Tíminn - 10.01.1984, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 10M
13
Hættulegir rafmagnshitapúðar
hafa valdið dauðsföllum í Danmörku
■ „Rafmagnshitapúðar, sem uppfylla
allar kröfur, sem gerðar eru til þeirra frá
lagalegu sjónarmiði, geta leitt til
dauða.“ Þannig hefst frétt í dönsku blaði
nú rétt fyrir áramótin og er vitnað til
yfirlæknis á brunaslysadeild á sjúkrahús-
inu í Hvidovre, Jörgen Ebbehöj. Tilefn-
ið er það, að í Ijós hefur komið að á rúmu
ári hefur mátt rekja 7 dauðsföll ■
Danmörku til notkunar rafmagnshita-
puða.
Þegar í janúar á sl. ári var efnt til
mikillar áróðursherferðar á vegum
DEMKO, raffangaprófunarinnar
dönsku, til að vara við notkun á raf-
magnshitapúðum, án þess að fyllstu
varúðar sé gætt, en reynslan hefur leitt í
Ijós, að fólki hættir til að sýna andvara-
leysi, t.d. sofna út frá púðunum, sem
hefur leitt til brunasára og jafnvel dauða.
Þrátt fyrir þessa áróðursherferð, hafði
samt ekkert lát orðið á slysum af völdum
þeirra nú rétt fyrir jólin, þegar málið
fékk byr undir báða vængi að nýju.
Einkum eru það austur-þýskir hitapúðar
af vörumerkinu Ullco, sem hafa reynst
hættulegir, en eins og orð yfirlæknisins
hér að ofan benda til. er engum raf-
magnshitapúðum algerlega treystandi.
Yfirlæknirinn bendir á, að reglum um
rafmagnshitapúða í Danmörku verði
nauðsynlega að breyta. Hann nefnir sem
dæmi, að lögin heimili púða, sem hitni
upp í allt að 85 gráðum, þegar vitað sé,
að menn geti hlotið alvarleg brunasár
við aðeins 50 stiga hita.
En hvernig er þessum málum háttað
hér á landi? Við tókum Berg Jónsson,
rafmagnseftirltisstjóra, tali og spurð-
umst fyrir um lög og reglugerðir hér á
landi.
Alþjóðlegar prófunarreglur
„Það gildir um flestöll rafföng, sem
flutt eru til landsins, og öll þau rafföng,
sem notuð eru til venjulegs heimilishalds
eða á skrifstofum ,hérálandi,aðþaueru
prófunarskyld. Við höfum gefið út skrá
yfir prófunarskyld rafföng og þar eru
m.a. taldir upp hitapúðar, hitateppi,
hitakoddar o.s.frv.," sagði Bergur
Jónsson.
Reglurnar, sem stuðst er við, eru
alþjóðlegar og í meginatriðum þær sömu
alls staðar. hvað varðar hitapúða, kodda
og teppi eru ekki nein frávik frá þessum
reglum hérlendis,
Samkvæmt þessum reglum er reyndar
skylda að notkunarreglur og leiðarvísar
séu á tungumáli þess lands, sem varan er
seld í. En að sögn Bergs verður að taka
tillit til fámennisins á íslenskum markaði
og með hliðsjón af tungumálakunnáttu
íslendinga, sem flestir kunna yfirleitt
eitthvert Norðurlandamálanna eða
ensku og jafnvel þýsku, eru ekki í öllum
tilvikum gerðar kröfur til þess að leiðar-
vísir sé á íslensku
Hafi einhverjir Ullcohitapúða
undir höndum eru þeir beðnir
um að koma þeim til
Rafmagnseftirlitsins
Bergur lagði á það áherslu, að ef svo
vill til, að einhverjir hafa Ullcohitapúða
undir höndum, en það eru einmitt þeir,
sem valdið hafa mestum usla í Dan-
Banri á
mörku
■ Sem komið er hafa 200.000 um-
ræddra austur-þýskra hitapúða verið
seldir í Danmörku fyrir aUs um 20 millj.
króna. Hér er því ekki einungis um
hcilsuspursmál að ræða, heldur líka
fjárhagslegt og kemur því til kasta
margra aðila.
Fors.varsmenn DEMKO, en sústofn-
W gEVMA skal hitak< fj.OC VKíUA HAKN CECJ* aVATNSHELDU VERt. ‘ A GÆTA SKAL J'ESS, Ai ®SAMHANDt AN CÆ2LU. M EKKÍ MÁ BIUÓTA 8 WpECAR HANN ER 1 NOT |;lf HANN NÆUJM E0A PR PAHN A ÞURBUM STAfi, uca og svita t ». tm OANN SÉ EKKI LENOI i t VEFJA HANN SAKtM ín, og ekki mA wnm* i lHUJJ *
|l - ■■
■ Leiðbeiningar um notkun hitapúða, -teppa og -kodda á íslensku eru ásaumaðar á gripina. Fylgið þeim út í æsar og
fylgist vel með að þeir séu ekki bilaðir. Þá á öllu að vera óhætt. (Tímamynd Róbert)
mörku, verði þeir beðnir um að koma
þeim til Rafmagnseftirlits ríkisins. Síðu-
múla 13, 105 Reykjavík.
Viðvaranir á íslensku
saumaðar á hitapúða
Hvað varðar hitapúða, hitateppi og
hitakodda hefur Rafmagnseftirlit ríkis-
ins hins vegar gert kröfu um að ákveðnar
viðvaranir á íslensku séu saumaðar á
púðana. Það er því ófrávíkjanleg skylda
að sögn rafmagnseftirlitsstjóra.
Slys hafa orðið hér á landi
af völdum rafmagnshitapúða
Jón Gamalíelsson deildartæknifræð-
ingur hjá Rafmagnseftirliti ríkisins tjáði
okkur, að þess væru dæmi hér á landi,
að kviknað hafi í og brunnið rúmdýnur
af völdum rafmagnshitapúða en ekki
mörg.
í þeim tilfellum hafi komið í ljós að
um bilaða púða hafi verið að ræða, eða
þá að sýnt hafi verið aðgæsluleysi í
notkun þeirra, cn eins og áður sagði eru
greinargóðar leiðbeiningar á íslensku
ásaumaðar púðunum og á að fylgja
þeim.
Jón kvað helst hættu á því, að þegar
púðar væru orðnir gamlir og slitnir, gætu
þeir farið að mishitna og það gæti leitt til
íkviknunar. Eins ef hitastillir bilaði, þá
gæti illa farið. Eins er rétt að brýna fyrir
fólki að sofna aldrei frá rafmagnspúðum,
né nota þá samanbrotna.
Það þarf því að fylgjast vel nteð að
púðarnir séu í góðu lagi og fara í einu og
öllu eftir leiðbeiningunum, sem á þá eru
saumaðar.
■ 58 ára gömlum Dana, sem hefur verið sjúkur af sykursýki síðan hann var 19 ára, var kalt á fætinum, svo að hann stakk rafmagnshitapúðanum í samband og lagði hann
ofan á fótinn. Síðan gætti maðurinn ekki að sér, en blundaði. Einni klukkustundu síðar vakti kona hans hann og varð hann ekki var við, að neitt hefði gengið úrskeiðis.
Morguninn eftir voru komnar á fótinn stórar brunablöðrur og nú benda allar iíkur til þess, að hann missi tvær tær.
Vegna sykursýkinnar er maðurinn ekki eins tilfinninganæmur í fótunum og þeir, sem heilbrigðir eru.
sölu Ullcopúðanna í Dan
dregur dilk á eftir sér
un svarar til raffangaprófunar Raf-
magnseftirlits ríkisins hér, hafa lýst yfir
því, að þeir harmi að hafa hleypt þessum
gallagripum á markaðinn. Ekki vilja
þeir þó fallast á að mistök hafi verið gerð
á þeirra stofnun eða að hún beri nokkra
fjárhagslega ábyrgð. Samt hefur sala
þessara púða verið bönnuð á dönskum
markaði.
Einn innflytjenda púðanna hefur lagt
kæru á DEMKO og Elektricitetsrádet,
en þessar tvær stofnanir svara til Raf-
magnseftirlits ríkisins hér, fyrir „om-
budsmand" þingsins. Er búist við að sá
málarekstur allur taki langan tíma, en
fari svo að „ombudsmanden“ fallist á
sjónarmið innflytjandans, má gera því
skóna að í kjölfarið komi fjölmörg
kærumál, þar sem þessi innflytjandi og
aðrir fari fram á liiminháar skaðabætur
frá ríkinu fyrirsölubannið á Ullcopúðun-
um og þann hnekki, sem þeir hafa hlotið.
Á sama tíma og „ombudsmand"
þingsins fjallar um þetta mál, er „For-
brugerklagenævent“ einnig að rannsaka
það. Þetta ráð á að úrskurða um, hvort
kaupendurnir eigi rétt á endurgreiðslu
fyrir hitapúða, sem Tceyptir voru fyrir
meira en 12 mánuðum. En einnig hér
má búast við að langan tíma taki að
komast að niðurstöðu og þegar hafa
mörg þúsund kaupenda skilað púðum
sínum án þess að fá endurgreiðslu, eða
bara hreinlega rifið þá í tætlur og hent
þeim.