með sér og í Ijósi þeirrar umræðu er svo að heyra sem flestir vilji láta mikið yfir sig ganga fremur en eiga á hættu að til þessara ógnartóla verði gripið. í upphafi aldarinnar voru viðhorf manna öðru vísi, en samt er öruggt að hefðu menn vitað fyrir árið 1914, hvílíkar skelfingar voru í aðsigi í stríðinu sem þá var í uppsiglingu mundi því stríði varla hafa verið fagnað af slíkum ákafa. í fyrsta sinn kom nú múgstríðið til sögunnar, þar sem mann- f jölda sem nam íbúaf jölda stórborga var fórn- að á fáum vikum. Eitt átakanlegasta dæmið var orrustan árið 1917 sem kennd er við Passchendale, en þar féll nær þrisvar sinnum meiri fjöldi manna en lífið lét við Hirosima 28 árum síðar, — manndrapin tóku aðeins nokkru lengri tíma. ■ Árið 1917, þegar heimsstyrjöldin fyrri hafði senn staðið í þrjú ár var svo komið að bæði Þjóðverjar og Banda- menn voru orðnir ringlaðir eftir langvar- ;indi og árangurslitlar mannfórnir og tðldu að senn yrði að breyta um frá fyrri aðfcrðum á einhvern hátt. Þetta átti við um báða helstu stríðshaukana, Ludend- orff hinnþýskaogHaig.herstjóra Breta. Eftir árangurslausar og skæðar orrust- ur við Somme árið 1917, hafði Haig nú talið sér trú um að sér. væri fært að brjótast í gegnum varnir Þjóðverja við Ypres. Við Ypres höfðu staðið tvívegis stórorrustur áður, án þess að þær skiluðu umtalsverðum árangri, en Haig taldi að í bæði skiptin hefði verið sótt á röngum stöðum og með röngum aðferðum og hann kenndi yfirhershöfðingja Frakka, Joffre um það. Þá taldi hann að breski herinn hefði verið illa æfður hin fyrri skiptin og því ekki eins skjótur í hreyf- ingum og þurft hefði. Sumarið 1917 „var franski herinn í slæmu ástandi eftir Somme og í hernum ríkti veruleg upplausn. En Haig hafði ekki áhyggjur af því, - síður en svo. Fyrir vikið taldi hann sig nú geta beitt eigin hernaðarsnilli án utanaðkomandi afskipta með breskum liðsstyrk ein- göngu. Ostende og Zebrugge Áætlun Haig var stórhuga. Hann hugðist ráðast í gegn um víglínur Þjóð- verja austan við Ypres og sækja alla leið til Ostende, sem var 50 kílómetra leið. í næstu lotu ætlaði hann svo að ná á sitt vald belgísku járnbrautunum, sem Þjóð- verjum voru lífsnauðsynlegar. En þetta var þó ekki eins auðvelt og mátt hefði ætla við fyrstu sýn. Norður frá höfðu Belgar nefnilega opnað flóðgarða sína og veitt sjó yfir stór svæði. Þar með var stór hluti liðs Þjóðverja öruggur. Við Ypres var land og mjög vott og leirugt og bleytunni varð ekki veitt burtu og stórskotahríðin varð til þess að allt varð að samfelldri eðju. Þjóðverjar höfðu verið að byggja upp og styrkja varnir sínar þar um árabil. Þcir vissu að Frakka þurftu þeir ekki að óttast að sinni og vegna óróa í Rússlandi höfðu þeir getað flutt mikið lið frá austurlandamærunum. En Haig hugðist eigi að síður hafa miklar sigurlíkur, vegna yfirburða mannafla. Leit aldrei á vígstöðvarnar Síðar færði Haig fram margar afsakan- ir fyrir því að ráðist var í þessa sókn, sem nefnd hefur verið orrustan við Pass- chendale, en þó einnig „Þriðja orrustan við Ypres“. Hann fullyrti að Pétain hershöfðingi hefði óskað eftir sókn af hálfu Breta, til þess að Þjóðverjar gætu ekki beitt sér gegn franska hernum, sem var mjög í upplausn og agi á undanhaldi. En þetta var ekki satt, þar sem Pétain hafði aðeins óskað eftir minni aðgerð- um, til þess að halda Þjóðverjum við efnið, en ekki stórsókn, sem hefði getað komið breska hernuni í sama farið og franski herinn var í. Haig sótti afar fast að mega hefja þessa sókn og fékk til liðs við sig Jellicoe flotaforingja. Lýsti Jellicoe því yfir að bráða nauðsyn bæri til að taka Ostende og Zeebrúgge, ef takast ætti að stöðva aðgerðir þýsku kafbátanna. Haig vissi þó vel að þetta var ekki rétt. Flestir þýsku kafbátarnir lögðu út frá þýskum höfnum, en ekki frá Ostende og Zeebrúgge. Haig leit á Jellicoe sem Bærínn Ypres árið 1917. Hermaður sem handtekinn var í orrustunni við Passchendale. hverja aðra aldraða kerlingu, en tók feginn við hverri þeirri röksemd sem nota mætti eftirlætissóknarhugmynd hans til framdráttar. Þá sagði Haig að þetta væri síðasta tækifærið til að vinna stríðið áður en Ameríkanar kæmu á vettvang og má það kallast skrýtin röksemd, þar sem Bretar fullyrtu að báðir berðust fyrir sama málstað. En kjarni málsins var einfaldur: Haig hafði í blindni tekið þá ákvörðun að hér væri staðurinn þar sem ráða mætti stríðinu til lykta. Hann leit aldrei á væntanlegar vígstöðvar. Hann hundsaði líka fullkomlega aðvaranir frá eigin upplýsingaþjónustu um leðjuna og for- arpyttina á svæðinu. Enginn deildi þess- ari bjartsýni með honum. Robertson hershöfðingi taldi að ekki gæti meira áunnist en að drepa einhverja Þjóðverja, því það væri ógjörningur að berjast gegn Þjóðverjum og Ieðjunni í senn. En öll gagnrýni gerði Haig aðeins enn þrárri. NDALE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.