Tíminn - 12.01.1984, Qupperneq 3

Tíminn - 12.01.1984, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 19M 3 fréttir Laxeldistödin Laugalax við Apavatn: FREKARI RANNSÚKNIR A MENG- UNARHÆTTU ERU NAUÐSYNLEGAR ■ Hollustuvernd ríkisins- mengunarvarnir hefur sent heilbrigðisráði Laugardals- hrepps, Náttúruverndarráði og aðstandendum Laugalax hf. umsögn sína um mengunarhættu af völdum frárcnnslis frá laxeldisstöð þeirri sem ráðgerð er við Apavatn, og hefur hlotið nafnið Laugalax hf. Þar kemur m.a. fram að Hollustuvernd telur nauðsynlegt að frekari rannsóknir fari fram varðandi mengunarhættu, og er meginorsök þess, að sögn Ólafs Péturssonar, forstöðumanns Mengunarvarna sú, að hrcinsibúnaður sá sem I.augalax hf. hyggst nota við laxeldistöðina er ekki staðlaður, þannig að útilokað sé á þessu stigi að segja til um nákvæma mengunarhættu. Þar að auki, sagði Ólafur að ekki lægju fyrir upplýsingar um umhverfi stöðvarinnar, þannig að Hollustuverndin mælti því með að ýmsar mælingar yrðu frantkvæmdar áður en endanlegt starfsleyfi yrði gefið stöðinni. Sagðist Ólafur telja eðlilegt að laxeldisstöðin sjálf kostaði slíkar rannsóknir, og að þær yrðu framkvæmdar í samráði við Náttúruverndarráð.Ólafur taldi að slík athugun mvndi taka um einn mánuð. í sama streng tók Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs í samtali við Tímann í gær, því hann sagði m.a.: „Við geruni okkur vonir umn að geta náð samkomulagi við þá Laugalaxmenn, að þeir láti framkvæma þá könnun sem Hollustuverndin mælir með. Það er ekkert hægt að segja til um næsta skref okkar i málinu, fyrr en niðurstöður þeirrar könnunar liggja fyrir.“ Tegund mengunar SS (fastaragnir) BOD, COD Fosfór Köfnunarefni Vatnsnotkun Persónueiningar 250-300 800-1000 225-325 350—450 22.000 „Ekki hægt að fullyrða neitt á þessu stigi“ í umsögn Hollustuverndar ríkisins segir m.a: „Við seiðaeldisstöð Laugalax hf er gert ráð fyrir mengunarvarnabún- aði til að hreinsa fastar agnir (SS) úr frárennslinu. Búnaðurinn samanstendur af setþró og sandsíu. Um leið og fastar agnir eru fjarlægðar úr frárennslinu, minnkar einnig styrkur lífrænnar meng- unar svo ög að líkindum köfnunarefnis- sambönd í sama mæli. Líklegt er að fosfór- næringarsölt minnki ekki og geti jafnvel vaxið vegna niðurbrots úrgangsins, sem mengunar- varnarbúnaðurinn skilur frá frárennslis- straumnum. Þar sem ekki cr um staðlaðan búnað að ræða, er engan veginn hægt að fullyrða neitt um það á þessu stigi, hve vel hreinsibúnaðurinn muni virka.“ Síðar segir: „Upplýsingar vantar um það, með hverjum hætti fyrirhugað er að hreinsa botnfallið, sem safnast í set- þróna, en mjög mikilvægt er til þess að ekki verði mikið niðurbrot, að fjarlægja það reglulega og farga á viðunandi hátt.“ í skýrslu mengunarvarna kemur jafn- framt fram að starfsmenn mengunar- varna telja það ekki í sínum verkahring að meta hættuna á sjúkdómum af völd- um baktería sem hugsanlega geta verið í frárennslinu. Slík hætta geti ávallt verið til staðar og mikilvægt sé að halda henni í lágmarki. „Gífurleg áhrif á allt samfélag lífvera“ Mælikvarði sá sem notaður er á mengun af völdum lífrænna efna, er að því er fram kemur í skýrslunni BOD (biological oxygen demand) og COD (chemical oxygen demand) BOD gefur til kynna lífræna niengun sem eyðist auðveldlega fyrir áhrif lífvera: Þar um segir m.a. í skýrslunni: Við starf sitt nota lífverurnar súrefni. þannig að á uppleyst- an súrefnisforða vatnsins gcngur, ef endurnýjun er ckki í sama mæli. Af- leiðingin getur orðið súrefnisþurrð, sem hefur gífurleg áhrif á allt samfélag Iffyera á viðkomandi svæði." Síðar segir: „Magn mengunarefnanna eitt út af fyrir sig segir ekki mikið um hvaða mengunar muni gæta í umhverf- inu. Miklu frekar segir væntanlegur styrkur mengunarefnanna eftir að út í umhverfið er komið hvaða áhrifa megi vænta.“ „Getur verið til bóta ef vatnið er snautt“ í lokaorðum skýrslu mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins segir m.a. „Þegar lífræn mengun og næringarsölt eru leidd út í vatn, er það mjög háð aðstæðum hver áhrifin verða. Jafnvel getur það verið til bóta, ef vatnið er snautt. (Það er Apavatn alls ekki - innskot blm.) Sá þáttur, sem miklu máli skiptir, er þynning mengunarefnanna og þann þátt getum við nokkurn veginn áætlað, ... miðað við enga hreinsun. Það er ljóst að vatn mengast nokkuð við að fara í gegnum seiðaeldisstöð, og þar sem vatnsmagn er mjög mikið, verður magn mengunarefna að sama skapi mikið. I óhreinsuðu frárennsli frá Laugalax hf. má búast við, að mengunin samsvari þeim fjölda persónueininga, sem fram koma í töflu hér á eftir, þegar mest er. Hollustuvernd ríkisins - mengunar- varnir telja því. að mikið sé undir því kontið, að merígunarvarnabúnaður hjá Laugalaxi hf. virki vel." Auk þcsssegir þar að mcngunarvarn- ir telji, að því tilskildu að mengunar- varnabúnaðurinn virki vel, sé ckki lík- legt að áhrif frárcnnslis vcrði teljandi, þar sem þynning í umhverfinu verði talsverð. Mjög erfitt sé þó að fullyrða umslíkt, rnest vegna þcss.aðsúmcngun, sem frá stöðinni fari, sé viðbót við sams konar mengun sem fyrir sé í Apavatni, og engar upplýsingar séu til um, hve mikil hún sé. Mengunarvarnir leggja því til, að sem fyrst verði gerð mæling á Apavatni og aðrcnnsli þcss, og vilja að cftirfarandi þættir verði mældir: BOD og COD. SS, súrefni. hitastig. sýrustig. ammóníum- jónir, fosfat og nitrat. Þá er einnig lagt til að virkni mengun- arvarnabúnaðar stöðvarinnar, svo og eyðing í frárennslisskurði, verði mæld í a.m.k. citt ár eftir að stöðin tekur til starfa, þar sem styrkur mengunarcfna í frárennsli sé mismunandi eftir árstíma. Niðurlagsorð skýrslunnar eru þcssi: „Að fengnum niðustöðum þessara at- hugana, er hægt með meiri vissu að meta, hve mikil áhrif mengunarefni í frárennsli stöðvarinnar muni hafa á vatnsgæði í Apavatni og þá jafnframt gera ráðstafanir í tæka tíð til að draga enn frekar úr styrk þcirra. cn nú er áætlað, rcynist þess þörf. Eins og greint hefur verið frá í Tímanum og víðar, þá stefndu þeir Laugalaxmenn að því að rekstur seiða- eldisstöðvarinnar gæti hafist nú strax upp úr áramótum, cn greinilega vcrður einhvcr dráttur þar á, því Náttúruvernd- arráð hefur komist að niðurstöðu sem mjög er í anda þeirrar scm Hollustu- vernd hcfur sent frá sér - þ.e.a.s. að nánari athuganir þurfi að fara fram, áður cn hægt er að gefa cndanlcga umsögn. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, sagði í samtali við Tímann í gær: „Við vorum búnir að mynda okkur ákvcðna skoðun á þessu máli, sem mjög cr í anda þcirrar greina- gerðar sem við höfum nú fcngið frá Hollustuverndinni. Við gcrum okkur vonir um að við gctuni náð því sam- komulagi við þá Laugalaxmenn, að þeir láti framkvæma þá könnun sem Holl- ustuvcrndin mælir með. Það er ekkcrt hægt að segja til um næsta skref í málinu, hvað okkur varðar, fyrr en niðurstöður þeirrar könnunar liggja fyrir." - AB Bandalag jafnaðarmanna eins árs ■ „Úrræði ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum hafa eingöngu birst sem kjaraskerðing láglaunafólks," sagði Guðmundur Einarsson alþingismaður Bandalags jafnaðarmanna m.a. á fundi sem Bandalag jafnaðarmanna boðaði til með fréttamönnum, í tilefni þess að nú er um eitt ár liðiö frá því Bandalag jafnaðarmanna var stofnað. Guðmundur rakti árs sögur BJ, hver hefðu verið heistu baráttumál þess þetta ár, hver yrðu baráttumál þess í náinni framtíð, og auk þess gerði hann grein fyrir hvaða augum BJ lítur á störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna, frá því þing kom saman í haust. Hann sagði að svarta skýrslan frá því í haust, hefði verið ákveðið tilefni sem hefði verið notað til þess að fara ofan í kjölinn á sjávarútvegsmálum, en það hefði \d)Súlega verið brýn þörf á því. Hins vegar gagnrýndi hann hvernig kvótafrumvarpið hefði verið afgreitt á þingi, fyrir jól, og sagði að þótt það hefði verið samþykkt, þá hefði það siðferði- lega verið fellt, vegna andstöðu ákveð- inna stjórnarþingmanna. Þegar Guðmundur ræddi aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds, sem hefur eins og kunnugt er, verið helsta baráttumál Bandalagsins, sagði hann m.a. „Ótrúleg uppákoma Fram- sóknarflokksins í sambandi við banka- stjóraembættisveitingu nú fyrir jólin sannaði svo ekki verður um villst að við höfum rétt fyrir okkur í þessu efni. Framsóknarmenn létu dag eflir dag frá sér fara yfirlýsingar sem voru með slík- um endemum að við hefðum aldrei getað diktað slíkt upp.“ Guðmundur rakti einnig þau áhrif sem hann taldi að Bandalag jafnaðar- manna hefði haft á pólitíska umræðu, liðið ár, og sagði nærtækasta dæmið vera umræðu þá um stjórnarkerfi og siðferði þess sem væri orðin allalmenn. Auk þess benti hann á að aðskilnaður löggjafar- valds og framkvæmdavalds væri nú orðið nokkuð sem menn ræddu og væru margir jákvæðir fyrir, en fæstir hefðu haft hugmynd um slíkap möguleika fyrir stofnun bandalagsins. Fram kom á fundinum að BJ menn eru í grófum dráttum ánægðir með þetta fyrsta starfsár sitt, en tclja þó að ekki verði lengi hjá því komist að BJ eignist sitt eigið málgagn. Aðspurðir um gagnrýni sem fram hefði komiðástjórnarandstöð- una á þessu hausti, þess efnis að hún væri með því máttlausasta sem sést hefði, svöruðu BJ menn að þessi ríkisstjórn sem nú situr hefði ekki gefið mörg tilefni til málefnalegrar umræðu á þingi, þannig að stjórnarandstaðan hefði ekkú haft verðug verkefni til þess að sýna styrkleík sinn, sem þó tvímælalaust væri fyrir hendi. - AB ■ Nokkrir BJ-menn við eins árs afmæliskökuna - takið eftir kertinu cina. Frá vinstri, Kolbrún Jónsdóttir, alþingismaður, Kristín Kvaran, alþingismaður, Lára Hanna Einarsdóttir, Ragnheiður Olafsdóttir, Guðmundur Einarsson alþingismaöur, Stefán Benediktssqjpfflþingismaður og Karl Birgisson. Tímamynd Róbert 1 i :ramhaldsstofnfundur 1 1 Framhaldsstofnfundur 1 veröur haldinn á Hótel Sögi I Gengið veröui ' útgáfufélagsins Nútíminn h.f. 1 j fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. 1 r frá stofnun félagsins. 1 Undirbúníngsnefnd

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.