Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.01.1984, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984 íþróttaannáll 1983 ... ■ Tryggvi Helgason sundmaður vann mörg góð sundafrek á árinu. Hann var tvímælalaust bestur sundmanna, og keppti einn Islend- inga á KM í Róm. Tímaniynd Róbert Gummersbach, v-þýska handboltalið- ið, sigraði í þýsku bikarkeppninni og vann því til allra titla á árinu sem eitt lið getur. Teitur Þórðarson atvinnuknattspyrnu- maður í Lens gerði samning við annarr- ardeildarfélagið Cannes, og flutti sig þangað suður. Janus Guðlaugsson sem hafði þjálfað FH fram í júní, fór aftur út til Fortuna Köln, og hefur leikið þar síðan. Leið svo júní, áfram Atli. JÚlí HSI hætti við að senda unglingalands- lið á úrslitakeppni HM í Finnlandi vegna fjárskorts. Sambandið var mjög skuldugt, og er enn. Fjögur stig skildu efsta og neðsta lið í fyrstu deild í byrjun júlí, og var jöfn keppni einkennandi fyrir fyrstu deildina út sumarið. Islendingar sigruðu í Kalott keppninni í frjálsum íþróttum í Alta í Lapplandi. Kristján Hreinsson, ungur og efnilegur bóndasonur úr Eyjafirði sló 18 ára gamalt íslandsmet Jóns P. Ólafssonar í hástökki á mótinu, stökk 2,11 metra sjálfum sér og öðrum á óvart, hans langbesti árangur. Bryndís Hólm setti íslandsmet í langstökki, 6,20 metra, og þessi tvö ásamt Kristjáni Harðarsyni langstökkvara úr Ármanni höfðu tryggt sér þátttökurétt á EM unglinga í Vín. Guðrún Fema Ágústsdóttir sló 7 ára gamalt met í 100 metra skriðsundi á Meistaramóti íslands í sundi. Tryggvi Helgason hlaut afreksbikarinn á mótinu fyrir besta afrekið, en einnig slógu í gegn Bryndís Ólafsdóttir, 14 ára mær frá Þorlákshöfn, Hugi Harðarson, Selfossi og Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Njarðvík. Vésteinn Hafsteinsson HSK setti nýtt íslandsmet í kringlukasti, 65,60 metra í 1. deild bikarkeppni FRI 17. júlí, og Sigurður T. Sigurðsson, KR setti nýtt íslandsmet í stangarstökki, stökk 5,25 metra. IR sigraði í 12. sinn í deildinni, og UMSK vann sig upp úr annarri deild öllum að óvörum. Skagamenn sigruðu Breiðablik í viðureign tveggja efstu liða fyrstu deildar í knattspyrnunni á Skaganum, og tóku forystu í deildinni 24. júlí. Valsmenn áttu í harðvítugri fallbaráttu, ráku þjálf- ara sinn Klaus Peter, og réðu Sigurð Dagsson í staðinn. íslendingar sigruðu Færeyinga í drengjalandsleik í knattspyrnu í Hafnar- firði 4-1 25. júlí, og 3-0 daginn eftir. Fremstur í flokki íslendinga var Sigurður Jónsson frá Akranesi, sem 16 ára gamall lék í fjórum landsliðum íslands á sumr- inu, 15-16 ára, 16-18 ára, 21 árs og yngri og A-landsliði, og varð yngsti leikmaður sem leikið hefur í íslensku A-landsliði. Einar Vilhjálmsson bætti sinni stærstu skrautfjöður í hattinn til þessa, þegar hann sigraði í keppninni Norðurlönd- Bandaríkin í Stokkhólmi 26. júlí. Einar kastaði 90.66 metra, setti nýtt íslands- met og sigraði tvo af bestu spjótköstur- um heims, þá Tom Petranoff Bandaríkj- unum heimsmethafa, sem kastaði 99 metra rúma á árinu, og Per Erling Olsen Noregi sem átti best 90,30 metra. Einar vakti heimsathygli á mótinu, og árangur hans var sá 10. besti á árinu þegar upp var staðið, glæsilegt. Fjórir aðrir íslend- ingar kepptu á mótinu, Óskar Jakobsson varð fimmti í kúluvarpi langt frá sínu besta, Þórdís Gísladóttir varð þriðja í hástökki með „aðeins" 1,83 metra, Vésteinn Hafsteinsson náði sér ekki á strik, en Oddur Sigurðsson stóð sig vel í 4x400 metra boðhlaupi. Einar var stjarna þessara leika, og fékk verðlaun Norðurlandaráðs fyrir óvæntasta og/eða besta afrek keppninnar. Leið svo júlí, áfram Einar. Ágúst Gylfi Kristinsson, ungur kylfingur frá ■ Gylfi Kristinsson, íslandsmeist- ari í golfi 1983. Ungur og geysiefni- legur golfmaður. Tímamynd Róbert Keflavík varð Islandsmeistari í golfi í byrjun ágúst, á einu mesta rigningar- landsmóti sem sögur fara af. Gylfi stakk keppinauta sína af síðasta daginn, en annar varð mjög óvænt Úlfar Jónsson Keili, aðeins 14 ára táningur. Kvenna- meistari varð Ásgerður Sverrisdóttir GR. ítaiir sigruðu Íslendinga í Kastlands- keppni í tengslum við Reykjavíkurleika, sem fóru í vaskinn í orðsins fyllstu merkingu, keppendur og örfáir áhorf- endur rigndu bókstaflega í kaf. Það voru þó útlendingarnirsem slógu íslendingum við á Reykjavíkurleikunum, virtust þola kuldann betur. Norskar sigruðu íslenskar í kvenna- landsleik í knattspyrnu um mánaðamót júlí-ágúst, 1-0. „Áugljós vítaspyrna á Noreg ekki dæmd“, sagði Tíminn rétti- lega. íris Grönfeldt spjótkastari setti nýtt íslandsmet í spjótkasti 7. ágúst, í ung- lingalandskeppni Norðurlanda í Kaup- mannahöfn. íris varð þriðja, en þrjár íslenskar stúlkur sigruðu í sínum grein- um á mótinu, Helga Halldórsdóttir KR í 100 metra grindahlaupi, Bryndís Hólm ÍR í langstökki og Ragnheiður Ólafs- dóttir FH í 1500 metra hlaupi. Heimsleikarnir í frjálsum íþróttum í Helsinki, hinir fyrstu sinnar tegundar, runnu upp. Þar komu fram margar stjörnur, skærast skein þó Karl nokkur Lewis frá Bandaríkjunum sem sigraði í langstökki, 100 metra hlaupi og ásamt félögum sínum úr USA-sveitinni í 4x100 metra boðhlaupi. Aðrir sem stóðu sig sérlega vel voru til dæmis Edwin Moses grindahlaupari og boðhlaupari USA, Jarmila Kratoschwilowa hlaupakona frá Tékkó, sem sigraði í 400 og 800, og Marie Decker frá Bandaríkjunum sem sigraði í 1500 og 3000 metra hlaupum kvenna. Bretinn DalyThompson sigraði í tugþraut, og heimsmetum rigndi á leikunum. Islendingarnir sem kepptu á heims- leikunum komust hvergi framarlga á blað. Óskar Jakobsson hætti við að keppa á leikunum vegna meiðsla og tafa þeirra vegna frá æfingum, Þráinn Haf- steinsson var 15. í tugþraut, Þórdís Gísladóttir varð í 24.-26. sæti í hástökki, Vésteinn Hafsteinsson komst ekki í úrslit í kringlukasti. Einar Vilhjálmsson var verulega óheppinn, varð í 13 sæti í spjótkastinu, munaði sentimetrum að hann kæmist í úrslit, fékk tvö köst af þremur ógild. Breiðabliksstúlkumar urðu bikar- meistarar í knattspyrnu, sigruðu Iþrótta- bandalag Akraness 3-1 í úrslitum, Valur tryggði sér sigur á fslandsmóti 5. flokks, og FH-ingar sigruðu tvöfalt í sumarmóti HSÍ, sem fór í fyrsta sinn fram innan- húss. Svíar fengu tvö „útsölumörk á silfur- fati", er þeir sigruðu íslenskt áhuga- mannalandslið 4-0 á Laugardalsvellin- um, án sinna bestu manna. „Mér fannst þessi leikur ekki góður", sagði Sigurður Sigurðsson fyrrum íþróttafréttamaður ríkisfjölmiðlanna í samtali við Tímann um leikinn. ísland varð í neðstu sætum í c-riðli Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum í Dublin 20-21 ágúst, án allra bestu keppendanna, Kristján Harðarson stóð sig best, varð annar í langstökki með 7,38 metra. Finnar sigruðu íslendinga 2-0 í kvennalandsleik í knattspyrnu á Kópa- vogsvelli, „það sem aðallega háði ís- lenska liðinu voru yfirþyrmandi þyngsli varnarinnar“, sagði Tíminn, og hið sama varð íslenska liðinu að falli í tveimur leikjum sem í hönd fóru í Norðurlanda- ferð, 0-5 tap fyrir Svíum í Svíþjóð, og 0-3 skellur fyrir Finnum í Finnlandi. Skagamenn sigruðu í Bikarkeppni KSÍ, unnu Vestmannaeyinga í tvísýnum leik 2-1 eftir framlengingu, „við viljum bikarinn heim Skagamenn“ söng fjöl- mennt lið áhangenda Skagamenna á Laugardalsvelli, og hem fór hann annað árið í röð. Um sama leyti tryggðu Framarar sér Islands bikarinn í öðrum flokki. Knattspyrnan í V-Þýskalandi hófst í ágúst, og Ásgeir Sigurvinsson sló í gegn hvað eftir annað. Góður stígandi hjá honum og hann að verað heimsþekktur leikmaður. Leið svo ágúst, áfram Gylfi. September Bogdan Kowalczyk, nýráðinn lands- liðsþjálfari í handknattleik kom til lands- ins í ágúst, en margir höfðu óttast að hann kæmi alls ekkert aftur frá Póllandi. Hann sagði á blaðamannafundi í byrjun september að „allt of fá verkefni væru fyrir A-landsliðið“. .Viðar Símonarson var um svipað leyti ráðinn kvennalands- liðsþjálfari. Skagamenn urðu tvöfaldir meistarar í knattspyrnunni, gerðu jafntefli við ÍBV í næst síðasta leik sínum í 1. deild og urðu íslandsmeistarar, eins og búist var við, vegna góðrar forystu þeirra. Stuttgart var efst í V-Þýskalandi í byrjun september, og „samstarf þeirra Ásgeirs og Dan Corneliusson er frábært", sagði Tíminn. íslenska landsliðið undir 21 árs í knattspyrnu gerði jafntefli við Hollend- inga í Hollandi 6. september, og voru Hollendingar heppnir. „Dómarinn sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum á Holland", sagði Guðni Kjartansson, unglingalandsliðsþjálfari. Daginn eftir fékk ísland stóran skell í A-landsleik þjóðanna, einnig í Hollandi, með 8 atvinnumenn og bjartar vonir var íslenska liðið burstað 3-0. „íslenska liðið var varla með í fyrri hálfleik", sagði Tíminn. Sama dag tapaði íslenska drengja- landsliðið í knattspyrnu fyrir Englend- ingum 1-2 á Laugardalsvelli. • Breiðablik varð íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, vann KR stórt 4-0 í síðasta leiknum 7. september, og sigraði því tvöfalt. Ingi Björn Albertsson varð marka- kóngur 1. deildar íslandsmótsins með 14 mörk, Sigurður Grétarsson skoraði 12. Laufey Sigurðardóttir varð marka- drottning, með 18 mörk. Ingi Björn fékk því gullskóinn fyrstur Islendinga. Framarar unnu bikarkeppnina í 2. flokki í knattspyrnu, og unnu því tvöfalt. KA og Fram tryggðu sér fyrstu deild- arsæti í knattspyrnunni, ísafjörður og Vestmannaeyjar féllu í aðra deild. Vest- mannaeyingar féllu sögulega, náðu jafn- tefli við Breiðablik 2-2 í síðasta leiknum, og allt leit út fyrir að Keflvíkingar væru fallnir, en þá kom í ljós að Eyjamenn höfðu notað leikmanninn Þórð Hall- grímsson, sem átti að vera í leikbanni. Eftir margskonar útskýringar á málinu og umfjallanir, var þeim vísað snyrtilega í aðra deild. Reynir Sandgerði og Fylkir féllu í þriðju deild, en Tindastóll og Skallagrímur fóru upp úr þriðju deild, Borgnesingar eftir mikil málaferli. Ár- mann og Sindri féllu í fjórðu deild, en Leiftur og Stjarnan komust upp í þriðju. Það vakti athygli í lokabaráttu fyrstu deildar, að Valsmenn sem höfðu átt mjög erfitt í 1. deild tryggðu áframhald- andi veru þar með fjórum sigrum í röð. Sigurður Dagsson þjálfari var endurráð- inn. Skagamenn stóðu sig með mikilli prýði í Evrópukeppni bikarhafa töpuðu naum- lega 1-2 heima fyrir Evrópumeisturunum Aberdeen heima, og gerðu jafntefli úti, 1-1. í báðum leikjunum voru Skagamenn mjög óheppnir, og hefðu ef heppnin hefði fylgt þeim, getað slegið Evrópu- meistarana út. Vestmannaeyingar kepptu við Carl Zeiss Jena frá A-Þýska- landi í Evrópukeppni UEFA, gerðu markalaust jafntefli hér heima, og töp- uðu 0-3 í Jena. Víkingar stóðu sig vel gegn Raba ETO Györ í Ungverjalandi, ■ Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti í keppninni Norðurlöndin Bandaríkin, sigraði þar m.a. heimsmethafann Tom Petranoff. Þrátt fyrir að Einari hafi ekki tekist vel upp á HM í Helsinki, náði hann heimsmælikvarða í árangri, og nafn hans varð þekkt í frjálsíþróttaheiminum um allan heiin. Tímamynd Tryggvi ■ Ásgeir Sigurvinsson er orðjnn stórt nafn í v-þýskri knattspyrnu, og reyndar á alþjóðantælikvarða. Hann er kominn í hóp stærstu nafnanna í Þýskalandi, og talinn meginástæðan fyrir velgengni Stuttgart. Hann átti marga stórleiki á árinu. Tímamynd Róbert fþróttaannáll 1983 ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.