Tíminn - 12.01.1984, Síða 8

Tíminn - 12.01.1984, Síða 8
8. FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1984 heimilistlminn A SNFTBOKAMARKAÐNUM ■ „Skiptibókamarkaðnum hefur verið mjög vel tekið af skolafolki,“ sagði Kristín Guðbjörnsdóttir, deildarstjóri í Bókadeild Pennans í Hallarmúla, þegar blaðamaður Heimilistímans hafði tal af henni til að fræðast um skiptibókamarkað þann, sem þar stendur nú yfir. Á vegum Pennans var byrjað með skiptibóka- markað í haust - fyrst allra bókabúða - og að sögn Kristínar gekk það stórvel. Nú eru nemendur að hefja nám aftur eftir jólafrí, og því opnaði Penninn markaðinn á ný. - Það hefur ekki verið eins mikil aðsókn að markaðnum nú og í haust, sagði Kristín, og þar kemur margt til. - Bæði eru færri nemendur sem byrja nám á vorönn en á haustönn, og svo hefur veður og færð heldur dregið úr aðsókn- inni. Kristín sagði, að unga fólkið virtist mjög ánægt með að geta notfært sér þennan möguleika á hagkvæmari bóka- kaupum. Námsfólkið kemur gjarnan með bækur, sem hafa gegnt hlutverki sínu, og velja sér svo nýjar fyrir andvirði þeirra gömlu. - Við fórum út í það að greiða gamlar, vel með farnar bækur, út í peningum, sagði deildarstjóri, en það varð of yfirgripsmikið verkefni. Það hefur líka komið á daginn, að flestir nemendur vilja alveg eins fá innleggsnót- ur og taka bækur, pappírsvörur og ritföng út á upphæðina. Það eru geysi- miklir fjármunir sem liggja í bóka- og pappírsvörukaupum hjá nemendum. - Eru bækurnar vel með farnar, sem komið er með til ykkar? - Það vildi nú í fyrstu bóla á því, að ekki væru allar bækurnar nógu snyrtileg- ar, en svo höfðu krakkarnir sjálfir orð á því, að það borgaði sig sannarlega að fara vcl með bækurnar fyrst hægt væri að versla með þær á þennan hátt. Það út af fyrir sig - að stuðla að betri meðferð á bókum - er stórmál, því með þessu venst unga fólkið á að umgangast bækur á þann veg að þær haldi gildi sínu. - Hvað gefið þið fyrir vel útlítandi bækur? - Viðtökumgóðar.snyrtilegarbækur á 40% af upprunalegu verði þeirra. Alagningin hjá okkur er 10%, svo nem- endur fá þarna bækurnar á hálfvirði. Langur listi yfir bækurnar Mikill og langur listi yfir námsbækur er á staðnum, en höfð hefur verið hliðsjón af bókaþörf nemenda í þeim deildum og skólum, sem eru að byrja störf núna, og teknar inn bækur sem mest er eftirspurn eftir. - Við höfum haft samráð við skólana og farið eftir kennsluskrá þeirra við bókavalið, sagði Kristín. Hún var spurð hvort ekki væru ein- hverjir skólar með líka starfsemi og skiptibókamarkaðurinn. - Jú, það eru nokkrir skólar, sem hafa einhver bókaskipti, en þó hefur okkar skiptimarkaði verið tekið sérlega vel. Það má vera, að nemendum þyki líka þægilegt, að geta alveg eins keypt papp- írsvörur og ritföng og annað til skólans ásamt námsbókunum. Það vita allir, að það er ekkert smá- ræði sem skólafólk þarf að kaupa af bókum. Meðan Kristín var að tala við blaðamann kom t.d. ung stúlka að kaupa sér algebrubók. Ef hún hefði keypt hana nýja, hefði hún þurft að borga 570 krónur fyrir hana, en nú fékk hún bókina á hálfvirði og var heldur betur ánægð. Töluverð fyrirhöfn - en ánægjuleg vinna - Það er ekki enn ákveðið hjá okkur hvað þessi skiptimarkaður stendur lengi, sagði Kristín, er hún var spurð hvort lokun stæði fyrir dyrum. Það verður ekki lokað nærri strax, því að eftirspurnin sýnir, að það er mikil þörf fyrir þessi viðskipti. Og þó að mikið berist í viðbót af námsbókum, þá erum við örugg með að það gengur út næsta haust. Það er töluverð fyrirhöfn að koma svona markaði á fót, en það er vel þess virði - og ánægjulegt að vinna við hann, því þetta kemur sér vel fyrir alla aðila. Penninn er fyrsta bókabúðin, sem byrjar slíkan skiptibókamarkað, og Kristín sagðist ekki eiga von á öðru en því starfi yrði haldið áfram í framtíðinni. ■ Kristín Guðbjörnsdóttir, deildar- stjóri í Bókadeild Pennans í Hallarmúia, kveður mikla þörf hafa verið fyrir skipti- bókamarkað á skólabókum. (Tímamynd Árni Sæberg) Heitar grænmetissúpur — eru hollar í skammdeginu ■ Við meguni ekki gleyma því að borða grænmeti, þó ekki sé eins mikið framboð á því um háveturinn og á öðrum árstímum. Hér koma tvær upp- skriftir að grænmetissúpum, sem eru bæði hollar og ljúffengar. Grænmetissúpa nr. 1 1 stór pórra 1 stór gulrót - eða tvær minni 2 stórar kartöflur 1 lítill hvítkálshaus (eða 1/2 stærri) 75 g Bacon 2 tómatar (má bragðbæta með tómat- mauki eða sósu, ef tómatar eru ekki fáanlegir) 1 laukur 2 msk söxuð steinselja 2 I soð eða vatn salt 2 msk smjörlíki Grænmeti hreinsað og skorið í litlar ræmur. Smjörlíkið brætt í mátulega stórum potti, baconið og laukurinn látið krauma í því smástund. Vatnið (eða soðið) er nú sett í pottinn og síðan allt grænmetið. Þetta er látið malla í 1 klst. Þá er súpan tilbúin, bragðbætið eftir smekk með salti og kjötkrafti ef með þarf. Grænmetissúpa nr. 2. 1/2 laukur 2 gulrætur 1 græn paprika 1 púrra 1 gulrófa smjörvi ■ Heitar og matarmiklar grænmetissúpur með grófu brauði og rifnum osti geta verið heil máltíð út af fyrir sig. jurtakrydd Vi dl. ertur Vi 1 vatn og 2 tesk jurtakraftur (eða súputen). '/’ I léttmjólk og 2 matsk. heilhveiti 1- 2 dl. maískorn 2- 3 matsk. steinselja - fínskorin (eða þurrkuð) Laukurin er skorinn og gulrætur, gul- rófa og papríka brytjaðar í litla bita, en púrran sneidd í hringi. Látið malla í 10 mín. í smjörvanum án þess að brúnast. Bragðbætt með jurtakryddi og Vz tesk. karrý. Nú skal bæta við ertum, vatni og jurtakrafti (eða súputen.) og allt soðið í 3 mínútur. Þá skal bianda saman við mjólkinni með heilhveiti og þykkja súp- una. Síðan er soðið í 4-6 mínútur. Loks er maiskorni og steinselju bætt í. Borið fram með rifnum osti. Gróft brauð er gott með báðum þessum grænmetissúp- um.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.