Tíminn - 10.01.1984, Page 12

Tíminn - 10.01.1984, Page 12
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 12 enska knattspyrnan Óvænt úrslit í ensku bikarkeppninni: SanuieJ Örn Crtingsson 1 'T—fammtmmmammmmm AFC Boumemouth sló Manchester Utd út! Arsenal slegið út af Middlesborough — Manchester City lá fyrir Blackpool — Crystal Palace lagði Leicester—QPR skellt af Huddersfield ■ Mörg tiðindi og stór gerðust í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu um helgina, og er töluvert síðan eins mörg neðri deildarlið hafa slegið út eins mörg topplið, eða sér ofar deilda lið. Stærstu fréttirnar voru þær, að þriðjudeildarliðið AFC Bournemouth sló Manchester United út, verðskuldað á heimavelli 2-0, þá lá Arsenui fyrir annarrardeildarliðinu Middlesborough, Huddersfield sló Queens Park Rangers út og Crystal Palace sló út Leicester. Þá vakti athygli, að neðri deildarlið sem ekki náðu sigri, náðu að halda sér stærri liðum á jafntefli, svo sem Swindon Carlisle, Fulham Tottenham, Scunthorpe Leeds United og Sheffield Utd Birmingham. En vindum okkur í leikina: Peter Joncs fréttamaður BBC sagði um leik Bournemouth og Manchcster Utd: Jákvætt og ákveðið lið Bourne- mouth áttu leikinn gegn stjörnunum, og tvö mörk skoruð á 60. og 62. mínútu af þeim Milton Graham og lan Thompson voru verðskulduð vcrð- laun. Bournemouth byggði mun betur upp á miðjunni, ogmiðverðirnir Roger Brown og Phil Brignull voru frábærir. Frábært lið Bournemouth hafði undir- tökin til enda, og Manchester United var sigrað, veröskuldað." - „Þetta er frábært, og dagurinn á laugardaginn gleymist ekki í bænum Bournemouth. Við höfðum alltaf undirtökin, og ég var viss um að við mundum sigra, strax eftir fyrsta markið," sagði fram- kvæmdastjóri Bournemouth. Georgc Best, gamla stjarnan hjá Manchester United, sem var í þularstúku á vellinum.samsinnti framkvæmdastjór- anum. Blackpool fékk draumabyrjun gegn Manchestcr City á 5. mínútu. Eftir leiftursókn upp vinstri kantinn skoraði David McNiven með föstu skoti framhjá Alex Williams í marki Manc- ester City. Alex Williams þurfti að taka á honum stóra sínum og verja stórkostlega aftur í fyrri hálfleik, áður en Blackpool skoraði sjálfsmark til að jafna fyrir City. Hár bolti kom inní, og einn varnarmannanna skallaði óvart í mark. En Blackpool komst áfram á sjálfsmarki Manchester City, David McNiven gaf fastan bolta fyrir rétt fyrir leikhlé, og Neil McNab varnar- maður City horfði á það með skelfingu, er boltinn fór í bláhornið á marki hans eftir að föst fyrirgjöfin hafði hitt í fót hans. Leikurinn var fjörlega leikinn í síðari hálfleik, en ekki fleiri mörk skoruð, sigur Blackpool verðskuldað- ur að sögn fréttamanns BBC. Middlesborough sló Arsenal út. Jerry McDonald skoraði strax fyrir Middlesbro á fjórðu mínútu. Tony Woodcock náði að jafna, eftir að Raphael Meade hafði mistekist herfi- lega, og Charlie Nicholas jafnaði aftur yfir Arsenal eftir að Sugrue hafði skorað 2-1. Charlie Maid skoraði svo sigurmark annarrardeildarliðsins, úr- slitin 3-2 og Arsenal dottið út. Nottingham Forest byrjaði bikar- keppni illa þriðja árið í röð Sout- hampton komst yfir á 76. mínútu. Gamla brýnið Frank Worthington gaf hreint frábæra sendingu á Steve Moran, sem skoraði með góðu skoti. Forest barðist mjög, og náði loks að jafna, þegar Paul Hart skallaði inn eftir hornspyrnu Colin Walsh. En þremur mínútum síðar var Steve Mor- I an aftur á ferðinni, skoraði sitt fimmta mark í þremur leikjum, en þá stóð hann upp úr meiðslum. Lengra komst ekki Forest, og Brian Clough fram- kvæmdastjóri og hans menn eru út úr keppninnni. Fulham var án sex manna úr byrjun- arliði, er liðið mætti Tottenham Hot- spur á Craven Cottage, en þrátt fyrir að annarrardeildarliðið væri fullt af unglingum, hafði fyrstudeildarliðið ekki erindi sem erfiði. Barátta Fulham var mikil, og það var eins og Tottenham brotnaði við það Ray Clemence mark- vörður Tottenham varð að fara af leikvelli þegar 25 mínútur voru til leiksloka, og allt virtist búið hjá Tottenham. En svo var nú aldeilis ekki. Varnarjaxlinn Graham Roberts fór í markið, og hann hafði nóg að gera, og sýndi góða markmannstakta. Fulham skaut grimmt, en ekki einu sinni frábært skot Tony Gale, beint úr aukaspyrnu, fór inn, Roberts varði eins og herforingi. Tottenham barðist líka vel, þá mest í vörnini eftir að Clemence leið, og jafnvel Glenn Hoddle var orðinn aftasti maður í vörn á köflum, lék vel í leiknum, en fékk lítinn frið. Brighton sló Swansea út, en þessi tvö fyrstudeildarlið í fyrra áttu í basli í annarri deildinni framan af vetri, Swansea er reyndar á botninum enn. Brighton komst áfram og getur þakkað fyrir að Manchester United, sem varð eina liðið til að vinna þá í bikarnum í fyrra, verður ekki til þess nú. Brighton hafði yfirburði, en Swansea barðist vel og virtist ætla að hanga á jafnteflinu. Jafntefli hjá Motherwell og Celtic - óbreytt ástand í Skotlandi ■ Jóhannes Eðvaldsson og félagar í Motherwel! í Skotlandi gerðu um helg- ina jafntefli við Celtic, er þeir græn- röndóttu komu í heimsókn á Fir Park. Motherwell var óheppið að vinna ekki leikinn, átti mörg góð færi. Forysta Aberdeen jókst ekki við þetta jafntefli Celtic, Aberdeen rétt náði jafntefli á Ibrox gegn Rangers. Stuart Rafferty skoraði fyrst fyrir Motherwell, en Frank McGarvey jafn- aði glæsilega með þrumuskoti. Pao! McStay skoraði 2-1 fyrir Celtic í upphafi síðari hálfleiks, en Andy Conn jafnaði mínútu síðar. Fyrst á 82. mínútu kom mark hjá St. Johnstone gegn meisturum Dundee Utd, en tvö gullfalleg mörk í lokin frá Davie Dodds tryggðu meisturunum sigurinn, og þeir sigu aðeins á toppliðin tvö. Greg Harvey skoraði fyrir Hiberni- an í fyrri hálfleik gegn St. Mirren, en Michael Venney skoraði fyrir St. Mirr- en í síðari hálfleik. Dundee var 3-0 yfir í hálfleik gegn Haarts, og hvort lið skoraði eitt í síðari hálfleik. Hearts virðist á niðurleið eftir frábæra byrjun í haust, en Dundee að verða laust við fræðilega fallhættu. -SÖE ■ Eríc Gates var sá sem skoraði flest mörk um helgina, hann átti heiðurinn af sigri Ipswich á Cardiff, skoraði öll þrjú mörk Ipswich. Gekk svo þar til, Mike Hewes varn- armaður Svanannahetja þangað til hann missti af góðri fyrirgjöf Steve Penny, og Pat Mcqueelan varð það á að pota boltanum óvart í eigið mark. Jerry Conor skoraði fallegt mark með skalla skömmu síðar, og úrslitin urðu 2-0. Rotherham hélt West Bromwich Albi- on á jöfnu 0-0 heima. Rotherham, þriðjudeildarlið, sýndi fyrstu deildar- liðinu hvernig á að leika á blautum og erfiðum velli, og liðið fékk sjö sinnum góð tækifæri á að komast í fjórðu umferð. Albion fékk líka tækifæri, en mun að líkindum fá þau fleiri heima næst. Sheffield United hélt Birmingham á jöfnu 1-1 í Sheffield, Birmingham átti allan fyrri hálfleikinn, en Billy Wright skoraði þá úr vítaspyrnu. í síðari hálfleik var hins vegar United yfir- burðarlið, Brazil jafnaði, en Birming- ham hékk á jafnteflinu, 1-1. Chrystal Palace slú út fyrstu deild- arlið Leicester. Hetja dagsins var Billy Gilbert, sem skoraði með þrumuskalla eftir hornspyrnu þegar 8 mínútur voru til leiksloka. Palace var þó ekki að sjá hættulegra liðið, og Leicester sótti mun meira. Leicester notaði ekki færin, Kevin McDonald skaut í stöng, Smith, Peake og Hazel skutu allir rétt framhjá, og George Wood markvörður Palace varði einu sinni stórkostlega frá Steve Lynex. En í lokin sótti Palace, Andy McCulloch skaut í stöng, Gilbert skoraði, og í lokin var Gilbert aftur á ferðinni, bjargaði á línu með skalla, skoti frá Ian Banks. Luton og Watford skildu jöfn í Luton, 2-2. Luton komst ósanngjarnt í 2-0 þegar bæði skot frá Brian Stein og öðrum til breyttu um stefnu af vörninni og fóru inn. Steve Shearwood mark- vörður Watford, sem hafði átt svo góðan ,leik, réð ekki við slíkt. En Watford jafnaði með mörkum John Bames og Maurice Johnstone úr víti. Alan Clarke kom heim til Leeds, en C'arke stjórnar Scunthorpe Utd. Sá gamli og hans menn voru heldur til vandræða en hitt fyrir Leeds, Leeds komst yfir 1-0 með marki Andie Rit- chie, en Steve Cammack jafnaði. Bróðir Alans Clarke, Wayne, mis- notaði vítaspyrnu í Coventry. Hann skoraði þó jöfnunarmark Úlfanna, eft- ir að Coventry hafði komist yfir 1-0 með marki Whitheys. Eric Gates skoraði hat-trick, þrennu, fyrir Ipswich í Cardiff. Gates var hetja dagsins, og sérstaklega þótti fyrsta mark hans glæsilegt, þrumuskot í bláhornið efst. Stewart Houston, fyrrum leikmaður Manchester United, sem nú leikur með Colchester United varð svo óheppinn að tryggja Charlton sigur með sjálfsmarki. Nokkrir leikmenn skoruðu gegn sín- um gömlu félögum á laugardag. John ; Deehan skoraði til að mynda fyrir Norwich gegn Aston Villa, Peter : Withe jafnaði. , Wilson, Plummer og McCall skoruðu fyrir Derby í Cambridge, en Cambridge hefur ekki sigrað í síðustu 19 leikjum á heimavelli. Stevens, McLaren og Robinson skoruðu fyrir Shrewsbury gegn Oldham, í 3-1 sigri heimamanna. Lee Chapman skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sunderland gegn Bolton, en Colin West og Gary Rowell skoruðu hin. Andy Gray skoraði annað mark Everton gegn Stoke, Alan Irvin skor- aði hitt. Ray Stewart var bjargvættur West Ham gegn Wigan, skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Fyrrum leikmaður West Ham, Nicky Morgan, skoraði annað mark Portsmouth gegn Grimsby, Mark Ha- tely fyrrum leikmaður Coventry skor- aði hitt. ***TTfflrfagMayTTiTr Noel Brotherstone skoraði mark Blackburn gegn Chelsea, á þriðju mínútu og það mark réði úrslitum leiksins. Teleford United, utandeildalið, sigr- aði Rochdale, fjórðudeildarlið sann- færandi 4-1. Evans skoraði fyrsta markið fyrir Rochdale, en síðan tóku þeir deildarlausu völdin og Edmunds, Bailey, Hennessy og Williams skoruðu. Huddersfield sló Queens Park Rangers út, annarrardeildarlið þar sterkara en fyrstudeildarlið. Sam Ellis og Kevin Stonehouse skoruðu, en John Gregory minnkaði muninn allt of seint. -SÖE Úrslit ■ Úrslit urðu þessi í ensku bikar- keppninni um helgina: Aston Villa - Norwich ........ 1-1 Blackburn-Chelsea............. 1-0 Blackpool-Man. City.......... 2-1 Bolton-Sunderland............. 0-3 Boumemouth-Man. Utd..........2-0 Brighton-Swansea.............. 2-0 Burnley-Oxford................ 0-0 Cambridge-Derby............... 0-3 CardilT-Ipswich............... 0-3 Carlisle-Swindon.............. 1-1 Colchester-Carlton............ 0-1 Coventry-Wolverhampton .... 1-1 C.Palace-Leicestcr............ 1-0 Darlington-Maidstone Utd. ... 4-1 Fulham-Tottenham ............. 0-0 Gillinghani-Brentford......... 5-3 Huddersfield-Q.P.R............ 2-1 Leeds Utd.-Scunthorpe........ 1-1 Luton-Watford................. 2-2 Middlesbro-Arsenal............ 3-2 Nott.For.-Southampton ........ 1-2 Notts C. Bristol City ........ 2-2 Plymouth-Newport ............. 2-2 Portsinouth-Grimsby........... 2-1 Rochdale-Teleford Utd......... 1-4 Rotherham-W.B.A............... 0-0 Sheffield Utd-Birmingham ... 1-1 Sheffield Wed.-Barnsley...... 1-0 Shrcwsbury-Oldham............. 3-0 Stoke-Everton ................ 0-2 W’est Ham-Wigan .............. 1-0 Liverpool-Newcaslle .......... 4-0 3. deild: Bradford-Wlmbledon............ 5-2 Orient-Walsall ............... 0-1 4. deild: Aldershot-Hartlepool.......... 2-1 Chesterfield-Crewe Alexandra . 1-3 Doncastcr-Glennfield.......... 3-1 Halifax-Hereford.............. 2-1 Peterborough-Wrexham ......... 0-1 Tranmere-Torquay ............. 3-0 SKOTLAND Skoska úrvalsdeildin: Dundee-Hearts.................. 4-1 Hibernian-St. Mirren........... 1-1 Motherwell-Celtic.............. 2-2 Rangers-Aberdeen............... 1-1 St. Johnstone-Dundee Utd. ... 1-2 í siðustu viku: Motherwcll-St. Mirren......... 1-2 Staðan: Aberdeen .... 20 15 Celtic........20 12 Dundee Utd. .. 19 11 Hearts .......21 7 Rangers......20 8 St. Mirren .... 20 5 Hibemian .... 21 8 Dundee ...... 20 7 St. Johnstone . 20 5 Motherwell ... 21 1 3 2 51-12 33 5 3 46-22 29 4 4 36-18 26 7 7 23-29 21 4 8 29-27 20 9 6 28-30 19 3 10 28-34 19 2 11 29-39 16 0 15 19-54 10 7 13 16-42 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.