Tíminn - 10.01.1984, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.01.1984, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1984 krossgáta 15 ~wr:' r i_ m m 77“ MjTz- — 4246. Lárétt 1) Snúið. 6) Nonni. 8) VII. 9) Fálát. 10) Fótavist. 11) Eydd. 12) Beita. 13) Bára. 15) Skelfd. Lóðrétt 2) Maður. 3) Lézt. 4) Ríki. 5) Skömm. 7) Skin. 14) Kemst. Ráðning á gátu no. 4245 Lárétt 1) Tangi. 6) Púl. 8) Lóa. 9) Auð. 10) Tár. 11) Sóa. 12) Afl. 13) Tár. 15) Ansir. Lóðrétt 2) Apavatns. 3) Nú. 4) Glaðari. 5) Blása. 7) Aðall. 14) Ás. bridge ■ í 6. og síðustu jólaþrautinni spilaði austur vörn í 4 spöðum. Norður S. A93 H.G632 T. AKD7 L.82 Vestur S. 4 H.987 T. 86542 L. KD94 Austur S. K72 H.D1054 T. 10 L.A10653 Suður S. DG10865 H.AK T. G93 L.G7 Vestur spilaði út laufakóng sem austur yfirtók með ás til að spila tígultíunni. Suður tók á gosann heima og síðan ás og kóng í hjarta áður en hann spilar spaða- drottningunni. Pegar vestur lét spaða- fjarkann stakk suður upp ásnum í borði og spilaði hjartagosanum. Og nú var lesendum boðið að taka við. Það er augljóst að suður er að undir- búa eitthvað bellibragð því spila- mennska hans hefur verið mjög grun- samleg til þessa. Af því þetta er spila- þraut hafa víst flestir ákveðið að lausnin sé að leggja ekki hjartadrottninguna á gosann. Það er að vísu rétt eins langt og það nær en menn fá ekki 10 fyrir þrautina nema þeir finni forsendurnar fyrir þessari spilamennsku. Það ér augljóst að suður er hræddur við tígulstunguna fyrst hann svínaði ekki spaðanum. Gallinn við spaðasvín- unguna er sá að austur taki á kónginn, spili laufi á drottningu vesturs og fái síðan tígulstungu. Þess vegna ætlar suður frekar að spila uppá spaðann 2-2 með smá aukamöguleika sem hann er að undirbúa. Ef hann tekur ás og kóng í hjarta, spilar síðan spaða á ásinn og hjartagosa úr borði, og austur leggur drottninguna á, getur suður einfaldlega hent laufasjöinu heima. Þar meðer hann búinn að klippa á samganginn hjá AV og austur kemur vestri ekki inn að gefa sér tígulstunguna. En ef drottningin kemur hinsvegar ekki frá austri á hjartagosann er hættulegt fyrir suður að henda laufgosanum heima. Þá gæti svo farið að vestur kæmist inn á hjartadrottninguna og spili tígli sem austur trompar og síðan kemur í ljós að spaðinn liggur 2-2 eftir allt saman. Suður ætlar því að trompa hjartagosann og spila spaða. Og þá kemur til kasta austurs. Þetta er því ástæðan fyrir að austur verður að spila hjartatíunni þegar suður spilar hjartagosanum úr blindum. Og til viðbótar verður hann að gera það hratt og örugglega því ef hann fer að hugsa sig lengi um hefur komist upp um kauða. myndasögur Dreki En rétt áður fór lítill bátur frá því. Svalur Kubbur Með morgunkaffinu - Ég sagði þér að þetta væri sjáflstýring. - Er þctta nú ekki að verða fullmikið af því góöa? Ef þú ert of taugaóstyrkur tii að svíkja undan skatti, ættirðu bara að láta það vera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.