Tíminn - 10.01.1984, Síða 1
Allt um íþróttir helgarinnar - bls. 10—12
FJ( OG ÍLBREYTTARA BETRA BLAÐ!
Þr 8. ðjudagur 10. janúar 1984 tölublað - 68. árgangur
Sidumula 15-Postholf 370Reykjavík-Ritstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvóldsimar 86387 og 8S306
Ovedur á Fáskrúðsfirdi:
SKEMMUÞAK TÖKST A LOFT
OG EYÐILAGÐI BAT OG BÍL!
— reif í leidinni þak af ibúdarhúsi og sleit rafmagnslínur
■ Skemmuþak tókst á loft í
miklu hvassviðri sem gerði á
Fáskrúðsfirði í fyrrinótt. Þakið
olli síðan mildum skemmdum á
því sem fyrir því varð þar til það
stöðvaðist í trjágróðri um 50 til
100 metra frá þeim stað er það
tókst á loft. Fyrst lenti þakið á
íbúðarhúsi og reif af því þakið,
þá á bát er var þar nærri og síðan
bfl sem hvort tveggja skemmdist
töluvert. Einnig sleit það raf-
magnslínur innst í bænum, sem
varð til þess að heimili þar í
nágrenninu urðu rafmagnslaus
og þá jafnframt hitalaus, því flest
hús á Fáskrúðsfirði eru hituð
upp með rafmagni.
Að sögn Steinþórs Pétursson-
ar, lögregluþjóns á Fáskrúðsfirði
var veðrið verst milli kl. 12 og 2
í fyrrinótt. Þakið sem fauk var af
skemmu og áhaldahúsi fisk-
vinnslunnar Pólarsíldar. Auk
þess sem að framan er nefnt
sagði Steinþór töluvert hafa ver-
ið um að þakplötur losnuðu af
húsum svo og rúðubrot. Vinnu-
flokkar hafi því verið á ferðinni
um nóttina um allan bæ við að
festa lausar plötur og gera við
aðrar skemmdir.
Eitthvað var líka um að bílar
fykju í þessu suðaustan roki.
Steinþór vissi um einn sem fauk
á Fáskrúðsfirði og annan. á
Reyðarfirði.fólk íbílunumslapp
ómeitt, en hann vissi ekki um
skemmdir á bílunum.
Rafmagnslaust var enn í
innstu húsunum í bænum í
gærkvöldi þegar við töluðum við
Steinþór, en búist við að hægt yrði
að koma straumnum á seint um
kvöldið eða í nótt. -HEI
Komið upp
um þrjá
bruggara
■ Þrír mcnn á Akranesi
viðurkenndu við yfirheyrslur
•hjá lögreglunni um helgina að
hafa starfrækt bruggverk-
smiðju hátt á annað ár og selt
talsvcrt inagn af landu. Við
húsleit heima hjá einunt þeirra
fundust eimingartæki og á ann-
áð hundrað lítrar af sykur-
bruggi.
Að sögn lögreglunnar á
Akranesi hefur leikið á því
grunur undanfarið að þar í
bænum væri stunduð sala á
landa. Nýjarupplýsingarkomu
fram í málinu á laugardags-
kvöldið og var í framhaldi af
þeim fengin húsleitarheimild
þar sem tækin fundust.
Mennirnir þrír áttu eimingar-
tækin sameiginlega en að öðru
leyti hafði hver þeirra sjálf-
stæðan eimingaratvinnurekst-
ur. - GSH
YFIR TVð HUNDRUÐ
MANNS ATVINNULAUS-
IR A GRUNDARFIRÐI
■ Það fer að verða heimilislegt í Reykjavík, veðrið og færðin kunnugleg. „Þetta er bara eins og í fyrra,“ segja vcgfarendur hver við
annan og ösla áfram ríghaldandi í höfuðfötin. Tímamynd: Róbert.
Otköllum slökkviuðs
FÆKKADIA SfÐASTA ÁRI
■ í Grundarfirði hefur fólk
komið hópum saman til atvinnu-
leysisskráningar undanfarna
daga, samkvæmt upplýsingum
hreppsskrifstofu. Nákvæmar
tölur voru ekki fyrir hendi í gær.
Vinna lagðist niður í Hrað-
Hæstiréttur
grynnkar á
málafiöldanum
■ Hæstiréttur dæmdi í mun
fleiri málum á síðastliðnu ári
en árinu 1982 og einnig bárust
Hæstarétti nokkuð færri mál
árið 1983 en 1982 þannig að
verulega hefur grynnkað á
málafjöldanum sem bíður
flutnings.
217 mál bárust Hæstarétti á
síðasta ári en 237 árið 1982.
!>ar af voru 175 áfrýjanir og 42
kærur. Af áfrýjunum voru 123
í einkamálum og 52 í opinber-
um málum. Kærur í cinkamál-
um voru 20 og 22 í opinberum
málum.
246 mál voru dæmd árið
1983 en 206 árið 1982. 166
áfrýjunarmál voru dæmd og 42
kærumál. Útivistardómar voru
18.
í árslok biðu 130 einka-
mál og 5 opinber mál flutnings
en í árslok 1982 beið 191 mál
flutnings. Eitt kærumál frá síð-
asta ári crenn óáfgreitt.
- GSH
frystihúsi Grundarfjarðar s.l.
fimmtudag en þar hafa starfað
80 til 100 manns, sem eru því
atvinnulausir nú. Einnig hefur
vinna stöðvast í Sæfangi, þar
sem starfsmenn munu vera 50-60
talsins. Þar við bætist að togari
og flestir bátar róa ekki, þannig
að ekki er ólíklegt að um eða yfir
200 manns séu nú atvinnulausir í
Grundarfirði.
Guðni Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihússins kvaðst
ekki reikna með að vinna kæmist
þar í gang á ný fyrr en um eða
kannski upp úr næstu mánaða-
mótum.„Enda ekkert vit í því,
þar sem enginn rekstrargrund-
völlur er fyrir skipin, hvorki
bátana né togarann", sagði
Guðni. Hann kvað útgerðina
hafa verið rekna með bullandi
tapi í allt haust. Auk þess að
útgerðarmenn bíði nú eftir nýju
fiskverði sjái þeir einnig fram á
kvóta og þyki því ekkert liggja á
að hefja veiðar eins og er.
Til þess að bæta ástandið kvað
Guðni þá hjá Hraðfrystihúsinu
hafa verið að berjast fyrir því að
viðskiptabátar hússins fengju að
veiða skel, sem síðan fengist að
vinna í húsinu. „Hraðfrystihús
Grundarfjarðar er einn stærsti
vinnuveitandinn á Snæfellsnesi.
Við höfum alla aðstöðu til að
vinna skel án þess að leggja í
nema mjög lítinn tilkostnað til
að starta og þykir því hart ef það
á að útiloka okkur frá skelvinnsl-
unni“, sagði Guðni.
í dag mun von á þingmönnum
kjördæmisins til Grundarfjarðar
til viðræðna við atvinnumála-
nefnd og fleiri heimaaðila um
hvað til bragðs skuli taka í
atvinnumálum Grundarfjarðar.
-HEI
■ Útköll slokkviliðsin's í
Reykjavík voru talsvert færri á
nýliðnu ári en á árinu 1982 og
hafa aðeins einu sinni orðið færri
útköll s.l. tvo áratugi. Slökkvilið-
ið var kallað út 328 sinnum á
síðasta ári, þar af voru útköll þar
sem slökkva þurfti eld 233. Árið
1982 voru sambærilegat tölur
360 og 276. Einnig varð fækkun
á sjúkraflutningum milli áranna
eða 10400 á móti 11184. Til
jafnaðar þurfti slökkviliðið að
sinna 28,49 sjúkra og slysaflutn-
ingum á dag árið 1983.
Af þeim 233 eldsvoðum sem
slökkviliðið þurfti að sinna er
ókunnugt um upptök 99, sam-
kvæmt skýrslu frá slökkviliðs-
stjóranum í Reykjavík. í 74
eldsvoðum var orsökin íkveikja,
32svar kviknaði út frá rafmagns-
tækjum, 10 sinnum út frá raf-
lögnum, 3svar út frá eldfærum,
einu sinni út frá reykháíum og
olíukynditækjum og 13 sinnum
féll orsök eldsvoða undir „ýmis-
legt“.
Tjón í þessum 233 eldsvoðum
var ekkert í 169 tilfellum, lítið i
50 tilfellum, töluvert í 13 tilfell
um og mikið í einu tilfelli en þat
er um að ræða brunann í Álafoss-
verksmiðjunum í maí í vor. Tvö
ungmenni fórust í eldsvoða árið
1983 á brunavarnarsvæði
slökkviliðs Reykjavíkur.
-GSH