Tíminn - 17.01.1984, Síða 1

Tíminn - 17.01.1984, Síða 1
. Allt um íþróttir helgarinnar — Sjá bls. 11-15 .. '___________' _ •- ' • FJÖLBREYTTflRA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 17. janúar 1984 14. tölublað - 68. árgangur ■ Þyrla Landhclgisgæslunn- ar TF-GRÓ sótti 2ja ára stelpu Herdísi Jónsdóttur norður í Munaðarnes í Ámeshreppi á Ströndum en sú litla þjáðist af kviðsliti og þurfti að komast undir læknishendur hér í borg- inni. Að sögn Benóní Ásgríms- sonar flugstjóra íleiðangrinum höfðu þeir tvisvar áður frá jólum reynt að ná í stelpuna, en orðið frá að hverfa vegna veðurs og snjóa. „Þessi staður er mjög ein- angraður og því urðum við að nota þyrluna til að ná í stelp- una“, sagði hann. Fiogið var héðan kl. 10 í gærmorgun og komið aftur um kl. 12.30 cn mjög gott veður var alla leiðina. Og hvernig bar sú stutta sig í þyrlunni? „Mjög vel" sagði Benóní... „hún svaf alla leiðina". Með í förinni suður var faðir stelpunnar Jón Elfas Jónsson. -FRI ■ Einar Bjarnason flugvirki ber Herdísi út úr þyrlunni. Tímamynd Árni Sæberg. Sidumula 15 - Postholf 370 Reykjavik - Ritstjom 86300 - Augtysingar 18300 - Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 TF-GRÓ þyrla Landhelgis- gæslunnar: SÓTT12JA ÁRASIELPU ÁSIRANDR VÐCHR LÆKKA UM 6% í VIKULOKIN ■ Enn ein vaxtalækkunin verð- ur nú þann 21. janúar og munu vgxtir lækka að meðaltali um ca. 6 prósentustig samkvæmt heim- ildum Tímans, þannig að vextir verða eftir þann 21. þessa mán- aðar í kringum 20%. Þetta er fjórða almenna vaxta- lækkunin, frá því að vextir byrj- uðu að lækka í september sl. Vextir hafa lækkað gífurlega frá því í september, því þá voru vextir t.d. á almerinum skulda- bréfum 47%, þeir er.u í dag 27% og samkvæmt heimildum Tím- ans verða þeir komnir niöur í 21% þann 21. þessá mánaðar. Þessi vaxtalækkun nú er ákveðin m.a. vegna þess að menn hafa vcrið ntjög varkárir í lækkun vaxtanna miöað við verðbólgu- þróuriina. -AB Sker Verðlagsráð upp herör gegn greiðslukortunum? „ÞEIR SEMSTflÐ- GREIÐA FAI STflÐ- GREIÐSLUAFSLÁTT“ — segir forseti ASÍ, sem f lutt hef ur tillögu þess ef nis í ráðinu Skaftamálið: DÓMSRANNSÓKN MUN HEFJAST í ÞESSARI VIKU ■ „Ég lagði fram tillögu á fundi verðlagsráðs þess efnis að sú mismunun sem nú tíðkast á milli þeirra sem nota greiðslu- kort og þeirra sem staðgreiða, verði afnumin," sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASI, er Tíminn ræddi við hann í gær, eftir að hann hafði verið á fundi verðlagsráðs. „Ég lagði til,“ sagði Ásmund- ur, „að þeim söluaðilum sem veita greiðslukortaþjónustu verði gert skylt að veita við- skiptavinum sem staðgreiða staðgreiðsluafslátt, sem sé hið minnsta hinn sami og kostnaður söluaðilans er vegna greiðslu- kortaþjónustunnar, sem er að líkindum einhvers staðar á milli 5 og 8%“. Ásmundur sagði að sér þætti það skipta miklu máli að sú mismunun sem þarna tíðkast væri afnumin. Ef þetta kerfi, eins og það er í dag, héldi áfram óbreytt, þá myndi það leiða til þess að þeir sem staðgreiða, greiddu alltaf hærra verð, en þeir sem notfærðu sér greiðslu- kortaþjónustuna. Slíkt væri að hans viti alveg fráleitur hlutur, auk þess sem það væri Ijóst, að slíkt fyrirkomulag myndi nær óhjákvæmilega leiða til verðlags- hækkunar, sem væri tæpast nokkrum í hag. -AB Eimskip 70 ára — sjá bls. 10 ■ Dómsrannsókn í hinu svo- kallaða Skaftamáli mun hefjast í þessari viku og hefur Bragi Stein- arsson vararikissaksóknari þegar fengið tilkynningu þess efnis frá dómaranum í málinu Ágústi Jónssyni. Ágúst Jónsson sagði í samtali við Tímann að Ijóst væri að í upphafi myndu kærandinn og hinir ákærðu í málinu verða kallaðir fyrir dóminn en síðan ylti það á því hvað fram kæmi, um framhaldið. „Það er ríkissaksóknari sem gerir þessa kröfu og hann gerir þá jafnframt grein fyrir því hverja hann vill láta kalla fyrir, dómurinn á ekki neitt frumkvæði í þessu. Rannsókninni verður haldið innan þeirra marka sem beiðni ríkissaksóknara segir til um", sagði Ágúst. Agúst sagði ennfjremur að ekki væri á þessu stigi málsins hægt að segja til um hve langan tíma dómsránnsóknin tæki, það ylti á því hvernig hún þróaðist. -FRI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.