Tíminn - 10.01.1984, Page 9
, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
9
Ráðgjöf fyrir fyrir-
tæki í matvælaiðnaði
■ Nýlega hóf störf hjá Iðntæknistofnun
íslands pólskur verkfræðingur, Irek
Klonowski og mun hann hafa með
höndum ráðgjöf við val á vélum og
tækjum, skipulagningu og hagræðingu í
tengslum við framleiðslubtínað og enn-
fremur vöruþróun og gæðaeftirlit. írek
er verkfræðingur frá Landbúnaðar-
háskólanum í Wroclaw í Póllandi. Hann
starfaði áður í Wroclaw, fyrst sem kenn-
ari í háskólanum og síðan sem sérfræð-
ingur búvöruiðnaðarins.
■ Standandi frá vinstrí: Emst Hemmingsen (sölustjóri), Mikheil Strelgsov (sendi-
herra), Steinar Jónasson (sölustjóri). Sitjandi frá vinstri: Guðjón Hjartarson
(framkvæmdastjóri), Pétur Eiríksson (forstjóri), Boris A. Umansky og Vladimir P.
Andriyashin fulltrúar viðskiptaskrifstofu Sovétríkjanna.
Álafoss selur fyrir
4,3 milljónir dala
til Sovétríkjanna
— einn stærsti samningur um sölu á ull-
arvöru sem íslenskt fyrirtæki hefurgert
■ Álafoss hf. og sovéska fyritækið
Raznoexport hafa undirritað samning
um sölu á 1.500.000 ullartreflum og
20.000 ullarpeysum til Sovétríkjanna.
Þessi samningur er sá stærsti sem Álafoss
hf. hefur gert og mun vera einn stærsti
samningur sem íslenskt fyrirtæki hefur
gert um sölu á ullarvörum. Samtals er
verðmæti söluvörunnar um 4,3 milljónir
bandaríkjadala, eða 123 milljónir ís-
lenskra króna.
Framleiðsla er þegar hafin í verk-
smiðju Álafoss í Mosfellssveit og mun
verkefnið taka 11 mánuði. Við fram-
leiðsluna munu starfa að meðaltali um
110 manns. Með þessum samningi múnu
Sovétríkin vera stærsti kaupandi ullar-
vöru frá Álafossi árið 1984. Salan í fyrra
nam um 1,3 milljónum bandaríkjadala
og er hér um að ræða meira en þreföldun
á sölu til ráðstjórnarríkjanna frá ári til
árs.
Til fróðleiks má geta þess, að ef allir
treflarnir væri lagðir saman myndu þeir
ná næstum frá Mosfellssveit til Moskvu,
eða um 2.800 kílómetra. Áætlanadeild
Álafoss hf. hefur reiknað út, að á næstu
11 mánuðum þurfi að framleiða 9 og ]h
trefil á mínútu allan sólarhringinn. Til
að anna verkefninu þarf Álafoss að bæta
við 100 starfsmönnum.
•Undirbúningur samningsins fór fram í
Moskvu í byrjun desember. Þar voru
fyrir hönd Álafoss þeir Steinar Jónsson
og Ernest Hemmingsen.
í frétt frá Álafoss, segir að íslenskar
ullarvörur njóti mikilla vinsælda í Sov-
étríkjunum og telja forsvarsmenn fyrir-
tækisins, að í framtíðinni verði Sovétrík-
in góður markaður fyrir íslenskar ullar-
vörur, aðallega trefla og værðarvoðir.
Upp-
arinur Olnbogi
■ Róbótinn er bandarískur og verður fyrst og fremst notaður til tilrauna og
kennslu. >
Iðntæknistofnun
kaupir vélmenni
■ Iðntæknistofnun íslands hefur ný-
lega í samvinu við Tækniskóla Islands
fest kaup á róbóta, sem einkum er
ætlaður til kennslu og tilrauna á sviði
róbótatækni, og er til dæmis mögulegt
að líkja eftir iðnferli við notkun róbóta.
Róbótinn er framleiddur af Microbot
Inc. í Bandaríkjunum og er stýrt með
innra örtölvukerfi. Hægt er að tengja
stýrikerfi róbótans' við stærri stýritölvu
og gera fyrir hann forrit í æðra forritun-
armáli, svo sem Pascal eða Basic.
100% —
75% ~
50%
r— 100%
— 75%
50%
■ Frá því að farið var að mæla markaðshlutdeild innlendrar málningarvöru 1978 hefur hún verið eins og taflan að ofan
sýnir.
Markaðskönnun Félags íslenskra iðnrekenda:
_ i t
NUNDMAIMMG
EYKUR HLUIDEHD
— sælgæti, hreinlætisvörur og
kaffíbrennsla halda ekki sínu
■ Markaðshlutdeild innlendrar
kaffibrennslu, hreinlætisvörufram-
leiðslu og sælgætisframleiðslu
dróst aðeins saman á þriðja árs-
fjórðungi i fyrra samkvæmt könnun
Félags íslenskra iðnrekenda. Hins
vegar jókst markaðshlutdeild inn-
lendrar málningarvöru á ársfjórð-
ungnum, en könnunin náði til fjög-
urra tegunda.
Hlutdeild innlendrar málningar mæld-
ist 60,4%, sem er 4,5 prósentustigum
meira en á öðrum ársfjórðungi. Hins
vegar er um að ræða samdrátt ef miðað
er við þriðja ársfjórðung 1982, en þá var
markaðshlutdeildin 63,5%.
Hlutdeild sælgætisframleiðslunnar
mældist 43,3% á þriðja ársfjórðungi í '
fyrra, sem er svipað og á sama tíma árið
áður, en þá var hlutdeildin 44,1% Hins
vegar er um nokkurn samdrátt að ræða
frá öðrum ársfjórðungi, en þá mældist
markaðshlutdeildin 49,3%. Fyrir árið í
heild gæti orðið um aukningu að ræða
samanber eftirfarandi ársmeðaltöl: 1980
43,8%, 1981 49,4%, 1982 47,8%, en
áætlað að hlutdeildin í fyrra hafi verið
tæplega 51%.
í fyrra dróst markaðshlutdeild inn-
lendrar kaffibrennslu á þriðjá ársfjórð-
ungi saman um 8,5% miðað við annan
ársfjórðung. Um svipaðan samdrátt er
að ræða ef tekið er mið af þriðja
ársfjórðungi 1982.
í fréttabréfi FÍI. segir, að þrátt fyrir
þennan samdrátt í markaðshlutdeild
kaffibrennslunnar, hafi kaffibrennsla
verið meiri í fyrra en 1982, en heildar-
markaðurinn hafi aukist hlutfallslega
meira og hlutdeild innlendrar brennslu
því minnkað.
Markaðshlutdeild innlendrar hrein-
lætisvöruframleiðslu var 60,1% á þriðja
ársfjórðungi í fyrra, en var á sama tíma
1982 63%. Fyrstu níu mánuði ársins var
meðaltal markaðshlutdeildarinnar
62,7%, sem er þremur prósentustigum
hærra en 1982.
100% —
50% —
0% —
100%
- 50%
■ A árinu 1983 í heild gæli orðið um að ræða nokkra aukningu á hlutdeild innlendrar
sælgætisframleiðslu miðað við 1982.
100%—I
75 %
I— 100%
— 75%
— 50%
■ Eins og myndin sýnir glögglega hefur hlutdeild innlendrar kaffibrennslu verið að minnka ár frá ári, frá 93,5% 1978 niður
í tæp 78% í fyrra.
100%—,
75 % —
50%—
— 100%
— 75%
— 50%
■ Hlutdeild innlendrar hreinlætisvöru á markaði hérlendis hefur minnkað um tæp
10% frá 1978, en þó var hún nokkru meiri í fýrra en 1982.