Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1984
17
Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi:
verði lokið við hönnun þessa skóla.
Verði við það miðað að hægt verði að
bjóða verkið út síðari hluta árs 1984 og
hægt að hefja þar kennslu haustið 1985.
Smjörþefinn af frestuninni fékk
fræðsluráð að finna á fundi 28. nóv.
þegar lagðar voru fram upplýsingar um
skólamannvirki. Þar segir um Vestur-
bæjarskólann: „Ákveðið hefur verið að
byggja nýjan barnaskóla á lóð við Vest-
urvallagötu þar sem nú er gæsluvöllur og
sparkvöllur. Hönnun þessarar byggingar
er hafin en ýmis vandkvæði varðandi
lóðina eru enn óleyst t.d. hvað gert
verður við þá leikvelli er þar eru nú. Má
því ætla að framkvæmdir geti ekki hafist
þarna fyrr en á árinu 1985 í fyrsta lagi.“
Svo mörg voru þau orð. Hvílík rök og
hvflíkt kattarklór!
Skömmu síðar eða 12. des. lagði
formaður ráðsins fram bókun um fram-
kvæmdir við skólabyggingar. Það sem
vekur mesta athygli er að skóli í Grafar-
vogi er orðinn forgangsverkefni, en þar
á að vera hægt að hefja kennslu árið
1985, á meðan Vesturbæjarskóla hefur
verið skipað aftur fyrir. Slíkt er óskiljan-
legt og lýsir furðulegri skammsýni. í
bókun formanns kom fram að skólasókn
nemenda úr Áttúnsholti og S-Selási og
af Eiðsgranda yrði leyst með akstri fyrst
um sinn og ætla mætti að slíkt hið sama
mætti gera úr Grafarvogi, á meðan
brýnni verkefni bíða. En vitanlega bygg-
ist afstaða sjálfstæðismanna á klókind-
um. Það má ekki spyrjast að börnin í
Grafarvogi muni líða menntunarskort
og mikið er í húfi að laða menn til búsetu
í Grafarvogi. Starfsemi Vesturbæjar-
skóla fer fram á fjórum stöðum. Þetta er
lítill skóli en börnunum fjölgar frá ári til
árs og skólinn alltof þröngur. í fræðslu-
ráði er búið að taka prinsipákvarðanir
um skólabygginguna og unnið er að
hönnun hans.
Við borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins teljum óverjandi að fresta
framkvæmdum svo lengi sem meirihlut-
inn hefur í hyggju og berum því upp
þessa tillögu nú, og varið verði til
skólans 2 milljón kr. á þessu ári.
Þá liggur fyrir breytingatillaga þess
■ Hér fer á eftir meginhluti ræðu sem
Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins i Reykjavík flutti
við aðra umræðu um fjárhagsáætlun
borgarinnar:
Á síðasta fundi borgarstjórnar lýsti
Kristján Benediktsson borgarfulltrúi
helstu einkennum þeirrar fjárhagsáætl-
unar sem hér liggur fyrir til afgreiðslu. I
ræðu hans kom fram að engin rök væru
fyrir svo hóflausri skattheimtu sem áætl-
uð er í þessari fjárhagsáætlun og taldi
borgarfulltrúinn hana hreina óskamm-
feilni.
Eins og borgarfulltrúum er kunnugt er
áætlað að meðaltekjur fólks hækki um
20% á milli áranna 1983 og 84. Á sama
tíma ætlar meirihluti borgarstjórnar að
fá í borgarsjóð tekjur sem samsvara
42% hækkun og vega útsvarstekjurnar
þyngst. Áætluð rekstrargjöld eru þó
ekki meiri en 22.6%.
En hér er ekki látið staðar numið.
Næstum allar gjaldskrár þjónustufyrir-
tækja eiga að hækka stórlega: Vatnsveit-
an um 57%, Hitaveitan um 82%, SVR
um 27% og standa undir 85% rekstrar.
Gjaldskrár hækka langt umfram tekjur,
má nefna gjöld í sund, í skíðalyftur,
bókaskírteini Borgarbókasafns. Alls
staðar er boginn spenntur til hins ýtrasta
í gjaldtöku.
Fróðlegt er að sjá hvernig málgagn
Sjálfstæðisflokksins kynnir þessa skatt-
píningu. Daginn eftir síðasta borgar-
stjórnarfund þann 16. des. birtist frétt á
baksíðu Mbl. með stórri fyrirsögn:
Drögum saman tekjustofna eins og hægt
er. Hér er um öfugmæli að ræða. En
áróðurinn er fólginn í því að slá ryki í
augu fólks með því að benda á það að
útsvarsprósentan lækki úr 11.88% í
11%. Þetta þýðir í raun 47% hækkun á
milli ára, þegar meðaltekjur hækka um
20%. Fjármálaráðherra orðaði blekk-
inguna á eftirfarandi hátt: „Skattarnir
hækka ekki, fólk er bara lengur að vinna
fyrir þeim“
Framsókn vill
10% útsvarsprósentu
Við borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins viljum lækka útsvarsprósent-
una í 10%, sem þýðir í raun 31%
hækkun á milli ára og 110 milljónir
króna minna í borgarsjóð, sem þó er 220
m. kr. umfram status-qvo. Hér er ekki
spurning um að halda í horfinu heldur
hversu mikla hækkun útsvars borgarfull-
trúar telja forsvaranlega. Til að mæta
þessum mismun gerum við tillögu um að
afborganir lána dreifist á lengri tíma, í
stað 220 m. kr. í afborganir verði
greiddar 110 milljónir og er það þó ærið.
Ekki get ég látið hjá líða að gera að
umræðuefni efnisgrein í fyrrnefndri frétt
í Mbl. 16. des. Þar segir orðrétt: „í
gjöldum vega félagsmálin þyngst, en í
þau er ætlað að verja liðlega 615.8 m. kr. en
það er liðlega 59% hækkun frá frumvarpi
fyrra árs“. Af þessu mætti ráða að
núverandi meirihluti væri sérstaklega
félagslega sinnaður. Þegar betur er að
gáð er það í hófi. Framlag borgarsjóðs
til Sjúkrasamlags Rvíkur er bundið og
áætlað 233.7 m. kr. á þessu ári - í raun
er þetta heilbrigðismál - og síðan er
framlag til sjóða eins og Bjargræðis-
sjóðs, Atvinnutryggingasjóðs og fast-
eignalánasjóðs um 64 milljónir. Raun-
verulegar hækkanir til félagsmála í borg-
inni eru á bilinu 20-25%.
Við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlun-
ar sagði borgarstjóri vígreifur að nú yrði
blásið til sóknar eftir langt kyrrstöðu-
tímabil. Þá var allt lagt undir í Grafar-
vogsævintýrið, en skorið niður við trog
fjármagn til framkvæmda á sviði félags-
mála. Núna verða borgarbúar að súpa
seyðið af ævintýramennskunni með
meiri skattheimtu og hærri þjónustu-
gjöldum, sem fer upp í greiðslu skulda:
nærri þriðja hver króna sem aflað er fer
í afborganir og vexti.
Áhugaleysi á
Skíðaskálanum
Eins og fram kom í ræðu borgarstjóra
15. des. verður ekki varið krónu til
Skíðaskálans í Hvcradölum. Gerður
hefur verið kaupleigusamningur við
Veislumiðstöðina Vf til 5 ára. Vegna
andstöðu minnihlutans við upphafleg
samningsdrög hefur honum verið breytt
þannig að borgin getur að leigutíma
liðnum ákveðið hvort hún vill halda
skálanum eða selja hann, en í fyrri
drögum gat leigutaki tekið þessa ákvörð-
un. Þetta er vissulega til bóta. Samning-
urinn ber þó vott um áhugaleysi borgar-
yfirvalda á Skíðaskálnum í Hveradölum
á sama tíma og varið er miklu fjármagni
til kaupa á enn einni stólalyftu í Bláfjöll-
in. Er það von mín að afstaða borgaryf-
irvalda eigi eftir að breytast á þessum 5
árum sem framundan eru, og augu
þeirra opnist fyrir hinum stórkostlegu
möguleikum tií útivistar, öryggishlut-
verki skálans og menningarlegu gildi
hans.
Kattarklór meirihlutans
Ég mun nú. gera grein fyrir flestum
þeim breytingartillögum sem við borg-
arfulltrúar Framsóknarflokksins flytjum
við þessa fjárhagsáætlun.
Fyrst skal nefna tværtillögur: aðra um
nýjan Vesturbæjarskóla, hina sem varðar
átak til endurbóta og viðhalds húsa í
borginni og stuðla að betri nýtingu
þeirra og minni hitunarkostnaði.
Fyrri tillagan hljóðar svo m.I.f.:
Borgarstjórn telur með öllu ófært að
byggingarframkvæmdum við nýjan skóla
í Vesturbæ skuli eiga að fresta til ársins
1986 sem í reynd þýðir að þar gæti hafist
kennsla haustið 1988.
Samþykkir borgarstjórn að sem fyrst
■ Fundur í borgarstjórn Reykjavíkur.
efnis að næsta sumar verði byggt svokall-
að hús númer 7 við Seljaskóla. Seljaskóli
er núna stærsti grunnskóli borgarinnar
með rúmlega 1200 nemendur. Er meðal-
fjöldi í bekkjardeild sá langhæsti í
grunnskólum borgarinnar. Þrengsli hafa
valdið því að nemendur hafa ekki fengið
lögbundna sérkennslu. Nú ætlar meiri-
hlutinn enn að fresta byggingu hússins
og leysa vandann á næsta ári með því að
færa 4 stofur frá Hólabrekkuskóla, sem
fyllir að mestu allt leiksvæði barnanna.
Slíkur flutningur til eins árs er dýr,
áætlaður 1.4 milljónir kr. Bygging húss
7 er hins vegar áætlaður 17 milljónir, en
ríkið greiðir strax helming, þannig að
hlutur borgarinnar verður 8.5 m. Hér er
gerð tiliaga um 8 milljónir, þar sem nýta
má flutningskostnað sem þegar er inni á
fjárhagsáætlun til framkvæmda. Talið er
að fá megi sex kennslustofur í húsi 7 og
hægt er að byggja það á einu sumri. Hér
er skorað á borgaryfirvöld að samþykkja
þessa tillögu.
Fjandskapast
út í bækur
Þá er hér gerð tillaga um hækkun til
skólabókasafna um kr. 400 þús. Núver-
andi meirihluti virðist fjandskapast út í
bækur af einhverri óskiljanlegri ástæðu.
Nú er það svo að skólasöfnin eru talin
meginhjálpartækið í skólakerfinu.
Vegna mikils niðurskurðar á síðustu
fjárhagsáætlun var farið fram á viðbót-
arfjárveitingu vegna neyðarástands og
fékkst hluti hennar. í þessari fjárhags-
áætlun er aftur beitt hnífnum. Skóla-
safnafulltrúi segir í greinargerð til
fræðsluráðs „tillögur fyrir árið 1983 voru
lækkaðar skv. einhverri aðferð sem eng-
in skýring hefur fengist á. Undirrituð fer
vinsamlegast fram á að fá einhverja
greinargerð um þann niðurskurð sem
brenglaði allnokkuð grundvallarviðmið-
unum við útreikning á tillögunum fyrir
hvert safn.“ Þá tekur fulltrúinn dæmi um
handahófsniðurskurð. Beðið var um 57
þús. til Vesturbæjarskóla en 10 þús.
fengust. Beðið var um 44 þús. til Breiða-
gerðisskóla og fengust 35 þús. Fyrra
4
^ J;|p
■ Gerður Steinþórsdóttir
safnið var hins vegar í uppbyggingu og
þurfti því meira fjármagn.
Þá gerum við borgarfulltrúar Fram-
sóknarflokksins tillögu um fjárveitingu
til safnferða nemenda í grunnskólum kr.
207.900. Fræðsluráð samþykkti í haust
að láta vinna áætlun um slíkar ferðir og
kostnað við þær. Óþarft er að fjölyrða
um það menningargildi að börn kynnast
því ung að sækja söfn og sýningar.
Áætlunin liggur fyrir og miðast hún við
það að nemendur í grunnskólum borgar-
innar hafi heimsótt öll söfn í borginni
a.m.k. einu sinni en sum oftar eins og
t.d. Þjóðminjasafnið. Er miðað við að
ein skipulögð safnferð verði í boði á ári
í tengslum við námsefni. Nauðsynlegt er
að kennarar geti farið með nemendur í
rútu sé um nokkra vegalengd að ræða
því að erfitt er og tímafrekt að fara með
strætisvagni óg raskar það óeðlilega
mikið kennsluskrá. Af einhverri ástæðu
náðist ekki að afgreiða þessa tillögu í
fræðsluráði og er hún hér komin til
afgreiðslu borgarstjórnar.
Þá eru hér tvær tillögur um styrkja-
hækkanir til kennara: til framhaldsnáms
kennara í 200 þús. í stað 171.600 kr. og
til námskeiða kennara úr 40 þús. í 60
þús. Mikilvægt er að kennarar geti sótt
námskeið til að afla sér viðbótar-
menntunar og örvunar og fái til þess
nokkurn styrk. Gerðertillaga um hækk-
un styrks til Myndlistarskólans úr 710
þús. í 900 þús. Tillögur skólans hafa
verið hófsamar en borgin greiðir þriðj-
ung rekstrarkostnaðar.
Fyrri hluti
B0GINN SPENNTUR TlL
fTRASTA í GJALDTÖKU