Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 29

Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 29
 SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984 29 Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal Búnaðarfélag Islands hefur gefið út í einni bók eftirtalin rit séra Björns Halldórssonar í Sauölauksdal (f. 1724 - d. 1794). Korte beretninger, kom fyrst út í Kaupmannahöfn 1765. Atli, kom fyrst út í Hrappsey 1780. Grasnytjar, kornu fyrst út í Kaupmannahöfn 1783. Arnbjörg, kom fyrst út í Reykjavík 1843. Rit þessi hafa ekki áður verið prentuð með latínuletri og því ekki verið aðgengileg fyrir nútímafólk. Björn í Sauðlauksdal var einn af merkustu fræðimönnum síns tíma, íslenskumaður, náttúrufræðingur og frömuður garðræktar og annarrar jaröyrkju. Ritin eru búfræöi sinnar aldar og eru einar fyrstu leiðbeiningar í ræktun, búnaðar-og hcimilisháttum, sem birtust almenningi. Auk þess er að finna fróðleik um grasafræði og grasalækningar m.a. teknar frá þekktum l'ræðimönnum evrópskum. I>ar er einnig að finna upphaf landbúnaðar- löggjafar á síðari tímum „nýbýlatilskipunina" og „þúfnatilskipunina", sem oft er vitnað til. Þessi fræði hafasögulegtgildi fyrir nútíma- fólk, þau eru furðu alhliða aldarspegill, sem sýnir viö hvaö var búið, af hverju var lifað og hvað þótti helst horfa til framfara, þegarfyrst var að rofa til í þjóðfélaginu eftir erfiðar aldir. Megináhersla var lögð á að kenna hinu unga fólki að búa að sínu og nýta hvaðeina sem landið gat gefið en einnig rækta og er þar margt til nefnt, sem þá mun hafa verið nýtt og flestum framandi. í Atla er ungum bónda kennt hvernig á að búa. I Arnbjörgu er verðandi húsmóöur kennt hvernig á að ala upp börnin í guðsótta og góðum siðum, stjórna hjúum á heimili og hvað einkennir æruprýdda dáindiskvinnu. Verð bókarinnar til áskrifenda er kr. 790. Þeir sem óska eftir að fá bókina á áskriftarverði geta fyllt út meðfylgjandi seðil. Caterpillar 6D og B Til sölu varahlutir í Caterpillar 6D og B. Ýmislegt í mótora, grjót- spyrnur á 6B, o.m.ft. Einnig í Cat. 8D. Upplýsingar í síma 32101. Óskum viðskiptavinum okkar farsæ/dar á nýja árinu Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum NISSAN INGVAR HELGASON s,m, ^ SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.