Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984 7 í forínni við Passchendale bera breskir hermenn sxrðan félaga burtu. „Sendum við virkilega mennina til þess að berjast í þessu?“ spurði herstjómarforíngi Haigs. Lloyd George og hershöfðinginn Nú skipti mestu máli hvað Lloyd George legði til málanna, en hann var forsætisráðherra Breta. Hann gat lagt bann við sókninni. En Lloyd George taldi stöðu sína veika. Hann var við völd með stuðningi íhaldsmanna og íhalds- mennirnir báru takmarkalaust traust til leiðtoga flotans og hersins. Það hafði því nálgast fífldirfsku er Lloyd George hafði látið koma á skipalestasiglingum gegn andmælum Jellicoe og harin taldi sig ekki geta ögrað íhaldsmönnum að nýju, með því að neita óskum Haig. Hann hafði lofað að vinna stríðið, þegar hann settist í ráðherrastól og hvernig átti hann að slá á hönd Haig, þegar sá síðarnefndi lofaði að vinna fyrir hann stríðið? Haig var kænn í stjórnmálum, þótt sem herstjórnandi væru hæfileikar hans takmarkaðir. Hann lék við hvern sinn fingur á fundum með stríðsfréttarit- urunum og heillaði þingmenn þá sem komu í stjórnstöðvar hans. En einkum lagði hann sig fram um að tryggja sér hylli konungsins. Vera má að Lloyd George hefði hreyft andmælum ef hann hefði haft hermálaráðuneytið einhuga að baki sér, en því var ekki til að dreifa, þar sem meðlimirnir studdu Haig heils- hugar. ■ Haig hershöfðingi. Forin frá Flandern hefur þótt loða við nafn hans æ síðan. „Orrustan“ við Messines í byrjun árs 1917 náði Haig þó að hafa þau áhrif á hina háu herra í London sem riðu baggamuninn. Hér var um að ræða aðgerðir við hæðina Messines sem er sunnan við Ypres. Hæðina sátu Þjóð- verjar og gátu séð af kolli hennar allt sem Bretar voru að bralla hinum megin línunnar. Var það að undirlagi herfor- ingjans Plumer að í tvö ár var unnið að því stórvirki að grafa á laun jarðgöng að rótum Messin-hæðar, 50 metra undir yfirborði jarðar. Þar var komið fyrir 933 þúsund pundum af sprengiefninu „am- monal“, er þá var hið öflugasta spreng- iefni sem menn þekktu. Eftir stanslausa stórskotahríðfrá21. maí til 2. júní 1917, þar sem beitt var 2200 fallbyssum af þeim hlaupvíddum sem tiltækar voru, hleyptu menn sprengingunni af stað, en alls var um að ræða 19 risastórar hleðslur. Drunan af þessari miklu sprengingu heyrðist til London og Dublin. Bílar þeyttust hátt upp í loftið og bændabýli í tuga kílómetra fjarlægð hruhdu til grunna. Einn gígurinn var yfir hundrað metra að dýpt. Ekki var vitað um manntjón, en tíu þúsunda var saknað auk hinna sem fórust með vissu. Bretar tóku nú hæðina og næstu bæi í grennd án fyrirhafnar. Löngum hefur verið talið að ekki hafi þeir þó neytt þessa sigurs sem skyldi og kom það að nokkru af því að Haig skorti hcimild til að færa sóknina út. LudendorfT. Hann þurfti ekki að hafamiklaráhyggjur afstórsókn Haigs. í villu og svima En þótt hugsast mætti að árangur hefði náðst ef sigrinum við Messines hefði verið strax fylgt eftir, þá skipuðust skjótt verður í lofti og Þjóðverjar voru skjótir að búa um sig að nýju og draga að varalið til þess að treysta varnirnar. Haig notaði þó Messines viðstöðulaust til þess að telja yfirvöld í Lundúnum á að hefja stórsókn við Ypres og studdi John Jellicoe flotaforingi hann dyggilega áfram með því að veifa hættunni af kafbátahöfnunum framan í bresku ráða- mennina. Sem áður segir var sú forsenda hæpin. Haig þóttist hafa bætt stöðu sína mikið fyrir væntanlega sókn, ekki síst þar sem Þjóðverjum var nú ckki lengur unnt að fylgjast með hlutunum frá Messines-hæðinni. Hafði hann í huga að hernaðaraðgerðir framvegis yrðu sem mest í líkingu við Messines, - stuttar og harðar. Á löngum fundum hermálaráðs- ins í London varð Haig þó að svara mörgum spurningum, áður en stórsókn- jn hæfist: Mundu Frakkarstyðjaaðgerð- ina? Hvað var til stuðnings þeim fullyrð- ingum Haig að Þjóðverjar væru siðferði- lega „komnir að fótum fram?" Var ekki ráðlegra að bíða komu Bandaríkja- manna? En Haig átti einhver svör við öllum spurningum og sagði að „talsverð- ar“ horfur væru á því að ná Ostende og brátt sagði hann „ágætar horfur“ á því. Hermálaráðið þingaði áfram, - í blindni. Það fékk aldrei að vita að Frakkar vorú þessari áætlun andsnúnir og allir hinir herforingjar Breta líka. Þeir vissu ekki um að upplýsingaþjónust- an réði strengilcga frá aðgerðinni og að síst fengu þeir að vita um aurflóðið á svæðinu. Loks var Haig skipað að undir- búa sóknina og ætlaði ráðið að hugsa málið betur á meðan. En það fékk aldrei tóm til þess. Þann 25. júlí tilkynnti Haig að allt væri til reiðu og hermálaráðið sendi „hjartanlegar stuðningskveðjur". í leðjunni Undirbúningurinn hafði verið fram- kvæmdur af venjulegri vandvirkni. Þjóð- verjar, sem höfðu fengið aðvaranir í tæka tíð, bjuggust til varnar. Liðsafli þeirra óx, uns hann var orðinn ámóta og liðsafli Breta. Var um ein milljón manna viðbúin sitt hvorum megin víglínunnar. Að baki línu Breta bcfð'riddaralið eftir skipun um að sækja fram, en sú skipun kom þó aldrei. Sóknin hófst þann 31. júlí og þegar fyrsti dagurinn var að kvöldi kominn mátti öllum vera Ijóst að aðgerðin var misheppnuð. Engin bresku sveitanna hafði náð að sækja lengra fram en 800 metra. Hvergi höfðu menn komist í návígi við Þjóðverjana. Það hellirigndi. Sprengjurnar rótuðu upp mýrlendinu og varð það að voðalegasta foræði. Hermennirnir sukku upp í mitti í tilraunum til þess að sækja áleiðis. Fallbyssur bókstaflega sukku í kaf í for. Haig sendi skriðdreka fram, en þeir sukku líka. Án þess að mikið bæri á lét Haig heita sem markmiðið væri annað. Ostende og Zeebrúgge höfðu gleymst. Eina markmiðið nú var að drepa sem flesta Þjóðverja og lama þrek þeirra. En Ludendorff var ekki skelfdari en svo að liann lét þær sveitir sem komu um þessar mundir frá Rússlandi fara til Ítalíu, cn ekki til Flandern. Um miðjan ágúst hægði á sókninni. Enn aftur reyndi Lloyd George að fá stöðvað hana. Hann hélt til Frakklands og heimtaði að fá að koma á vígstöðvarn- ar. Allir þýskir fangar, sem voru við góða heilsu, voru strax fluttir á brott, til þess að ráöherrann sæi aðeins halta menn og veikburða og héldi að þannig væru Þjóðverjar á sig komnir. Lloyd George lét enn sannfærast. Hálf milljón lá í valnum 1 september hófust árásirnar að nýju. Haig var sannfærður um að Þjóðverjar mundu „brotna" á hverri stundu. Lloyd George var hins vegar viss um að hann hafði veðjað á rangan hest. Tveir „at- vinnulausir'* hershöfðingjar, Frensch og Wilson, ráðlögðu honum að stöðva bar- dagana. En þeir héldu áfram. í október var gerð meiri sókn en nokkru sinni fyrr, og þann 7. nóvembcr tókst Bretum að halda innreið sína í „bæinn" Passchend- ale, sem nú var ekki lengur til! Loks þá lét Haig gott heita. Sóknin hafði „skilað árangri," sagði hann. En hvaða árangri? Engum. Breska víglínan var nú enn óheppilegar löguð en þegar sóknin hófst og allt það sem unnist hafði var yfirgefið að nýju þegar stytta þurfti víglínuna er Þjóðverjar sóttu fram á næsta ári. Mannfall Breta hafði orðið meira en 300 þúsund manns, en Þjóðverjar höfðu misst minna en 200 þúsund. Þrjátíu árum síðar fullyrtu Bretar að þeir hefðu tapað 250 þúsund mönnum, en Þjóðverj- ar 400 þúsund mönnum, en engum dettur í hug að leggja trúnað á slíkt bull. Eftir stríðið sagði Ludendorff raunar að þessir langvinnu bardagar hefðu eyði- lagt baráttuanda þýska hersins, en það er þó varla að marka, þar sem hann þurfti að fela þann sannleika að það var hann sjálfur sem eyðilagði baráttuanda hers síns í bardögunum 1918, sem hann sjálfur stýrði. „Þriðja orrustan við Ypres" er eitt- hvert það mesta múgmorð sem sagan kann frá að greina. Haig bar mestu ábyrgðina, en talsvert af forinni frá Flanden loðir þó við Lloyd George, sem vantaði það áræði sem þurfti til þess að koma í veg fyrir sóknina. Passchendale var síðasta orrustan í „gamla stílnum", ef svo má segja. Meira að segja hershöfðingjarnir sáu á end- anum að eitthvað var ekki með felldu. Þann 8. nóvember heimsótti herstjórn- arforingi Haigs vígvöllinn í fyrsta sinn. Þegar bifreið hans klöngraðist í gegn um forina brast hann í grát og sagði: „Send- um við raunverulega mennina af stað til þess að berjast í þessu?“ En leiðsögu- maður hans svaraði: „Það er helmingi verra þcgar lengra kemur“. En á Haig var engin iðrunarmerki að sjá og hann tók þegar að búa sig undir nýja sókn vorið 1918.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.